Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorgeir Logi Árnason, prent- ari, var fæddur i Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Árni Valde- marsson, prent- smiðjustjóri, f. 27.6. 1923, d. 14.8. 1969, V og Hallfríður Bjarnadóttir, f. 20.4. 1922, bæði fædd í Reykjavík. Þorgeir var elstur þriggja barna þeirra hjóna. Systkini hans eru Haraldur, f. 18.4. 1948, og Ingibjörg, f. 2.12. 1951. Árið 1968 kvæntist Þorgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingunni Ernu Stefánsdóttur, kennara og leirlistarkonu, f. i Kópavogi 5.8. 1947. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Agn- ar Hjartarson og Sólveig Böð- varsdóttir, úr Dalasýslu. Börn Þorgeirs og Ingunnar eru Stef- án Arni, f. 12.2. 1970, Hallfríð- ur Sólveig, f. 12.2. 1970, maki hennar er Björn Olafur Gunn- arsson, f. 12.2. 1970, og Auður Rán, f. 30.7. 1977. Þorgeir lauk prófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1970. Hann var forstjóri í Prentsmiðju Árna Valdemars- sonar ásamt bróður sínum frá 1970-1995. Fyrirtækið var stofnað af foreldrum Þorgeirs og störfuðu móðir hans og syst- » ir þar einnig. Prentsmiðja Árna Valdemarssonar sameinaðist Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros.) Vinur sýnir þér væntumþykju og hlýju, vinur verndar þig og hiífir, vinur styður þig og hvetur, vinur virðir þig og skilur, vinur áminnir þig og leiðréttir, þér líður vel með vini þínum, þú saknar hans sárt þegar hann kveður. Þorgeir Logi Árnason var vinur minn. *. Ég var þriggja ára þegar ég kynntist Þorgeiri. Hann fluttist þá með foreldrum sínum Árna Valde- marssyni og Hallfríði Bjarnadóttur á Ljósvallagötu 8, við gamla kirkju- garðinn í vesturbæ Reykjavíkur. Alla tíð síðan höfum við verið vinir og tengslin aldrei rofnað. Við Þorgeir vorum af þeirri kyn- slóð vesturbæinga sem lék sér í „fall- in spýta“, barðist við Tígrisklóna, þekkti Pétur Hoffmann, sníkti vínar- brauðsenda í bakaríinu, var í sendi- ferðum fyrir kaupmanninn á horn- inu, átti Bangsímon fyrir vin, las Tarzan í Vísi, skiptist á hasrablöð- um, fór í þtjúbíó á sunnudögum og í sveit á sumrin. Ótal minningar og myndir hrann- ast upp frá bernsku okkar á upp- vaxtarárunum á Ljósvallagötunni. Á þessum tíma þurftu börn og ungling- ar sjálf að fínna leiðir til að fá útrás fyrir athafnaþrá sína og hugmynda- flug. Tilboð um tómstundir, afþrey- ingu og leiki voru ekki nema að litlu leyti í boði opinberra aðila. Við Þor- geir vorum félagar í iþróttafélaginu Reyni. Þetta félag stofnuðum við strákarnir í götunni með góðum stuðningi nokkurra foreldra. Ég man að Árni pabbi Þorgeirs prentaði fyr- ir okkur dreifimiða og auglýsingar og Ragnar Kjartansson, listamaður faðir Kjartans Ragnarssonar, leikara og leikritahöfundar, bjó til verðlau- nagripi fyrir okkur úr leir. Tilgangur félagsins var alhliða íþróttaiðkun þó reyndin yrði sú að fyrst og fremst var stunduð knattspyrna. A þessum tíma var nokkuð víst að þú komst í „liðið“ ef þú áttir íþróttaskó og alveg Jí' örugglega ef þú áttir fótbolta. Mikil vandræði voru oft að fá bolta í leik- Steindórsprenti- Gutenberg 1995, þar sem hann starf- aði eftir það. Þor- geir var einlægur stuðningsmaður og hluthafi kvik- myndafyrirtækisins Kjól & Anderson. Þorgeir öðlaðist svifflugréttindi 15 ára gamall og átti flugið hug hans uppfrá því. Hann var einn af upphafs- mönnum módel- flugs á íslandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Þorgeir