Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 35
34 FIMMTUDAGURINN 17. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGURINN 17. APRÍL 1997 35 JMtogmiIilftfrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFGREIÐSLA KJARASAMNINGA NIÐURSTÖÐUR í atkvæðagreiðslum um nýgerða kjarasamninga hafa streymt inn til sáttasemjara rík- isins og sýna þær, að öll félög Samiðnar hafa samþykkt þá, 17 af 19 aðildarfélögum Landssambands verzlunar- manna, 28 félög í Verkamannasambandinu, en 12 felldu, svo og felldu flugvirkjar samninga en mjólkurfræðingar samþykktu. Verkföll hefjast 24. apríl hjá sjö félögum Verkamannasambandsins sem felldu samninga og daginn eftir hjá flugvirkjum. Sjö félög iðnverkafólks samþykktu, en sex felldu, þ.á m. Iðja í Reykjavík. Þessi félög hafa ekki boðað verkföll. Þá er ósamið við Alþýðusamband Vestfjarða og þar hefjast verkföll 21. apríl. Ljóst er af þessum niðurstöðum, að óánægjan er mest innan Verkamannasambandsins og reyndar Iðjufélaga líka. Stærstu félögin innan VMSÍ samþykktu samningana eins og t.d. Dagsbrún, Framsókn, Hlíf og Eining. Komi til boðaðra verkfalla verða þau í bæjum og þorpum á lands- byggðinni og bitna einna helzt á fiskvinnslufyrirtækjum. Forusta verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda á erfitt verk fyrir höndum við að finna leið út úr þessum vanda, enda liggur ekki ljóst fyrir, hvaða atriði kjaragerðarinnar það eru, sem ráðið hafa þessum úrslitum. Formenn félag- anna túlka þau með mismunandi hætti. Augljóst er þó, að ekki er einfalt fyrir verkalýðsforustuna að standa að svo róttækum breytingum á kjarasamningum, sem felast t.d. í því að færa bónusgreiðslur inn í taxtakaup eða breyta vinnutíma. Hins vegar er ljóst, að vinnuveitendur geta ekki samið um meiri kauphækkanir til félaga sem felldu, en til þeirra sem samþykktu samningana. Annarra leiða verður því að leita til lausnar. Mikilvægt er, að það ger- ist áður en verkföll skella á. Vísitala neyzluverðs í marz hefur verið birt og hækk- aði hún um 0,7%, sem svarar til 9,1% verðbólgu á ári. Athyglisvert er fyrir verkalýðsforustuna, og þá sérstak- lega Dagsbrúnarmenn, að nær helmingur þessarar hækk- unar stafar af hafnarverkfallinu, því ávextir hækkuðu mikið í verði. Þá þurfti að flytja inn með flugi á meðan kaupskipin voru bundin við bryggju. Vegna þessarar vísi- töluhækkunar munu öll verðtryggð lán hækka, þ.m.t. húsnæðislán. INNÆÐAAÐGERÐIR • • OR ÞROUN hefur orðið í greiningu og meðferð æðasjúk- dóma á síðustu árum. Með nýrri tækni - tölvusneið- myndatæki, segulómtæki, og æðaómskoðunartæki - eru aðstæður gjörbreyttar til greiningar sjúkdóma af þessu tagi. Aukin þekking á eðli og gangi æðasjúkdóma hefur einnig varðað veg til nýrrar og áhættuminni meðferðar, svokallaðra innæðaaðgerða. Bengt Lindblad, yfirlæknir á æðaskurðlækningadeild háskólasjúkrahússins í Malmö, gerði grein fyrir þessari nýju tækni á þingi Skurðlæknafélags íslands. í frásögn Morgunblaðsins af máli hans segir: „Æðaleggir eru þrædd- ir eftir æðakerfinu og æðar „blásnar", þær „fóðraðar“, blóðtappar leystir upp eða gerviæðar úr ryðfríu stáli, titan- íum eða polyesterefni lagðar inn í gömlu æðarnar vegna þrenginga eða til að hindra rof á æðagúlum..." Orðrétt sagði Bengt Lindblad: „Áður fyrr voru sjúkling- ar skornir upp og voru jafnvel tvo mánuði að jafna sig. Nú er hægt að gera aðgerð á mun einfaldari hátt með innæðatækni, sjúklingurinn er ekki nema einn dag á spít- ala og er búinn að jafna sig eftir viku. Auk þess gerir innæðatæknin okkur kleift að meðhöndla sjúklinga sem við hefðum ekki lagt í að skera upp áður.