Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sagnfræði í grafík MYNPOST Listasaín Kðpavogs KOPARÆTINGAR GRÉTA MJÖLL BJARNA- DÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 27. april. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er tilhneiging hjá listakon- um af yngri kynslóð, að vinna úr minnum fortíðar hvort heldur þau séu fiskuð upp úr heimildum eða aðskiljanlegustu íðum liðinna alda. Gréta Mjöll Bjarnadóttir er mjög framarlega í röðum þeirra sem hafa þann háttinn á, og minnist ég þess er hún kom fyrst fram með slíkt myndefni í listhúsinu einn einn og lét sjö konur fæddar lýð- veldisárið 1944 leiða niðurröðun tákna, en róðurnar valdi hún tilvilj- unarkennt úr þjóðskrá Hagstofu íslands. Á síðasta ári kannaði hún frásagnarmátt minnisvarðanna í Hólavallakirkjugarði og nú sviðset- ur hún ævi forfeðra sinna og mæðra af Suðurlandi. Álítur að lítið sé til af myndmáli um sögu almennings og vill augljóslega bæta úr því, kveikjan eru svo reflar á Þjóðminja- safni íslands með myndum úr lífi íyrirmanna. Vísar til og minnir á, að ættartölur séu sagnfræði almúg- ans, og með því að setja þær fram í myndrænu formi vilji hún túlka líf hans, en þessum þætti telur hún mjög takmörkuð skil gerð í fyrri tíma myndlist, þótt ritaðar heimild- ir séu miklar. Þetta er fullgildur hugmynda- fræðilegur grunnur, en ekki get ég verið því fullkomlega sammála að lítið sé til af rituðu myndmáli og táknum er skari líf almennings. Frekar held ég að meira sé til af slíku en flesta grunar, þótt eyður fmnist' margar, en hér muni nokk- ur brotalöm um gildar rannsóknir á vettvanginum. Má vera, að vinna hinna ungu listkvenna verði til að ýta við einhveijum um meiri lestur í þessi tákn, og á allan hátt telst mjög virðingarvert að leitast við að færa þau í listrænan búning á nútímavísu. Sýningin samanstendur af 6 myndum yfirstærða, eða réttara myndasögum, með mjög forn- eskjulegu ívafi, og eru jarðlitir gegnumgangandi í þeim öllum, sem má vera skírskotun til þess að þetta fólk fortíðar fluttist af mold á möl. Allar eru myndirnar gerðar á þessu ári svo listakonan hefur ver- ið í miklum ham, því ekki er heigl- um hent að vinna í jafn stórar myndir í ætingu og þrykkja þær síðan. Vinnulagið útheimtir mun meiri yfirlegur og tímavíddir og þannig verður útkoman eðlilega nokkuð einhæf, þurr og strembin. Listakonan er knúin áfram af mikl- um og lofsverðum metnaði en sýn- ist hafa ætlað sér full mikið á of skömmum tíma. Blæbrigðin virð- ast einhvern veginn hafa orðið eft- ir, birtast helst í myndinni „Kyn- slóðir", sem ber í sér fjölþættastar grafískar eigindir, og þannig séð verður að telja mest spunnið í hana. Bragi Ásgeirsson NYIR SERRETTIR Hreinræktuð Pekingönd í öndvegi meðal 35 ljúffengra rétta á glænýjum sérréttamatseðli Við birtum úrdrátt úr matseðlinum: ANDALIFUR „FOIE GRAS“ með jarðsveppum og Madeirahlaupi 1290,- QTTT TTTn ANHAT Æ?PT ftamreidd með skalottulauk, kastanfuhnetum og Sveppum 1290,- ANDAPATÉ með ávöxtum í Sautemes víni 980,- ^NDAUFRARFRAUÐ °S PÖNNUSTF,KT ANÐALlFl,p ^ með vínberjum og fáfnisgrassósu