var kosinn í sljórn Svif- flugfélags Islands 1976, árið 1978 var hann kjörinn formað- ur og gegndi því hlutverki til 1990. Þorgeir keppti í svifflugi bæði hér heima og erlendis. Þorgeir smíðaði ásamt Herði Hjálmarssyni eina af fyrstu heimasmíðuðu flugvélum hér á landi og gegndi formennsku Flugsmíðar, áhugamannafé- lags um flugsmíðar, frá stofnun þess. Hann öðlaðist vélflugrétt- indi árið 1980 og stundaði list- flug af kappi eftir það. Að til- stuðlan Þorgeirs og annarra listflugmanna var fyrsta Is- landsmót í listflugi haldið síð- astliðið sumar. Hann var vara- forseti Flugmálafélags íslands frá árinu 1988 og heiðursfélagi í Flugmódelfélaginu Þyt og Svifflugfélagi íslands. Utför Þorgeirs Loga fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin kl. 15. inn því fáir voru handbærir. Því var gripið til þess ráðs að sameinast um kaup á leðurbolta. Allir vildu að sjálf- sögðu fá að geyma gersemina og varð það að ráði að dreifa ábyrgð- inni milli félagsmanna. Reyndin varð sú að aðeins elstu og áhrifamestu félagar Reynis fengu að varðveita boltann með því skilyrði að maka hann leðurfeiti reglulega og hafa hann alltaf tiltækan þegar á þurfti að halda. Vegna ungs aldurs og ónógrar knattleikni vorum við Þorgeir ekki valdir til forustuhlutverka í félaginu okkar, hvorki á velli né í stjórn. Forystuhæfíleikar Þorgeirs sem seinna áttu eftir að koma í ljós nutu sín ekki á þessum árum í samskipt- um okkar strákanna á „Ljósó“. Við Þorgeir fengum útrás fyrir fyrir hetjuskap með því að skálda okkur í þær aðstæður. Þá leystum við hvern vanda og hveija þraut betur og fyrr en nokkrir aðrir og vorum fremstir meðal jafningja. Við lögðum að velli heila hópa af óvígum her „Tígriskló- ara“ og skoruðum alltaf þýðingar- mestu mörkin í hveijum leik. Það stóðst okkur enginn snúning. í þess- um draumum æskuáranna urðu gler- brot gimsteinar, vatn dýrkeyptur gosdrykkur og Þórbergur Þórðarson, sem gekk stundum sundið miili Hringbrautar og Ljósvallagötu hættulegur andstæðingur sem ástæða var að fela sig fyrir, en fylgj- ast þó með, hann var jú kommúnisti. Þorgeir fékk snemma áhuga á þeirri list að láta hluti haldast á lofti, svífa og gera kúnstir í krafti vind- styrks, uppstreymis, bylgju, bólu og hvað þetta nú allt heitir. Áhugi Þor- geirs var ástríðuþrunginn. Það var aldrei svo kalt eða dimmt að ekki væri reynt einu sinni enn og verið aðeins lengur. Að lokinni flugæfingu var svo farið heim, lagfært og bætt það sem úr lagi hafði gengið og lögð drög að nýrri smíð. Þorgeir elskaði flugið sjáift og möguleika mannsins til að útfæra þrautir í samspil tækis og náttúruafla. Hann lagði ekki eins mikið upp úr útliti, aðalatriðið var að flugkosturinn væri traustur og gæti flogið. í upphafi reyndi ég að fylgja honum eftir en dróst fljótt aftur úr, það kom í ljós að vilji er ekki allt sem þarf, þú þarft að hafa hæfileika og brennandi áhuga og Þorgeir hafði hvort tveggja í ríkum mæli. Alla tíð frá því hann byijaði með skutlur, svifflugur, teygjut- rekktar vélar og önnur flýgildi sem ég varla kann að nefna, hef ég fylgst með framgangi hans og frama. Eg veit að hann var með leiknustu og kunnáttumestu flugmönnum lands- ins. Við fylgdumst vel með tilhugalífi og ástarmálum hvor annars þegar að þeim kafla kom í lífi okkar. Við tpkum aldrei neinar afdrifaríkar ákvarðanir í þeim efnum nema að höfðu samráði hvor við annan. Hiidi konu minni er það minnisstætt að á fyrsta stefnumóti okkar, sem var bíóferð í Gamla bíó, var Þorgeir mættur með vini sínum honum til halds og trausts. Eftir að við festum ráð okkar og stofnuðum heimili jókst enn vinskap- ur og samgangur á milii fjölskyldna okkar. Það vita þeir er til þekkja að nærvera þeirra Ingunnar og Hild- ar Stefánsdætra gat ekki orðið til annars en bæta það sem gott var fyrir. Börnin okkar eru á svipuðum aldri og með þeim tókst vinskapur sem haldist hefur frá fyrstu tíð og til dagsins í dag. