Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Rauði krossinn hefur verk að vinna í Evrópu Á UNDANFÖRN- UM árum hefur orðið mikið umrót í Evrópu. í kjölfar mikilla svipt- inga í stjórnmálum hefur lífskjörum millj- óna manna hrakað. Lýðræði hefur auk- ist í álfunni og víða býr fólk við meira einstakl- ingsfrelsi en áður. Jafnframt hefur frelsi í viðskiptum aukist og síður er hætta á styij- öldum milli ríkja álf- unnar. En á sama tíma hefur víða skapast upplausnarástand og Sigrún Amadóttir mörkum. Fátækt fylgir ævinlega bágborið heilsufar eins og sést af því að meðalævi Rússa hefur styst um fimm ár á jafn mörgum árum. Þó er ekki ein- ungis lélegri heilbrigð- isþjónustu um að kenna heldur eru sjálfsvíg tíð- ari og ofbeldi hefur aukist til mikilla muna. íbúar annarra ríkja Austur-Evrópu búa einnig við versnandi lífskjör og heilbrigði. Smitsjúkdómar, sem nánast hafði tekist að ringulreið, atvinnuleysi hefur aukist og íbúum Evrópu stafar meiri hætta af innanlandsátökum en fyrr. Rauða kross-hreyfmgin hefur frá upphafi unnið að því að koma í veg fýrir og lina þjáningar. Þar til fyrir örfáum árum var það jafnan svo að Rauða kross-félögin í Evrópu veittu aðstoð í þróunarlöndunum svokölluðu - í löndum og álfum utan Evrópu. Nú er svo komið að milljónir Evrópubúa þurfa á aðstoð Rauða krossins að halda og því miður virðist sú þörf fara frekar vaxandi frekar en hitt. Versnandi lífskjör og heilsufar Fátækt hefur aukist gífurlega í austanverðri Evrópu, sérstaklega í Rússlandi og í löndunum sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Sem dæmi má nefna að talið er að um 40% íbúa Rússlands búi við lífskjör sem eru undir opinberum fátæktar- útrýma, hafa skotið upp kollinum á nýjan leik. Síðan 1989 hafa um 30-70% fleiri veikst af berklum í Slóvakíu, Rúmeníu og í Eystrasalt- slöndunum. Um 80 þúsund manns hafa veikst af barnaveiki og hún er nú talin faraldur í löndum Aust- ur-Evrópu. Alnæmi var nánast óþekkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum en nú er talið að smituðum muni fjölga margfalt á næstu árum svo að líkja megi við faraldur. Sé Evrópa skoðuð sem ein heild hefur heilbrigðisástand íbúa hennar ekki verið jafn slæmt sl. fimmtíu ár. Stríðsátök hafa lagt líf milljóna Evrópubúa í rúst á síðustu árum. Óbreyttir borgarar eru fyrst og fremst fómarlömb innanlandsófrið- ar í fyrrum Júgóslavíu, Téténíu, Moldavíu, Tadsjikistan og Aserba- ídsjan. Sammerkt þessum átökum er að þar beijast óskipulagðir upp- reisnarherir sem virða sjaldnast al- í Ja£ W. 17:30 * í daý W. 17:30 • í c!«é W. 17:30 StolÉnduí Samtaka ap séieipats á Hótel Loftleiðum kl. 17.30 í da^ T R Y G G J U M F H A M T I Ð SÉREIGNARSJÚÐANNA Samlivæml lífeyrissjóðafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ætlunin að leggja séreignarlífeyrissjóði niður. Við erutn lólf |>úsund scm liöfum á undanförnum árum valið sérei^narsjóði fyrir lífeyrissparnað ohkar. Lífeyrisréttindum okkar í framtíðinni er nú stefnt í mikla óvissu. Þess vc^na er nauðsynle^t að við bindumst samtökum til |> css að koma í ve^ fyrir að við verðum lálin gjalda J>ess að kafa sýnt |>á fvrirliyúúj u að spara