Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 45
Það er svo ótal margt, sem kemur
í hugann við svona hræðilegt slys
og svo ótímabært fráfall þitt. Þú,
sem áttir svo mikið að gefa.
Elsku Þorgeir, guð veri með þér.
Elsku Ingunn og börn. Þið hafið
misst svo mikið. Frábæran eigin-
mann og föður. Guð veri með ykkur
og gefi ykkur styrk og trú.
Elsku Halla mín, Haraldur og
Ingibjörg. Elskulegur sonur og bróð-
ir hefur kvatt að sinni. Guð blessi
ykkur og styrki. Guð blessi yndisleg-
an frænda.
Rannveig, Helga, Alma.
Það vorar seint í ár.
Laugardagurinn 5. apríl var bjart-
ur að mestu og gaf ofurlítil fyrirhe-
it um að vorið væri í nánd. Aætlun
um ferðalag austur á sanda hafði
verið skotið á frest í annað sinn og
ég velti því fyrir mér þennan morg-
un, hvort þessi ferð yrði nokkurn
tíma farin.
Um eftirmiðdaginn heyrði ég
ávæning af fréttum um flugslys.
Kvíðinn nagaði og er heim kom stað-
festist hinn vægðarlausi grunur.
Flugvél týnd og Þorgeir vinur minn
var annar tveggja sem saknað var
og báðir taldir af.
Þrátt fyrir afburðahæfni, ábyrgð
og varfærni sem hann var þekktur
að í þessu áhugamáli sinu, urðu ör-
lögin ekki umflúin og eftir sitjum
við skilningsvana og sorgmædd.
Kynni okkar Þorgeirs hófust á
unglingsárum og vináttan í kjölfarið.
Návistir við Þorgeir og fjölskyldu
hans hafa alla tíð verið mér dýrmæt-
ar og dásamlegar, enda maðurinn
einstakur ljúflingur og svo dæma-
laust auðveit að láta sér líða vel í
návist hans. Hann hafði þennan sér-
staka hæfileika að honum lá aldrei
neitt sérstaklega á. Alltaf á kafi í
áhugamálum og þrátt fyrir langan
vinnudag virtist hann alltaf geta
fundið tíma til að sinna þeim. Ef
mér, í hálfgerðri öfund, varð á að
tala við hann um brenglað tímaskyn
hló hann bara að mér og flutti stutt
erindi um forvarnir gegn streitu.
Fæst af áhugamálum hans voru
beinlínis mín, eða mín hans, en það
breytti engu, við tókum þá bara
annarra manna áhugamál og gerð-
um hæfilegt grín að. Það lét honum
vel, gamansamt háð og græskulaust
grín.
Saman áttum við þó í því að koma
okkur upp sumarbústöðum, nánast
hlið við hlið, vestur á Mýrum. í all-
mörg ár höfum við eytt þar minnis-
stæðum stundum, jafnt að vetri sem
sumri, við þetta verkefni, sem ekki
virðist eiga sér neinn afmarkaðan
endi. Flestum mönnum var Þorgeir
fremri í að matreiða „holulæri" og
þau hjónin samhent að galdra fram
veisluborð. Var ósjaldan setið við og
spjallað langt fram á nætur og sfð-
ast nú um páskana. Þó að seint verði
auðvelt að sætta sig við auða sætið,
munu hlýjar minningar úr Logalundi
og af Verönd ylja okkur um ókomin
ár.
Kornungur tók Þorgeir við for-
ræði í prentsmiðju föður síns Árna
Valdemarssonar, er hann lést
skyndilega langt um aldur fram.
Vann hann því fyrirtæki, ásamt
móður sinni og síðar systkinum, af
öllum kröftum. Með dugnaði, mikilli
verkþekkingu og ekki síst því að-
dráttarafli sem Þorgeir hafði á alla
sem til hans leituðu, óx fyrirtækið
og dafnaði, og varð um tíma með
þekktustu prentsmiðjum í Reykjavík.