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skalt við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Það er á stundu sem þessari að ég öfunda þá sem ekki efast. Öfunda þá af vissunni um endurfund og möguleikanum á að geta komið til skila því sem kjark og vit skorti til að segja meðan allt lék í lyndi. Við áttum saman líf í vináttu og væntumþykju í nærri hálfa öld, líf sem hefur veitt mér og fjölskyldu minni ómetanlega hlýju og næringu og dýpkað skilning okkar á gildi vináttunnar. Fyrir þetta verð ég ævinlega þakklátur. Hann býst ekki í skart, þess vegna ljómar hann, hann heldur sér ekki fram, og það er ágæti hans, hann er laus við sjálfhælni, og þess vegna er hann virtur, hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum. Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann. LAO- TSE. Þorgeir var einstakt prúðmenni og góðmenni. Hann lagði aldrei illt til neins og var ávallt málsvari lítil- magnans. Hann hreykti sér aldrei af góðverkum sínum en lét þau fara lágt. Hann var vinur í raun og bætti það mannlíf er hann var hluti af og mun minning hans lengi lifa. Elsku Ingunn, Hallfríður, börn, tengdabörn, ættingjar og vinir. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur og varðveita á þessum erfiðu tímum. Gaukur og fjölskylda. Ég vil með þessum orðum minn- ast Þorgeirs Loga Árnasonar sem lést af slysförum á þeim fagra laug- ardegi 5. apríl 1997. Það sem ég hugsa um þegar ég minnist fyrstu kynna af feðgunum og flugmönn- unum Þorgeiri og Stefáni Árna er hin djúpstæða og gagnkvæma virð- ing sem þeir félagar báru aila tíð hvor fyrir öðrum. Það var sérstakt samband sem lét mig ekki ósnortinn þegar vinskapur tókst með mér og Stefáni. Það var einhver undarleg og óútskýranleg þörf fyrir listsköpun sem upprunalega dró okkur Stefán saman en fjölskyldunni í Keilufelli 35 virðist listrænt eðli í blóð borið. Flugmaðurinn Þorgeir lét sér heldur ekki nægja flugmannstitilinn; hann var listflugmaður. Þegar ég og Stefán Árni hófum að eyða flestum stundum saman var alls ekki ljóst hvert við stefndum; við vildum gera kvikmyndir, skrifa, ljósmynda, framleiða. Fyrst og fremst vildum við vera uppteknir við að skapa og þessari sköpunarþrá sýndu Þorgeir og Ingunn, móðir Stefáns, ótrúlegan og ómetanlegan skilning. Við Stefán fengum aldrei á tilfínninguna að hegðun okkar væri á nokkurn hátt afbrigðileg eða óæskileg enda þótt heimili þeirra hjóna væri oft á tíðum eins og her- setið þegar tilraunastarfsemi okkar gekk út í hvað mestar öfgar. Þvert á móti lagði Þorgeir til öll sín tæki og tól til að myndrænir draumar okkar gætu ræst; hann lánaði okkur myndavélarnar, kvikmyndavélina, framköllunaraðstöðuna, sýningar- vélarnar, húsið, prentsmiðjuna, tölv- una, flugskýlið, bílinn, ef því var að skipta. Og þótt þessi praktíski stuðn- ingur væri mikilvægur var andlegi stuðningurinn sem Þorgeir sýndi okkur með áhuga sínum áreiðanlega mikilvægari. Fyrstu árin störfuðum ég og Stef- án Árni undir