“ Æðasjúkdómar eru vaxandi vandamál hér á landi, m.a. vegna breyttrar aldursskiptingar þjóðarinnar, þ.e. fjölgun- ar aldraðra. Reykingar stuðla og mjög að æðasjúkdómum, sem og sykursýki, hár blóðþrýstingur og blóðstorkunar- sjúkdómar. Það er rík ástæða til að fylgjast grannt með þeirri öru þróun, sem orðin er og yfir stendur í greiningu og meðferð æðasjúkdóma. Það þarf að gera heilbrigðis- kerfi okkar kleift að tileinka sér þessa nýju tækni og nýta hana í þágu fólksins í landinu. Góður tælgakostur, þjálfun og eftirlit eru grundvallaratriði í flugöryggi þar sem gera þarf strangar kröfur. Jóhannes Tómasson flaug milli Keflavíkur og Hamborgar og ræddi um flugöryggi við áhöfn Flugleiða og tals- mann þýska loftferðaeftirlitsins. ORYGGI í flugi er ekki verk neins eins starfsmanns. Allir sem koma við sögu við undirbúning og fram- kvæmd flugferðar eiga þar hlut að máli. Öryggismál eru ein af þessum málum sem alltaf má bæta og þau eru í rauninni stanslaus barátta. Þau eru eins konar keðja þar sem allir hlekkir verða að vera heilir. Þess vegna skiptir máli að allir í keðjunni geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og ræki skyldur sínar,“ Þetta sagði Kjartan Norðdahl flugstjóri hjá Flug- leiðum við blaðamann Morgunblaðs- ins þegar hann fór með honum og áhöfn hans milli Keflavíkur og Ham- borgar. Þau eru mörg handtökin sem vinna þarf áður en flugvél fer í loftið: Flug- virkjar skoða ákveðin atriði eftir sér- stöku kerfi, sumt eftir hveija ferð, annað sjaldnar; hleðslustjóri sér um að frakt og farangri sé raðað rétt og í viðeigandi hólf; sett er það elds- neyti á tankana sem flugstjóri mælir fyrir um og ráða magni þess þættir eins og veður og hleðsla vélar, fyrir utan áfangastað og fjarlægð til vara- flugvallar og það sem að farþegum snýr: Mat og drykk og lesefni. Meðan öllu þessu fer fram rétt fyrir brottför frá Keflavík gerist líka ýmislegt hjá flugumsjón Flugieiða sem lýtur að sjálfu fluginu. Fengin veðurspá, lögð flugáætlun sem liggur eftir ákveðnum brautum og hún tíma- sett. Flugumferðarstjóm eru veittar upplýsingar um þessa áætlun og þeg- ar farið er í loftið ákveður hún nánar flughæð. Áður en Kjartan flugstjóri og Ólafur Hrafn Emilsson flugmaður fara út í vél koma þeir við í flugum- sjón, fara yflr þessa nauðsynlegu pappíra og taka þá með. Farið yfir neyðarviðbrögð í stjórnklefanum fara flugmennirn- ir yfir fjölmörg atriði áður en hægt er að setja í gang: „I fyrstu ferð för- um við rækilega yflr öll neyðarvið- brögð,“ segir Kjartan. „Við eigum að kunna þetta afturábak og áfram en viðbrögðin verða að vera á hreinu og þess vegna er alltaf farið yfir hlutina. Fyrir hvert flugtak er ákveðið hvað á að gera ef til dæmis annar hreyfill- inn bilar. Ef hraðinn í flugtakinu er ekki orðinn of mikill getum við náð að stöðva vélina á brautinni. Ef ekki verður að fara í loftið, jafnvel þótt kviknað hafi í, en þá förum við í ákveðna hæð og feril til að lenda strax aftur, tilkynnum flugstjórn um neyð- artilvik og dælum úr slökkvitæki hreyfilsins. Hafi eldur örugglega slokknað þegar við lendum á ný eða ljóst er að um falsviðvörun sé að ræða, eru farþegar látnir yfirgefa vélina á eðlilegan hátt. Ef við eða flugstjómarmenn á jörðu niðri sjá eld eða reyk eða eitthvð sem bendir til slíks em neyðarútgangar opnaðir strax og farþegar fara niður um renn- urnar.