En ofþensla í þjóðfélaginu, verð-
bólga og gengisriðlun varð mörgum
fyrirtækjum skeinuhætt og fjöldi
áfalla dundi á prentiðnaðinum. Úr
miklu ölduróti og verulegum háska
hafði fjölskyldunni tekist að ná
landi og tengjast Steindórsprenti-
Gutenberg ehf., öflugu fyrirtæki
undir stjórn góðra manna. Þarna
birtust hæfileikar Þorgeirs vel á ný
og var hann vinsæll og virtur af
öllum sem að borði hans komu, sam-
starfsmönnum, viðskiptavinum og
kannski ekki síst keppinautum er
margir nutu góðs af reynslu hans
og skoðunum. Eftir þungan róður
í nokkrum sorta virtist ný dagrenn-
ing í sjónmáli. Er sárt til þess að
hugsa að Þorgeir skuli ekki mega
njóta hennar með fjölskyldu sinni
og ástvinum.
Þorgeir var mikill fjölskyldumað-
ur. Ekkert skipaði æðri sess í huga
hans og hjarta en fjölskyldan. Frá
fyrsta fundi þeirra var hann sem
bergnuminn af Ingunni konu sinni.
Tvíburarnir Stefán Árni og Halla
Sólveig og „augasteinninn“ Auður
Rán nutu ómælds ástríkis hans og
vináttu. Mörg voru kvöldin sem við
skelltum á skeið í afkvæmametingi
og lét hann þar hvergi hlut sinn,
enda einlæglega stoltur af þeim,
áhugamálum þeirra og verkefnum.
Þá var honum afar hlýtt til tengda-
sonar síns Björns og hlakkaði til
veiðiferða með honum, þó veiðar
væru honum ekkert sérlega að skapi.
Systkinum sínum Haraldi og Ingi-
björgu var Þorgeir mjög nákominn
og bar hag þeirra mjög fyrir bijósti,
enda tók hann ungur við hlutverki
föður síns og hafði ríka ábyrgðartil-
finningu gagnvart þeim. Móður sinni
Hallfríði var Þorgeir mikill vinur og
félagi og samstarf þeirra alla tíð
með eindæmum gott. Þessu fólki
öllu og fjölskyldum þeirra, vottum
við hjónin samúð á sárri kveðjustund
og vonum að við megum um langa
framtíð njóta með þeim minning-
anna um þann trygga vin og öðlings-
dreng sem Þorgeir Logi var okkur.
Hvíli hann í friði.
Guðjón og Inga.
Þorgeir Logi Árnason er fallinn
frá langt fyrir aldur fram, aðeins
fimmtugur að aldri. Það er erfitt
fyrir okkur sem þekktum Þorgeir
og nutum umhyggju hans og lið-
veislu í gegnum árin að sætta okk-
ur við þessa staðreynd, en lífið er
nú einu sinni þannig að ekkert er
sjálfgefið eða öruggt. Ég kynntist
Þorgeiri fyrst fyrir 27 árum í fram-
haldi af kynnum okkar Ingibjargar
systur hans. Aðeins nokkrir mánuð-
ir voru þá liðnir frá fráfalli Árna
Valdemarssonar föður þeirra systk-
ina, sem lést aðeins 46 ára gamall.
Sárin eftir föðurmissinn voru ennþá
djúp og sár því Árni var einstaklega
umhyggjusamur faðir, klettur sem
ekkert fékk haggað. En samt, allt
í einu, fyrirvaralaust, horfinn úr
þessum heimi án þess að nokkur
mannlegur máttur fengi við það
ráðið. Árni hafði ásamt eiginkonu
sinni Hallfríði komið á fót prent-
smiðju og rekið fyrirtækið um
skamma hríð. Það kom því í hlut
þeirra bræðra, Þorgeirs og Harald-
ar, sem þá voru aðeins 23 og 21
árs gamlir, og Hallfríðar að taka
við rekstri prentsmiðjunnar. Það
sýndi sig fljótt, þrátt fyrir ungan
aldur að þeir bræður, með dyggri
aðstoð Hallfríðar, reyndust vandan-
um vaxnir. Fyrirtækið óx og dafn-
aði í höndum þeirra og var rómað
fyrir góða fagmennsku og vingjarn-
legt viðmót þeirra bræðra gagnvart
starfsfólki og viðskiptavinum.
