Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGVALDI EIRÍKUR HALLDÓRSSON söðlasmiður, Aðalbraut 55, Raufarhöfn, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalsteinn Sigvaldason, Sigríður Hrólfsdóttir, Sigurveig Sigvaldadóttir, Sigfús Jónasson, Jóhann Sigvaldason, Pálína Valsdóttir, Hólmgrímur Sigvaldason, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, NJÁLA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 16. apríl. Jóhanna Tómasdóttir, Þorsteinn Laufdal, Njála Laufdal, Friðrik Baidursson, Helga Laufdal, Hans Ragnar Þorsteinsson, Ósk Laufdal, Ólafur Kolbeins Júlíusson, barnaböm og barnabarnabarn. t Ástkær frænka okkar, ÞÓRUNN ÓLAFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR, Háaleitisbraut 43, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 18. apríl kl. 15.00. Ásgeir Þorvaldsson, Erla Alfreðsdóttir, Pétur Þorvaldsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Stefán Þorvaldsson, Guðríður A. Waage, Kristín Þorvaldsdóttir, Tryggvi V. Traustason. t Móðir okkar og tengdamóðir, SNJÓLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR, Skálaheiði 7, Kópavogi, lést að kvöldi 15. apríl í Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Þorsteinn Júlíusson, Esther Ólafsdóttir, Guðrfður Júlíusdóttir, Hörður Jónsson, Anna Júlíusdóttir, Örn Sveinsson. t Útför SIGRÚNAR BERGSTEINSDÓTTUR, Hringbraut 28, Reykjavik, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Sigrfður Bergsteinsdóttir, Edda Níels, Sigrún Rósa og Helga Marín Bergsteinsdætur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs vinar míns, HALLGRÍMS TRYGGVASONAR prentara, Hátúni 12, Reykjavfk. Ólöf Sigurlásdóttir. JÓNÞÓRIR ÁRNASON + Jón Þórir Árna- son fæddist á Karlsskálum við Reyðarfjörð 26. des- ember 1917. Hann lést á Landspítalan- um 10. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónína Einarsdóttir, frá Kóngsparti við Helgustaði, f. 1887, d. 1971, og Árni Jónsson, frá Vöðla- vík, kaupmaður á Eskifirði, f. 1886, d. 1966. Jón Þórir var elstur sex systkina, næstelst er Valgerður Þórsteina, f. 1920, d. 1926, þá Málmfreð Jónas, f. 1921, d. 1994, Einar Oddgeir, f. 1922, d. 1923, Anna Guðrún, f. 1924, og Valborg Oddný, f. 1926. Hinn 26. desember 1942 kvæntist Jón Elinu J. Þórðar- dóttur, f. 13.8. 1917. Þau eign- uðust fjórar dætur. 1) Stúlka, lést nýfædd. 2) Elín, f. 21.2. 1946, gift Reinhold Richter. 3) Valgerður, f. 2.7. 1952, börn hennar eru Jón Þórir Ingimund- arson, f. 18.3. 1983, og Elín Ingimund- ardóttir, f. 4.7. 1987. 4) Arngunnur, f. 15.4. 1955, sam- býlismaður Helgi R. Rafnsson. Jón Þórir fluttist 15 ára til Reykjavík- ur og hóf nám í Verslunarskóla ís- lands. Hann lauk námi þaðan 1936, vann síðan ýmis skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af þjá Fisldfélagi ís- lands. Árið 1952 hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur við inn- flutning á þýskum blöðum og timaritum samhliða starfi sínu hjá Fiskifélaginu en þar hætti hann störfum á sjötta áratugn- um og sneri sér alfarið að rekstri fyrirtækis síns. Jón Þórir skrifaði greina- flokkinn Lifríki og lífshætti sem birtur var í Morgunblaðinu um margra ára skeið. Útför Jóns Þóris verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fimmtudaginn 10. apríl lést pabbi bestu vinkonu minnar. Hann hét Jón Þórir Árnason og var á loka- ári áttunda tugarins þegar hann andaðist. Kynni mín af honum hóf- ust þegar við Valla urðum vinkonur - þá var ég átta ára. I endurminningunni fínnst mér að Jón hafí alltaf talað við mig eins og fullorðna manneskju. Hann ræddi við mig, bamið og ungling- inn, um