“ Kjartan segir að slíkt sé að sjálf- sögðu gert þegar nauðsyn krefji. Hins vegar sé alltaf hætta á að menn slas- ist þegar vélin er yfirgefin á þennan hátt. Flugstjórinn stjórnar þessum ferli en hver maður í áhöfn veit ná- kvæmlega hvað hann á að gera. Flug- freyjur og þjónar em hvert um sig á ákveðnum stað og hjálpa farþegum þar og þetta er æft reglulega á árleg- um námskeiðum. Og áfram heldur vinnan í stjóm- klefanum. Gátlistar lesnir, undirbún- ingslisti, einn áður en hreyflar em gangsettir, einn eftir gangsetningu og einn fyrir flugtak. Ólafur á að stýra í flugtakinu og Kjartan sér þá um radíósamskiptin á meðan. Eftir flugtakið er enn einn listi yfirfarinn en með því að nota slíka lista er tryggt að ekkert atriði gleymist, jafnvel þótt flugmenn kunni þessi atriði utanbók- ar eftir mörg hundruð flugtök og lendingar. Eftir flugtak gefst tækifæri til að spjalla við flugmennina og vora ör- yggismál ofarlega á baugi: „Það er ekkert til sem heitir að ná fullkomnun í flugöiyggi og geta síðan slappað af,“ segja þeir. „Allir sem starfa við flugmál vinna stöðugt að því að bæta öryggi. Við fömm stöðugt yfir alla vinnuferla og reynum að finna nýjar aðferðir við gamla hluti til að bæta þá. Síðustu árin hefur líka mikið ver- ið farið yfir öll samskipti milli flug- manna og við aðra í áhöfn og ýmsar rannsóknir farið fram í því sam- bandi. Okkur er mjög mikilvægt að hvergi sé misskilningur á ferðinni, að menn tjái sig skýrt svo aðrir grípi það um leið. Jafnframt er meira farið að skoða allar vinnuaðstæður, hvem- ig viðkomandi félag býr að starfs- mönnum og hvemig sambandi starfs- manna er háttað því oft gengur mönn- um betur að starfa saman þegar þeir þekkjast vel.“ Árekstravörnin mikilvæg í fluginu sjálfu em helstu verkefni flugmanna margs konar eftirlit. At- hugað er á tvöföldu tölvustýrðu flug- leiðsögukerfinu hvort farið er ná- kvæmlega yfir þá vita sem áætlunin segir og á hvaða tíma, tekin staða á eldsneytisbirgðum og kannað hvort Morgunblaðið/jt HÉR bendir Kjartan Norðdahl flugstjóri (t.v.) á tryggingaskírteini Flugleiðaþotunnar og Ólafur Hrafn Emilsson flugmaður heldur á lofthæfniskírteininu. hún er í samræmi við áætlun og reglu- leg samskipti fara fram milli flug- stjómarmanna á jörðu niðri. Boeing 737 vélin TF-FID er búin árekstravörn, tæki sem skynjar ná- læga flugumferð og lætur vita ef flug- menn þurfa að bregðast við. Slíkt tæki er ekki krafa í Evrópulöndum heldur einungis í Vesturheimi og em því allar 757 þotur Flugleiða búnar slíku tæki. TF FID er eina B-737 þota Flugleiða sem hefur árekstra- vara þar sem henni er flogið til Hali- fax en þessi tæki verða einnig sett í hinar 737 þoturnar á næstunni. í góðu skyggninu ofar skýjum sáust tvö strik, talsvert langt framundan, sem stefndu í átt til okkar, ekki langt frá Færeyjum. Kom í ljós að hér voru tvær SAS þotur á ferð, á leið vestur og sást á skermi árekstravarans að þær voru báðar nærri tvö þúsund fetum ofar en Flugleiðaþotan eins og tilskilið er. „Tilhneigingin er sú að minnka aðskilnað flugvéla yfir hafinu en það er einungis hægt af því að tækin em nákvæm og þá er líka mikið öryggi að þessari árekstravöm. Flugmenn sjá ekki svo glatt hver til annars og alls ekki í myrkri eða skýjum. Þess vegna fara allar vélar eftir ákveðnum brautum með ákveðnum aðskilnaði og til viðbótar höfum við árekstra- vörnina og svo eiga flugstjórnir að fylgjast nákvæmlega með umferðinni og gæta að aðskilnaðinum." Flugið gekk tíðindalaust fyrir sig og þegar áð var í Kaupmannahöfn gafst frekara tækifæri til að ræða við Kjartan. Hann var flugstjóri á dögunum þegar þýska loftferðaeftir- litið tók vélina í skyndiskoðun í Ham- borg. Kjartan segir svo frá: Rækileg skoðun „Þegar farþegar vom famir frá borði og við að ljúka frágangi