til efri ára. Við viljum valfrelsi og ákyrýð í lífeyrissjóðsmálum. Framtíð lífeyrissjóða okkar er í veði! Fjölmennum á stofnfundinn og sýnum ku§ okkar með J>ví að kynna ráðamönnum málstað okkar á næstu vikum! Undiibúningshópur sjóðfélaga úr eftirtöldum séreignarlífeyri Lífeyrissjóður Tannlæknafélags íslands Frjálsí lífeyrissjéðurinn Lífeyrissjóður íslenskra stj. stm. á Keflavíkurflugvellí Lífeyrissjóðurinn Eining Séreignarlífeyrissjóðurinn Lífeyríssjóður Tæknifræðingafélags íslands Lífeyrissjóður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja íslenski lífeyrissjóðurinn Almennur lífeyríssjóður VÍB (ALVÍB) Mótel Loftieiðir • Hótel fjoftlciðir • Hólcl Loftleiðir Það er sívaxandi þörf hjálparstarfs í Evrópu, segir Sigrún Árnadótt- ir, ekki hvað sízt í aust- anverðri álfunni. þjóðlega mannréttindasamninga og þyrma ekki óbreyttum borgurum. Þeir verða ýmist að flýja land sitt eða lenda á vergangi í eigin iandi eins og við þekkjum best frá stríð- inu í fyrrum Júgóslavíu. Hvað gerir Rauða kross- hreyfingin? Um miðjan mars sl. komu fulltrú- ar allra Rauða kross-félaga í Evr- ópu saman til fundar í Kaupmanna- höfn. Þar var rætt um hvernig fé- lögin gætu eflt innviði sína og auk- ið samstarf sín á milli svo að þau verði betur í stakk búin til að vinna í þágu þess fólks sem minnst má sín í álfunni. Rauða kross-félögin hyggjast efla samstarf sitt til mikilla muna og styðja hvert annað í því að tak- ast á við það mikla mannúðarstarf sem þörf er fyrir í mörgum löndum Evrópu. Þar sem þörfín er brýnust eru Rauða kross-félögin oft ung að árum og þurfa því á stuðningi syst- urfélaga sinna að halda. Samþykktir ráðstefnunnar munu móta starfsemi Rauða krossins í Evrópu fram yfír aldamót. í ljósi þess að sífellt fleiri þurfa á aðstoð að halda og félögin hafa takmarkað bolmagn, verða þau að meta af kostgæfni hveijir njóti krafta þeirra. Þau þurfa að gera skipuleg- ar athuganir á því hveijir hafí mesta þörf fyrir stuðning þeirra og að slík- ar athuganir þurfa að verða meira ráðandi um forgangsröðun verk- efna. Rauði krossinn mun einnig kappkosta að tala máli þeirra sem minnst mega sín til að tryggja rétt- indi þeirra og hagsmuni. Hvað gerir Rauði kross íslands? Á síðustu árum hefur Rauði kross íslands aukið hjálparstarf sitt í Evrópu í takt við sívaxandi þörf. Síðan stríðið braust út I fyrrum Júgóslavíu hefur Rauði kross ís- lands veitt yfir 100 milljónum til hjálparstarfsins þar, m.a. með því að senda fjármagn, fatnað, hrein- lætis- og hjúkrunarvörur. Á sl. fimm árum hafa fjórtán sendifull- trúar Rauða krossins starfað á átakasvæðunum í fyrrum Júgó- slavíu, aðaliega við hjúkrun og heilsugæslu en einnig við að dreifa Kj ar asamningar og öldrunarmál ELDRI borgarar hafa háð barða baráttu fyrir að öðlast þær kjarabætur, sem aðrir þjóðfélagsþegnar eiga von á og ekki síður að fá aftur þau réttindi, sem af þeim hafa verið tekin á undanförnum árum. í Morgunblaðinu 26. mars sl. birtist ágæt grein eftir Ágúst Ein- arsson, alþingismann, með fyrirsögninni: „Sigur eldri borgara". Það er hárrétt hjá hon- um, að með samtaka- mætti okkar höfum við án efa haft áhrif á að bæði