Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þjóðhagsstofnun spáir 3,5% hagvexti í ár og 3,8% hagvexti á næsta ári Kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 3,5-4% árlega til 2000 Horfur eru á að hagvöxtur verði mikill hér á landi á þessu ári annað áríð í röð, og spá- ir Þjoðhagsstofnun 3,5% hagvexti en 2,4% vöxtur er að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Spáð er að verðbólga verði til jafnaðar á bilinu 2,5-3% 1997-1999 og að kaupmátt- ur ráðstöfunartekna aukist um 3,5-4% á ári á sama tímabili. Hallur Þorsteinsson kynnti sér rit Þjóðhagsstofnunar um þjóðar- búskapinn og ræddi við Þórð Friðjónsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Hlutfallsleg breyting þjóðarútgjalda og lands- framleiðslu frá fyrra ári og viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu, 1982-1997 Þjóðarútgjöld Landstramleiðsla /\ ~ X U| N:7LJu Ll T\| i’ i/ j j iN [7‘ 7“ Rfl \l \\fíðsktptalðfnuður ■. .. . . ™ V >L-L Aætl. Spa '10 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1981 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 í RITI Þjóðhagsstofn- unar, Þjóðarbúskapn- um, kemur fram að mikill uppgangur hafi sett svip á þróun ís- lenskra efnahagsmála að undanförnu, og komi þetta meðal ann- ars fram í einstaklega hagfelldum niðurstöð- um fyrir síðastliðið ár. Samkvæmt áætlunum var hagvöxtur 5,7% á árinu 1996 og hefur vöxturinn ekki verið meiri í efnahagslífinu hér á landi frá árinu 1987, og jafnframt var þetta með hæstu hagvaxtartölum í iðnríkjum á síð- asta ári. Áætlað er að þjóðarút- gjöld í heild hafi aukist um 7,4% í fyrra og skýrist þessi aukning af 23,5% aukningu íjárfestingar og 6,5% aukningu einkaneyslu. Samneysla jókst minna, eða um 2,5%, og útflutningur vöru og þjón- ustu í heild var tæplega 10% meiri en árið á undan. Sími 555-1500 Kópavogur Foldarsmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 11,8 millj. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. fb. Reykjavík Stöðugleiki hefur einkennt verðlags- þróunina undanfarin þrjú ár. Verðbólga milli áranna 1995 og 1996 var ívið meiri en næstu tvö árin á undan, eða 2,3% en var 1,7% 1995 og 1,5% 1994. Kaup- máttur ráðstöfunar- tekna á mann jókst um 4,5% frá árinu á undan, og síðastliðin tvö ár hefur kaup- máttur ráðstöfunar- Þórður tekna á mann aukist Friðjónsson. um rúmlega 8%, sem er töluvert meiri aukning en í flestum öðrum lönd- um. Fjárfestingar í atvinnuvegum og aukin einkaneysla Horfur eru á að hagvöxtur verði mikill hér á landi á þessu ári ann- að árið í röð, og spáir Þjóðhags- stofnun 3,5% hagvexti borið saman við 2,4% vöxt að meðaltali í aðild- arríkjum OECD. í fyrra var hag- vöxturinn hér á landi 5,7%, og er reiknað með að hann verði áfram mikill á árunum 1998 og 1999, eða 3,8% fyrra árið og 2,8% hið seinna. Stefnir því í að hagvöxtur á ís- landi verði áfram meiri en í helstu viðskiptalöndum. Hinn mikli hagvöxtur stafar annars vegar af stór- ----------- aukinni atvinnuvega- fjárfestingu og hins veg- ar af aukinni einka- neyslu. Þjóðarútgjöld í heild eru talin aukast um 7% á þessu ári í framhaldi af 7,4% aukningu í fyrra, og hafa þau vaxið mun YFIRLIT ÞJÓÐHAGSSPÁR Hlutfallslegar breytingar frá fyrra ári (%) 1994 1995 1996 1997 Einkaneysla +1,8% +4,6% +6,5% +5,0% Samneysla +3,7% +1,3% +2,5% +2,0% Fjárfesting -1,1% -2,8% +23,5% +20,0% Þjóðarútgjöld +1,5% +3,4% +7,4% +7,0% Otflutningur vöru og jþjónustu +9,8% -2,3% +9,9% +2,0% Innflutningur vöru og þjónustu +4,1% +3,8% +16,0% +12,7% Landsframleiðsla +3,5% +1,2% +5,7% +3,5% Þjóðartekjur +3,5% +2,1% +4,4% +3,9% Viðskiptajöfnuður, (% af iandsfrl.) +1,9% +0,8% -1,9% -5,0% Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Leirubakki Góð 4ra herb. Ib. ca 90 fm á 3. hæð. Fráb. útsýni. Verð 6,6 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Tíl sölu er góð 3ja herb. (b. