Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR17. APRÍL1997 31 B-BSTBR Faðmlög' o g freyðandi vín ___________TONLIST________________ Digrancskirkja KÓRTÓNLEIKAR Lög eftir m.a. Sigfús Halldórsson, Stefán Guð- mundsson, Sigurð Agústsson, Schubert, Winkl- er og Verdi. Anna Sigríður Helgadóttir mezzo- sópran, Katrin Sigurðardóttir, píanó; Samkór Kópavogs u. stjórn Stefáns Guðmundssonar. Digraneskirkju, Kópavogi, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30. SAMKÓR Kópavogs hefur sama djöful að draga og flestir blandaðir kórar núorðið; karleklu. Með 240% yfirvikt í kvenröddum (39-16) skiptir eiginlega litlu hvað stjórnand- inn er snjall; fátt getur breitt yfir þá stað- reynd að efri og neðri raddir eru í hrópandi ójafnvægi. Það væri þá helzt með niðurskipt- ingu sóprans og jafnvel alts í 5 raddir (SSATB) eða 6 (SSAATB), en slíkt lagðist sem kunnugt er af eftir endurreisnarskeiðið og mun næsta fátítt í nútímaviðfangsefnum áhugamannakóra. Engu að síður mátti heyra marga góða söngrödd innan um á tónleikum kórsins í Digraneskirkju sl. þriðjudagskvöld, einkum í langfjölmennustu röddinni, sópran (25), enda segir járnhart lögmál framboðs og eftirspurn- ar til sín í fleiru en vörum og viðskiptum. En sem fyrr var tjáð kom misvægið í fjölda oftast í veg fyrir að- heyrðist það mikið í alt - og sérstaklega í tenór og bassa - að tala mætti um heildstæðan kórhljóm, enda þótt stjórnandanum tækist furðuvel að dempa kvenlegginn niður þá sjaldan sem meginlag- lína færðist yfir í T eða B. Að raddhlutföllum frátöldum var margt vel gert í söng kórsins og kom viða fram falleg mótun, einkum á neðri þrepum styrk- skalans, sem má kannski fremur þakka góðri stjórn en raddlegu einvalaliði, því kórnum lét greinilega betur að syngja veikt en sterkt. Dulúðlegu augnablikin voru einna áhrifa- mest, en hálfgert kraft- og snerpuleysi ein- kenndi hins vegar staði verðuga storms og streitu. Inntónun var þó víða allgóð og gaf til kynna markvissa samvinnu, og samstígar hraðabreytingar báru sömuleiðis ögun og yfirsýn kórstjórans fagurt vitni. Kórinn fór vel af stað með tveim lögum við píanóundirleik eiginkonu stjórnandans, Katrínar Sigurðardóttur, eftir Sigfús heitinn Halldórsson, „tónskáld tólf áttundu," ef svo mætti kalla, en það átti við um bæði lau- fléttu raullögin hans Amor og asninn og Þín hvíta mynd. Kórinn seig svolítið í inntónun í seinna laginu, en burtséð frá Allt under himmelens fáste eftir hlé var söngurinn yfir- leitt mjög hreinn. Þjóðlagið Barnagælur í útsetningu Jórunnar Viðar var flutt á hljóð- látum nótum, sem og oftast einkenndu hið ljóðræna iag stjórnandans, Öræfi (ljóð Jóhs. úr Kötlum), enda engin eldvirkni á ferð í kyrrlátu ljóðinu. Svo stiklað sé á stóru, bar helzt til tíðinda fyrir hlé, að gestur kórsins, Anna Sigríður Helgadóttir, söng við píanó- undirleik og kórundirsöng hið Ijúfa lag Peter- son-Bergers, Jungfrun under lind, og gerði því ágætlega skil, en í heild var fyrri hluti efnisskrár heldur daufur og lifnaði aðeins lítillega við með Sprettum Sveinbjörns Svein- björnssonar og Hannesar Hafstein. Seinni hlutinn var hressari, þó að snerpan og sönggleðin hefði mátt vera jafnvel enn meiri en reyndist í sænska danskvæðinu í úts. Hugo Alfvéns, Tjuv och tjuv. Tveggja alda afmælis Schuberts var minnzt með syrpu af vinsælum lögum úr Meyjaskemmunni í raddsetningu Þuríðar Pálsdóttur við góða textaþýðingu Egils Bjarnasonar, og væri óskandi að „Hvað vitið þið fegra en Vínar- ljóð“ næði að ýta drykkjusöngtextanum „Að lífið sé skjálfandi" endanlega út úr þjóðarvit- undinni. Karlaraddirnar fengu smá tækifæri í Faðmlög og freyðandi vín eftir Winkler og stóðu sig sem hetjur gegn margnum (að vísu með dyggri aðstoð stjómandans), og nokkru seinna aftur í „Sígaunakórnum" (Steðjakórn- um) úr II Trovatore. Þar áður var sunginn hinn frægi Fangakór úr Nabucco, sem reynd- ar verkar á undirritaðan obbolitið eins og hópdrykkju-Kehraus á Oktoberfest-bjórhátíð (svipað og lokakórinn úr Roméo et Juliette eftir Berlioz). Anna Sigríður söng síðan ein- söng með kórnum í Stride la vampa (einnig úr Trúbadúrnum) og Habaneruna glæsilegu úr Carmen og fór ágætlega með, þó að óhjá- kvæmilega sé hætt við að maður sjái þar fyrir sér rándýrsaugu Juliu Migenes Johnson úr kvikmynd Zefirellis (og heyrí girndarrödd Maríu Callas). Undirtektir tónleikagesta voru ljómandi góðar, og Habaneran var tvítekin. Frágangur tónleikaskrár var til fyrirmynd- ar og allir söngtextar prentaðir (erlendir í þýðingu). Aðeins eitt vantaði, nefnilega hver væri frumhöfundur textans Sumarkvöld, sem „Sigurður Ágústsson þýddi“ [sic], og virtist litlu dulara en hjá útvarpinu, þegar látin er duga fastaklausan „lagið er eríent.