Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EG ER aðallega að fjalla um sköpun- argleðina og hið sjónræna. Ég nálgast málverkið af ást og er reyndar ástfanginn af því,“ segir Daði sem í gegnum málverkið nær góðu sambandi við kvenlíkamann, reyndar svo góðu að mörgum þykir nóg um. „Mörgum finnast myndir mínar of erótískar. Ég vinn líka mjög meðvitað með tákn listar og reð- urs, pensilinn, en hann er milliliður fyrir mig og ég nota hann til að tjá tilfinningar mínar. Guðbergur Bergsson segir í einni bók sinni; fegurðin býr í líkama sem elskar, og fyrir mér er málverkið líkami.“ Hann segir fólk vilja eignast myndir sínar því þær séu fullar af ævintýrum en hann málar ævintýralegar myndir af því að honum finnst sem nóg sé til af því dimma og illa í heiminum þótt hann sé ekki að bæta þar við. Hann hefur þó komið með innlegg um dekkri hliðar mannlífsins. „Ég málaði til dæmis einu sinni mynd af líkkistu. Líkt og í skáldsögunum þarf alltaf einhver að deyja á endanum.“ Þessi sýning er óvenju björt, sem er náttúrlega ekki nógu gott, maður fær ekki starfslaun út á það. Nefndarfólk hefur enga trú á bjart- sýnum listamanni." í framhaldi af þessum ummælum berst tal okkar Daða að máli sem honum liggur mjög á hjarta, starfslaunum listamanna en Daði hefur á síðusta áratug fengið alls eins árs starfslaun, þrátt fyrir að hann sæki allt- af um. „Það er eins og það sé einhver einn hópur sem hirðir þetta. Þetta er orðið dálít- ið líkt og þegar Septem-mennirnir réðu lög- um og lofum í landinu og hirtu þá bita sem voru í boði. Súmmaramir voru þá ungu mennimir og blótuðu liðinu sem réð en nú hefur þetta snúist við og þeir eru orðnir valdaaðili og teknir við stjórnartaumunum. Kristján Guðmundsson hefur tekið við stöðu Þorvaldar Skúlasonar," segir Daði og glottir. Er ekkert útskýrt af hverju þú færð ekki laun? Málverkið hefur átt undir högg að sækja,“ segir Daði sem fullyrðir að veðjað sé á ákveðna listamenn til að senda á sýningar erlendis fyrir íslands hönd, listamenn sem eiga að heita frægir erlendis en séu það kannski alls ekki sem sést best á því, að sögn Daða, að þeir em, líkt og aðrir íslenskir lista- menn, sjaldséðir í erlendum listatímaritum. „Þessi svokallaða nýlist er miklu meira áberandi í opinbera kerfínu á íslandi miðað við það sem er að gerast erlendis. Þar em allt aðrir hlutir í gangi.“ „Við teljum okkur vera svo mikið með á nótunum sem við emm alls ekki. Post hum- an stefnan svokallaða sem var mikið ríkj- Einhver deyr á endanum Daði Guðbjömsson listmálari segir íslendinga vera sveitamenn og þeir eigi ekki að vera að apa eftir erlendum listastefnum. Þóroddur Bjamason komst að þessu og ýmsu öðm í samtali við listamanninn sem sýnir verk sín í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Morgunblaðið/Kristinn DAÐI Guðbjörnsson segir fólk ekki hafa neina trú á bjartsýnum listamönnum. andi í listum fyrir 6-8 áram, og er mikið landinu að mestu.