Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 47 + Sigrún Berg- steinsdóttir fæddist á Árgils- stöðum í Hvol- hreppi 23. apríl 1917. Hún lést á Landspítalanum 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Auðunsdóttir frá Eyvindarmúla, Fljótshlíð, og Berg- steinn Krisljánsson frá Árgilsstöðum. Þau áttu fjórar I dætur, Sigrúnu, f. 1917, Sigfríði, f. 11.8. 1918, Guðbjörgu, f. 23.8. 1919, d. 1 6.10. 1996, og Ástu, f. 4.4. 1922, d. 22.2. 1990. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja mína ástkæru tengdamóður. Ég kom fyrst inn á hennar heimili 16 ára gömul og tók hún mér strax eins og væri ég ein af fjölskyldunni. Þau Sigrún og ) Stefán bjuggu þá á Baldursgötu , 15, Reykjavík, hjá fjölskyldu Sig- rúnar. Þar kynntist ég þessari frá- • bæru fjölskyldu sem hélt svo saman gegnum súrt og sætt. Ég og tengdamóðir mín urðum strax miklar vinkonur og gat ég alltaf leitað ráða hjá henni um allt og var hún ætíð snögg að sjá leiðir til að leysa vandann. Eldamennsku lærði ég alfarið af henni og al- mennt heimilishald. Vinátta okkar I þróaðist í þá átt að þau hjónin fóru i með okkur í margar ferðir utan- . lands sem innan og var tengdafaðir ’ minn góður leiðsögumaður, en hann var fararstjóri hjá Ferðafélagi ís- lands um árabil. Þau Sigrún og Stefán bjuggu til 1962 á Baldursgötunni, en þá fluttu þau í Stigahlíð 36. Við hjónin flutt- um í Háaleitishverfið 1964 og var þá hlaupið yfir mýrarnar í heimsókn . og dæturnar alltaf með þegar þær I komu. Sigrún vann lengst af við versl- I unarstörf. Lengst af vann hún í kjólaversluninni Fix á Laugavegi 20. Þar var saumastofa og kunni hún vel til verka við saumaskap og var ákaflega kröfuhörð um að flík- urnar færu vel. Veitti hún mér dygga aðstoð þegar ég var að reyna að sauma mínar fyrstu flíkur. Síðan rak hún sína eigin verslun, barna- s fataverslunina Berglind, ásamt Halldóru Stefánsdóttur. Sigrún var gestrisin fram úr hófi ■ og góð heim að sækja. Hún sá allt- af um að fjölskyldan hittist reglu- lega með því að bjóða okkur í mat. Hún fylgdist alltaf vel með tískunni Hinn 14.10. 1938 giftist Sigrún Ste- fáni Nikulássyni, f. 23.4. 1915, d. 3.7. 1985. Áttu þau einn son, Bergstein, f. 6.11. 1940, d. 29.4. 1996. Bergsteinn giftist Eddu Níels, 27.7. 1963, og eign- uðust þau tvær dæt- ur, Sigrúnu Rósu B., f. 1965, gift Birgi Blöndal, og Helgu Marín B., f. 12.3. 1968, í sambúð mað Hirti Jónssyni. Útför Sigrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og klæddi sig eftir henni fram á síðasta dag. Hún var vel lesin og fylgdist vel með í öllu, enda skemmtileg kona með eindæmum. Aldur skiptir ekki máli, það er hugarfarið, og þannig gleymdi ég því hversu fullorðin hún var orðin að árum. Þegar hún varð ekkja tók hún til starfa í fyrirtæki okkar hjóna, lærði skrifstofustörf og fór létt með það. Starfaði hún hjá okkur fram á síðasta dag. Sigrún var ekki heilsu- hraust seinni part ævi sinnar en hélt alltaf sínu striki og kvartaði aldrei. Sl. ár voru okkur þung í skauti þar sem maðurinn minn átti við mikil veikindi að stríða og studdum við hvor aðra í gegnum þá píslar- göngu. Hún var samt tilbúin að fara með mér og Ragnheiði vinkonu okkar í okkar síðustu ferð saman í nóvem- ber sl. Þá fórum við saman til Lond- on, nutum þess að fara í leikhús og borða góðan mat og hljóp hún um allt eins og í gamla daga. Ég mun alltaf sakna hennar og vil aðeins senda henni mínar bestu þakkir fyrir allar samverustundirn- ar. Edda Níels. Okkur systurnar langar í fáum orðum að minnast okkar ástkæru og skemmtilegu ömmu, Sigrúnar. Við munum fyrst eftir henni og afa í Stigahlíðinni þar sem við feng- um oft að gista og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni að vera hjá afa og ömmu. Svifum við systur um í gömlum náttkjólum af ömmu, spiluðum James Last-plötur og fengum sæl- gæti eins og við gátum í okkur látið. Við ferðuðumst mikið með afa og ömmu, ásamt foreldrum okkar, fórum m.a. öll saman til Spánar og Englands. Eftir að afi dó hélt hún áfram að ferðast, annaðhvort öll fjölskyldan saman eða þá hún fór í ferðir með foreldrum okkar. Fór hún tvisvar sinnum til Suður-Afríku með þeim og var það hennar uppá- haldsland. Síðasta ferðin sem hún fór í með