í stjórn- klefa birtist í dymnum fulltrúi þýska loftferðaeftirlitsins, sýndi skilríki og kvaðst vilja skoða vélina. Á sama tíma ræddi annar fulltrúi við Halldóra Filippusdóttur fyrstu flugfreyju í þessari ferð. Þeir fara síðan mjög nákvæmlega yfir alla pappíra. Þar má nefna flugrekstrarleyfið, trygg- ingaskírteini, lofthæfnisskírteini vél- arinnar, hávaðaskírteini, hleðsluskrá, skýrslur sem varða feril flugvélarinn- ar i fluginu frá Keflavík og við- haldsbækur," sagði Kjartan. „Við vomm að ganga frá og hreins- unarfólkið að koma um borð þegar starfsmaður loftferðaeftirlitsins er allt í einu kominn og biður mig að sýna sér allan öryggisbúnað og hand- bók,“ segir Halldóra Filippusdóttir í samtali við blaðamann. Hún sagði að hann hefði síðan skellt á sig spurning- um og farið vandlega gegnum allan búnað, skoðað bækur og skírteini. Sagði hún þessa skoðun hafa verið mjög ítarlega og í lokin hefði hann fellt þann dóm að vel væri staðið að málum sem henni fannst ekki nema eðlilegt þar sem hún segir ýmsan búnað vera um borð sem ekki sé til- skilinn, svo sem reykköfunargrímur og lyfjatösku. Kjartan segir að þeir hafi einnig viljað sjá persónuleg skilríki áhafnar- innar, flugskírteini, læknisvottorð, radíóskírteini og vottorð um að flug- mennirnir mættu lenda vélinni eftir svonefndu CAT II kerfí þegar flogið er blindflug nánast niður á völlinn. Þá litu þeir á sérstakt blað þar sem skráð eru ýmis minni.háttar atriði sem lagfæra þarf, svo sem ef öskubakka vantar eða annað sem skiptir ekki máli varðandi flugöryggi, heldur fremur aðbúnað. „Þarna skrá flug- virkjar hvað lagfæra þarf og dagsetn- ingu og skrá síðan aftur dagsetningu og kvitta fyrir þegar lagfæring hefur farið fram,“ segir Kjartan. „Yfirleitt er gert við þessi atriði nánast sam- dægurs eða eftir örfáa daga en líði langt á milli gæti það gefið til kynna að einhver trassaskapur sé á ferðinni og sögðu Þjóðveijarnir að blaðið lýsti eiginlega hinum „innra manni" flug- félagsins ef svo má að orði komast og vom ánægðir með þennan lista okkar.“ í farþegarýminu var litið á súrefn- isflöskur, slökkvitæki og sjúkrakassa og aðgætt hvort nokkuð af þessum tækjum væri útmnnið, björgunarbát- ar, öryggisbelti, og hvort við hendina væru framlengingar sem nota má fyrir fólk í yfirstærð og fleira í aðbún- aði farþegarýmis. Skoðun Þjóðveij- anna tók um 40 mínútur og sagði Kjartan að þegar þeir fóru frá borði hefðu þau Halldóra spurt hver útkom- an væri og fengið stutt og laggott svar: „Tip-top“ sem útleggst: „í full- komnu lagi“. En hvernig er að lenda í svona rækilegri skoðun? „Það fer kannski svolítið um mann í byijun þegar svo ábúðarmiklir menn koma í stjórnklefann til að grand- skoða allt. En ég hafði ekki miklar áhyggjur og vissi að Flugleiðir leitast við að fara ekki á svig við reglur heldur hafa gögn sín í lagi. Mér fannst því meiriháttar öfugmæli þegar eitt s blað í Þýskalandi bar út þá frétt byggða á gögnum einmitt úr þessari skoðun að Flugleiðir væra á svörtum lista loftferðaeftirlitsins þýska. Enda bar loftferðaeftirlitið þessa frétt strax til baka eins og komið hefur fram. Mér fannst fréttin enn undarlegri af þeirri ástæðu að eftirlitsmennimir nefndu ekki við flugstjóra vélarinnar að þeir hefðu gert athugasemd við dreifingu í einu frakthólfinu, athuga- semdin hafði ekki meira vægi en svo,“ sagði Kjartan og kvað áhöfnina hafa^ verið ánægða fyrir hönd Flugleiða þegar hún heyrði orðin „tip-top“ og, „excellent" af vömm eftirlitsmann- anna. Eftir klukkutíma áningu í Kaup- mannahöfn tóku farþegar að streyma um borð á ný og mál var að halda af stað. Flugtíminn er aðeins 35 mín- útur og má segja að um leið og 26 þúsund feta flughæð er náð heijist lækkun fyrir aðflug til Hamborgar. Allt gengur á sama hátt fyrir sig í stjórnklefanum og nú er það flugstjór- inn sem flýgur og flugmaðurinn sér um radíósamskiptin. I aðfluginu er farið yfir hvað gera skal ef hætta þarf við lendingu sem getur t.d. verið ef flugvél sem nýlega er lent er sein af brautinni. 