Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 68

Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 68
m CS> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <n> NÝHfcRJI WÍ OPIN KERFIHF byltinqarkennd fistölva liitfnBmatffiftiiiiiiiiiittiiJiiiiiiiiuii'amsl MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þjóðhagsstofmm segir hagvöxt hér á landi áfram meiri en í helstu viðskiptalöndum Spáð 3,6% hag- vexti á árinu ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að hagvöxtur hér á næstu árum verði áfram meiri en í helstu viðskipta- löndum. Spáir hún 3,5% hagvexti á þessu ári en spáð er 2,4% vexti að meðaltali í ríkjum OECD. í fyrra var hagvöxtur hér 5,7% og hefur vöxtur- inn ekki verið meiri í efnahagslífínu hér frá árinu 1987. Reiknað er með að hagvöxtur á næsta ári verði 3,8% og 2,8% árið 1999. í kjölfar nýgerðra kjarasamninga gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að ^i- verðbólga verði til jafnaðar 2,5-3% á samningstímanum sem er töluvert meiri verðbólga en búist _ er við í helstu viðskiptalöndum. Á grund- velli samninganna og skattaráðstaf- ana er reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 3,5-4% á ári 1997-1999, en gert er ráð fyr- ir 2-3% aukningu kaupmáttar á ári að meðaltali í ríkjum OECD. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að töluvert álag verði á hagkerfinu á næstu misser- um og því sé höfuðatriðið að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Við undir- búning fjárlaga fyrir næsta ár verði það sjónarmið að ríkja að ríkisfjár- málin stuðli að því að halda aftur af þjóðarútgjöldum. ■ Kaupmáttur/10 ASV og vinnuveitendur á Vestfjörðum Sammála um að bónus farí ekki í kauptaxta LOKIÐ er úttekt nefndar Alþýðu- sambands Vestfjarða og vinnuveit- enda á áhrifum þess að bónus- greiðslur verði teknar inn í kaup- taxta. Var samhljóða niðurstaða nefndarinnar að þessi leið væri ekki fær, laun fiskvinnslufólks hækkuðu á frídögum en lítil hækk- un væri á dagvinnulaunum og hætta væri á að afköst og fram- leiðni minnkuðu. í bókun frá samningafundi í bytj- un mánaðarins voru aðilar sammála um að kanna hver áhrif þess yrðu á laun og framleiðni og launakostn- að fyrirtækja að færa bónusgreiðsl- ur inní kauptaxtana. Einar Jóna- tansson, formaður Vinnuveitenda- félags Vestfjarða, sagði ljóst að sérfræðingar frá báðum aðilum væru sammála um að þessi leið væri ekki fær. Sagði hann brýnt að hefja nú viðræður og freista þess að ná samningum áður en verkfall kemur til framkvæmda á miðnætti næsta sunnudags. Stuttur tími væri til stefnu og þar sem undirbúa þyrfti stöðvun á vinnslu í dag og á morgun. Nefndin kannaði áhrif á fram- leiðni og launakostnað svo og tekjur fiskvinnslufólks bæði í frystihúsum og rækjuvinnslu með afkastatengd- an bónus og hjá húsum með fastar yfirgreiðslur. I báðum tilvikum eru áhrifin svipuð á laun fiskvinnslu- fólks, þau muni hækka mest á frí- dögum og þegar ekki er unnið vegna hráefnisskorts_ en minna í venjulegri dagvinnu. Áhrifin á hús- in eim þau að afkastahvatinn minnkar, kostnaður á framleidda einingu vex og framleiðni minnkar. Nokkuð er þó misjafnt frá einu frystihúsi til annars hvernig áhrifin koma fram og áhrif á laun geta verið misjöfn jafnvel innan sama vinnustaðar. €9fc Hvalreki við Kópa- sker MILLI16 og 18 metra Ianga andarnefju rak á land í fjörunni við Kross- sand skammt frá bænum Snartarstöðum norðan við Kópasker fyrr í vikunni. Helgi Arnason sem býr á Hjarðarási, nýbýli frá Snartarstöðum, leit á skepnuna í gær en þá var háflóð og erfitt að sjá hver tegundin var. Samkvæmt lýsingu fyr- ir starfsmanni Hafrann- sóknastofnunar er þó talið að um andarnefju sé að ræða. Helgi sagði best ef hægt væri að draga skrokkinn á haf út áður en hann færi að rotna í fjörunni. Morgunblaðið/Kristinn KJÖRSÓKN í gær var heldur minni en í rektorskjörinu árið 1991. Rektorskjör við Háskóla Islands Páll varð efstur PÁLL Skúlason, prófessor í heim- — • speki, hlaut flest atkvæði í rektors- kjöri sem fram fór í Háskóla ís- lands í gær eða 28,62% atkvæða. Jón Torfi Jónasson, prófessor í upp- eldis- og menntunarfræði, hlaut 