nafninu Kjól & Ander- son en árið 1995 kynntumst við Baldri Stefánssyni og ákváðum í sameiningu við hann að gera fyrir- tækið að hlutfélagi. Þar sem Þor- geir hafði alla tíð greitt götu Kjól & Anderson lá það í augum uppi að hann eignaðist hlut í fyrirtækinu hvort sem honum líkaði betur eða verr. En það kom á daginn að áhugi hans á starfsemi okkar fór síst dvín- andi og upp frá þessum tímamótum sátum við Stefán, Baldur og Þorgeir stjórnarfundi fyrirtækisins. Mér fannst það mikill heiður og var stolt- ur af því að Þorgeir vildi starfa með okkur á þennan hátt. Ef til vill fannst mér ég standa í stórri skuld við Þorgeir en eftir á að hyggja leyfi ég mér að halda að hann hafí notið þess að vera með í áhættunni og spennunni sem vissulega fylgir hveiju verkefni. Hann var ungur í anda og metnaðargjarn eins og við og vildi að fyrirtækið yxi og dafnaði með tíð og tíma. Þorgeir boðaði sjálfur til okkar síðasta fundar, aðeins tveimur dög- um fyrir andlát sitt. Það gleður okk- ur Baldur og Stefán að þessi síðasti fundur með Þorgeiri gaf fyrirheit um bjarta framtíð. Síðastliðin tvö ár höfum við nær eingöngu starfað að framgangi GusGus verkefnisins og nú var árangur vinnu okkar smám saman að líta dagsins ljós. Þorgeir hlakkaði til að upplifa land- vinninga GusGus og sonar síns og ég held að við höfum allir verið hreyknir við lok okkar síðasta fund- ar. Hér tala ég fyrir hönd Baldurs Stefánssonar sem því miður er er- lendis, á leið til íslands, þegar þetta er skrifað. Ég veit að hann er sam- mála hveiju orði sem hér stendur. Stefán Árni, Halla og Auður Rán! Þið áttuð frábæran pabba og eigið frábæra mömmu. Ef allir ættu for- eldra sem styðja jafn vel við bakið á börnum sínum og Þorgeir og Ing- unn hafa gert,_ byggi hér þjóð með bein í nefínu. Ég elska ykkur öll og mun standa með ykkur svo lengi sem ég lifi. Sigurður. Hann var sannarlega fríður ungi pilturinn sem kom inn í líf litlu mágkonu minnar fyrir margt iöngu svo að hún gekk um með stjörnur í augunum. Og ekki var viðkynningin við hann síðri þegar fram liðu stund- ir, þar fór karlmenni með trausta og^góða skapgerð. Eg bjó þá með manni mínum og ungum syni okkar á heimili tengda- móður minnar á meðan við vorum að koma yfir okkur þaki og fékk að fylgjast með þegar þau voru að draga sig saman, þessar glæsilegu ungu manneskjur. Þau „opinberuðu" eins og það var kaliað í þá daga, settu upp hringa, og héldu áfram við nám og störf áður en kom að hreiðurgerðinni í fallegu, gömlu húsi í Þingholtsstræti 27. Þau giftu sig í Dómkirkjunni á björtum vordegi, þar voru tvíburarn- ir þeirra skírðir og þaðan er hann nú kvaddur drengurinn góði. Fjölskyldur þeirra voru um margt líkar. Hjá báðum voru tveir bræður og yngri systir, í báðum voru hjónin Árni og Halla og beggja fjölskyldn- anna biðu þau örlög að feðurnir féllu frá á besta aldri. Þorgeir var ekki maður margra orða. Hann framkvæmdi. Foreldrar hans vildu af umhyggju sinni beina honum í langskólanám. Því fór hann norður yfir fjöll í Menntaskólann á Akureyri haustið eftir að hann kynntist Ingunni sinni. En þar undi hann ekki þó námsgáfurnar væru ÞORGEIR LOGI ARNASON nægar. Hann vildi suður til stúlkunn- ar sinnar, vissi hvers konar gersemi hann hafði fundið. Þeim var ætlað að eigast. Þau voru samhent og báru djúpa virðingu fyrir störfum og áhugamálum hvors annars. Hann studdi Ingunni af alefli þegar hún fór í frekara nám 'í Handíða- og myndlistaskólanum löngu