1 I þetta sinn eru engir eftirlitsmenn í móttökunefnd. Áhöfnin gengur frá vélinni sem snýr brátt heim með nýrri áhöfn. Kjartan og áhöfn hans fá hins vegar næturhvíld. Flugöryggi er stanslaus barátta Kortin með leiðbeining- um um neyðar- viðbrögð. ÁHÖFNIN í rólegheitum í Kaupmannahöfn. Standandi frá vinstri: Margrét Svavarsdóttir, Þóra B. Dagfinns- dóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Lilja ívarsdóttir og Ólafur Hrafn Emilsson. Fremst sitja Jóhanna Björnsdótt- ir og Kjartan Norðdahl. Frakt raðað í eitt hólfið. Þyngd og staðsetningin innan hólfsins skiptir máli. • Þjóðverjar fyrstir með nýtt skoðanakerfi JAA • Upplýsingum safnað í mörgum löndum • Flugstjóri og tveir flugvirkjar í hverju skoðanateymi ÝSKALAND er fyrsta ríkið í Evrópu sem tekur upp nýtt skoðanakerfi á flugvél- um sem verið er að kom á í Evrópu. Byggist það að stofni til á kerfi Evrópusamtaka flugmálastjórna, ECAC, en Flugöryggissamtök- um Evrópu, JAA, hefur verið falið að sjá um framkvæmd kerfisins. Þjóðveijar hófu þessar skoðanir á liðnu hausti eftir talsverðan undir- búning, fóru hægt af stað en hafa nú alls skoð- að 500 vélar frá fjölmörgum flugfélögum. Joc- hen Pieper er talsmaður þýska loftferðaeftir- litsins í Braunschweig og var hann nánar spurð- ur um tilurð þessara skoðana: „Upphafið má rekja allt aftur til ársins 1994 þegar sum aðildarlönd ICAO, Alþjóðlegu flug- málastofnunarinnar, vildu auka við eftirlit með flugvélum og um leið var JAA falið að ákveða með hvaða hætti þessu samræmda eftirliti skyldi háttað í Evrópu og byggja á þeim stöðl- um sem unnið hefur verið eftir og auka við þá,“ segir Pieper þegar rætt var við hann í Braunschweig í vikubyrjun. „Málið fór hægt af stað en segja má að þegar þota frá Birgen Air fórst í febrúar 1996 og með henni 189 Þjóð- veijar hafi þetta verið tekið föstum tökum inn- an allra aðildarríkja ECAC. Þá kallaði þýski samgönguráðherrann til fundar sérfræðinga í öryggismálum, fulltrúa flugumferðarsijóra, flugfélaga, ferðaskrifstofa og hvatti til þess að hert væri alls staðar á öllum öryggismálum." Hafa skoð- að 500 flugvélar á hálfu ári Þríþættar skoðanir Jochen Pieper segir að eftir að ákveðið var að taka upp þetta nýja skoðanakerfi hafi þurft að ráða til þess starfsmenn og ganga frá nákvæmri handbók um framkvæmd skoð- ana. Þær eru þríþættar og lúta að a) flug- rekstrinum sjálfum, þ.e. á hvers konar leyfum flugfélögin starfa, hvaða vélar eru í rekstri, hvernig þjálfun er háttað; b) viðhaldi, hvern- ig viðhalds- og skoðunaráætlanir eru, hvaða Morgunblaðið/jt JOCHEN Pieper er talsmaður þýska loft- ferðaeftirlitsins í Braunschweig. tækjabúnaður sé fyrir hendi, hvaða starfs- menn sinni viðhaldi og hvaða menntun og starfsleyfi þeir hafi og c) tryggingum, þ.e. hversu háar hinar ýmsu tryggingaupphæðir eru en það er nokkuð misjafnt eftir löndum. „Ramp-check eða skoðun á flughlaði heitir sú skoðun sem við getum framkvæmt á öllum flugvélum erlendra flugfélaga sem hingað fljúga og fara um þýska lofthelgi," segir Joc- hen Pieper. „Eftir að þessar skoðanir komust í fullan gang 1. október síðastliðinn sinna þeim nú 17 starfsmenn, yfirleitt þriggja manna hópar sem fara skipulega á alla helstu flugvelli landsins, alþjóðaflugvelli sem og minni velli og skoða vélar. I hverjum þriggja manna hópi er einn flugstjóri og tveir flug- virkjar. Þeir fara um borð þegar vél kemur á flugvöll og farþegar hafa yfirgefið hana, kynna sig og skipta með sér verkum þannig að flugstjórinn ræðir við flugmenn vélarinn- ar, annar flugvirkinn við flugfreyjur og flug- þjóna og hinn flugvirkinn skoðar vélina að utan, hleðslu ogþess háttar.