forsæt- is- og fjármálaráðherra hafa lýst yfír að við munum fá sömu pró- sentuhækkun og um semst í kjara- samningum og ber að fagna því. Þó er eftir að koma í ljós með hvaða hætti sú prósentuhækkun verður reiknuð, því þó samið sé um 70 þús. kr. lágmarkslaun virðast þau ekki fengin með beinum grunn- kaupshækkunum heldur með ýmiss konar uppbótum, sem ekki er víst að við njótum góðs af. Lögbundnar tryggingabætur til ellilífeyrisþega, sem býr einn, geta hæstar orðið rúmar 53 þús. kr. á mánuði, svo þær þyrftu að hækka um 32% til að ná 70 þús. kr. lág- markslaunum. Aftur á móti á hvort hjóna ekki rétt á nema 37 þús. kr., sem er til háborinnar skamm- ar. Þetta misræmi hefði átt að lag- færa fyrir löngu, því þó það sé að sumu leyti hagkvæmara fyrir tvo að búa saman en einn, nær þessi mikli munur ekki nokkurri átt. Alvarlegt mál er að ekki skuli hafa verið orðið við kröfum okkar um að tengja tryggingabætur aftur við almenna launaþróun í landinu, en þau tengsl voru rofín í fjárlaga- frumvarpinu 1996. Enn þurfum við að ganga með betlistaf á hveiju ári og bíða í óvissu um hver örlög okk- ar verði. Þetta öryggisleysi skapar öldruðum miklar áhyggjur og þess- vegna er það krafa okkar, að teng- ingin verði lögfest strax á næsta þingi. 67 ára og eldri eru 27 þús. á landinu og innan raða Landssam- Margrét Thoroddsen bands aldraðra eru rúmlega 13 þús. félag- ar og er óviðunandi að svo íjölmenn hags- munasamtök skuli engu ráða um kjör sinna manna. Á félagsfundi eldri borgara 8. mars sl. var m.a. samþykkt tillaga um að hækkun skatt- leysismarka verði 80 þús. kr. á mánuði í samræmi við útreikn- inga ASÍ. Það er óskilj- anlegt að í kjarasamn- ingum skuli ekki hafa verið lögð meiri áhersla á hækkun skattleysismarka. Þó fólk hafí að- eins 70 þús. kr. á mánuði fara samt nærri 5 þús. kr. af því í skatta. Nær þetta nokkurri átt? Þegar staðgreiðslan var tekin upp í jan. 1988 var skattprósentan Jaðaráhrífin bitna mjög hart á öldruðum, segir Margrét Thoroddsen, og mál til komið, að rétta hlut þeirra myndarlega. 35,2% og þótti þá í hærra Iagi, en nú er hún 41,98%. Mér er óskiljan- legt hvers vegna má ekki hafa 2 skattþrep, eins og tíðkaðist áður en staðgreiðslan komst á. Skatt- leysismörkin hafa heldur ekki fylgt launaþróun í landinu, þó það væri lögfest, þegar staðgreiðslan var sett á. Þegar forsætisráðherra var spurður á Alþingi um hækkun skattleysismarka, svaraði hann því til, að í stað þess að hækka skatt- leysismörkin yrði upphæðin notuð til að lækka skatta og þá sérstak- lega jaðarskatta, því það væri for- gangsverkefni ríkisstjórnarinnar. En hvað gerist? Skattprósentan á að vísu að lækka um 1% á ári, en ekki bólar hjálpargögnum til nauðstaddra. Á sama árabili hafa tólf sendifull- trúar starfað í austanverðri Evrópu og nýju lýðveldunum í Mið-Asíu. Þeir hafa unnið við að dreifa lyfjum og hjálpargögnum en einnig við að upplýsa hermenn um alþjóðlega mannúðarsamninga - Genfarsamn- ingana - til að koma í veg fyrir að grimmdarverk séu framin gegn óbreyttum borgurum. Síðast en ekki síst hafa sendifulltrúar aðstoð- að Rauða kross-félög á þessum slóðum við að byggja upp starfsemi