Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 49 . I ■J j ' i j B J B B % i « i i Í -I skilning á því sem þar gerðist held- ur en fjölmargir þeirra sem þeytast um heiminn þveran og endilangan og vita varla hvar þeir hafa verið. Jón frændi minn lagaði líf sitt betur að áhugamálum sínum en flestir aðrir menn. Meðan hann starfaði enn hjá Fiskifélagi íslands, hóf hann árið 1953 rekstur lítils fjöl- skyldufyrirtækis, sem flutti inn fjöl- mörg þýsk blöð og tímarit. Arið 1963 hætti hann störfum hjá Fiski- félagi íslands og helgaði sig eftir það blaðainnflutningnum, bóklestri, fræðistörfum og skriftum. Þýsku blöðin sem íjölskyldan flutti inn og dreifði til sölu i bókaverslanir um allt land eru mörg vel kunn tímarit um stjómmál og þjóðfélagsmál, blöð um hannyrðir og handavinnu og margvísleg skemmti- og afþrey- ingarblöð. Þetta fyrirtæki rak Jón í bílskúmum og eldhúsinu heima hjá sér í 30 ár eða helming fullorð- insára sinna. Elín kona hans og dæturnar þijár lögðu allar gjörva hönd að verki við þetta og rekstur- inn framfleytti fjölskyldunni og skapaði Jóni einstakt svigrúm til að sinna áhugamálum sínum. Ég býst við að allir þeir sem áttu við- skipti við þetta ágæta fyrirtæki minnist þess af hlýhug og samskipt- anna við Jón með söknuði. Allur reksturinn bar þess glöggt vitni hversu einstaklega vandvirkur mað- ur Jón var, að hveiju sem hann gekk. Vandvirkni, velvirkni, heiðar- leiki og fullkominn drengskapur í öllum samskiptum vom ófrávíkjan- leg boðorð í lífi hans. Ég kynntist því fyrir tilviljun síð- ar hve skilyrðislaust traust hinir þýsku viðskiptaaðilar Jóns báru til hans. Þeir höfðu líka kynnst því að ádráttur, hvað þá loforð af hans hendi, var traustara og meira virði en skriflegir og margvottaðir samn- ingar margra annarra manna eru. Fyrirkomulag þessa reksturs var með þeim hætti að Jóni auðnaðist að hafa ótrúlegt svigrúm til að sinna lestri og skriftum eins lengi og hann hafði þrek til. Mér er það minnisstætt í þessu sambandi að fljótlega eftir að einkatölvur fóru að sjást á íslandi hvatti ég hann til að fá sér slíkt verkfæri til þess að nota við reksturinn, gerð reikn- inga, bókhald og annað þess háttar og til þess að nota við greinaskrif. Hann taldi þetta litla skynsemi og hreina þarfleysu, ritvélin hefði dug- að sér til þessa og auk þess væri hann orðinn allt of gamall til þess að læra á svona ný tæki. En eftir nokkrar kynnisferðir á vinnustaði þar sem tölvur af þessu tagi voru notaðar rann upp fyrir honum ljós. I hans einfaída rekstri myndi tölvan geta stytt vinnuviku hans um l*/2 til 2 daga og hann þannig fengið enn meira svigrúm til lestrar og fræðistarfa og þá var björninn unn- inn og á skömmum tíma varð hann leikinn í meðhöndlun tölvu. Jón Þ. Árnason var afar áhugasamur um stjórnmál. Það fór ekki fram hjá neinum sem kynntist honum eða umgekkst hann. Jðn kom úr mjög pólitísku umhverfi á Eskifírði. Á Austfjörðum voru á æskuárum hans mjög harkaleg og hatrömm pólitísk átök. Til marks um það er t.d. að þegar sjálfstæðismenn á Eskifirði töldu að skólastjóri bamaskólans þar, nýráðinn, væri sósíalistískari en góðu hófi gegndi, stofnuðu þeir sinn eigin barnaskóla og tóku börn- in sín úr ríkisskólanum. Þessi skóli var rekinn heima hjá föður Jóns, Árna Jónssyni kaupmanni í Lauf- ási. Andúð á sósíalisma og komm- únisma var Jóni því jafn samgróinn og