Eftir fráfall Áma Valdemarssonar
tók Þorgeir að nokkru leyti við hlut-
verki föður síns gagnvart systur
sinni, bar ætíð mikla umhyggju fyr-
ir velferð hennar og varð sá klettur
sem við hjónin gátum ætíð leitað til
þegar erfiðleikar steðjuðu að eða
þegar leita þurfti góðra ráða. Þor-
geir tók okkur alltaf vel með bros á
vör eins og honum var tamt og gerði
lítið úr þeim vandamálum sem okkur
fannst vera óyfírstíganleg. Það voru
ófáar stundir sem við hjónin áttum
í Þingholtsstræti 27 í upphafi sam-
búðar okkar og nutum umhyggju
og leiðsagnar þeirra Þorgeirs og
Ingunnar sem aldrei verður metin
til fjár eða endurgoldin.
Þorgeir var fjölhæfur maður og
áhugamálin mörg. Áhugi hans á
flugi var slíkur að engu líkara var
en flugið væri hluti af sálu hans.
Hann drakk í sig allan fróðleik sem
hægt var að finna um flug, gekk í
gegnum allan ferilinn frá upphafi
til enda. Smíðaði sem unglingur
flugmódel, svifflugsskutlur og litlar
mótorflugvélar, lærði flug og varð
gagntekinn af svifflugi enda veitti
hann formennsku í félagi svifflug-
manna um margra ára skeið. Þor-
geir var heillaður af fluglistinni og
kunni öll töfrabrögð þeirrar listar
enda landsþekktur listflugmaður.
Fyrir leikmann var sem oft væri
telft í tvísýnu þegar fylgst var með
Þorgeiri leika allar mögulegar listir
flugsins en Þorgeir var afar varkár
maður sem aldrei tók óþarfa áhættu
og lagði ætíð ríka áherslu á að flug
og glannaskapur færi ekki saman.
Þorgeir var áhugaljósmyndari, tók
mikið af myndum, vann þær sjálfur,
framkallaði og innrammaði. Ljós-
myndir hans bera glöggt vitni um
glöggskyggni hans og listræna hæfi-
leika. Stjarnfræði og vísindi voru
honum einnig mjög hugleikin enda
las hann allt sem hann komst yfir
varðandi þau fræði. Þorgeir var mik-
ill lestrarhestur og áhugamaður um
bókmenntir og kvikmyndalist svo
ekki var komið að tómum kofunum
þegar þau mál bar á góma.
Það kom okkur hjónunum
skemmtilega á óvart, fyrir um 10
árum, þegar Þorgeir og Ingunn viðr-
uðu þá hugmynd við okkur að byggja
í félagi sumarbústað í landi Gríms-
staða á Mýrum. Einhvern veginn
fannst okkur Þorgeir hafa nógu
mörg járn í eldinum svo ekki væri
einum sumarbústað við þau bætandi
en það var öðru nær, Þorgeir sýndi
byggingu bústaðarins jafn mikinn
áhuga og öllu öðru sem hann tók
sér fýrir hendur og átti þar margar
ánægjustundir með fjölskyldu sinni
og vinum og gat þar jafnframt sinnt
öðrum áhugamálum sínum í ró og
næði, svo sem bókalestri og ljós-
myndun.