“ Áfram fylgst með Eftir hveija skoðun kemur starfshópurinn saman, metur vélina og semur skýrslu. Hvað gerist í næsta þrepi fer eftir því hvort fund- ið hefur verið að einhveijum atriðum. Séu þau minni háttar er aðeins haft samband við félagið og það látið vita. Séu atriðin alvar- legri eru flugmálayfirvöld í viðkomandi landi jafnframt látin vita og fylgst með hvort ástandið sé lagfært. Sé einhveiju mjög áfátt kann vél að vera kyrrsett. Komi til þess eru strax skoðaðar aðrar vélar frá sama félagi og sé þar einnig einhverju áfátt er allt flug viðkomandi félags innan Þýskalands stöðv- að.“ Jochen Pieper segir að það hafi gerst með tyrkneskt leiguflugfélag fyrir nokkrum mán- uðum. Þá hafi verið gerðar alvarlegar at- hugasemdir og þýska loftferðaeftirlitið vildi fylgja því eftir við tyrknesk loftferðayfirvöld að félagið bætti sig. Tyrkir vildu ekki sam- vinnu um málið og í framhaldi af því var flug félagsins til Þýskalands stöðvað. Tyrk- neska leigufélagið sá við því og færði leigu- flug sitt til Hollands og náði þýskum farþeg- um til sín þangað. Jochen Pieper sagði að Hollendingar væru um það bil að taka upp umræddar skoðanir og hefðu Tyrkir ekki bætt sig yrði flug þeirra einnig stöðvað hjá Hollendingum. Það væri einmitt tilgangurinn með þessum skoðunum að lönd innan JAA gætu sameinast um að þrýsta á félögin að bæta ráð sitt og því yrði skipst rækilega á upplýsingum um þessar skoðanir. Þáttur í því væri líka að geta skipt svolítið með sér verkum, að sama vélin væri ekki skoðuð í fleiri löndum. Minni háttar mál Ekki var handbært uppgjör um mat á þess- um 500 skoðunum sem fram hafa farið en talsmaðurinn sagði að athugasemdir hefðu verið gerðar í öllum flokkum, allt frá minni háttar og upp í að flug væri stöðvað. „ Varð- andi frétt Bild um daginn sem var óvönduð get ég fullyrt að þar voru engin atriði á ferð- inni sem ógnað gætu flugöryggi og á það við um öll félögin tíu sem nefnd voru. Þetta voru allt minni háttar mál, tryggingaskírteini fannst ekki í einú tilviki þegar til átti að taka heldur var á öðrum stað í vélinni, í farangurs- rými höfðu ekki allar ólar á farangursneti verið festar og frakt var ekki dreift nákvæm- lega eftir reglunum um eitt frakthólfið í þotu Flugleiða. Þetta kom fram á vinnuplaggi sem af óskiljanlegum ástæðum lenti í röngum höndum og er nú í athugun. En það er fráleitt að draga þær ályktanir af einni skoðun á einni vél hjá einu flugfélagi að öryggi þess sé áf átt þótt gerð sé athuga- semd við eitt af þessum minni háttar atriðum. Ef við eigum að segja eitthvað með rökum um öryggismál í flugi þarf miklu víðtækari og fleiri skoðanir. Það er vissulega markmið- ið með þessu viðbótarkerfi og þannig safna aðildarlönd JAA smám saman upplýsingum um hvernig flugfélögin standa sig.“ Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að ís- lensk loftferðayfirvöld hafi einnig byijað skoðanir eftir þessu nýja kerfi og svo sé um flest aðildarlönd JAA en nokkur tími muni líða áður en kerfíð verður komið í fullan gang í öllum löndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.