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj„ samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lltið áhv. Verð 4,3 millj. Æ Fasteignasala, IT Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Stöðugleiki hefur ein- kennt verð- lagsþróunina hraðar en þjóðartekjurnar að und- anförnu og fyrir vikið hefur mynd- ast talsverður halli á viðskipta- jöfnuði. Hallinn stefnir í tæplega 26 milljarða króna á þessu ári, eða 5% af landsframleiðslu, í stað 9,1 milljarðs króna halla í fyrra og 3,4 milljarða afgangs í hitti- fyrra. Innflutningur vegna stór- iðjuframkvæmda er áætlaður um 13 milljarðar á þessu ári. Verðbólga færlst nokkuð í aukana í kjölfar nýgerðra kjarasamn- inga er gert ráð fyrir að verðbólga færist nokkuð í aukana, og spáir Þjóðhagsstofnun að verðbólgan verði til jafnaðar á bilinu 2,5-3% á samningstímanum, þ.e. 1997- 1999, en hún verði þó meiri fram- an af. Þetta er töluvert meiri verð- bólga en búist er við í helstu við- skiptalöndum. Miðað við óbreytt nafngengi krónunnar felur þetta í sér um það bil 1% hækkun á raun- gengi krónunnar á ári á næstu þrernur árum. Á grundvelli kjarasamninganna og skattaráðstafana í tengslum við þá er reiknað með að kaup- máttur ráðstöfunartekna aukist um 3,5-4% á ári á árunum 1997- 1999, en til samanburðar er gert ráð fyrir 2-3% aukningu kaup- máttar á ári að meðaltali í aðildar- ríkjum OECD á umræddu tímabili. Afkoma atvinnuveganna er tal- in verða góð á þessu ári eins og undanfarin þijú ár. Þjóðhags- stofnun ætlar þó að afkomuþróun- in verði mismunandi eftir grein- um, og einkum megi reikna með að hún versni I láglaunagreinum og útflutnings- og samkeppnis- ------- greinum. Þetta stafar annars vegar af því að lægstu laun hækkuðu umfram meðaltals- hækkanir samkvæmt ________ nýgerðum kjarasamn- ingum og hins vegar af hækkun raungengisins. Á móti vegur líklegur afkomubati í ýms- um þjónustugreinum og innlend- um vaxtargreinum. Reynir á þanþol hagkerfisins Vegna mikilla umsvifa og eftir- spurnar í þjóðarbúskapnum er búist við að atvinnuleysi minnki á næstu misserum. Þannig er spáð að atvinnuleysið á þessu ári verði að meðaltali 3,7% af vinnuaflinu en var 4,3% í fyrra og 5% í hitti- fyrra. Reiknað er með að atvinnu- leysið minnki einnig á árinu 1998, en þó minna en á þessu ári. Þjóðhagsstofnun segit' það liggja í hlutarins eðli að mikill vöxt- ur í efnahagslífinu muni reyna á þanþol hagkerfisins á næstu miss- erum. Flest bendi til þess að fram- leiðslugeta þjóðarbúsins verði nýtt að þeim mörkum sem samrýmist verðstöðugleika. Jafnframt stefni í meiri halla á viðskiptajöfnuði en æskilegt geti talist, og meiri aukn- ing þjóðarútgjalda en Þjóðhags- stofnun geri ráð fyrir feli í sér hættu á að verðbólga og viðskipta- halli fari úr böndum. Því sé mikil- vægt að stuðla að auknum þjóð- hagslegum sparnaði á næstu árum með því að gæta ýtrasta aðhalds í ríkisfjármálum og taka nægilega þétt í taumana í peningamálum til að halda aftur af vexti þjóðarút- gjalda. Efnahagshorfur á næstu árum í Þjóðarbúskapnum kemur fram að næstu ár muni markast mjög af byggingu og gangsetningu nýrra stóriðjuvera og raforkufram- kvæmdum vegna þeirra. Nær ör- uggt þyki að álver Norðuráls verði reist á Grundartanga og einnig verði afkastageta Islenska járn- blendifélagsins aukin, en ------ þessar framkvæmdir bætast við mannvirkja- gerð vegna stækkunar ISAL sem enn stendur yfir. Líklegt þykir að hagvöxtur næstu fimm árin verði um 3% á ári. Framan af tímabilinu verður hann mun meiri, eða 3,5-4% á ári, en hins vegar mun hægari á seinni hluta þess þar sem ekki er gert ráð fyr- ir frekari stóriðjuframkvæmdum en þegar eru í sjónmáli. Tii saman- burðar er spáð 2,8% hagvexti til jafnaðar á ári í ríkjum OECD á næstu fimm árum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að samneysla aukist að jafnaði um 1,7% á ári að jafnaði 1997- 2001, og skattbyrði sem hlutfall af