virðingin fyrir einstaklingnum og sjálfstæði hans innan ramma laganna. Þessi mikla andstaða við kommúnisma var kjaminn í stjórn- málaviðhorfi hans. Hann hikaði aldrei við að taka þátt í umræðum um stjómmál og það fór ekki fram hjá neinum hvaða skoðanir hann hafði. Hann fylgdist afar vel með stjómmálum bæði hér innanlands og erlendis og var óþijótandi fróð- leiksbmnnur um allt sem að al- þjóðamálum og alþjóðastjórnmálum laut. Eftir að ég hóf að taka virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og síðan eftir að ég hóf að starfa hjá flokknum kom mér það mjög oft á óvart hversu Jón virtist gjörkunn- ugur atburðarás íslenskra stjóm- mála, hvort sem um var að ræða þau mál sem á allra vitorði vom eða önnur mál sem minna átti að fara fyrir og hann vissi í raun ekkert um, en sá aðeins þróunina fyrir af hyggjuviti sínu og þekkingu á mannlegu eðli og hegðun stjóm- málamanna. Eins og nærri má geta um jafn staðfastan og stefnufastan mann og Jón Þ. Ámason var, þótti honum ekki mikið til stjómmála- manna koma sem höguðu seglum eftir þeim vindi sem þeir héldu að blési hverju sinni. Og gegn þeim stjómmálamönnum og stjórnmála- stefnum sem byggjast á hugmynda- fræði öfundarinnar, sósíalismanum, færði Jón betri og minnisstæðari rök en flestir þeir sem gert hafa stjórn- málastörfin að starfsvettvangi sín- um geta gert. Allar orðahnippingar við Jón um stjómmál vora hvort tveggja bráðskemmtilegar vegna orðkyngis hans og framsetningar- máta, og einnig stöðugar kennslu- stundir í stjómmálasögu og mann- kynssögu. I um einn og hálfan ára- tug naut ég þess að hitta hann viku- lega, ásamt §óram öðram frændum okkar en þessi ágæti félagsskapur sem við kölluðum frændakaffíð, átti sér athvarf á Hótel Borg, sem var fastur viðkomustaður Jóns áratug- um saman á viðskiptaferðum hans frá Kópavogi til Reykjavíkur. Þrátt fyrir hinn mikla stjóm- málaáhuga sinn sem bæði var fræðilegur og praktískur ef svo má segja hygg ég að það sé rétt hjá mér að Jón hafi aldrei kosið í alþing- iskosningum. Á skólaáram sínum í Reykjavík tók Jón þátt í starfí þjóð- emissamtaka ungra manna. Jón var einn forystumanna þessarar hreyf- ingar, en hún hætti störfum og bauð ekki fram eftir að Jón hafði fengið kosningarétt. Og eftir að hafa tekið út þann þroska sem kosn- ingaréttinum fylgir fannst honum greinilega lítil ástæða til þess að velja á milli þeirra stjórnmálakosta sem í boði vora á Islandi á hans dögum. En stjómmálaáhugi Jóns fékk útrás í ótal mörgum greinum sem hann skrifaði um sagnfræði, stjómmál og lífríki og lífshætti í áratugi. Um langt skeið skrifaði Jón greinar í vikublað sem kom út í Reykjavík í nokkra áratugi og fjall- aði í þeim fyrst og fremst um at- burði og atburðarás síðari heims- styijaldarinnar og um umhverfis- mál. í þessum greinaflokkum leiddi Jón fram margvísleg rök og upplýs- ingar um að í hemaðarátökum og þá ekki síst í stórstyijaldarátökum eins og síðari heimsstyijöldinni er almennt lítt sinnt um mannúðar- sjónarmið og miskunnsemi hjá styijaldaraðilum. Síðari tíma sagn- fræðirannsóknir hafa æ ofan í æ staðfest þá skoðun Jóns og raunar þúsunda manna á undan honum að styijaldarátök kalla fram það versta í manninum. Ofbeldishneigð, hatur og mannfyrirlitningu sem siðaþróun margra alda hefur ekki enn náð að bæla niður eða eyða eins og sjá má glögg dæmi um þessi misserin í fyrrum