Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kveikt í kirkjum á N-írlandi HARKA hefur færst í átök kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi að undanförnu og kveikt var í kaþólskri kirkju í Annaclone í fyrrinótt. Þetta er fimmta kirkja kaþólikka sem kveikt er í á hálfum mán- uði. Kvöldið áður höfðu átök blossað upp milli mótmælenda og kaþólikka nálægt Lurgan. Lögreglan skaut plastkúlum til að dreifa hópunum, sem köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnunum. Sharansky í Ukraínu NATAN Sharansky, sovéski andófsmaðurinn sem varð ráð- herra í ísrael, fór í gær til Úkraínu og minntist 100.000 manna, aðallega gyðinga, sem nasistar drápu skammt frá Kiev í síðari heimsstyrjöldinni. Sharansky fæddist í úkraínsku borginni Donetsk en flutti seint á sjöunda áratugnum til Rússlands og var þar dæmdur í fangelsi fyrir meintar njósnir 1978. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Úkraínu frá því hann var látinn laus í fangaskiptum níu árum síðar. Yfirmaður Compuserve ákærður ÞÝSKIR saksóknarar sögðust í gær hafa ákært fram- kvæmdastjóra Þýskalands- deildar beinlínuþjónustufyrir- tækisins Compuserve fyrir að aðstoða við dreifingu barna- kláms á alnetinu. Ákæran gæti reynst prófsteinn á það hversu langt þýsk yfirvöld geta gengið í baráttunni gegn slíkri dreifingu á netinu. Tólf fórust í eldi á diskóteki Lissabon. Reuter. TÓLF manns létust og þrettán fengu brunasár í eldsvoða á diskó- teki í Portúgal í fyrrinótt. Þrír vopnaðir og grímuklæddir menn ruddust inn á skemmtistaðinn skömmu fyrir lokun og kveiktu í staðnum. Átta hinna látnu voru konur og einn útlendingur, fransk- ur sölumaður. Líkin fundust flest við neyðarútgang sem hafði ekki tekist að opna. Diskótekið er í bænum Amar- ante, í norðurhluta Portúgals, og réðust mennirnir inn á það skömmu fyrir kl. fjögur um nóttina. Skutu þeir nokkrum skotum inni á staðn- um, skipuðu öllum sem inni voru, um þijátíu manns, að standa upp við vegg, helltu bensíni yfir hús- gögn og kveiktu í. Einn maður varð fyrir skoti þegar hann reyndi að hindra árásarmennina. Talið er að árásina megi rekja til átaka glæpaflokka í bænum en á síðasta ári var kveikt í sama skemmtistað. Þá slasaðist enginn. Reuter DISKÓTEKIÐ í Amarante í Portúgal var rústir einar eftir eldsvoðann, sem kostaði tólf manns lífið. Ofarir á Everest þeirra voru í ábata- skyni, þaulvanir leið- sögumenn með ferðalanga, sem borguðu allt að hálfa milljón króna fyrir ævintýrið, í eftir- dragi. Vandinn er að komast niður á lífi Jon Krakauer KÁPA bókar Jons Krakauers. 10. og 11. maí 1996 voru örlagaríkir dagar á Mount Everest, Kæsta fjalli heims. Þá létu átta menn og konur lífið í óveðri, sem brast á, og þar á meðal voru tveir leiðangurs- foringjar, Rob Hall og Scott Fisher, sem taldir voru þeir færustu í heimi á sínu sviði. Blaðamaðurinn Jon Krakauer komst á tindinn nokkrum klukkustundum áður en óveðr- ið hófst og í nýrri bók, „Into Thin Air“, lýsir hann fjall- göngunni án þess að draga nokkuð undan. Frásögn Krakauers snýst ekki um að hrósa sigri yfir því að hafa komist á tindinn. Hann var aðframkominn líkamlega, losnað hafði um brjósk í bijóst- kassa og súrefnið var að ganga til þurrðar. Hann andaði að sér Blaðamaður, sem lifði af óveður á Mount Everest, hefur skrifað bók um gönguna á hæsta tind heims. úr súrefnisgeymi og fyrir hvert skref þurfti hann að draga djúpt að sér andann þrisvar eða fjórum sinnum. „Mér fannst ég vera á lyfjum og úr sambandi," skrifar Krakauer. Þegar hann náði tindinum hafði hann ekki sofið í 57 klukkustundir: „Ég gat ekki safnað orku til að láta mig það einhveiju varða,“ seg- ir hann. 30 leiðangrar voru á leið upp hlíðar fjallsins þessa daga. Tíu „Hvaða bölvaður bjáni sem er getur komist upp á þennan hól ef hann er nógu ákveðinn,“ sagði Nýsjálendingurinn Hall, sem stjórnaði Adventure Con- sultants, einu þekktasta Ieið- sögufyrirtækinu. „Vandinn er að komast niður á lífi.“ Þegar stormurinn hófst voru fjallgöngumenn enn að klifra þótt orðið væri of áliðið dags. Hall kom sér fyrir skammt frá tindinum ásamt Doug Hansen, vini sínum og við- skiptavini. Þar íétu þeir báðir líf- ið, en áður hafði Hall talað við konu sína, Jan, í síma: „Ég elska þig. Sofðu rótt, elskan mín.