Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 65 i 3 9 I I I ; i I l 4 4 4 I I 4 4 ( i ( MYIMDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJONVARP MYNDBÖND Herskár kennari Staðgengillinn (The Substitute)____________ Spcnnumynd ★ '/2 Framleiðendur: Morrie Eisenman og Jim Steele. Leikstjóri: Robert Mandel. Handritshöfundar: Roy Frumkes, Rocco Simonenlly og Al- an Ormsby. Kvikmyndataka: Bruce Surtess. Tónlist: Gary Chang. Aðal- hlutverk: Tom Berenger, Ernie Hudson og William Forsythe. 112 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 15. april. Mynd- in er bönnuð börnum innan 16 ára. MÁLALIÐINN Shale og félagar hans uppgötva einn daginn að það er ekki lengur þörf fyrir þá í þjón- ustu Bandaríkjanna. Þá eru þessi drápstól allt í einu atvinnulaus. Shale reynir að leita sér að vinnu annars staðar en fínnur ekki neitt þangað til að ráðist er á unnustu hans sem er kennari í gagnfræða- skóla. Shale kemst brátt að því að ekki er allt með felldu í skólanum og fær hann gömlu starfsfélagana sína með sér í að takast á við þann óþjóðalýð sem ræður þar ríkj- um. Það virðist svo vera að þeir þrír handritshöfund- ar sem skrifuðu „Staðgengilinn" hafi hver og einn haft ákveðna hugmynd um hvað myndin ætti að fjalla um. í fyrsta lagi ijallar hún um vanda- mál sem eiga sér stað í kennslu- kerfí bandaríkjanna, eins og „Dan- gerous Minds“ og „Stand and Deli- ver“. í öðru lagi er þetta mynd um upprætingu á eiturlyfjahring. í þriðja og síðasta lagi er þetta stríðsmynd líkt og „Missing in Action“. Skólinn og Shale er það sem kemur þessum þremur sögum saman og úr verður afskaplega slæm, en furðulega skondin, kvik- mynd, sem getur aldrei fengið góða stjömugjöf fyrir gæði, en það eru án efa margir sem hafa gaman af allri þessari vitleysu þ.á m. ég. Ottó Geir Borg Raunir fast- eignasala Lækjargata (River Street) D r a m a ★ ★V2 Framleiðandi: Linda House. Leik- stjóri: Tony Mahood. Handritshöf- undur: Philip Ryall. Kvikmynda- taka: Martin McGrath. Tónlist: David Birdie og John Phillips. Aðal- hlutverk: Aden Young, Bill Hunter, Essie Davis. 85 mjn. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 15 apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. FASTEIGNASALINN Ben (Ad- en Young) er bæði ungur og ósvíf- inn í öllu sínu háttemi, það eina sem kemst að í hans huga er það að verða ríkur á sem skemmstum tíma. En auðvitað breytist það allt þegar hann lendir í röð tilviljana, sem gera það að verkum að hann þarf að endurskoða líf sitt frá gmnni. Á síðustu áram hefur verið mik- il uppsveifla í gerð ástralskra kvik- mynda og hafa þeir í Eyjaálfunni sent frá sér margar ferskar afþrey- ingarmyndir. „Lækjargata" er ein af þeim myndum. Myndin geislar öll af frumleika og skemmtileg- um persónum, þá sérstaklega í upphafí, en undir lokin jaðrar myndin reyndar við það að vera væmin. Ben segir sögu sína í fyrstu persónu og virk- ar þessi frásagnarmáti einkar vel í þessu tilfelli, því við förum inn í huga hins hins peningagráðuga og að því virðist tilfínningalausa fast- eignasala, sem segir okkur meira um persónu Ben, en það verður til þess að hann verður heilsteyptari persóna fyrir vikið. Aden Young er virkilega góður í hlutverki Ben, því hann hefur útlitið til að leika í „Beverly Hills 91201“, og leikhæfi- leikana til að halda uppi einni mynd. Það eru réttir menn og konur í öllum hlutverkum í myndinni og öll tæknivinna er yfir meðallagi, en tónlistin verður helst til of til- finningaþrungin. Ottó Geir Borg Arftakar Steina og Olla Svarti sauðurinn (Black Sheep) Gamanmynd ★ ★ Framleiðendandi: Lorne Michaels. Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handritshöfundur: Fred Wolf. Kvikmyndataka: Daryn Okuda. Tónlist: William Ross. Aðalhlut- verk: Chris Farley, David Spade, Tim Matheson og Gary Busey. 