Þorgeir var einstaklega hjartahlýr
maður og mikið góðmenni sem bar
mikla umhyggju fyrir fjölskyldu
sinni og tengdist börnum sínum og
þeirra vinum einstaklega sterkum
böndum. Hann var mikill vinur vina
sinna og átti stóran vinahóp. Þeir
sem nutu þeirra sérréttinda að vera
í hópnum urðu vinir hans fyrir lífs-
tið. Það var eins og að Þorgeiri lað-
aðist sérstakt einvalalið manna og
kvenna sem nú eftir andlát Þorgeirs
hefur reynst eftirlifandi Qölskyldu
Þorgeirs ómetanleg stoð og veitt
henni huggun í raunum sínum.
Oft er sagt að sagan endurtaki
sig í sífellu. Þorgeir er fallinn frá
eftir hörmulegt flugslys. Eftir
standa Ingunn og börn þeirra hjóna,
þau Stefán Árni, Hallfríður Sólveig
og Auður Rán og syrgja sárt látinn
maka og föður. Þau standa nú ísömu
sporum og Hallfríður og börn henn-
ar fyrir 27 árum og eiga bágt með
að skilja hvaða réttlæti sé í því að
Þorgeir, sem svo margt átti eftir að
gera og átti af svo miklu að miðla,
af þekkingu sinni og reynslu, sé á
þennan hátt fyrirvaralaust á brott
kallaður úr þessum heimi. En lífið
heldur áfram og ég er sannfærður
um að Ingunn og börnin muni eiga,
þegar tímar líða, eftir að líta bjarta
daga og eftir þeim muni verða tekið
í þeim verkum sem þau eiga eftir
að taka sér fyrir hendur, á sama
hátt og Hallfríður og hennar börn
forðum, enda eru þau öll einstökum
hæfileikum gædd.
Ég votta allri fjölskyldu Þorgeirs,
tengdafólki og vinum innilega sam-
úð mína og vona að sárin grói sem
fyrst. Eitt er víst, að ljúf minning
um góðan dreng mun lifa með öllum
þeim sem hann þekktu, á meðan
þeir lifa.
Guðmundur F. Baldursson.
Kæri vinur, þegar við kveðjum
þig hinsta sinni þjóta um hugann
mörg ljósbrot frá samstarfí okkar,
samverustundum fjölskyldna okkar
og vina til margra ára í Svifflugfé-
Iagi íslands, FMÍ og víðar. Þar bar
aldrei skugga á. Er mér ljúft að
minnast þess þegar þið hjón komuð
við hjá mér, þar sem ég var við störf
í Mývatnssveit og eyddum saman
degi við að skoða náttúruperlur þar.
Þá áttum við saman ljúfa stund um
verslunarmannahelgina síðastliðið
sumar á Geitamel þegar „litla húsið"
var vígt, því þrátt fyrir rok og rign-
ingu áttum við vinahópurinn yndis-
lega stund saman sem aldrei gleym-
ist. Einhvern veginn var alltaf sól-
skin í kringum þig og Ingunni. Með
fráfalli þínu hefur verið höggvið
stórt skarð í vinahópinn, sem ekki
verður bætt en við verðum að lifa
með. Það sem hjálpar okkur að tak-
ast á við vinamissi eru góðar minn-
ingar um ljúfan dreng sem hafði
öryggi og fagmennsku í fyrirrúmi
og var vinur vina sinna hvað sem á
gekk.
Elsku Ingunn, Stefán, Halla og
Auður. Við erum þátttakendur í sorg
ykkar sem er full af söknuði við
missi eiginmanns og föður.
Kenndu mér klökkum að gráta
kynntu mér lífið í svip.
Færðu mér friðsæld í huga
fmndu mér leiðir á ný
Veittu mér vonir um daga
vertu mér hlýja og sól.
Láttu mig læra af reynslu
leyfðu mér áttum að ná.
Gefðu mér gullin í svefni
gættu að óskum og þrám.
Minntu á máttinn í sálu
minning er fegurri en tár.
Og sjáðu hvar himinn heiður
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný.
(Sigmundur Emir.)
