Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 400 fjallgöngumenn búa í hlíðum Everest Margir leiðangiirsmeim þjást af lungnasýkingu lítum á sem hluta af daglegu lífi okkar er í raun hættulegt. Ef fjalla- mennska og þau markmið sem við fjallamenn setjum okkur eru hluti af okkar lífí og lífsstíl þá er viss áhætta viðunandi. Eða eins og Chris Brown, einn af ferðafélögum okkar hér, verðlaunaður af Bretadrottningu fyrir mannúðarstörf sem afrek hans í íjallamennsku hafa gert honum kleif, segir: Lífíð er ekki æfíng, þetta er okkar líf og við verðum að lifa því eins og við erum sjálfír sáttir við það. Sumir eru illa undirbúnir NOKKUR hundruð tjalda eru í grunnbúðum. Hér er Hallgrímur Magnússon að vinna á tölfu og Einar Stefánsson fylgist með. leitt til þess að hann færi degi seinna af stað í næsta áfanga en Björn og Einar. Það væri ekki skynsamlegt að fara slappur af stað upp í fjallið. Hallgrímur sagði að lungnasýkingar í þessari hæð væru þekkt fyrirbæri enda væri álagið á öndunarfærin mikið. Veikindi væru hluti af barátt- unni við Everest. Þeir hefðu hins vegar verið búnir undir þetta og tekið með sér lyf að heiman. 400 manna þorp við rætur Khumbu Hörður Magnússon, bróðir Hall- gríms og aðstoðarmaður þremenn- inganna, sendi Morgunblaðinu pistil um lífíð í grunnbúðunum, en þar dvelst hann í tæplega tvo mánuði ásamt Jóni Þór Víglundssyni kvik- myndatökumanni á meðan leiðang- urinn stendur yfír. LEIÐANGURSMENN reyna að þrífa sig og fatnað sinn þó að aðstaðan sé ekki mjög góð. „Það er ekki fráleitt að líkja grunnbúðum hér við rætur Khumbu ísfallsins við lítið þorp. Og þar sem margir flytja hingað á hveijum degi verður hér áður en langt um líður meðalstórt þorp. Við slógum tölu á tjöldin fyrir nokkrum dögum og gáfumst upp nálægt 150, hvorki meira né minna. Og það hefur bæst við töluvert síðan. Tjöldin eru af öllum regnbogans litum og öllum stærðum. Margir leiðangrar hafa hlaðið hér heilu húsgaflana úr grjót- inu sem hér er um allt og tjaldað yfír en aðrir (þar á meðal við) nota stór tjöld fyrir máltíðir og elda- mennsku. Um allt eru svo pujaflögg- in, bænaflögg Sherpanna _og gefa staðnum annarlegan svip. A kvöldin er hér um að litast eins og í álfa- borg, þegar birtan innan úr tjöldun- um lýsir þau upp. Umgjörðin er svo fjallarisamir svarbláir í tunglskininu og stjörnuhiminninnn svo ógnarbjartur. En þótt hér sé oft töfr- andi fallegt tala menn og konur meira um hversu kalt er á nóttunni, snjó- komuna seinnipartinn og steikjandi sólskinið á morgnana. Það er kvart- að yfir þrálátum hósta, kvefí sem ekki hverfur, óþolandi höfuðverk og stuttum andardrætti. Jafnvel sól- bruna á tungunni sem stafar af því að flestir verða að anda með galop- inn munninn og brenna á þessum óvenjulaga stað, þar sem illt er að koma við sólaráburði. Hér geta menn ekki flýtt sér á klósettið þótt þörfín sé brýn, ekki staðið hratt á fætur eða haldið niðri í sé andanum á meðan skóreim er hnýtt án þess að standa á öndinni af mæði. Og þrátt fyrir þetta eru hér um 400 manns, fjallgöngumenn, Sherpar og aðrir aðstoðarmenn og eyða hér tveimur mánuðum af ævi sinni. Af hveiju ganga menn á Everest? Hvað rekur þetta fólk hingað? Hvað er það