landsframleiðslu lækki nokkuð, en að fjárfestingar hins opinbera vaxi lítillega, eða um 0,7% árlega. Gert er ráð fyrir að nafnvextir á erlendum lánum hækki um 0,3 prósentustig árið 1997 en raun- vextir verði nánast óbreyttir árin 1997-2000. Gert er ráð fyrir að útflutningur sjávarafurða aukist um 2,5% að jafnaði á ári og útflutningur stór- iðjuafurða muni aukast mikið sam- Álag verður á hagkerfinu á næstu miss- erum hliða gangsetningu stækkunar ÍSAL, Norðuráls og stækkunar íslenska járnblendifélagsins árin 1997-2000. Útflutningur áls eykst úr um 100 þúsund tonnum á ári í um 220 þúsund tonn og útflutning- ur kísiljárns eykst úr um 70 þús- und tonnum árlega í um 110 þús- und tonn. Framkvæmdir vegna iðjuver- anna á Grundartanga standa yfir árin 1997-2000 með hámarki árið 1998, en þar verður alls fjárfest fyrir um 36 milljarða króna og 1.600 ársverk þarf til fram- kvæmdanna. Hagvöxtur 1997 vegna þessara framkvæmda verð- ur 1,2% meiri en ella, en áhrif fjár- festinganna fjara síðan út 1999- 2000. Þegar tekið hefur verið til- lit til innfluttra aðfanga til fram- leiðslu áls og járnblendis er ætlað að eftir standi um 0,9% af lands- framleiðslunni og tæplega 180 frambúðarstörf bætast við í iðju- verum og raforkuvinnslu. Var- anleg heildaraukning landsfram- leiðslunnar vegna þessara verk- efna er áætluð um 1,1%. Að teknu tilliti til erlendra vaxta- og arð- greiðslna vegna framkvæmdanna telur Þjóðhagsstofnun að ætla megi að eftir standi um 0,4% af þjóðarframleiðslu sem beint fram- lag til viðskiptajafnaðar og vergr- ar þjóðarframleiðslu. Hins vegar gæti varanleg heildaraukning þjóðarframleiðslunnar orðið allt að 0,7% með traustri hagstjórn. Höfuðatriði að gæta aðhalds í ríkisfjármálum Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að það sem mestu máli skipti sé annars vegar það að engin merki sjáist um að brestir séu í raunskilyrðum hvorki innanlands né erlendis og flest bendi til þess að þjóðhagsleg skilyrði verði hagstæð á næstu árum, en hins vegar valdi ákveðn- um áhyggjum hættumerki sem felist í því að töluvert mikill gang- ur er í efnahagsstarfseminni. „Það eru einfaldlega gömui og ný sannindi að þegar rofar til í efnahagsmálunum hjá okkur þá erum við fljótir að taka við okkur og reynslan sýnir þetta mjög vel. Þess vegna er þeim mun mikil- vægara að hagstjórn veiti efna- hagslífinu nægilega mikið aðhald á næstu misserum, en það er nauðsynlegt til að koma í veg fyr- ir að þensla grafi um sig. Þeim mun traustara sem aðhaldið er þeim mun líklegra er að við náum betri árangri í efnahagsmálunum á næstu árum. Ef verðbólga nær hins vegar að grafa um sig þá er hætt við að það feli í sér að óum- flýjanlegt verði að grípa til harka- legri aðgerða síðar. Þjóðarútgjöld- in aukast hratt, viðskiptahalli er meiri en æskilegt er og sömuleiðis -------- verðbólga. Það verður því töluvert mikið álag á hagkerfinu á næstu misserum," sagði Þórð- ur. ________ Hann sagði að höfuð- atriði væri að gæta að- halds í ríkisfjármálum og að við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár verði það sjónarmið ríkjandi að ríkisíjármálin stuðli að því að halda aftur af þjóðarútgjöldum og efla þjóðhagslegan sparnað þannig að ýtrasta aðhalds verði gætt í út- gjöldum ríkissjóðs á árinu 1998. „Það er einmitt þá sem umsvifin við framkvæmdirnar eru langmest og þess vegna er meginmál að ríkissjóður veiti þeim framkvæmd- um eins mikið svigrúm í þjóðarbú- skapnum og mögulegt er og miði frekar að því að auka opinberar framkvæmdir á árunum 1999 og 2000 þegar kúfurinn í fram- kvæmdum í einkageiranum er að baki. Að því marki sem ekki reyn- ist unnt að halda aftur af þjóðarút- gjöldum með ríkisfjármálum er auðvitað nauðsynlegt að halda nægilega þétt um taumana í pen- ingamálum þannig að stöðugleik- anum verði ekki stefnt í tvísýnu,“ sagði Þórður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.