allt milli himins og jarðar. Umhverfísmál og ýmis alþjóðamál voru honum ofarlega í huga og hann hafði áhyggjur af því að við gengjum of nærri náttúrunni með skeíjalausri græðgi og skammsýni. Sennilega er ekki mjög venjulegt að fullorðnir menn eigi slík samtöl við böm og unglinga, a.m.k. minn- ist ég einskis annars pabba sem gerði það. Mér fannst mjög gaman að mörgum samtölum okkar. Þegar ég eltist og þroskaðist átti Jón til að koma með alls kyns fullyrðingar sem hann vissi að ég hlaut að mót- mæla, og úr því urðu heitar rökræð- ur. Ég held að við höfum bæði not- ið okkar vel í þeim samtölum. Það var líka óvenjulegt með Jón hvað hann var miklu meira heima en aðrir pabbar. Hann flutti inn þýsk blöð og tímarit og dreifði á íslenskan markað. Umsýslunni sinnti hann heima. Tvöfaldur bíl- skúrinn var fullur af þýskum blöð- um og tímaritum, sem spönnuðu allt frá Der Spiegel til Burda og Bravo, og hefta sem lýstu ástum þýskra baróna og barónessa. Ég er ekki frá því að þetta hafí orðið til þess að við vinkonumar spreytt- um okkur á að lesa þýsku fyrr en ella hefði orðið. En það sem mesta athygli vakti var snyrtimennskan í vinnubrögðum Jóns, hver hlutur var á sínum stað og öllu raðað í snyrti- lega stafla. Þar átti Jón þó ekki einn hlut að máli, því þau hjónin Elín og Jón voru samvalin í því sem öðru. Jón var glæsilegur á velli, óað- fínnanlega klæddur og tilhafður, með þykkt hár, sem mér fínnst allt- af V'ofa verið silfurgrátt, þótt varla fái það staðist. Ég held hann hafí verið afar vel lesinn á mörgum svið- um, og það hafí ekki skipt hann máli hvort hann las íslensku, ensku eða þýsku. Hann var sérstæður og jafnvel sérvitur um sumt, t.d. vildi hann aldrei fara út fyrir landstein- ana, þótt starf hans fæli í sér nána tengingu við Þýskaland og hann þyrfti iðulega að beita fyrir sig þýskri tungu í skrifum og sam- tölum. Það er raunar dálítið um- hugsunarefni að sá maður sem mér hefur virst öðrum mönnum betur heima á ýmsum mikilvægustu svið- um alþjóðamála hafi aldrei út fyrir ísland komið. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Elín J. Þórðardóttir. Hveijum manni sem kom á heimili þeirra var ljós hin gagnkvæma virðing og ást sem ríkti þeirra í milli. Þau virtust svo samvalin sem best má vera, ekki bara í snyrtimennskunni heldur einnig á öðrum sviðum. Elín er ein myndarlegasta húsmóðir sem ég hef kynnst og bjó Jóni og dætrunum þremur sérstaklega fallegt og rausnarlegt heimili. Að auki tók hún fullan þátt í umstanginu kringum þýsku blöðin, og þannig voru þau saman öllum stundum sólarhrings- ins. Þannig virtist það líka eiga að vera. Missir Elínar er mikill og ég votta henni mína dýpstu samúð. Fjölskylda mín öll sendir samúð- arkveðjur til Elínar, dætranna Öbbu og Addýjar og fjölskyldna þeirra, og ekki síst Völlu vinkonu og barn- anna hennar, Jóns Þóris og Elínar. Helga Jónsdóttir. Ekki veit _ég hvort stórfrændi minn Jón Þ. Árnason hefði kunnað mér miklar þakkir fyrir að setja á blað nokkrar minningar mínar um hann. Það var ekki hans háttur að hampa hvorki sjálfum sér, hæfileik- um sínutn, né verkum sínum. Ef þetta veiður að ágreiningsefni milli okkar verðum við að fá að leysa það sfðar, því endurminningum mínum um Jón Þ. Ámason kýs ég Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 að deila með þessum hætti með fjöl- skyldu hans og vinum. Jón Þ. Árnason og faðir minn Gunnar A. Pálsson voru systrasynir, báðir fæddir á Austfjörðum og ólust upp á Eskifírði. Eskifjörður var þá eins og nú, iítið en fallegt kauptún, þar sem sjávarútvegur og þjónustu- störf við sjávarútveginn og sveitirn- ar