Baldur, Guðrún og Kristín.
Með örfáum línum viljum við í
Flugsmíð kveðja félaga okkar og
formann Þorgeir L. Árnason. Hann
tók þátt í stofnun félagsins og hefur
frá upphafi gegnt formennsku og
unnið ötult og óeigingjarnt starf
fyrir félagið í þau sex ár, sem liðin
eru frá stofnun þess. Þorgeir smíð-
aði sér svifflugu, TF-SON, ásamt
Herði Hjálmarssyni, nokkrum árum
áður en Flugsmíð var stofnuð. Hann
þekkti því vel muninn á því að vinna
svona verkefni einn, eins og var á
þeim tíma, eða með aðstoð félags-
ins. Þorgeir lagði grunninn að því
góða samstarfi sem félagið hefur í
dag við Loftferðaeftirlitið. Nú er svo
komið að Flugsmíð sinnir flestum
þeim atriðum sem við koma flugvéla-
smíði í umboði eftirlitsins.
Nýlega tók Þorgeir þátt í undir-
búningi að smíði lítillar listflugu.
Hann hafði á seinni árum lagt stund
á listflug og var kominn í fremstu
röð hér á landi í þeirri grein.
Það var sérstaklega þægilegt að
starfa undir stjórn Þorgeirs í Flug-
smíð. Hann gætti þess vel að dreifa
vinnunni sem jafnast á stjórnarmenn
og tók alla jafnan jákvætt á hug-
myndum og tillögum samstarfs-
manna sinna. Það er því með virð-
ingu og söknuði sem við kveðjum
þennan mikla flugáhugamann og
félaga okkar í Flugsmíð.
Við vottum Ingunni, börnum
þeirra og öðrum ástvinum dýpstu
samúð.
Félagar í Flugsmíð.
Sumarið nálgast, sólin hækkar á
lofti og vermir jörð og hjörtu en
skyndilega dregur ský fyrir sólu.
Sú harmafregn barst okkur laug-
ardaginn 5. apríl að okkar ágæti
félagi og vinur, Þorgeir L. Árnason,
hefði farist í flugslysi.
Kynni okkar við Þorgeir hófust
fyrir u.þ.b. 30 árum er leiðir okkar
lágu saman í gegnum flugmódelflug
og stofnuðum við Flugmódelfélagið
Þyt árið 1970. Þorgeir var síðan einn
af þeim fyrstu sem kepptu í flugmód-
elflugi fyrir íslands hönd á erlendri
grund.
Allt sem tengdist sportflugi heill-
aði Þorgeir og næst lá leið hans til
Svifflugfélags íslands þar sem hann
sat í formannssæti um árabil og
stýrði félaginu með glæsibrag. En
Þorgeir leit hærra, því nú fór hann
jafnframt að stunda vélflug og
beindist áhugi hans aðallega að list-
flugi sem hann stundaði af miklum
áhuga síðustu árin.
Kæri vinur og félagi. Nú er síð-
asta æfingafluginu þínu lokið.
Hvernig má slíkt gerast? Og þú sem
áttir svo margt eftir ógert.
Við kveðjum góðan vin og félaga
og þökkum þér samfylgdina. Við
vottum Ingunni og börnunum, móð-
ur Þorgeirs og systkinum, okkar
innilegustu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minninguna um góðan
vin og félaga.
Einar Páll Einarsson,
Jón V. Pétursson,
f.h. Flugmódelfélagsins Þyts afe.
í dag kveðjum við Þorgeir Loga
Árnason, sem hvarf mjög snögglega
og hörmulega af sjónarsviðinu.
Hveijum hefði dottið í hug að þessi
laugardagur, þegar sólin skein hvað
skærast, yrði hinsti dagur Þorgeirs,
þessa ljúfa drengs, sem ætíð var til-
búinn að hjálpa öllum sem til hans
leituðu.
