Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Erindi og kynningar um atvinnumál í Vík ATVINNUMÁLANEFND Mýrdals- hrepps stendur fyrir atvinnumála- upplyftingu í Leikskálum í Vík iaug- ardaginn 19. apríl og byggist hún upp á framsöguerindum og fyrir- spurnum. Flutt verða erindi um ís- lenskan iðnað, landbúnaðarmál, umhverfismál, ferðaþjónustu og handverk, smáiðnað o.fl. I tengslum við Upplyftingu verða einstaklingar, félög og stofnanir í sveitarfélaginu með kynningu á sinni starfsemi og kennir þar ýmissa grasa. Má þar nefna Hljóð- fara og Matfara, upptökustúdíó og eldhús á hjólum auk hefðbundinna fyrirtækja í framleiðslu og þjón- ustu. Upplyfting hefst kl. 10 á laugar- dagsmorgun og er áætlað að hún standi allan þann dag og daginn eftir, sunnudaginn 20. apríi, verði sýningin einnig opin. Atvinnumálanefnd Mýrdals- hrepps hvetur heimamenn og aðra sem áhuga hafa á Upplyftingunni að mæta og kynnast fjölbreyttu atvinnulífi í Mýrdal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson MEÐAL þess sem sýnt er á Upplyftingu er upptökustúdíó á hjólum. Dönskumara- þon í Laugar- bakkaskóla 10. BEKKUR Laugarbakkaskóla í Miðfirði þreytir dönskumaraþon í skólanum laugardaginn 19. apríl með aðstoð dönskukennara síns, Guðrúnar Láru Ásgeirsdóttur. Þetta maraþon er liður í söfnun- arátaki bekkjarins til að fjármagna náms- og fræðsluferðalag sem fyr- irhugað er að fara til Danmerkur í vor. Hver nemandi hefur það mark- mið að læra 200 bls. í dönsku þenn- an dag, alls 2.400 bls., og hafa þeir leitað til ýmissa fyrirtækja, stofnana og einstaklinga um áheit. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal FRÁ afhendingu tölvunnar. Á myndinni eru Reynir Zoega, Sveinn Arnarsson, sparisjóðsstjóri, Guðmundur Bjarnason, bæjarsljóri, og Hlynur Eiriksson, ásamt nokkrum unglingum við tölvuna. Sparisjóðurinn gefur tölvu Afmælislag Egilsstaða wrrr Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VERÐLAUNAHAFAR í Lagakeppni Egilsstaða, Guttormur Sig- fússon, Hreinn Halldórsson og Jónas Þór Jóhannsson. Neskaupstað - Sparisjóður Norð- fjarðar gaf nýlega félagsmiðstöðinni ÁTOM öfluga PC tölvu ásamt lit- prentara að verðmæti 190 þúsund krónur. Tölvan, sem er búin innbyggðu mótaldi, hljóðkorti auk fjölda forrita mun vafalaust nýtast unglingum sem sækja félagsmiðstöðina t.d. við heimanám auk samskipta við aðrar félagsmiðstöðvar. Hægt verður að komast í tölvuna á opnunartíma félagsmiðstöðvarinn- ar, sem er þijá daga í viku fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára. Þá er ljóst að ekki hafa allir unglingar greiðan aðgang að tölvu og ætti úr því að rætast með þessari gjöf. Það var Reynir Zoéga, stjómar- formaður Sparisjóðsins, sem afhenti gjöfína Hlyni Eiríkssyni, forstöðu- manni ATOM. Félagsmiðstöðin er nú til húsa í gamla söluskála Olís við Strand- götu. Góð aðsókn er að félagsmið- stöðinni. Egilsstöðum - Keppni um lag í til- efni af 50 ára afmæli Egilsstaða var haldin í Hótel Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Það var Harmóníkufélag Héraðsbúa sem efndi til keppninnar í samvinnu við Egilsstaðabæ. Alls bárust 16 lög og voru 10 þar af valin til undanúrslita af sér- stakri dómnefnd. Sú nefnd var skip- uð; Valgeiri Skúlasyni, Auðbjörgu Halldísi Hrafnkelsdóttur og Árna Isleifssyni. Af þessum tíu lögum vom þijú verðlaunuð en gestir keppninnar tóku þátt í valinu. I fyrsta sæti varð lagið „Bærinn okkar“, en lag og texta átti Hreinn Halldórsson. í öðru sæti var lag eftir Guttorm Sigfússon og texti eftir Einar Rafn Haraldsson og Jón- as Þór Jóhannsson hreppti þriðja sætið en hann átti bæði lag og texta. Verðlaunin voru útbúin sérstak- lega af þessu tilefni af listafólki á svæðinu. Guðrúnu Sigurðardóttir hjá Tómstundaiðjunni, Anne Kampp leirlistakonu og Listiðjunni Eik, Miðhúsum. Búnaðarbanki ís- lands var styrktaraðili að keppn- inni. Skipuð var sérstök