sambandsríkjum Júgóslav- íu og afstöðu Kínveija til mannrétt- inda. Um tíma gaf Jón út sitt eigið vikublað þar sem hann kom á fram- færi skoðunum sínum og viðhorfum til fjölmargra mála. Allmörg síðustu ár skrifaði hann síðan reglulegar greinar í Morgunblaðið undir sam- heitinu „lífríki og lífshættir". í þ ess- um greinum gerði hann skilmerki- lega grein fyrir og rakti með hvaða hætti iðnríki vorra daga og iðnþró- un stefnir umhverfi mannsins í hættu og hversu gríðarlega mikil- vægt það er fyrir mannkynið að læra að lifa í sátt við jámhörð lög- mál náttúruríkisins. Jón byijaði að skrifa um mál af þessu tagi fyrir tæpum 30 áram, löngu áður en þau komust í tísku og urðu að „viður- kenndu" stjómmálaviðfangsefni. Jón hafði viðað að sér umfangsmikl- um fróðleik á þessu sviði og miðl- aði honum óspart bæði í texta og tölum. Greinar þessar era afar fróð- legar, enda fyrst og fremst skrifað- ar í uppfræðsluskyni en ekki sem áróðursgreinar. Jóni þótti afar ánægjulegt að kynnast lítillega starfi og starfs- háttum Morgunblaðsins og hafði mikla ánægju af að koma þar með greinar sínar og hitta forráðamenn ritstjómar blaðsins. Segja má að í eldlegum áhuga Jóns á umhverfi mannsins og verndun náttúra- auðæfa hafi komið í ljós sérkenni- legar og sérlyndislegar þverstæður í skaphöfn hans. Ég varð aldrei var við það að Jón sækti neitt sérstak- lega í það að ganga á fjöll eða njóta náttúrannar sjálfur með beinum hætti, ekki frekar heldur en hinn mikli áhugamaður um stjómmál tók þátt í kosningum, né að hinn ein- staki áhugamaður um erlend mál- efni fór aldrei til útlanda. En þetta undirstrikar einmitt enn frekar fyr- ir mér að Jón Þ. Ámason var ein- lægur hugsjónamaður. Hann leitað- ist ávallt við að taka málefnalega afstöðu byggða á rökum, upplýsing- um og sannfæringu, en ekki á sjón- armiðum reistum á þröngum eigin- hagsmunum eða einkareynslu sjálfs sín. Þótt Jón væri lítill náttúruskoð- ari var hann mjög hlynntur heil- brigðum lífsháttum. Það sýndi hann rækilega í verki með því að stunda daglega, meira og minna alla ævi, sund, lengst af í Sundhöll Reykja- víkur þar sem hann var ókrýndur leiðtogi þeirra sem þar mættu strax og opnað var á morgnana og svo síðari ár í ágætis sundlaug í heima- byggð sinni, Kópavogi. Hann naut líka góðrar heilsu alla ævi, varð nánast aldrei misdægurt fyrr en heilsan fór að láta nokkuð undan allra síðustu misseri. Hann naut þó þeirrar gæfu að búa heima hjá sér með elskulegri eiginkonu sinni, El- ínu J. Þórðardóttur, allt til síðasta dags, en hann dó eftir aðeins sólar- hringsdvöj á sjúkrahúsi. Jón Þ. Ámason og Elín J. Þórðar- dóttir vora í hjónabandi í því nær 55 ár. Með þeim var alla tíð einstök og mikil samstaða. Bæði sinntu þau rekstri fjölskyldufyrirtækisins sem rekið var á heimilinu og þar eð Jón vann einvörðungu heima 30 síðustu ár ævi sinnar, voru samskipti þeirra og samvera miklu lengri og meiri heldur en flestra þeirra, sem búa saman í borgum. Heimili þeirra og samband allt bar þessu fagurt vitni. Ástúð og umhyggjusemi þeirra hvors gagnvart öðru skein úr hveiju verki og hljómaði í hveiju orði. Þau vora aðdáunarlega samhent í því að búa sér hlýlegt og fallegt heim- ili og búa vel að sjálfum sér og dætrum sínum innan þess ramma sem þau höfðu sjálf ákveðið og sett sér. Mér er það ógleymanlegt hversu heimili þeirra stóð mér ávallt opið við ailar