K 1150,- Verið velkomin. Borðapantanir í síma: 562 0200 aðalréttir OFNSTEIKT ÖND „ORANGE“ með valhnetu, appelsínusalati og appelsínusósu 2990,- PIPRUÐ ANDARBRINGA með spínati, kóngasveppum og rjómalagaðri piparsósu 2990,- STEIKT ÖND „Á L'AGENAISE“ með vínsósu og sultuðum plómum 2990,- Þar velur Sturla Birgisson, yfirmalreiðslumaður Perlunnar hreinræktaöa Pekingönd í aðalréttinn: OFNSTEIKTA ANDARBRINGU með appelsínusósu sem elska góðan mat P E R L A N Átta til- nefningar til IMPAC- verðlauna Dublin. Reuter. ÁTTA skáldsögur hafa verið til- nefndar til hinna alþjóðlegu IMPAC-bókmenntaverðlauna, sem samband bókasafnsfræðinga veitir í Dublin ár hvert. Eru þetta stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir skáld- sögur, en verðlaunaféð nemur um 10,7 milljónum ísl. kr. Tvær bandarískar bækur Tvær bandarískar bækur eru tilnefndar; „Reservation Blues“ eftir Sherma Alexie og „The Good Negress" eftir A.J. Verdelle, sem segir sögu ungrar blökkustúlku í upphafi aldarinnar. Skotinn Alan Warner er tilnefndur fyrir skáld- söguna „Morvern Callar", Spán- verjinn Javier Marias fyrir bókina „Hjarta svo hvítt“, Antonio Tabucchi frá Ítalíu fyrir „Declares Pereira“ og Svíinn Lars Gustavs- son fyrir skáldsöguna „Kvöld bóndans". Þá eru Asíubúarnir Du- ong Thu Huong, höfundur „Nafn- lausu skáldsögunnar" um Víet- namstríðið, og Rohinton Mistry, höfundur „A Fine Balance", sem var einnig tilnefnd til Booker-verð- launanna, tilnefndir. 113 bækur sendar inn Skáldsögurnar átta voru valdar úr 113 bókum sem 104 bókasöfn í 49 löndum sendu inn. Dómnefnd IMPAC sWlar niðurstöðu hinn 14. maí nk. í henni eiga sæti banda- ríski sagnfræðingurinn Allen Weinstein, breski rithöfundurinn Margaret Drabble, írska ljóðskáld- ið Nuala Ni Dhomhnaill, tékkneski rithöfundurinn Josef Skvorecky, kanadíska skáldið Jane Urquhart og bandaríski rithöfundurinn Shawn Wong. ♦ ♦ ♦----- Nýjar hljómplötur • ÚT ER komin hljómplatan Listen (Ljáðu mér eyra). Hljóm- platan hefur að geyma 12 lög sem leikin eru af 22 ára harmoníkuleik- ara, Tatu Kan- toma. Þar má nefna lög eins og Vikivaka eft- ir Jón Múla Árnason, Raddir vorsins eftir Jo- hann Strauss, Hungarian Rhapsody no. 2 eftir Franz Lizst og II treno (Lestin). Tatu Kan- tomaa er fædd- ur 1 Rovaniemi í Norður-Finnlandi árið 1974. Sjö ára gamall hóf hann nám í harmon- íkuleik hjá föður sínum. Ári síðar hóf hann nám hjá Veikko Ahvena- inen og því næst hjá rússneska harmoníkuleikaranum Viktor Ko- uzowlev. Tatu hefur haldið tón- leika víða um heim. Ellefu ára gamall hélt hann sína fyrstu ein- leikstónleika og lék þá inn á 12 laga breiðskífu. Hann tók þátt í Viljo Vesterinen keppninni í Finn- landi árið 1989 og bar sigur úr býtum, þá fimmtán ára gamall. Leikur víða um land Tatu er að leggja upp í tónleika- ferð og mun spila víða um land. Á laugardag spilar hann í Árbliki, Dölum, Selfossi miðvikudagskvöld, á Akranesi föstudagskvöld og í Stykkishólmi á sunnudag. Útgefandi hljómplötunnar er EG-tónar. Verð 1.190 krónur. Tatu Kan- tomaa harm- onikuleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.