Leiðir okkar Þorgeirs lágu saman
í vinnunni þegar PÁV sameinaðist
Steindórsprenti Gutenberg. Frá
fyrsta degi lagði hann alla orku sína^
í að efla fyrirtækið sem mest hann
mátti og vann traust allra sem með
honum störfuðu. Þorgeir var alltaf
í góðu skapi og tilbúinn að ræða
málin, segja okkur frá sínu stærsta
áhugamáli, fluginu. Hann sagði allt-
af og hló við, hættulegt, nei, þetta
er ekkert hættulegra en að keyra
bíl, en ekki sjáum við daginn til enda.
Samstarf okkar og Þorgeirs var
mikið, og var honum trúað fyrir
ábyrgðarstörfum í fyrirtækinu, sem
hann leysti vel af hendi. Þarna fór
mjög hæfur maður, sem í framtíð-
inni yrði einn helsti máttarstólpi fyr-
irtækisins. Söknuður okkar er mikili
og er skarð fyrir skildi. Margir sakna
vinar og félaga, mestur er þó sökn-’*
uður eiginkonu og fjölskyldu. Þeim
sendum við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að milda
þeim sorgina.
Sólrún og Steindór.
Oftar en ekki þegar minningarorð
eru rituð vill hver og einn sem þau
ritar draga það fram í dagsljósið,
sem honum eða henni er hugleikn-
ast í minningunni um hinn látna.
Nú þegar við kveðjum samstarfs^
mann okkar Þorgeir Loga Árnason
vefjast ekki fyrir okkur þau atriði í
fari hans, sem við viljum draga fram
í minningunni um hann. Þorgeir var
ákaflega hreinn og beinn og öllum
var vel til hans er honum höfðu
kynnst. Þorgeir var gætinn í um-
gengni við fólk og varkár í orðum.
Hann var einn af þeim mönnum sem
gott var að vera í nálægð við. Þor-
geir lærði prentun í prentsmiðjunni
Hólum á sínum yngri árum og var
vinna við prentverk hans lifibrauð
alla hans starfsævi. Hann tók við
rekstri prentsmiðju föður síns að
honum látnum ásamt Haraldi bróður
sínum. Prentsmiðju Árna Valdimars-
sonar ráku þeir í áratugi, en árið
1994 sameinaðist prentsmiðjanp*
Steindórprenti-Gutenberg, en þar
starfaði Þorgeir síðan til hinsta dags.
í prentverki þarf oft að viðhafa
mikinn hraða til að bjarga málum í
höfn. Þau vinnubrögð kunni enginn
betur en Þorgeir. Segja má að hann
hafi verið meistari í „reddingum".
Hann var úrræðagóður og óspar á
að miðla af sinni þekkingu til ann-
arra og aðstoða ef hann taldi sig
geta orðið öðrum að liði. Iðulega i
fann hann einhver ráð til að koma i
verkefnum í þann farveg að vel
mætti fara. Sá stóri hópur viðskipta-
vina er hann átti samskipti við ber
þess glöggt merki.
Þó svo að prentverkið væri hans j
lifibrauð var honum þó flug og ann** : i
að það sem að því laut hugleiknara,
hvort sem það var svifflug eða vél-
flug. Það var því ósjaldan sem hann
seinni hluta dags fór að gjóa augun-
um út um gluggann til þess að at-
huga hvort ekki viðraði til þess að
bregða sér á loft til að njóta frelsis-
ins sem flugið gaf honum eftir eril
dagsins í prentsmiðjunni.
Ingunni, börnum þeirra, móður
sem og öðrum ástvinum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð gefa þeim er svo mikið
hafa misst styrk til að bera þennan
mikla harm. Sú minning sem vl^
eigum um Þorgeir mun ylja okkur
um ókomna framtíð.
Samstarfsfólk í Stein-
dórsprenti Gutenberg.
• Fleiri minningargreinar um
Þorgeir Loga Árnason bíða birt- ,
ingar og munu birtast í blaðinu '*k-
næstu daga.