Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 15 LANDIÐ Loðdýrabændurnir í Asgerði í Hrunamannahreppi misstu aldrei trúna á minkaræktina Vonumst eftir fimm góðum árum Loðdýrabændumir í Ásgerði fengu yfir sig verðlækkun skinna skömmu eftir að þeir hófu minkarækt. Þeir hafa þó náð að komast heilir í gegnum kreppuna og vonast nú eftir fimm góðum ámm. í sam- tali við Helga Bjarnason em þeir gagnrýnir á skipulag loðdýraræktarinnar og félagskerfí landbúnaðarins. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FEÐGARNIR í Asgerði, Sigurður Jónsson og Þorbjörn Sigurðsson, fá gott verð fyrir minkaskinn. „OKKUR þykir vænt um dýrin, _þau eru vinir okkar,“ segir Þorbjörn í Asgerði. VIÐ erum að vonast til að fá núna fimm góð ár. Þá munum við ljúka upp- byggingu búsins og lækka skuldirnar," segir Sigurður Jónsson, bóndi í Asgerði í Hruna- mannahreppi. Hann og Þorbjörn sonur hans hafa rekið minkabú, Loðdýrabúið Ásgerði 2 ehf., á bæn- um í tíu ár. Þeir eru nú með eitt af stærri minkabúum landins, með 1.620 læður. Sigurður og Þorbjörn hófu minkaræktina í lok síðustu upp- sveiflu minkaræktarinnar. Tveimur árum síðar féll skinnaverðið um helming og hélst lágt þar til á síð- asta ári að ný uppsveifla hófst. Á síðasta sölutímabili var verðið tvisvar og hálfu sinni hærra en það var í mesta öldudalnum. Það hefur þurft sterk bein til að þola krepp- una eins og sést á því hve margir loðdýrabændur gáfust upp. „Við gátum byggt þetta að hluta til upp með eigin fé og haldið skuldunum í lágmarki. Seldum mikið af tún- þökum til Reykjavíkur og létum peningana fara í uppbyggingu bús- ins og unnum mikið sjálfir við hana. Konurnar hafa aftur á móti unnið fyrir brauðinu," segir Sigurður. Segir hann að vissulega hafi baráttan verið erfið, á tímabili hafi hvorki verið hægt að lifa né deyja. „Atvinnutækifæri eru fá í sveitinni og því ekki hlaupið í annað. Við höfðum alltaf trú á minkaræktinni þó á móti blési og tókum snemma þá stefnu að reyna að þrauka. Við höfum alltaf lagt okkur fram við að fylgjast með þróuninni í ná- grannalöndunum og sótt þangað þekkingu. Með því höfum við getað tekið upp nýjungar í búskapnum jafnóðum og þær hafa breiðst út í Danmörku til dæmis og aukið hag- kvæmni rekstrarins. En það skipti þó meira máli að í þessum ferðum okkar héldum við í trúna á minka- ræktina og að hún myndi rétta úr kútnum þó síðar yrði.“ Eigin fóðurframleiðsla Fyrir þremur árum fóru feðgarn- ir að framleiða fóðrið í minkana og segja þeir að það sé mikilvægur þáttur í því að þeir komust í gegn um erfiðleikana. Þeir segjast hafa lent í því að kaupa skemmt fóður frá fóðurstöðinni og þess vegna fengið verðminni skinn, meðal ann- ars 100 verðlaus hvítullarskinn. Fyrsta árið sem þeir blönduðu fóðr- ið sjálfir hafi þeir aðeins fengið eitt hvítullarskinn. „Þetta er mikil vinna, með fóðurgerðinni erum við að bæta við okkur heilu ársstarfi, en hún hefur borgað sig. Við höfum ekkert sparað í hráefniskaupum en hagnaðurinn kemur fram í gæðum afurðanna," segir Sigurður. Áður voru þeir búnir að færa skinnaverkunina heim á búið svo segja má að þar sé allt framleiðslu- ferlið. Sigurður segir að þeir geri allt sjálfír nema veiða fiskinn og framleiða kjötið sem notað er í fóðr- ið. Loðdýrabúið í Ásgerði selur minkaskinnin á uppboði í Finn- landi. Áður voru þau seld í Dan- mörku en Sigurður og Þorbjörn breyttu til eftir að þeir komust í kynni við finnska loðdýrabændur. „Við sjáum ekki eftir því. Skinnin frá okkur seldust á 10% hærra verði en þau finnsku. Þeir sem seldu í Danmörku náðu ekki betra verði, jafnvel ekki bændur sem eru með betri skinn en við. Þessi 10% skila okkur liðlega milljón í kassann. Þau sýna einnig að eitthvað höfum við gert rétt,“ segir Þorbjörn. Hermdargjöf Sigurður og Þorbjörn hafa verið duglegir að afla sér þekkingar, bæði innanlands og utan. Þeir fara á öll námskeið sem í boði eru hér á landi og fara reglulega til Skand- inavíu til að fylgjast með nýjungum í búskapnum þar. Segja að þetta sé lífsnauðsynlegt til að standast samkeppnina. En þetta sé ekki nóg, ekki sé hægt að yfirfæra hlut- ina óbreytta frá útlöndum því að- stæður séu að sumu leyti ólíkar. Því sé mikilvægt að byggja upp rannsóknar- og tilraunastarfsemi hér innanlands og efla leiðbeininga- þjónustuna. Sigurður segir að ekki sé vænlegt til árangurs að dreifa kröftum og fjármunum og leggur til að rannsókna- og leiðbeininga- starfsemin