83 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 15. apríl. Mynd- ind er öllum leyfð. FARLEY leikur Mike Donnelly, sem er góðhjartaður bróðir annars frambjóðendanna í ríkisstjórakosn- ingunum, en Donnelly er einn sein- heppnasti maður sem til er á jörð- inni og allt það sem hann kemur nálægt endar með ósköpum. Til sögunnar kemur Spade í hlutverki Steve Dodds, sem ráð- inn er í að sjá um Donnelly til þess að kosningabar- áttan tapist ekki vegna hans. Eins og allir vita, lenda þessir kumpán- ar í alls kýns uppákomum og vand- ræðum. Farley og Spade eru mjög þekkt- ir fyrir leik sinn í bandarískum gamanþáttunum „Saturday Night Live“ og hefur verið sagt um þá að þeir séu arftakar „Steina og 011a“, og er margt til í því. „Svarti sauðurinn" byggist mjög mikið á samspili Farley og Spade, og þegar þeir fá að njóta sín er myndin sprenghlægileg, en of oft virðast kvikmyndagerðarmennimir halda að það sé fyndið að láta Farley meiða sig á einhvern máta. Ég taldi a.m.k. 20 skipti þar sem hann lendir í einhveiju sársaukafullu. Bestu senumar í myndinni eru tengdar sveitakofanum, sem er alger manndrápsgildra, og Gary Busey, sem er kostulegur í hlut- verki snarraglaðs hermanns. Að mínu mati eiga þessir tveir hæfí- leikaríku gamanleikarar betra skil- ið en þessa meðalgamanmynd. Ottó Geir Borg Snert af hinu illa (Touched byEvil) D r a m a ★ '/2 Framleiðandi: Harry Shenman. Leikstjóri: James Contner. Hand- ritshöfundur: Philip E. Pennigroth, jr. Kvikmyndataka: Ron Lautore. Tónlist: Dan Slider. Aðalhlutverk: Paula Abdul, Adrian Pasdar og Susan Ruttan. 90 min. Bandarfkin. Begvík 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. NÓTT eina verður viðskipta- konan Ellen Collier (Paula Abdul) fyrir hrottalegri nauðgun á heim- ili sínu. Hún kemst að því að hún er bara ein af mörgum fórn- arlömbum nauðgarans og smám saman missir hún vonina um að Hættu- legur elsk- hugi hann verði fund- inn og dregur sjálfa sig út úr samfélaginu. Dag einn kynnist hún Jerry Brask- in og tekst með þeim vinskapur sem leiðir til ást- arsambands. En er Braskin draumaprinsinn eða bara úlfur í sauðargæru? Nauðgun er mjög vandmeðfarið efni í kvikmyndum og þessi mynd reynir að segja söguna frá sjónar- hóli fórnarlambsins og hvernig það tekst á við líf sitt eftir atburð- inn. Paula Abdul er hér að leika sitt fyrsta hlutverk og hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur tekur að sér mjög vandasamt hlutverk, þar sem per- sóna hennar gengur í gegnum miklar breytingar í myndinni. Þrátt fyrir góða tilraun er Abdul ekki nægilega þroskuð leikkona til þess að koma þessu krefjandi hlutverki til skila, en Pasdar er einkar góður í hlutverki elskhug- ans. Myndin er afskaplega fyrir- sjáanleg, sem gerir það að verkum að engin dramatísk spenna mynd- ast í framrás hennar. Ottó Geir Borg — Söngur-glaumur og gleði í vanáaðrl áagskrá aór- föstudagbm 2. maí þar sem Perlur Eyjanna... I\ÍaHaU ...MMLÖGIN verða fíutt aftrábærum söngmrum W* hljóðfæraleikurum, auk þess fjöldi annarra atriða Ytir ÖU ÚUUMISkoma iram : Lúðmvinimir: „Stalla Hú* tekur á móti matargestum. Á stóra tjaldinu: Kvikmyndir úr Eyjum sýndar á stóra tjaldinu. Afturhvarf í Möllina": Hljómsveitin WQAR. Mikið grín: íMatseMt: Œorréttur: Sjávarréttir í brauðkœnu meo numarsósu. TXðalréttur: Tldsteiktur lambavödvi medgrcenmetis- tvennu, tjrilltómat og rjómasmnepssósu. ‘Lftirréttur: ‘Vönnukaka sœlkerans, jyllt meS ís og duöxtum. Verð með kuoldrerði ertcr. 4,500, enverS á skemmtun er kr. 2000 og hefst kl 21:00. Matargestir mætið stmdvislega ki. 19:00. Eyjalögin með söngvurunum: Helenu Káradóttur, Bjami Arasyni og Ara Jónssyni. Leikfélag Vestmannaeyja: Revían Jjöígun'" eftir fjögur. Eymannafélagið: Einar, rinnur og Friðrik, stjóma tjaldsöngnum, Þingmenn úrEyjum: Þingmenn geta sýnt margar hliðar! „Domínóu-söngvarínn: Einar MkUnk’ sem sló svo rækilega í gegn á siðasta Eyjakvöldi. Munift afsláttarfcortín hjá Herjólfi og sértilboó á gistingu á Hótel fslandi, sfmi 568 8999. Upplögó helgarferó I „sluttið" meó fyrirtœkió og starfsfólkió. Sjáið svo Braggablús á laugardeginum! Hljómsveitimar Logar og Karma leikafyrir dansi Síml 568-7111 • Fax 568-5018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.