“ Ríkarður Ö. Pálsson Dramaten bjargað SÆNSKA ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að yfir- taka lán upp á 25 milljónir sænskra króna, ríflega 250 milljónir ísl. kr. sem stjórnendur stærsta leikhúss Svía, Dramaten, hafa reynt að greiða af en árangurs. Var svo kom- ið að gjaldþrot blasti við leikhúsinu sem beiddi stjórnvöld aðstoðar. Þau þverskölluðust lengi við en tóku svo ákvörðun um að koma til aðstoðar á mánudag, að því er segir í Aften- posten. Dramaten hefur átt í fjárhagsörð- ugleikum í mörg ár, og hafa leikhús- menn sænskir haft á orði að það sé vegna þess að leikhúsið hafi lifað um efni fram, settar hafi verið upp geysidýrar og viðamiklar sýningar, sem ekki hafi skilað nægilegu fé í kassann. í desember á síðasta ári var skip- að nýtt leikhúsráð við Dramaten, sem hét því að ieysa ijárhagsvand- ann. í fyrstu var gripið til þess ráðs að bókfæra væntanlegar tekjur, sem ieit ágætlega út á pappírnum en breytti í engu stöðunni á bankareikn- ingi leikhússins. Þá var gripið til uppsagna, fækkun sýninga og ann- ars niðurskurðar og segir Ingrid Dahlberg leikhússtjóri að þær eigi að nægja til þess að jafna reiknings- stöðuna. Vonast hún til þess að leik- húsið geti fyrr en varir farið að greiða ríkinu aftur lánið. Portmyndir í sund- um og innkeyrslum MYNDLISTARSÝNINGIN Port- myndir hófst laugardaginn 5. apríl sl., í sundum og innkeyrslum við Laugaveg og Bankastræti. Sýningin stendur til 3. maí. 12 myndlistarmenn taka þátt í sýningunni: Alda Sigurðardóttir, Arnfinnur Einarsson, Ásta Ólafs- dóttir, Elsa D. Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Hlynur Heigason, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristín Reynisdóttir, Magnús S. Guðmunds- son, Pétur Örn Friðriksson, Ragn- hildur Stefánsdóttir og Þóra Sigurð- ardóttir. Leiðarkort um sýninguna fær fólk í hendurnar í verslunum og kaffihús- um við Laugaveginn og á listasöfn- um borgarinnar. Á meðan á sýning- unni stendur kemur út sýningarskrá sem liggja mun frammi á kaffihús- um og á listasöfnum. TRÍÓIÐ Vendelkrákorna. Sænskt þjóðlagatríó í Norræna húsinu SÆNSKA þjóðlagatríóið Vend- elkrákorna heldur tónleika í Nor- ræna húsinu, föstudaginn 18. apríl kl. 20.30, í tengslum við Sænska daga sem eru í Kringl- unni 16.-19. apríl. Aðgangur á tónleikana eru 500 kr. í Vendelkrákorna eru þau Ann- ika og Cajsa Ekstav og Michael Naslund, sem leikur á gítar. Einn- ig verður leikið á gamalt sænskt hljóðfæri „nyckelharpa", sem er fiðla með snertlum og á rætur ailt til 14. aldar. Fiðlan er fjögurra strengja með tólf aukastrengi sem gefa sérstakan enduróm og fyllri tón, segir í tilkynningu. Tríóið skemmtir einnig í Kringlunni meðan á Sænskum dögum stendur. Morgunbl aðið/Golli * I ballett NEMENDUR Ballettskóla Guð- bjargar Björgvins voru með sýn- ingu í Borgarleikhúsinu á þriðju- dagskvöld. Þar sýndu þeir verkið Áróru prinsessu, sem Guðbjörg Björgvins hafði unnið upp úr ballettverkinu Þyrnirós við tón- list Tchaikovskys. Við skólann eru um 120 nemendur. ------» ♦ ♦---- Norræni kvartettinn með tónleika HALDNIR verða jazztónleikar á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, á vegum Jazzklúbbsins Múlans, föstudaginn 18. apríl kl. 22. Norræni kvartettinn mun m.a. flytja frumsamin jazzlög eftir Björn og Egil. Gítarleikarinn Björn Thoroddsen og Egill Ólafsson söngvari hafa stofnað norrænan kvartett, sem auk þeirra er skipaður sænska trommu- leikaranum Per Arne Tollbom og danska kontrabassaleikaranum Ole Rasmussen. Kvartettinn er í viku tónleikaferð um ísland en mun svo halda til Skandinavíu til frekara tónleika- halds. UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. Á næstunni kynnum við nýjar gerðir Gram kæliskápa og bjóðum því síðustu skápana af 1996 árgerðinni á sérlega hagstæðu verði, eins og sjá má hér að neðan. GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601 x 843 168 49.990 KS-300E 595x601x1342 271 56.990 KS-350E 595 x601x1542 323 63.980 KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæiiskápar meö frysti: KF-120 550 x601x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550x601x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139+33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186+33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 <*««» /=nniv fyrsta flokks | 11 frá HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.