sína svo að þau geti staðið á eigin fótum. Þetta starf verður eflt á næstu árum og á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn gerði Rauði kross Is- lands samstarfssamning við systur- félög sín í Úsbekistan og Túrkmen- istan. Félögunum verður m.a. veitt aðstoð við heilsuvemd, ungmenna- starf og fræðslu til fatlaðra bama. Rauði kross íslands mun halda áfram starfí sínu með þeim sem hvað varnarlausastir em í íslensku þjóðfélagi. í samræmi við ályktanir Evrópuráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn mun félagið endur- skoða, efla og bæta starfsemi sína í þágu þeirra sepi minnst mega sín. Rauði kross íslands mun einnig efla það hlutverk sitt að gæta rétt- inda og hagsmuna þeirra sem eiga undir högg að sækja og vera mál- svari þeirra á opinberum vettvangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. á að jaðarskattar verði lækkaðir nema e.t.v. á barnafólki og er ekki vanþörf á því. Friðrik Sophusson var spurður að því við utandag- skrárumræðu á Alþingi hvað liði athugun á jaðarsköttum aldraðra. Svaraði hann því til að það væri afar flókið mál, þar sem það snerti almannatryggingar. Starfandi væri nefnd á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins, sem hefði það hlutverk að endurskoða lög um almannatrygg- ingar og var að skilja að jaðaráhrif tryggingabóta yrðu athuguð í sam- bandi við það. Erum við því von- dauf um að nokkuð þokist í þeim málum á næstunni og á meðan bíða aldraðir eftir að eftirlaun þeirra étist upp. Jaðaráhrifin bitna mjög hart á öldruðum, því auk þess að greiða 41,98% skatt af tekjum umfram skattleysismörk, skerða þau tekju- trygginguna um 45%, svo segja má að bróðurparturinn af þeim tekj- um fari aftur til ríkisins í formi skatta og lækkunar á tekjutrygg- ingu. Nokkurrar bjartsýni gætti hjá öldruðum, þegar stjórnvöld ákváðu í fjárlagafrumvarpi 1995 að draga mætti 15% frá lífeyrissjóðstekjum 70 ára og eldri áður en þær væru skattlagðar. Sú sæla stóð samt stutt, því ári seinna voru þessi skattfríðindi afnumin. Olli það öldr- uðum miklum vonbrigðum, því eft- irlaunin eru okkar sparifé, sem nú er skattlagt að fullu. Ég tel að um tvennt sé að velja til að bjarga eftir- launum okkar, annaðhvort að skattaívilnun verði lögfest aftur eða að skerðingarmörk tekjutryggingar v/eftirlauna verði stórlega hækkuð, því þau eru alltof lág. Það er sárgrætilegt, að aldraðir skuli þurfa að standa í þessari kjarabaráttu með réttindi sín, þegar þeir ættu að sitja á friðarstóli. Mig langar því að vitna í frábæran leið- ara Morgunblaðsins frá 20. febr. sl. um kjör aldraðra. Þar segir: „Óhjákvæmilegt er að hlýða ákalli aldraðra og leiðrétta áhrif tekju- tengingar á tryggingabætur. Þær breytingar þarf að gera í samráði við samtök aldraðra. Þeir eru nú 27 þús. taisins á landinu, þannig að hagsmunir fjölda fólks eru í húfi, einmitt þeirrar kynslóðar, sem leitt hefur þjóðina úr örbirgð til ríki- dæmis. Islendingar eiga að leggja metnað sinn í að tryggja þessu fólki ánægjulegt ævikvöld." Höfundur er varaformaður Landssambands aldraðra og félagi í Aðgerðahóp a Idraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.