“ Samkvæmt frá- sögn Krakauers voru mörg dæmi um fífldirfsku meðal fjallgöngu- mannanna, sem voru í hlíðum Everest-fjalls í maí í fyrra. Hann dregur þó engar ályktanir utan hvað eymdin hafi verið sýnu meiri en ánægjan og hans eina ráð- legging er sú að bann við súr- efniskútum gæti komið í veg fyrir að þeir, sem ekki eru nógu sterkir líkamlega, leggi á Everest. • Byffgt á Time og Newsweek. Aðskilnaðar- sinnar valda orkuskorti AÐSKILNAÐARSINNAR í Abkhazíu-héraði í Georgíu hafa eyðilagt rafmagnslínur frá stærsta raforkuveri lands- ins í hefndarskyni eftir að símasambandið frá héraðinu var rofið. Embættismenn í Tbilisi sögðu að þar sem raf- magn fengist ekki frá orkuver- inu þyrftu Georgíumenn að kaupa orku frá Rússlandi og Azerbajdzhan. Um helmingur þeirrar raforku, sem notuð hefur verið í Georgíu á síðustu árum, hefur komið frá orku- verinu. Snákar komnir af sæeðlum? SNÁKAR gætu verið komnir af stórum sæskrímslum, sem urðu útdauð á sama tíma og risaeðlumar, að sögn vísinda- manna frá Bandaríkjunum og Ástralíu í gær. Þeir segja rannsóknir á beinum 97 millj- óna ára gamallar eðlu, sem fannst í ísrael, benda til þess að hún hafi verið ein af fyrstu snákunum. 343 pílagrímar fórust RÍKISÚTVARPIÐ í Saudi-Arab- íu skýrði frá því í gær að 343 manns hefðu farist í eldsvoða í tjaidbúðum pílagríma í Mena, nálægt Mekka, í fyrradag. Yfir- völd í Saudi-Arabíu höfðu ekki staðfest þetta í gærkvöldi en sögðu að 1.290 pílagrímar hefðu slasast. Stjórnarerindrekar sögðu að 70.000 Ijöld hefðu eyðilagst eða skemmst i eldinum og flest fórn- arlambanna væru frá Indlandi, Pakistan og Bangladesh. Eldur- inn náði einnig til tjaldbúða píla- gríma frá Sýrlandi, Líbanon, Egyptalandi, Súdan, Jemen og Marokkó. Mörg líkanna voru illa brunninn og mjög erfitt verður að bera kennsl á þau. Sjónarvottar sögðu að eldur- inn hefði kviknað vegna spreng- ingar í gaskúti en yfirvöld í Saudi-Arabíu sögðu aðeins að um slys væri að ræða. „Þetta var hörmulegur atburður sem teng- ist ekki stjórnmálum á nokkurn hátt,“ sagði sendiherra landsins i London. Á myndinni flytja björgunar- menn fórnarlömb eldsins úr tjaldbúðunum. Rússlandsforseti hittir Kohl að máli Fjalla um NATO o g stolna listmuni Baden-Baden, Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær til Baden-Baden, þar sem hann mun eiga fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í dag. Verður það annar fundur leiðtog- anna á þremur mánuðum en þeir munu ræða stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og listmuni sem rússneskt herlið lagði hald á í Þýskalandi í lok heimsstytjaldarinn- ar seinni og þjóðirnar hafa deilt um. Þá mun Jeltsín taka á móti viður- kenningu þýskra fjölmiðla, sem völdu hann fyrir skemmstu „mann ársins“. Hann hvíldist í gær og naut dvalarinnar í heilsulindum bæjarins. Sergei Jastrsjembskí, talsmaður Jeltsíns og ráðgjafi hans í erlendum málefnum, sagði á þriðjudag að fundur leiðtoganna kynni að verða til þess að frekar þokaðist í sam- komulagsátt hvað varðaði stækkun NATO. „Mér virðist þýski kanslar- inn einn sá leiðtogi á Vesturlöndum sem hefur mestan skilning á rökum Rússa,“ sagði Jastrsjembskí í sam- tali við rússneska sjónvarpsstöð. Kvaðst hann telja álit Kohl skipta afar miklu máli þar sem hann gæti ) haft áhrif á aðra NATO-leiðtoga . eftir að hafa hlýtt á málflutning Jeltsíns. Þingið frestar atkvæða- greiðslu um listmuni Þjóðveijar hafa þó sýnt öðru við- ræðuefni leiðtoganna meiri áhuga; hvort og hvernig Rússar muni skila aftur listmunum sem þeir tóku í styijaldarlok. Ummæli Jeltsíns í samtali við tímaritið Stern hafa I vakið nokkra furðu í Þýskalandi en | hann sagðist myndu hafa nokkra dýrgripi með sér þegar hann heim- sækti Þjóðverja, þó ekki Tijóugull Heinrichs Schliemanns, sem var á meðal dýrgripanna. Efri deild rússneska þingsins frestaði í gær atkvæðagreiðslu um hvort skila ætti listmununum, og fer hún líklega fram í næsta mán- uði. Nú liggja fyrir þinginu lög, sem kveða á um að verkunum verði r ekki skilað, og hefur neðri deiid j þingsins samþykkt þau, þrátt fyrir , að Jeltsín hafi beitt neitunarvaldi í málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.