27,20% atkvæða, Vésteinn Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, hlaut 21,33% atkvæða og Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félags- fræði, hlaut 21,24% atkvæða. Þar sem enginn þeirra hlaut meirihluta greiddra atkvæða í rektorskjörinu verður kosið að nýju að viku liðinni á milli tveggja efstu manna. Kjörstöðum var lokað kl. 18 í gær og lauk talriingu atkvæða laust fyr- ir kl. 23. Úr hópi kennara og ann- arra starfsmanna greiddi 441 at- kvæði eða 81,82% þeirra sem voru á kjörskrá. Úr hópi stúdenta kaus 1.531 eða 27,44% þeirra sem voru á kjörskrá. Greidd atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra .'•-atkvæða alls. Kjörsókn í gær var heldur minni Kosið aftur að viku liðinni en í rektorskjörinu árið 1991, þegar Sveinbjörn Björnsson fráfarandi rektor var kjörinn, en þá greiddu 88,7% kennara og annarra starfs- manna atkvæði, en 36,3% stúdenta. Drengileg kosningabarátta Páll Skúlason hlaut 117 atkvæði starfsmanna eða 26,53% og 502 atkvæði stúdenta eða 32,79%. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vera ánægður með úr- slitin og að kosningabaráttan hing- að til hefði verið afskaplega drengi- leg, góð og jákvæð fyrir Háskóla- samfélagið. Jón Torfi Jónasson hlaut 98 at- kvæði starfsmanna eða 22,22% og 569 atkvæði stúdenta eða 37,17%. Hann sagði þegar úrslitin lágu fyr- ir að þau hefðu ekki komið honum á óvart. „Ég er mjög sáttur og finnst afskaplega spennandi og notalegt að fá að takast á við Pál um þetta,“ sagði hann. Vésteinn Ólason hlaut 108 at- kvæði starfsmanna eða 24,49% og 230 atkvæði stúdenta eða 15,02%. Aðspurður sagði Vésteinn að niður- staða kjörsins væri vissulega von- brigði, en kosningabaráttan hefði verið fjörug og skemmtileg og úr- slitin skýr. Þórólfur Þórlindsson hlaut 115 atkvæði starfsmanna eða 26,08% og 177 atkvæði stúdenta eða 11,56%. Hann benti á að stúdentar hefðu greinilega ráðið úrslitum í þessu kjöri, því atkvæði starfs- manna hefðu skipst nokkuð jafnt á milli frambjóðendanna fjögurra. Hann sagði ennfremur að kosninga- baráttan hefði verið drengileg og góð og óskaði þeim tveimur sem eftir standa til hamingju með sigur- inn. Morgunblaðið/Ásdís Fjórmenningar í góðu formi HJÚKRUNARFRÆÐINEMAR á þriðja ári buðu frambjóðendunum fjórum til rektorskjörs að koma í blóðþrýstings- og blóðfitumælingu í gær, m.a. til að vekja athygli á alþjóðlegum degi 12. maí, tileink- uðum ungu fólki og heilbrigði. Að sögn Soffíu Eiríksdóttur hjúkr- unarfræðinema eru fjórmenning- arnir allir í mjög góðu formi. Þeir voru allir undir viðmiðunarmörk- um í blóðfitu og með mjög góðan blóðþrýsting. Frá vinstri: Þórólfur Þórlindsson, Vésteinn Ólason, Páll Skúlason, Jón Torfi Jónasson og Soffía Eiríksdóttir. Miðar hægt hjá flug- mönnum FUNDUR fulltrúa flugmanna og Flugleiða stóð enn hjá ríkissátta- semjara um miðnættið í gær og var búist við að hann stæði eitthvað fram eftir nóttu. Fundur hófst klukkan 13. Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefur boðað rúmlega tveggja sólarhringa verkfall hjá Flugleiðum frá kl. 20 annað kvöld hafi samningar ekki tekist. Kristján Egilsson, formaður FÍA, segir rætt um kauphækkanir, vinnutíma og raunar hvers kyns kjaraatriði. -------» ♦ ♦- Hagnaður Hagkaups 247 milljónir HAGNAÐUR Hagkaups nam alls um 247 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Þetta er ívið meiri hagn- aður en árið 1995 þegar hagnaður- inn nam 224 milljónum. Upplýs- ingar úr ársreikningum Hofs og dótturfélaga voru birtar í fyrsta sinn opinberlega á síðasta ári vegna ársins 1995. ■ Hagnaður/B3 ------♦ ♦ ♦---- Flugöryggis- samtök Evrópu Nýtt skoð- anakerfi „EKKERT sem ógnað getur flugör- yggi kom fram við skyndiskoðun þýska loftferðaeftirlitsins á þotu Flugleiða í Hamborg 5. mars né á nokkurri vél þeirra flugfélaga sem nefnd voru í frétt Bild Zeitung og sögð á svörtum lista," sagði Jochen Pieper, talsmaður þýska loftferða- eftirlitsins, í samtali við Morgun- blaðið. Sagði hann atriðin sem skoð- unarmenn nefndu hjá þessum félög- um öll minni háttar. ■ FIugöryggi/34 ■ Þjóðverjar/84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.