eiginlega að hugsa? Sumir þessara 400 ætla sér meira að segja hærra upp, upp fyrir mörk hins byggilega heims og heimsækja tröllin hér fyrir ofan okk- ur, Lhotse og sjálfa drottninguna Everest. Þessum spurningum hef- ur oft verið velt upp og við henni eru til ótal svör. Það frægasta á án efa Mallory sem féll í valinn hér fyrir ofan okkur árið 1924. Hann svaraði þessari spurningu með orðunum: „Because it is there“ eða Af því að það er þarna. Hann hefur örugglega hreytt þessu út úr sér til að losna við óþæga blaðamenn, spyijandi sömu spum- inganna aftur og aftur. En þetta er gott svar engu að síður og nær inn í einhvern sannleikskjarna. Það er eitthvað ögrandi og freistandi við erfíð verkefni, eitthvað sem kallar á suma að ráðast að þeim og Ieysa þau. Aðrir hafa stundað fjalla- mennsku um árabil, líta á hana sem iífsstíl og hæsta fjall heims er bara einn áfangi í lífinu, hjalli sem kom- ast verður yfír til að öðlast sálarró, ögrun sem vakað hefur í undirmeð- vitundinni frá því í bamæsku, barns- legur draumur sem varð allt í einu framkvæmanlegur og því óhjá- kvæmilegur. Aðrir segja að þeir hafi aldrei skilið þessa brennandi þrá eftir því að fara hærra og sjá lengra og skilja sjáifan sig aðeins betur og því fari þeir aftur og aftur á fjöll. En hvað með hættuna? spyr fólk. Vissulega er hættan fyrir hendi en hana má lágmarka með færni, reynslu, góðum búnaði og öruggum ferðafélögum. Þá kemur bara að því hvar mörkin eru dregin, hveiju er óhætt að hætta og fyrir hvað. Það er allt í þessum heimi hættulegt, bæði að skilja sjónvarpið eftir i sambandi og að fara út í búð eftir mjólk. Margt af því sem við En hér í grunnbúðum er fólk af ýmsum meiði, dregið áfram af metn- aði sem á stundum ekkert skilið við fjallamennsku. Hér snúast spurn- ingarnar við og svör þessa fólks eru okkur hulin ráðgáta. Það er sér- kennilegt aðdráttarafl sem hæsta fjall í heimi hefur á fólk. Við lítum á Everest sem hæsta tindinn sem við getum klifíð um ævina en samt sem áður aðeins toppinn á ísjakan- um. Hér er hins vegar fjöldi manna og kvenna sem ekkert kann til fjalla- mennsku og hafa takmarkaðan áhuga á henni. Markmiðið er aðeins að komast á það hæsta. Fæstu af þessu fólki tekst ætlunarverk sitt en kemur samt aftur að ári án þess að hafa stungið ísexi í snjó í millitíð- inni en treystir á það að atvinnu- menn komi því upp og niður á tveim- ur mánuðum. Hér stöndum við gap- andi af undrun og skiljum ekki hvernig hægt er að ana svona áfram í blindni. Þessi einkennilega blanda af fáfræði og toppametnaði er jafn- vel stundum einkennandi fyrir heilu leiðangrana, þegar þjóðarstolt og metnaður ber skynsemina ofurliði. Hér er t.d. leiðangur frá Malaysiu sem hefur það að markmiði að koma fyrsta Malaysiu-manninum á topp- inn. Leiðangurinn samanstendur af 30 manns auk Sherpa og annarra erlendra aðstoðarmanna. Af þessum ógnarhópi eru aðeins 3 klifrarar og eftir því sem ólánsmennirnir, Sherp- arnir þeirra, segja kunnu þeir ekki grundvallaratriði i vetrarfjalla- mennsku þegar þeir komu hingað. Áherslan er hins vegar öll á ytri umbúnað, sjónvarpsútsendingar og fieira þess háttar. Af svipuðum meiði er indónesíski leiðangurinn hér. Hann hefur að vísu