eftir að þau stofnuðu heimili og lagði metnað sinn í að hún fengi vinnuaðstöðu heima við. Það hefðu ekki allir eigin- menn verið tilbúnir til að fórna bíl- skúmum og byggja þar vinnustofu fyrir konuna. A sömu lund studdi Ingunn mann sinn af hjartans ein- lægni í því sem hugur hans stóð til. Þau vöktu saman fram á nætur við ljósmyndaframköllun og minnis- stætt er þegar þau að tillögu Þor- geirs bjuggu til nákvæmt módel af húsinu sem Ingunn ólst upp í og gáfu Sólveigu móður hennar, en húsið átti að rífa. Fljótlega kom í ljós að honum var flugþráin í blóð borin líkt og föður hans, Arna, og síðar syninum Ste- fáni Árna. Árum saman bjó fjöl- skyldan í tjaldbúðum á Helluflug- velli þegar svifflugmót stóðu yfir og Ingunn þeyttist af stað á bílnum til að sækja Þorgeir og/eða Stefán og sviffluguna þar sem þeir höfðu lent á hinum ýmsu túnum. Ég hef staðið og starað á hann leika listir sínar á flugvélinni sinni og fengið stein í magann. Sl. sumar dvöldum við Árni um tíma á Akureyri. Þangað „skruppu" þau Ingunn og Þorgeir í kaffi til okkar einn daginn en hann hafði verið að sýna iistflug á Blöndu- ósi. Og enn fékk ég stein í magann þegar litla listflugvélin þeirra TF- UFO brunaði með þau frá Akur- eyrarflugvelli upp í himinblámann. Fleyið sýndist svo agnar- smátt. Það fór ekki framhjá neinum, sem umgengist hefur heimili þeirra Ing- unnar og Þorgeirs, hversu einlæg ást og vinarþel hefur einkennt sam- skiptin innan fjölskyldunnar og gagnkvæm virðing ríkt fyrir áhuga- og tómstundamálum hvers um sig. Börnin sín þrjú hafa þau stutt af einhug til þeirra hluta sem hugur þeirra hefur stefnt til og hlúð að sköpunarþörf þeirra. Nú, þegar heimilisföðurnum er svo skyndilega svipt burt fyrir aldur fram og við stöndum enn einu sinni vanmegnug og ráðþrota frammi fyr- ir örlögum þeim sem mönnum eru ofin, er þessi mikla samheldni fjöl- skyldunnar hornsteinn hennar og lífsakkeri. Megi faðir og vinur alls sem er vernda Þorgeir Árnason á ókunnum stigum og blessa eigin- konu hans, bömum þeirra, móður hans og systkinum, ættingjum öðr- um og vinum minningarnar um þennan góða dreng. Orð yngri dóttur hans, Auðar Ránar, þegar henni barst andlátsfregnin, vil ég gera að mínum, „hann var þó að gera það sem honum fannst hvað skemmtileg- ast“. Það var gott að vera í návist Þorgeirs og ég vil fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka svila mínum samveruna. Aðstandendum Fannars Sverris- sonar, piltsins unga sem fór hina hinstu för með Þorgeiri, vottum við hjón okkar dýpstu samúð. Guðrún Halla Guðmundsdóttir. Alltaf brosandi, með bros í aug- unum, hlýr og traustur. Þetta eru fyrstu lýsingarnar á Þorgeiri, sem okkur detta í hug á þessari stundu. En svona var hann líka. Hugurinn reikar og við minnumst allra stundanna í sumarbústaðnum, þar sem við lékum okkur svo mikið saman, allra stundanna á Ljósvalia- götunni, bíltúranna, þegar fjölskyld- an fór í „convoy", jólanna hjá Heigu ömmu og fleira og fleira. Yið munum líka hversu spennandi það var, að fá litla tvíbura í fjölskylduna. Það var aldeilis fjör í barnaafmælunum hjá okkur, þegar langömmubörn ömmu voru allt í einu orðin fimm, nánast á sama aldri. Ekki er hún síðri minningin um síðasta ættar- mótið okkar. Þar var svo gott veður og allt svo gaman og þú hélst svo fallega ræðu. Þú varst kosinn í nefnd fyrir næsta ættarmót og það er ég viss um, að þú verður þar með okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.