Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 39 Tæknimenntun og Tækniskóli Islands NÚ UM stundir er eðlilegt að leiða hug- ann að þörf þjóðfélags- ins á tæknifræði- menntun og hvar hægt er að öðlast hana. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir hve marga tæknifræðinga þarf að útskrifa á næstu árum og áratug- um. Hver þarf nýliðun- in að vera? Núverandi skipting verk- og tæknifræðinga er ekki í samræmi við skipt- ingu þeirra í nágranna- löndum okkar. Þar er það álitið eðlilegt að tæknifræðingar séu fleiri en verk- fræðingar. Ef notaðar eru þær for- sendur sem notaðar eru t.d. í Dan- mörku til þess að áætla nýliðun í tæknistéttunum og þá þróun at- vinnulífs í iðnvæddu þjóðfélagi er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því að þurfa að brautskrá um 100 tæknifræðinga og um 40 verkfræð- inga árlega á næstu árum og ára- tugum. Tækniskóli íslands Haustið 1961 skipaði þáverandi menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gísla- son, nefnd þriggja manna til að semja frumvarp til laga um stofnun tækniskóla á íslandi. Frumvarpið varð að lögum 1963. Eftir þetta skipaði ráðherra tækniskólanefnd til að semja reglugerð um Tækni- skóla íslands. Nefndin starfaði á árunum 1963 til 1964. Haustið 1964 var skólinn settur í fyrsta sinn, nánar tiltekið 2. október. Frá upphafi hefur Tækniskólinn verið sniðinn að danskri fyrirmynd og er svo enn. Fyrsti rektor skólans var ráðinn Ingvar Ingvarsson og gegndi hann stöðunni í tvö ár. Fyrra skólaárið var Helgi Gunnarsson vélatækni- fræðingur rektor fyrir Ingvar sem dvaldi í Bandaríkjunum. Bjarni Kristjánsson, vélaverkfræðingur, var rektor skólans frá 1963 til 1990, en þá tók við núverandi rektor skól- ans Guðbrandur Steinþórsson byggingaverkfræðingur. Fyrstu árin urðu allir nemendur skólans að fara út til Danmerkur til að ljúka námi sínu þar að loknum fyrsta hluta hér heima. 1969 urðu tímamót í sögu skólans en þá var hafist handa við að fullmennta byggingatæknifræðinga hér á landi. Frá árinu 1991 hafa iðnaðar- tæknifræðingar verið útskrifaðir frá Tækniskóla íslands. Á næsta ári er fyrirhugað að fyrstu véla- og orkutæknifræðingarnir braut- skráist frá skólanum. Enn verða nemendur í rafmagnstæknifræði að fara til Danmerkur og ljúka námi þar að lokum fyrsta hluta hér heima. Tæknifræðideildir Tækniskóla íslands Við Tækniskóla íslands starfa ijórar tæknifræðideildir, bygginga- deild, iðnaðardeild, véla- og orku- deild og rafmagnsdeild. Byggingadeild Tækniskóla ís- lands er önnur stærsta sérgreina- deild skólans, og lengi vel eina deildin sem útskrifaði tæknifræð- inga. Upphaf byggingadeildarinnar má telja að hafí verið eins og áður segir 1968, en þá var ákveðið að hefja kennslu til lokaprófs í bygg- ingatæknifræði. Við skipulagningu á tæknifræðináminu var tekið mið af erlendu tæknifræðinámi og þeim hefðum sem ríkja þar sem tækni- fræðinámið hefur fest sig í sessi. Sérkenni tæknifræðinámsins er tenging við verkþekkingu nemenda, þá reynslu sem þeir hafa úr atvinnu- lífinu. Var stuðst við námsskrá danskra tæknifræði- skóla, og var tækni- fræðiskólinn í Horsens í Danmörku einn af þeim. Haustið 1969 var síðan hafin kennsla í 2. hluta námsins. í júní 1971 voru fyrstu byggingatækni- fræðingarnir braut- skráðir eins og áður segir og eru því liðin 26 ár frá fyrstu út- skriftinni. í hópnum sem brautskráðist 1971 voru tólf nemend- ur. Námstíminn var fyrstu árin þijú ár en námið lengdist í þtjú og hálft ár árið 1974. Þessi aukning fólst í að vinna lokaverkefni. Loka- verkefnið var og er unnið á 7. önn Meginmarkmið Tækni- skólans, segir Guð- mundur Hjálmarsson, er að veita nemendum bæði almenna menntun og sérmenntun. námsins og eru til þess ætlaðar 10 vikur. Lokaverkefnið var og er enn sérhæft, en er þó innan ramma tæknifræðinámsins. Lokaverkefni eru sótt út í atvinnulífið. Árið 1977 varð enn ein breyting á námi við