sér til halds og trausts þijá af fremstu Himala- ya-klifrurum Rússa og þeir eiga eftir að koma Indónesum á toppinn. Okkur fínnst rétt og skynsamlegt að leita sér sérþekkingar á þröngu sviði ef löng reynsla er ekki fyrir hendi eins og til dæmis fjalla- mennska yfír 8.000 m en finnst hins vegar nauðsynlegt að hafa nægilega reynslu og þekkingu til að geta treyst algjörlega á sjálfan sig þegar hætta á lífi og limum en ekki að vera algjörlega upp á aðra kominn. Hér blundar líka metnaður fyrir- tækja. Flestir hér, þar á meðal við, erum studdir af fyrirtækjum sem sjá samsvörun í sínu starfi við metn- aðinn og markmiðin sem hér ríkja. Öfgarnar eru svo í japanska leið- angrinum sem er hingað kominn til þess eins að koma fána japansks snyrtivörurisa á toppinn. Þar eru jenin ekki spöruð, þyrla flytur birgð- ir í grunnbúðir og með er ótölulegur fjöldi aðstoðarmanna. En algengasti metnaðurinn er sá sem við skiljum best. Fjallamenn að láta drauminn rætast. Hér eru 4 alþjóðlegir leið- angrar, 2 bandarískir, ítalskur, rúss- neskur og kanadískur leiðangur auk þeirra sem áður eru taldir, ýmist á leið á Lhotse eða Everest. Það eru allt að 90 manns sem stefna á Ever- est þótt fæstum muni takast það, flest ákaft fjallafólk með sjónirnar upp á við og margir sem eru að koma í annað og þriðja sinn til að reyna. Og svo erum við hér, frá litlu landi sem aldrei hefur átt mann á þaki heimsins og þeir okkar sem stefna hæst eru einbeittir í að gera sitt besta, að gera sitt allra besta til að láta drauminn rætast og leyfa bláa, ’ hvíta og rauða fánanum að beijast um í rokinu á hátindi Mount Ever- est.“ Sjá Everestsíðu Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everest/ 90 menn stef na á topp Everest Sumir hafa sólbrunnið á tungunni Lífið í aðalbækistöðvum fjallgöngumannanna sem ætla að klífa Ever- est er sérstakt. Þar dvelja um 400 manns frá ýmsum löndum í nokkur hundruð tjöld- um. Allmargir hafa smitast af lungnasýk- ingu, en hún er erfið viðfangs svona hátt uppi í fjöllunum. íslend- ingarnir hafa að mestu sloppið við veikindi. TALSVERT hefur verið um veikindi meðal fjallgöngu- manna sem hyggjast ganga á topp Everest í maí. íslensku fjallgöngumennirnir hafa að mestu síoppið, en þó hefur Hailgrímur Magnússon fundið fyrir kvefi. Nokkrir aðrir eru mjög slæm- ir og t.d. þurfti að flytja þijá Breta neðar í fjallið þar sem aðstæður fyrir þá til að ná heilsu eru betri. Læknir sem er í grunnbúðunum hefur haft nóg að gera síðustu daga við að skoða fjallgöngumenn. Ástæð- an fyrir veikindunum er vírus. Ein- kennin eru lungnasýking, hósti og kvef, sem getur gengið svo langt að menn nánast missi röddina. Loftið í grunnbúðunum er þynnra en menn eiga að venjast og þess vegna fá menn ekki nægilega mikið súrefni í líkamann, sem leiðir til þess að hann er Jengur að jafna sig. íslendingarnir fóru í gær og heimsóttu lækninn. Hallgrímur sagði að hann hefði ekki haft stórar áhyggjur af heilsufari þeirra félaga. Hallgrímur hefur þó fengið snert af þessu, sem hann sagði að gæti varmaskiptar stjórnbúnaður Þú finnur í varla betri lausn. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 j i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.