verði öll byggð upp á Hvanneyri, í tengslum við búvís- indadeildina. Þá væri hún komin á háskólastig en Hvanneyringar þyrftu einnig að hafa samvinnu við vissar deildir Háskóla íslands um starfsemina. Feðgarnir eru gagnrýnir á kerf- ið, bæði félagskerfi landbúnaðarins og þátt stjórnvalda. „í haust dreifði Byggðastofnun ókeypis dýrum í tóm loðdýrahús, 100 læðum á mann. Ég tel að þetta sé hrein hermdargjöf ef ekki kemur meira til því bændurnir geta ekki byggt upp dýrastofn úr svona fáum læð- um, nema þá á allt of löngum tíma. Svo eru húsin flest orðin léleg og búrin þarfnast endurnýjunar við. Þetta er eins ómarkvisst og verið getur, sama vitleysan og var gerð í upphafi loðdýraræktarinnar. Það er aðeins hugsað til eins dags í einu.“ Telur Sigurður að það hefði verið vænlegra til árangurs að láta þá loðdýrabændur sem komist hafa í gegnum þrengingarnar en eru illa staddir fjárhagslega fá þessa fjármuni. „Við þurfum að stækka búin. Þegar við byijuðum var vísitölubúið talið vera 700 læð- ur, við töldum okkar reyndar þurfa 900 en Stofnlánadeild trúði því ekki. í Danmörku hefur stærð loð- dýrabúanna tvöfaldast á þessum tíma, er núna 1.500 til 2.000 læð- ur. Það tókst þeim að gera með því að vélvæða búin og draga úr kostnaði. Fjölskyldubú af þessari stærð hafa staðist best en minni búin og stór hlutafélaga- og sam- vinnubú fóru fyrst á hausinn. „Það er eftir öðru að nú er Byggðastofn- un með hugmyndir um að setja upp samvinnubú af þessu tagi í Skagafirði,“ segir Sigurður. Ólíkt höfumst við að „Á meðan við fengum ríkisstyrki til niðurgreiðslu á fóðri létu stjórn- völd í Danmörku styrkina ganga til rannsóknastarfseminnar. Danskir loðdýrabændur hafa með því fengið tæki til að vinna sig út úr erfiðleikunum og takast á við framtíðina á meðan við höfum hjakkað í sama farinu.“ Sigurður og Þorbjörn eru komnir með rúm- lega 1.600 læður og eru að ljúka uppbyggingu miðað við það. Þeir segjast reyndar þurfa að minnsta kosti 2.000 læður vegna þess að tvær fjölskyldur standa að búinu, en segja óráðið hvenær ráðist verð- ur í þann áfanga. „Það er höfuðskil- yrði að stækka búin til að geta verið með hagkvæmustu stærð þegar gott verð er á skinnunum. Síðan þurfa menn að vera snöggir að laga sig að breyttum aðstæðum. Þegar næsta niðursveifla kemur fækkum við dýrunum en verðum áfram með 1.000 læður til að halda dýrastofninum við og bíðum svo eftir nýrri verðhækkun." Sigurður segir að íslendingar geti lært margt af Dönum í þessu eins og mörgu öðru. „Þeir selja loðskinn fyrir 35 milljarða kr. á ári og framleiða tæki og aðföng, bæði fyrir sjálfa sig og til útflutnings, fyrir aðra eins upphæð. Veitan í greininni er því um 70 milljarðar kr. og 15-20 þúsund manns hafa vinnu við loðdýrarækt. Við sjáum svipað gerast í Austurbotni í Finn- landi. Með því að vinna skipulega gætum við gert sambærilega hluti. En við þyrftum að byija á því að gera tíu ára áætlun um uppbygg- inguna og vinna eftir henni," segir Sigurður. Þorbjörn er að tölvuvæða búið, bæði fóðurgerðina og kynbóta- starfið. Nýtir hann við það þekk- ingu sem hann hefur aflað sér í Danmörku og Finnlandi. Finnskt tölvuforrit er til dæmis notað til að velja lífdýrin. Hagsmunir ráði Félagskerii loðdýrabænda er að mati Sigurðar ekki til stórræðanna. Loðdýrabúin eru dreifð um landið og frá fjórum og upp í þijátíu menn í hveiju loðdýraræktarfélagi. Hver bóndi hefur eitt atkvæði, sama hvað búið er stórt. Sigurður telur að menn eigi að hafa atkvæðisrétt í samræmi við framleiðslu. Þá yrðu ákvarðanir teknar af þeim sem mestra hagsmuna ættu að gæta. Hann segir að sömu breytingu þyrfti að gera í öllu félagskerfi land- búnaðarins. Segir að fulltrúalýðræð- ið í bændasamtökunum haldi nýrri búgreinunum frá völdum. „Það er stöðnun í hefðbundnu búgreinunum á meðan vaxtarmöguleikarnir eru í þeim nýrri. Við látum ekki setja okkur endalaust til hliðar. Ef bú- greinafélögin fá ekki eðlilegt vægi verða stofnuð önnur bændasamtök, landssamtök búgreinanna,“ segir Sigurður Jónsson. OG mjummmá mmmmm semvölöú* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,997% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *í sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. NILFISK gerð »» GM-300 GM-310 GM-320 GM-330 Nú aðeins stgr. 21.840 24.990 27.980 29.990 NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /FOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.