“ Daði segir ástæðuna í gangi ennþá, virðist hafa farið framhjá vera þá að ofuráhersla hafi verið lögð á formalisma í myndlist, bæði nú, á valdatíma Súm-listamannanna, og áður. „Ég vil til dæmis meina að ég sé Post humaisti að miklu leyti sem kemur fram í því, hvernig ég nálgast kvenlíkamann í verkum mínum. Þegar ég sæki um starfslaun er ég ekki að sækja um til að ég géti haldið áfram að prenta grafík og ramma inn myndir heldur til að komast út úr því sem ég er í dags daglega, feta nýjar slóðir.“ Þú ert í raun að segja það að þú fáir ekki tækifæri til að þróa list þína áfram? „Já, ég fæ ekki tima til að vinna að nýj- um verkefnum.“ Ef við útilokum alla klíkustarfsemi. Held- ur þú að það séu einhveijir aðrir þættir sem ráða því að þú fáir ekki starfslaun lista- manna? „Kannski er það af því að ég hef ekki búið erlendis í nógu langan tíma. Kannski hef ég haft of háar tekjur. Kannski þarf að koma upp einhveiju heimsfrægðarkerfi þannig að maður fái visst marga bónus- punkta sem fara eftir mikilvægi salanna sem maður sýnir í. Mér þætti það mjög til bóta ef að lista- menn fengju að vita hveijar starfsreglur úthlutunarnefndarinnar era og hvað telur þegar umsókn er metin. Það er líka slæmt að nefndarmenn séu allir skipaðir af sama aðila, SÍM.“ Daði segir þá myndlist sem er ríkj- andi hér á landi upprunna í millj- ónaþjóðfélögum og þar séu henn- ar náttúrlegu heimkynni. „Maður er mikið að velta fyrir sér hvað þessi stór- borgarmyndlist er sterk hérna.“ Ástæðuna segir listamaðurinn vera þá að íslenskir lista- menn séu haldnir minnimáttarkennd. „Við eram að búa til stórborgarmyndlist til að sanna fyrir okkur og öðrum að við séum rosalega stórir karlar.“ Eigum við þá að búa til sveitamyndlist? „Nei, alls ekki, ég vil bara meina það að myndlist eins og ég bý til og fleiri, sé miklu eðlilegri upplifun á landinu og umhverfmu hér. Við erum bara sveitamenn hér og verð- um bara hlægileg á erlendum vettvangi með því að vera að flytja út stórborgarmyndlist sem gerð er af vanefnum. Hún verður ekki trúverðug." Á sýningunni í Gallerí Fold eru vatnslita- myndir eftir Daða. Verkin eru glaðleg og björt, í þeim koma fiskar og bátar ítrekað fyrir, ásamt konunni, að sjálfsögðu. Margur myndi sjálfsagt ekki viðurkenna að verkin væru dæmigerð íslensk. Ert þú að stunda hina einu sönnu ís- lensku myndlist? „Mín myndlist er í takt við tíðarandann og mig sjálfan sem persónu. HAGKAUP ■fynr fiölskMm Tónleikar Finns endurteknir TÓNLEIKAR Finns Bjarnasonar og Jónasar Ingimundarsonar verða end- urteknir I Listasafni Kópavogs í kvöld klukkan 20:30. Finnur Bjarnason og Jónas Ingi- mundarson fluttu á mánudagskvöld- ið lagaflokkinn Malarastúlkuna fögra eftir Schubert. Margir urðu frá að hverfa og því hefur verið ákveðið að endurtaka tónleikana. ---------♦ ♦ ♦ Jóhann og Mar- is í Njarðvíkum JÓHANN Smári Sævarsson, ópera- söngvari og Maris Skuja, píanóleik- ari endurtaka tónleika sína sem haldnir voru í íslensku óperunni 15. apríl sl. Tónleikana halda þeir í Ytri- Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru rússnesk ljóð, ís- lensk sönglög og óperuaríur úr ýms- um áttum. ----♦—♦—♦--- Sigurður Örlygs- son opnar sýningu SIGURÐUR Örlygsson opnar mynd- listarsýningu í Galleríi Regnbogans, Hverfísgötu 54, í dag, fimmtudag. Sýning Sigurðar verður opin virka daga frá kl. 16-24 og frá kl. 14-24 um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.