okkur systrum var til Suður-Ítalíu sl. haust, hafði hún mjög gaman af þeirri ferð og var kát og hress eins og alltaf. Eftir að afi og amma fluttu á Hringbraut 28, ásamt Siggu frænku og Huldu, vorum við fasta- gestir í húsinu, enda velkomnar á öllum hæðum. Amma var listakokkur og mjög dugleg að kalla fjölskylduna saman í mat, varla leið sú vika að okkur væri ekki boðið til hennar. Þetta gerði hún fram á sinn síðasta dag. Hún var svo ungleg í útliti og fram- komu að það gleymdist alveg hve gömul hún var að árum. Alltaf gátum við systurnar leitað til hennar, hvort sem okkur vantaði mataruppskriftir eða aðstoð við val á fötum. Sigrún amma vann fram á síð- asta dag í Linsunni og hennar verð- ur sárt saknað þar sem annars stað- ar. Elsku besta amma okkar, við munum sakna þín. Sigrún Rósa og Helga Marín Bergsteinsdætur. Okkur langar til að minnast vin- konu okkar og samstarfskonu um 10 ára skeið, hennar Sigrúnar. Hún átti sér sérstakan sess í hjörtum okkar þessi síunga kona. Það var einmitt eitt af einkennum hennar hvað hún var ung í anda og hress, alltaf tilbúin að vera með í öllu sem okkur datt í hug, okkur til upplyft- ingar og skemmtunar. Síðast vorum við heima hjá Sigrúnu í desember síðastliðnum í jólagleði þar sem hún naut sín eins og ávallt sem gest- gjafi. Hún átti mjög auðvelt með að laða að sér fólk og má segja að hún hafi verið trúnaðarvinur okkar allra þó á ýmsum aldri værum, allt frá tvítugu og upp úr. Okkur þótti það svo eðlilegt. Álltaf gat hún vikkað sjóndeildarhringinn og sýnt okkur nýjar hliðar og oft betri á málunum. Þar að auki var henni einkar lagið að sjá spaugilegu hliðarnar á mál- efnum og það er mikill kostur. Sig- rún var ekki hávaxin kona en glæsi- leg og sópaði að henni þar sem hún fór. Það er af ótal mörgu að taka þegar hugurinn leitar til baka. Við minnumst með ánægju og þakklæti margra góðra stunda sem við áttum með henni. Sérstaklega er okkur minnisstæð ferð, sem við fórum SIGRÚN BERG- STEINSDÓTTIR EYJÓLFUR BJÖRNSSON ■+■ Eyjólfur Björns- ■ son fæddist á Vötnum í Ölfusi 1. september 1930. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 1. apríl siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigurðsson Guðný Gísladóttir Hinn 24.1. 1970 kvæntist Eyjólfur Vigdísi Viggósdótt- ur. Þau slitu sam- vistum. Þau eign- uðust tvær dætur, og Aldísi, f. 30.7. 1970, í sambúð með Höskuldi Halldórssyni og eiga þau einn son, Geir; Jónu Guðnýju, f. 15.4. 1975 og á hún einn son, Viktor Elí. Fyrir átti Vigdís tvo syni, Þórð og Stefán, I sem Eyjólfur gekk í föðurstað. Útför Eyjólfs var gerð frá Kotstrandarkirkju 5. apríl. Mig langar að minnast örfáum orð- um vinar míns Eyjólfs Björnssonar, bónda á Vötnum í Ölfusi. Minnast þess er ég átta ára gamall fór að heimsækja hann í sveitina og fylgja hon- um við verkin og síðan sem sumarstrákur næstu árin. Strax náð- um við vel saman og áttum góðar stundir þegar hann fræddi mig um sveitina og sveitastörfin fyrr og síðar. Það er gott fyrir lítinn dreng að kynnast svona heiðarlegum og traustum manni sem gefur sér tíma til að segja frá og útskýra hlutina og fræða um það liðna. Það var gott að vera í sveitinni hjá Eyva. Alltaf var manni tekið hlýlega og eins og einum af fjöl- skyldunni. Öllu lifandi sýndi Eyvi umhyggju bæði fólki og dýrum. Ég man er ein kýrin hans strauk langt út á engjar til að bera og þegar átti að setja kýrnar inn fannst hún hvergi, og þá var ekki um annað að gera en fara að leita. Við gengum saman af stað án þess í raun og veru að vita hvar við ættum að leita, og um síðir fundum við kúna og nýfæddan kálfinn og urðum að bera hann langleiðina heim. En það var ánægður bóndi og þreyttur dreng- ur sem skiluðu gripnum heim í fjós. Það er gott að eiga menn eins og Eyva að vini og er söknuður að honum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég vil að lokum þakka þér sam- fylgdina og börnum þínum og öðr- um ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðni Vilberg Baldursson. fýrir fimm árum í boði fyrirtækis- ins, á Snæfellsnes og í Breiðafjarð- areyjar. Þá var nóttin björt og ung eins og Sigrún var. Okkur langar einnig að minnast þess sérstaka sambands sem var á milli þeirra Sigrúnar og Bergsteins