Tækniskólann, þegar áfangakerfíð var tekið upp. Um leið gekk í gildi ný reglugerð skól- ans. Ef miðað er við áramótin 1996 og 1997 þá hafa útskrifast frá Tækniskóla íslands 373 bygginga- tæknifræðingar, þar af 5 konur. Fjöldi iðnaðartæknifræðinga er 64 þar af 5 konur ef miðað er við sömu áramót. Nemendur skólans eru með verk- legar æfíngar við ýmsar rannsókn- arstofnanir m.a. á Keldnaholti og þar kenna og leiðbeina viðkomandi starfsmenn stofnana nemendum. Byggingadeildin 1996 í byggingadeild Tækniskóla ís- lands eru tvær námsbrautir, iðn- fræði- og tæknifræðinámsbraut þar sem áður var ein samfelld náms- braut. Fram til ársins 1994 var bygg- ingadeild Tækniskóla íslands ein samfelld námsbraut þar sem iðn- fræðinámið tók 3 annir en tækni- fræðinámið 5 annir. Á haustönn 1994 varð breyting á og urðu náms- brautirnar að tveim aðskildum námsbrautum, iðnfræði- og tækni- fræðinámsbraut, og sama gildir í rafmagns- og véladeild skólans. Byggingaiðnfræði er þriggja anna nám að loknu iðnnámi og prófí úr undirbúningsdeild Tækniskóla íslands eða fyrri hluta tæknibrautar framhaldsskóla. Kenndir eru 22 áfangar og síðan lokaverkefni. Námið er samtals 48 námseiningar. Lengd tæknifræðinámsins er þijú og hálft ár og er krafist verk- kunnáttu sem er iðnnám eða 20 mánaða viðeigandi starfsreynslu áður en nám er hafíð. Samkvæmt reglugerð Tækni- skólans er honum fyrst og fremst ætlað að taka við iðnaðarmönnum, eða nemendum sem hafa viðeigandi verkþjálfun. Reynsla undanfarinna ára virðist sýna að þeir nemendur sem ná bestum árangri í náminu koma úr hópi iðnaðarmanna, sem lokið hafa prófi í frumgreinadeild Tækniskóla íslands. Námið í byggingatæknifræði við Tækniskóla íslands skiptist í þijú sérsvið; húsbyggingasvið, lagna- og umhverfissvið og framkvæmdasvið. Á húsbyggingasviðinu er lögð aðalá- hersla á heildarhönnun bygginga. Á framkvæmdasviðinu er lögð aðalá- hersla á þá þætti sem snerta stjórn- un og áætlanir við mannvirkjagerð. Á lagna- og umhverfissviðinu er lögð aðaláhersla á hönnun, Iagnakerfí og umhverfísfræði. Á 5. önn verða nem- endur að velja um að taka eitthvert þessara sérsviða. Lokaverkefni er síðan unnið á 7. önn og er innan þess sérsviðs sem nemandinn valdi. Með lokaverkefninu velur nemand- inn einnig tvo valáfanga sem geta verið af 5. önn, 6. önn, frá orku- tæknifræði eða iðnaðartæknifræði. Nemanda er í sjálfsvald sett hvort hann vinnur lokaverkefnið á haust- önn eða vorönn. Tæknifræðinámið er 7 anna há- skólanám og eru kenndir 56 áfang- ar, sem eru 112 námseiningar. Námið veitir prófgráðuna B.Sc. Nám að Ioknu námi við Tækniskólann Hér er rétt að geta aðeins um möguleika til framhaldsnáms að loknu námi í tæknifræðideildum Tækniskóla íslands. Iðnfræðiprófið veitir iðnfræðingum rétt til þess að hefja nám í byggingafræði við ýmsa byggingafræðiskóla í Danmörku eða í tæknifræði við Tækniskólann. Tæknifræðiprófíð er B.Sc. háskóla- próf. Það tekur tæknifræðinga að jafnaði tvö ár að verða master-verk- fræðingar við erlenda háskóla. Lokaorð Skólar eru í eðli sínu íhaldsamar stofnanir, en þrátt fyrir það hefur átt sér stað hægfara þróun í iðn- og tæknifræðinámi við Tækniskóla íslands. Meginmarkmið Tækniskólans er að veita nemendum bæði almenna menntun og sérmenntun sem gerir þá hæfa til að takast sjálfstætt á hendur tæknileg störf og ábyrgðar- stöður í þágu atvinnuvega þjóðarinn- ar. Námsmarkmið tæknifræðinnar er að nemendur geti að loknu námi leyst af hendi verkefni á sviði hönn- unar, starfað að stjómun fram- kvæmda, haft með höndum eftirlit og úttektir og geti umgengist um- hverfí sitt og náttúmna án þess að skemma hana. Sé íhugað hvað sé framundan í þróun á námi í tæknifræði, kemur helst í hug að skoða þarf hvort ekki eigi að taka upp nýjar námsgreinar og fjölga áföngum og þar með auka sérhæfíngu í náminu og jafnframt fjölga tækifærum til sérhæfíngar með því að auka við sérsviðin. Ef