Morgunblaðið - 17.04.1997, Page 22

Morgunblaðið - 17.04.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kveikt í kirkjum á N-írlandi HARKA hefur færst í átök kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi að undanförnu og kveikt var í kaþólskri kirkju í Annaclone í fyrrinótt. Þetta er fimmta kirkja kaþólikka sem kveikt er í á hálfum mán- uði. Kvöldið áður höfðu átök blossað upp milli mótmælenda og kaþólikka nálægt Lurgan. Lögreglan skaut plastkúlum til að dreifa hópunum, sem köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnunum. Sharansky í Ukraínu NATAN Sharansky, sovéski andófsmaðurinn sem varð ráð- herra í ísrael, fór í gær til Úkraínu og minntist 100.000 manna, aðallega gyðinga, sem nasistar drápu skammt frá Kiev í síðari heimsstyrjöldinni. Sharansky fæddist í úkraínsku borginni Donetsk en flutti seint á sjöunda áratugnum til Rússlands og var þar dæmdur í fangelsi fyrir meintar njósnir 1978. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Úkraínu frá því hann var látinn laus í fangaskiptum níu árum síðar. Yfirmaður Compuserve ákærður ÞÝSKIR saksóknarar sögðust í gær hafa ákært fram- kvæmdastjóra Þýskalands- deildar beinlínuþjónustufyrir- tækisins Compuserve fyrir að aðstoða við dreifingu barna- kláms á alnetinu. Ákæran gæti reynst prófsteinn á það hversu langt þýsk yfirvöld geta gengið í baráttunni gegn slíkri dreifingu á netinu. Tólf fórust í eldi á diskóteki Lissabon. Reuter. TÓLF manns létust og þrettán fengu brunasár í eldsvoða á diskó- teki í Portúgal í fyrrinótt. Þrír vopnaðir og grímuklæddir menn ruddust inn á skemmtistaðinn skömmu fyrir lokun og kveiktu í staðnum. Átta hinna látnu voru konur og einn útlendingur, fransk- ur sölumaður. Líkin fundust flest við neyðarútgang sem hafði ekki tekist að opna. Diskótekið er í bænum Amar- ante, í norðurhluta Portúgals, og réðust mennirnir inn á það skömmu fyrir kl. fjögur um nóttina. Skutu þeir nokkrum skotum inni á staðn- um, skipuðu öllum sem inni voru, um þijátíu manns, að standa upp við vegg, helltu bensíni yfir hús- gögn og kveiktu í. Einn maður varð fyrir skoti þegar hann reyndi að hindra árásarmennina. Talið er að árásina megi rekja til átaka glæpaflokka í bænum en á síðasta ári var kveikt í sama skemmtistað. Þá slasaðist enginn. Reuter DISKÓTEKIÐ í Amarante í Portúgal var rústir einar eftir eldsvoðann, sem kostaði tólf manns lífið. Ofarir á Everest þeirra voru í ábata- skyni, þaulvanir leið- sögumenn með ferðalanga, sem borguðu allt að hálfa milljón króna fyrir ævintýrið, í eftir- dragi. Vandinn er að komast niður á lífi Jon Krakauer KÁPA bókar Jons Krakauers. 10. og 11. maí 1996 voru örlagaríkir dagar á Mount Everest, Kæsta fjalli heims. Þá létu átta menn og konur lífið í óveðri, sem brast á, og þar á meðal voru tveir leiðangurs- foringjar, Rob Hall og Scott Fisher, sem taldir voru þeir færustu í heimi á sínu sviði. Blaðamaðurinn Jon Krakauer komst á tindinn nokkrum klukkustundum áður en óveðr- ið hófst og í nýrri bók, „Into Thin Air“, lýsir hann fjall- göngunni án þess að draga nokkuð undan. Frásögn Krakauers snýst ekki um að hrósa sigri yfir því að hafa komist á tindinn. Hann var aðframkominn líkamlega, losnað hafði um brjósk í bijóst- kassa og súrefnið var að ganga til þurrðar. Hann andaði að sér Blaðamaður, sem lifði af óveður á Mount Everest, hefur skrifað bók um gönguna á hæsta tind heims. úr súrefnisgeymi og fyrir hvert skref þurfti hann að draga djúpt að sér andann þrisvar eða fjórum sinnum. „Mér fannst ég vera á lyfjum og úr sambandi," skrifar Krakauer. Þegar hann náði tindinum hafði hann ekki sofið í 57 klukkustundir: „Ég gat ekki safnað orku til að láta mig það einhveiju varða,“ seg- ir hann. 30 leiðangrar voru á leið upp hlíðar fjallsins þessa daga. Tíu „Hvaða bölvaður bjáni sem er getur komist upp á þennan hól ef hann er nógu ákveðinn,“ sagði Nýsjálendingurinn Hall, sem stjórnaði Adventure Con- sultants, einu þekktasta Ieið- sögufyrirtækinu. „Vandinn er að komast niður á lífi.“ Þegar stormurinn hófst voru fjallgöngumenn enn að klifra þótt orðið væri of áliðið dags. Hall kom sér fyrir skammt frá tindinum ásamt Doug Hansen, vini sínum og við- skiptavini. Þar íétu þeir báðir líf- ið, en áður hafði Hall talað við konu sína, Jan, í síma: „Ég elska þig. Sofðu rótt, elskan mín.