hljómsveit til þess að flytja lögin en hana skip- uðu: Ármann Einarsson píanó, harmóníka, klarínett og saxófónn, en hann útsetti einnig öll lögin, Ragnar Þorsteinsson trommur, Jón- as Þór Jóhannsson hljómborð, Gréta Siguijónsdóttir, söngur og gítar, og Bjami Þór Sigurðsson, söngur og gítar. Helgi Halldórsson bæjarstjóri afhenti verðlaun og þakkaði öllum þeim sem að keppninni stóðu. Eftir er að ákveða með hvaða hætti stað- ið verður að fjölföldun laganna. Morgunblaðið/Óiafur Bemðdusson FRÁ „kántrý“-danskennslu á Skagaströnd. Mikill „kántrý“dansáhugi Skagaströnd - í vetur hafa um eitt hundrað manns sótt tvö námskeið í „kántrý“-dönsum á Skagaströnd. Leiðbeinendur voru hinir sömu í bæði skiptin, Hanna Mjöll og Brynj- ólfur, en þau reka Kúrekann í Kópa- vogi. Utan námskeiðanna hafa 30 til 40 manns hittst á hveiju mið- vikudagskvöldið í allan vetur til að dansa. Áhuginn fyrir „kántrý“- eða línu- dönsum hefur smitað út fyrir þorp- ið og sumir setja það ekki fyrir sig að aka 70 km hvora leið á dansæf- ingamar. Dansklúbburinn er sann- kölluð grasrótarhreyfing því í hon- um er engin stjóm heldur mætir fólk á æfingar og dansar og ef taka þarf einhveijar ákvarðanir era þær teknar á æfíngum af þeim sem mættir era í það skiptið. Þá hefur hópurinn einnig haldið „kántrý- “dansaböll nokkrum sinnum á laug- ardagskvöldum við töluverðar vin- sældir. Meirihluti þeirra sem mæta á þessar dansæfingar er kvenfólk þó töluvert sé um karlmenn líka enda eru allir velkomnir. Ekki er um þátttökugjöld að ræða og eini kostnaðurinn sem fólk þarf að greiða er húsaleiga fyrir dans- salinn í hvert sinn. Ekki kann fréttaritari skýringu á þessum mikla áhuga fyrir „kántrý“-dönsum nema ef vera skyldi Kántrýútvarpið sem útvarpar slíkri tónlist mestan hluta sólar- hringsins. Góð frammistaða í fyrirsætukeppni Blönduósi - Fjórtán ára stúlka frá Blönduósi, Iris Elma Jóns- dóttir, stóð sig vel í fyrirsætu- keppni sem haldin var á vegum „Modeling Association of Amer- ica International" (MAAI) í New York um páskana. Keppendur voru um 1.400, aðallegafrá Bandaríkjunum og Kanada, og reyndu menn með sér á ýmsum hæfileikasviðum en fyrirsætan var þó í fyrirrúmi. Iris hreppti m.a. 2. sæti í svokallaðri fyrir- sætusviðsgöngu. Iris Elma fór ásamt 29 öðrum ungmennum frá íslandi á vegum Modelskrifstofu Johns Casa- blancas á Islandi til New York á föstudaginn langa. Keppnin, sem fór fram á Waldorf Astoria hótel- inu í New York, stóð í viku og var margs konar hæfileika- keppni í gangi og voru keppend- ur á aldrinum fjögurra ára til fertugs. íris Elma sagði reyndar að flestir keppendur hefðu verið stúlkur á aldrinum 14-16 ára. Auk sviðsframkomuveðlaunanna fékk 9 stúlkna hópur frá íslandi sem Iris var í, fyrstu verðlaun fyrir sviðsfr amkomu. Auk þessa fékk Iris viðurkenningu fyrir „modelmyndir" og framgöngu sína á sápuóperusviðinu. Iris Elma, sem aðeins er fjórt- án ára gömul, sagði að undirbún- ingur að þessari ferð hefði tekið um eitt ár „og bak við hann ligg- ur geysimikil vinna“. Hún segir ferðirnar suður til Reykjavíkur til æfinga orðnar ansi margar og hún hafi þurft að fórna miklu til að vinna að þessu markmiði. Um væntingar á fyrirsætusvið- inu eftir keppni sem þessa sagði íris Elma. „Ytra sýndu 27 um- Blönduósi með viðurkenning- amar fyrir frammistöðu sína í fyrirsætukeppninni í New York. boðsskrifstofur mér einhvern áhuga. Það getur vel verið að tilboð komi á morgun eða eftir ár eða kannski ekki neitt, en eitt er víst að skólinn gengur fyrir.“ Sorphirðu- bíll valt Reyðarfirði - Hann er stundum vandfarinn vegurinn þótt hann sé beinn, mætti segja um óhapp þessa sorphirðubíls frá Sorp- samlagi Mið-Austurlands. Bíl- stjórann sakaði ekki i veltunni og litlar skemmdir urðu á bíln- um. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir I ! i i i i í i i I I I I I l t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.