aðstæður og hversu móttökurnar voru alltaf hlýjar. Elín J. Þórðardóttir er einstaklega prúð og blíð kona og gerði aldrei mikið með það þó Nonni hennar væri með einhveija fyrirferð. Elín var mikil- vægasti homsteinninn í lífi Jóns Þ. Arnasonar allt fram til síðustu stundar. Dætur þeirra þijár, Elín, Valgerður og Amgunnur, hafa allar notið ástúðar foreldra sinna og góðs fordæmis. Þær hafa enda allar hver á sínum starfsvettvangi borið mannkostum og leiðbeiningum for- eldra sinna fagurt vitni. Jón átti tvö bamabörn, alnafna sinn Jón Þóri og Elínu, bæði börn Valgerðar. Jón Þórir var löngum samvistum við afa sinn og ömmu og reynist ömmu sinni nú fagurlega nærgætinn og umhyggjusamur í sorg hennar. Jón Þ. Ámason var fáskiptinn um menn og málefni sem honum þótti ekki koma sér við. Hann var eflaust fremur sérlundaður á mæli- kvarða einnotahugsunar sam- tímans, en hann var maður sem lagði metnað sinn í að hvaðeina sem hann tók að sér yrði eins vel gert og nokkur kostur var. Ekkert verk eða viðvik, engin samskipti vora svo léttvæg eða ómerkileg að ekki bæri að kappkosta um gallalausa fram- kvæmd og óaðfinnanleg samskipti. Hann var heilsteyptur maður, hreinlyndur og fágætt tryggðar- tröll. Hann var einstakur vinur og blíðlyndur frændi sem kvaddur er með söknuði og hjartans þakklæti. Kjartan Gunnarsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, PÉTUR GUÐMUNDSSON frá Núpi í Fljótshlíð, til heimilis á Hverfisgötu 35, Reykjavík, sem lést 9. apríl, verður jarðsunginn frá Breiðabóistaðarkirkju, Fljótshlíð, laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Anna Guðjónsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Guðjón Örn Pétursson, Ágústa Sumarliðadóttir, Hólmfríður Pétursdóttir, Ólafur M. Óskarsson, Guðmundur Páll Pétursson, Hrund Logadóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Ólafur Ragnarsson, Karitas Pétursdóttir, Símon S. Sigurpálsson, Dóra Pétursdóttir, Jón Á. Kristjónsson, Fríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, sem lést I Sunnuhlíð 9. apn'l sl., verður jarðsungin frá Digraneskirkju I dag, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Rannveig Unnur Sigþórsdóttfr, Margrét Sigþórsdóttir, Magnús Eyjólfsson, barnabörn, barnabarnaböm og aðrir vandamenn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, lést á Sjúkrahúsi Akraness 13. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. apríl kl. 14.00. Bjami Aðalsteinsson, Friðný Ármann, Helga M. Aðalsteinsdóttir, Huldar Ágústsson, Aðalsteinn 1. Aðalsteinsson, Elísabet Proppé, barnaböm og barnabarnaböm. verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Reyniskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. + Elskulégur bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN VILH JÁLMSSON húsasmiður frá Stóru-Heiði, Mýrdal, Gaukshólum 2, Reykjavík, Systur hins látna og mágkona. + Einlægar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BRYNJÓLFS KETILSSONAR, Njörvasundi 33, Reykjavík. Umönnun starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavik og annarra, sem veittu honum stuðning í veikindum hans, er einnig þökkuð af alhug. Fyrir hönd aðstandenda, Ingi K. Jóhannesson. Lokað Vegna jarðarfarar SIGRÚNAR BERGSTEINSDÓTTUR verður lokað eftir kl. 13.00 í dag. Gleraugnaverslunin Linsan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.