slík breyting yrði þá þyrfti að huga að lengingu námsins jafnvel um hálft ár. Við Tækniskóla íslands er og verður boðið upp á háskólanám, sem er mjög hagnýt starfsmenntun og veitir jafnframt mikla möguleika til framhaldsnáms við erlenda háskóla. Höfundur er deildarstjórí við Tækniskóla íslands. / Hún valdi skartgripi frá Silfurbúðinni (dsiLFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 ________- Par fœröu gjöfma - Guðmundur Hjálmarsson Er Aburðarsalan ísafold komin til að vera? ER Áburðarsalan ísafold komin til að vera? Það er undir bændum komið. Bænd- ur ættu að skoða hug sinn vel áður en þeir hefja viðskipti við Áburðarsöluna ísafold. Getur Áburðarsalan ísafold veitt bændum þjónustu sem Áburðar- verksmiðjan veitir bændum? 1 Áburðarverksmiðj- unni vinna um hundrað íslendingar við að framleiða áburð í Gufu- nesi. Þeir kaupa ís- lenskar landbúnaðaraf- urðir af íslenskum bændum. En þeir sem framleiða áburð Áburðarsölunn- ar ísafoldar eru Hollendingar; þeir Það yrði mikið slys, seg- ir Georg Árnason, ef starfsemi Áburðarverk- smiðjunnar legðist af. kaupa örugglega ekki landbúnaðar- afurðir af íslenskum bændum. Áburðarsalan ísafold hóf innreið sína á markaðinn með því að bjóða fáar tegundir áburðar á Suðurlandi þar sem markaðurinn er sterkur og hagkvæmur. Verð á þessum áburði er eitthvað lægra en verð á áburði frá Áburðarverksmiðjunni og ódýr- ari en frá Norsk Hydro. Áburðar- verksmiðjan hefur síðan lækkað sitt áburðarverð til þess að veija stöðu sína á markaðinum. Það kemur einkennilega fyrir sjónir þegar æðakerfi Bananasöl- unnar hf. er skoðað, en hún er eftir því sem næst verður komist eigandi Áburðarsölunnar ísafoldar. Eigend- ur Bananasölunnar hf. eru Garð- yrkjufélög Reykjavíkur, Ragnar í Flúðasveppum, sem nýtur nær ein- okunaraðstöðu við framleiðslu og sölu á sveppum, og ýmsir garðyrkjubænd- ur á Flúðum sem einnig njóta innflutnings- verndar. Stofnandi Áburðar- sölunnar ísafoldar er Þorsteinn V. Þórðar- son, fyrrverandi sölu- stjóri áburðarverk- smiðjunnar og umsjón- armaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðar- verksmiðjunnar. Líf- eyrissjóðurinn er að hefja skaðabótamál á hendur honum þessa dagana af ástæðum sem fram hafa komið í fréttum. Óhjákvæmilega vekur það upp spurningar um viðskiptasiðferði þegar keppinauturinn ræður til starfa Þorstein V. Þórðarson fyrr- verandi sölustjóra Áburðarverk- smiðjunnar. Þorsteinn er nú sölu- stjóri Áburðarsölunnar ísafoldar. Það yrði mikið slys ef starfsemi Áburðarverksmiðjunnar legðist af. Slys fyrir íslenskan landbúnað, slys fyrir íslenskan iðnað og slys fyrir íslenska tæknikunnáttu í áburðar- iðnaði. Áburðarverksmiðjan framleiðir áburð eftir óskum íslenskra bænda, fyrir íslenskan jarðveg. í heimi stöðugt vaxandi mengunar framleiðir Áburðarverksmiðjan áburð með umhverfisvænum aðferð- um, áburð fyrir íslenskan landbúnað. Eftir því sem næst verður komist eru flestir sammála um að áburðar- verð muni hækka í landinu ef Áburð- arverksmiðjan hættir að framleiða áburð. Því segi ég við íslenska bænd- ur: Standið vörð um íslenska áburð- arframleiðslu, því þá standið þið vörð um íslenskan landbúnað. Sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föll- um vér. Höfundur er vélfræðingur, starfsmaður í Áburðarverksmiðjunni. Georg Amason íslenskar lgkningajurtif Námskeið verður haldið 20. og 27. apríl kl. 20.00 - 22.00. Kennt að búa til jurtasmyrsl, te og seyði. Verð kr. 4.900. Einnig einkaviðtöl, ráðgjöf og ilmolíunuddtímar. Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH grasalæknir og ilmolíunuddari, sími 551-0135. n® UBBKMmmmam Kynning verður á hinum margverðlaunuðu ELANCYL vörum sem bjóða upp á mismunandi meðferð við CELLULITE l ■; '7 ( í dag: LAUGAVEGSAPÓTEK kl. 13-18 Xmorgun: HRINGBRAUTARAPÓTEK kl. 13-18 < ■■ 1 m /m • # \ újöf^ kaupum i MS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.