sonar hennar, það var þeim báðum afar mikilsvert og því henni mikill harmur þegar hún missti hann fyr- ir ári. En þá naut hún elsku tengda- dóttur sinnar og sonardætra sem voru henni sólargeislar, svo og Sig- ríðar systur sinnar og Huldu sem bjuggu í sama húsinu og Sigrún á Hringbrautinni. Þar ríkti sérstakt og yndislegt samfélag innan véggja þótt hver væri á sinni hæð. Fyrir hönd okkar samstarfsfólks- ins viljum við votta ástvinum Sig- rúnar okkar dýpstu samúð og biðj- um þeim guðsblessunar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Ragnheiður Guðnadóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Brigitte Lúthersson. Sigrún Bergsteinsdóttir gaf mörgum mikið úr stórum sjóði kærleika og ástar á langri ævi. Hún var ekki fyrirferðarmikil kona, barði ekki bumbur á torgum né gerði stórar kröfur til samferðamann- anna. Hennar gildismat var fólgið í mannkærleika og þeirra blíðu til allra manna, sem gerir hugarmynd- ina af hennar fegurri en flest sem prýða má hveija konu. Sigrún var gift Stefáni Nikulás- syni, viðskiptafræðingi, sem látinn er fyrir mörgum árum. Þau eignuð- ust einn son, Bergstein, sjóntækja- fræðing, sem er nýlega látinn eftir harða baráttu við grimman sjúk- dóm. Þessi litla fjölskylda er því öll horfin á bak við þau tjöld, sem okkur er ekki ætlað að draga frá né skyggnast undir. Og án efa eru þau sameinuð á ný. Heimili þeirra hjóna, sem á æskuárum mínum var á Baldurs- götu 15, var vagga mikils kærleika, sem var látinn ómældur í té. Mín hamingja varð sú að eignast vináttu sonar þeirra, Bergsteins, þegar á barnaskólaárum og fá að verða honum samferða inn á þetta heim- ili, þar sem mér var veitt ást og umhyggja og aldrei meiri en við föðurmissi. Þá var gott að fínna hlýja og mjúka hönd á kinn og heyra orð, sem græddu sorgarsár. Þakklæti mitt til þessarar fjöl- skyldu á engin orð. Og ég kveð Sigrúnu með þessum orðum Jean Paul: „Að elska eins og Guð, það megnar móðir helst. Þess vegna gefur Guð henni það eðli, að kær- leikur hans endurtakist og endur- speglist ofurlítið í ást hennar.“ Árni Gunnarsson. Þegar hringt er árla morguns til Texas frá Reykjavík eru tilefni oft- ar tregablandin. Slík fregn barst nú - að hún Sigrún væri látin. Það tekur á að þurfa að lifa þannig at- burð - að missa þá sem vænstir eru - og vera langt í fjarska. Siggý amma - hans Sæma Kalla og Daníels er á braut - til móts við Stefán og Bergstein - sú vissa er það eina sem linar þrautir. Við eigum ekki að fá að sjá Sigrúnu í sumar. Júlía litla nær ekki að skreppa á 28 með Ellu ömmu og við öll döpur lítum yfir, spyrjandi hvers vegna er lífsins gangur svo þungbær í sorg. Sigga, Edda og fjölskylda, ykkar missir er of. Það er eingöngu góð minningin um allt, sem getur linað slíka raun. Að vita að mennimir hennar Sigrúnar biðu er huggun, en sár. Það er á stund- um of erfitt fyrir okkur að skilja Guðs vilja. Við vildum að við gætum - verið nær og gætum hjálpað bet- ur - tekið meiri þátt í stríðu - og blíðu. Megi alvaldið gefa ykkur og okk- ur styrk til að geta óbrotin tekist á við daglegt líf uns við náum sam- fundum við ástvini sem hlýða kalli tilverunnar á undan okkur til verk- efna og reynslu ofar okkar skiln- ingi. Margrét, Sæmundur Karl, Daníel, Júlía og Finnbogi. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR GESTSDÓTTIR, Hjallavegi 3, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju föstu- daginn 18. apríl kl. 14.00. Bogi Þórir Guðjónsson, Ársæll Karlsson, Einara Sigurðardóttir, Gestur Karlsson, Jónína Kjartansdóttir, Kristinn Karlsson, Bryndís Sigurðardóttir, Magnús Karlsson, Jenný Gestsdóttir, Agnes Karlsdóttir, Hörður Jóhannsson, Gunnar Karlsson, Þóra Gísladóttir, Jón Ó. Karlsson, Ásgerður Jónsdóttir, barnaböm, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Rauðhömrum 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 18. apríl kl. 15.00. Lárus Þórarinsson, Kristín Lárusdóttir, Ásthildur Lárusdóttir, Ema Lárusdóttir, Einar Þór Lárusson, Álfheiður K. Lárusdóttir, Kristín R. Lámsdóttir, Michaei Jones, Ásgeir Magnússon, Brad Bidegon, Melanie Thorarinssor., Mahmood Arai, Johan Annetorp, barnabörn og barnabamaböm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.