“ Samkvæmt frá- sögn Krakauers voru mörg dæmi um fífldirfsku meðal fjallgöngu- mannanna, sem voru í hlíðum Everest-fjalls í maí í fyrra. Hann dregur þó engar ályktanir utan hvað eymdin hafi verið sýnu meiri en ánægjan og hans eina ráð- legging er sú að bann við súr- efniskútum gæti komið í veg fyrir að þeir, sem ekki eru nógu sterkir líkamlega, leggi á Everest. • Byffgt á Time og Newsweek. Aðskilnaðar- sinnar valda orkuskorti AÐSKILNAÐARSINNAR í Abkhazíu-héraði í Georgíu hafa eyðilagt rafmagnslínur frá stærsta raforkuveri lands- ins í hefndarskyni eftir að símasambandið frá héraðinu var rofið. Embættismenn í Tbilisi sögðu að þar sem raf- magn fengist ekki frá orkuver- inu þyrftu Georgíumenn að kaupa orku frá Rússlandi og Azerbajdzhan. Um helmingur þeirrar raforku, sem notuð hefur verið í Georgíu á síðustu árum, hefur komið frá orku- verinu. Snákar komnir af sæeðlum? SNÁKAR gætu verið komnir af stórum sæskrímslum, sem urðu útdauð á sama tíma og risaeðlumar, að sögn vísinda- manna frá Bandaríkjunum og Ástralíu í gær. Þeir segja rannsóknir á beinum 97 millj- óna ára gamallar eðlu, sem fannst í ísrael, benda til þess að hún hafi verið ein af fyrstu snákunum. 343 pílagrímar fórust RÍKISÚTVARPIÐ í Saudi-Arab- íu skýrði frá því í gær að 343 manns hefðu farist í eldsvoða í tjaidbúðum pílagríma í Mena, nálægt Mekka, í fyrradag. Yfir- völd í Saudi-Arabíu höfðu ekki staðfest þetta í gærkvöldi en sögðu að 1.290 pílagrímar hefðu slasast. Stjórnarerindrekar sögðu að 70.000 Ijöld hefðu eyðilagst eða skemmst i eldinum og flest fórn- arlambanna væru frá Indlandi, Pakistan og Bangladesh. Eldur- inn náði einnig til tjaldbúða píla- gríma frá Sýrlandi, Líbanon, Egyptalandi, Súdan, Jemen og Marokkó. Mörg líkanna voru illa brunninn og mjög erfitt verður að bera kennsl á þau. Sjónarvottar sögðu að eldur- inn hefði kviknað vegna spreng- ingar í gaskúti en yfirvöld í Saudi-Arabíu sögðu aðeins að um slys væri að ræða. „Þetta var hörmulegur atburður sem teng- ist ekki stjórnmálum á nokkurn hátt,“ sagði sendiherra landsins i London. Á myndinni flytja björgunar- menn fórnarlömb eldsins úr tjaldbúðunum. Rússlandsforseti hittir Kohl að máli Fjalla um NATO o g stolna listmuni Baden-Baden, Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær til Baden-Baden, þar sem hann mun eiga fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í dag. Verður það annar fundur leiðtog- anna á þremur mánuðum en þeir munu ræða stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og listmuni sem rússneskt herlið lagði hald á í Þýskalandi í lok heimsstytjaldarinn- ar seinni og þjóðirnar hafa deilt um. Þá mun Jeltsín taka á móti viður- kenningu þýskra fjölmiðla, sem völdu hann fyrir skemmstu „mann ársins“. Hann hvíldist í gær og naut dvalarinnar í heilsulindum bæjarins. Sergei Jastrsjembskí, talsmaður Jeltsíns og ráðgjafi hans í erlendum málefnum, sagði á þriðjudag að fundur leiðtoganna kynni að verða til þess að frekar þokaðist í sam- komulagsátt hvað varðaði stækkun NATO. „Mér virðist þýski kanslar- inn einn sá leiðtogi á Vesturlöndum sem hefur mestan skilning á rökum Rússa,“ sagði Jastrsjembskí í sam- tali við rússneska sjónvarpsstöð. Kvaðst hann telja álit Kohl skipta afar miklu máli þar sem hann gæti ) haft áhrif á aðra NATO-leiðtoga . eftir að hafa hlýtt á málflutning Jeltsíns. Þingið frestar atkvæða- greiðslu um listmuni Þjóðveijar hafa þó sýnt öðru við- ræðuefni leiðtoganna meiri áhuga; hvort og hvernig Rússar muni skila aftur listmunum sem þeir tóku í styijaldarlok. Ummæli Jeltsíns í samtali við tímaritið Stern hafa I vakið nokkra furðu í Þýskalandi en | hann sagðist myndu hafa nokkra dýrgripi með sér þegar hann heim- sækti Þjóðverja, þó ekki Tijóugull Heinrichs Schliemanns, sem var á meðal dýrgripanna. Efri deild rússneska þingsins frestaði í gær atkvæðagreiðslu um hvort skila ætti listmununum, og fer hún líklega fram í næsta mán- uði. Nú liggja fyrir þinginu lög, sem kveða á um að verkunum verði r ekki skilað, og hefur neðri deiid j þingsins samþykkt þau, þrátt fyrir , að Jeltsín hafi beitt neitunarvaldi í málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.