í kring voru helstu viðfangsefnin. Faðir Jóns, Ámi Jónsson var um áratuga skeið kaupmaður á Eski- firði og rak verslun í húsi sínu Lauf- ási, sem var og er myndarlegt hús á fallegum stað á Éskifirði. Þeir frændur fluttu báðir snemma til Reykjavíkur og þar stundaði Jón nám í Verzlunarskólanum og lauk þaðan prófí og starfaði síðan meira og minna alla ævi með einum eða öðmm hætti að verslunar- og við- skiptastörfum. Auk þess starfaði hann um árabil hjá Fiskifélagi ís- lands við margvíslega skýrslugerð og önnur skrifstofustörf. Mikil vin- átta var með föður mínum og Jóni Þ. Árnasyni. Frá barnsaldri átti ég því mikið saman við Jón og fjöl- skyldu hans að sælda, og átti vísa fölskvalausa vináttu hans frá fyrsta degi. Ég lærði seinna enn betur að meta það hversu mikilvægt það var mér sem bami og unglingi að geta rökrætt um lífið og tilveruna við fullorðinn og fullþroskaðan mann, sem ræddi við unglinginn með ná- kvæmlega sama hætti og hann hefði rætt við fullþroska jafnaldra sinn. Jón hafði miklu að miðla og mikið að gefa í slíkum samtölum þótt mér þætti hann þá, eins og jafnan síðan, æði fastur fyrir og ákveðinn, stund- um svo að mér fannst meira en nóg um einurðina. Þessi æskukynni þró- uðust með áranum í trausta og gagnkvæma vináttu og viðhorfín slípuðust og fáguðust með tímans tönn og veðrabrigðum samtímans. Það er því af óvanalega miklu að taka úr minningasjóði mínum um Jón Þ. Ámason og margt í þeim góða sjóði sem verður mér tiHeið- sagnar ævina á enda. Jón Þ. Áma- son var ekki langskólagenginn mað- ur, en fróðari maður um sagnfræði, hagfræði og hagfræðistefnur, stjómmál og stjómmálaþróun um allan heim, náttúravemd, auðlindir og fjölmörg önnur húmanísk fræði, er vandfundinn. Hann var með af- brigðum vel að sér í íslensku þótt skrifaður texti hans gæti á köflum verið nokkuð tyrfinn. og gætti þar sjálfsagt áhrifa frá þýskri tungu sem hann hafði jafngott vald á og á íslensku. Þá þótti honum og gam- an að búa til og þróa ný orð og orðasambönd á íslensku. Jón var sílesandi og man ég nánast aldrei eftir honum öðravísi en með blað eða bók í hönd eða þá að hlusta á fréttir eða fræðsluefni í útvarpi eða sjónvarpi. Með stöðugri þekkingar- leit varð Jón hafsjór fróðleiks um flesta hluti og var vart komið að tómum kofunum hjá honum á nokkru sviði. Hefðu aðstæður á sín- um tíma verið aðrar til menntunar og Jón kosið sér langskólanám og fræðistörf hefði hann komist í röð fremstu fræðimanna á nánast hveiju því sviði sem hann hefði kos- ið sér. Það kom raunar oft fram í samtölum okkar, að þótt Jón væri í hópi vinnusömustu og velvirkustu manna taldi hann í raun eftir hverja stund sem veija þurfti til brauðst- rits og ekki var hægt að veija til að svala menntunarþörf og fróð- leiksfysn. Þessi afstaða hans kom líka vel fram í þeim gjöfum sem hann hlóð á vini sína. Það vora heilu bókasöfnin, allt vandlega valið eftir aldri og áhugamálum þiggjenda. Það var rneð ólikindum að hlusta á Jón Þ. Árnason lýsa sögusviði er- lendra stórviðburða, hvort sem var í nútímanum eða sögulegu ljósi. Lýsingar hans vora svo ljóslifandi að það var eins og hann hefði upplif- að atburðina sjálfur, en hann kom þó aldrei til útlanda alla sína ævi. Það hljómar harla sérkennilega þeg- ar í hlut átti maður sem hafði jafnm- ikinn áhug á heiminum í kringum sig og Jón hafði en þannig var það. Þetta virtist engu máli skipta fyrir hann, hann fór allra sinna ferða um heiminn þveran og endilangan í bókum og blöðum, útvarpi og sjón- varpi og hafði miklu dýpri og meiri I ( t ( ( i ( ( ( ( I I ( I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.