Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 25

Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 25
17. apiíl - 4. maí MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 25 LISTIR 16 ára óperusöngkona til íslands KORNUNG bandarísk óperusöng- kona, Jessica Tivens, mun halda sína fyrstu tónleika utan heimalandsins í Háskólabíói 30. apríl og 3. maí næstkomandi. Með henni í för verður píanó- og hljómborðsleikarinn Micha- el Garson sem hyggst nýta tækifærið og efna til tvennra djasstónleika ásamt tríói sínu í Súlnasal Hótels Sögu 1. maí og í Loftkastalanum degi síðar. Tivens, sem verður 16 ára um helgina, hefur komið fram opinber- lega frá átta ára aldri, meðal annars í söngleikjum, leikritum og sjón- varpi. Fyrir sex árum hóf hún óperunám og hefur vakið um- talsverða athygli á því sviði, að því er segir i kynn- ingu. Tivens hef- ur komið fram sem einsöngvari með Burbank Chamber Orc- hestra, Tucson Tivens Civic Orchestra og New West Symp- hony og unnið til verðlauna fyrir söng sinn, meðal annars Los Angeles Music Center-verðlaun- in í fyrra og Mic- rosoft Discovery Artist-verðlaunin á þessu ári. Michael Gar- son er jafnvígur á klassiska tón- list, djass og rokk. Hann hefur leikið inn á fjölda hljóm- og geisla- platna og meðal annars „leikið fing- Garson ur“ Liberaces í sjónvarpsmynd um píanóleikarann. Samstarfsmaður Bowies Þekktastur er Garson þó senni- lega fyrir samstarf sitt við David Bowie sem hefur lýst honum sem „langbesta hljómborðsleikara sem ég hef starfað með“. Nær samstarf þeirra aftur til plötunnar Spiders from Mars en á síðustu plötum Bowi- es hefur Garson jafnframt lagt hönd á plóginn. Jazztríó Michaels Garsons skipa, auk hans sjálfs, Marc Johnson og Joe La Barbera. FJÖLMARGIR gítarnemend- ur koma fram í Fella- og Hólakirkju. Tvennir tón- leikar Tón- skóla Sigur- sveins TVENNIR tónleikar á vegum Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar verða laugardaginn 19. apríl. Tónleikar forskóladeildar verða í Langholtskirkju kl. 14. Þar koma fram yfir 100 nemendur forskóla ásamt einni af þremur strengja- sveitum skólans. Tónleikar gitarhópa verða í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Auk samleikshópa úr Tónskólanum koma fram hópar úr Tónlistarskóla Grafarvogs, Tónskóla Njarðvíkur, Tónlistarskóla Seltjarnarness, Tón- menntaskóla Reykjavíkur og Tón- skólanum Do, re, mí, alls um 90 gítarnemendur. Sparistellið Tólf lista- menn sýna saman í Hafnarborg SAMSÝNING tólf íslenskra lista- manna verður opnuð í Hafnarborg iaugardaginn 19. apríl. Þar sýna listamennirnir Elínrós Eyjólfsdóttir, Guðjón Bjarnason, Helgi Þorgils _ Friðjónsson, Hulda Hákon, Jón Óskar Hafsteinsson, Kristján Guðmundsson, Ólöf Nor- dal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Steingrímur Eyfiörð, Tumi Magnússon og Vign- ir Jóhannsson. Listamennirnir eru ýmist listmál- arar, höggmyndalistamenn eða ný- listamenn. Aðeins Elinrós Eyjólfs- dóttir hefur áður lagt stund á post- ulínsmálun. Nú hefur þessi hópur, segir í tilkynningu, hins vegar ákveðið að spreyta sig á postulíni og koma þannig listhugmyndum sínum til skila á borðbúnaði. Þessi sýning er í senn óður til postulínsins og tilraun til að færa listrænar hugmyndir milli sviða. Sýningin stendur yfir til 19. maí. Níu sýnir AÐALSTEINN Svanur Sigfús- son opnar sýningu laugardag- inn_19. apríl kl. 14, í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyju- götu. Á sýningunni, sem ber titilinn Níu sýnir, eru olíumál- verk af konum sem hann hefur málað á síðustu tveimur árum. En, eins og segir í sýningar- skrá: „Konurnar á þessum mál- verkum eru ekki konur. Þær eru sýnir; táknmyndir, ímyndir, tálsýnir.“ Sýningunni lýkur 4. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. 10-40% afsláttur Tandurhreinttilboð á ... .. .handlaugum .. .blöndunartækjum ...baðkennn .. .stmtubotnum .. .sturtuklefum ... salernum .. .stálvöskum .. .sturtuhengjum Mmiið Mkortið! 50 frípunktar fyrir hverjar 1000 kr. við staðgreiðslu og ef greitt: er með kreditkorti. p- Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði Opið mán. - fös. 8-18 Slmi 565 0100 Lau. 10 - 16 Opið mán. - fös. 8-18 Sun. 12-16 Lau.9-13 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavík Opifl mán. - fös. 8 -12 og 13 -18 Slmi 421 6500 Lau. 10- 14 Opið mán. - fös. 9-18 Lau. 10-16 .. .og ýinsu öðru sem tilheyrir baðherberghiu : .. .baðvoguin Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 HÚSASMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.