Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 43 nær mjög venjulegir menn. Margir eru giftir og í góðri stöðu. Það virðist því ekkert sérstaklega kyn- legt vera við þessa frétt í Fígaró. Hvernig finnst Guðbergi annars að félagasamtök og ráðamenn eigi að bregðast við barnamisnotkun á hræsnislausan og heilbrigðan hátt? Á kannski ekki að bregðast neitt við henni? Rétt er það að fátt er hvimleið- ara en skinhelgi og hræsni, ekki síst í kynferðismálum. Ráðríki sér- fræðingaveldsins og oftrú á því getur sömuleiðis farið út í öfgar. En heimurinn er ekki svarthvítur. Það er því ófyrirgefanlegt ábyrgð- arleysi af „miklum evrópskum rit- höfundi", eins og Milan Kundera kallar Guðberg Bergsson, að segja berum orðum að þeir sem stjórna hjálparstofnunum séu almennt kynferðislega krumpað og hræsn- isfullt fólk. Auk þess horfast sæmi- lega þroskaðir fullorðnir menn af raunsæi og skilningi í augu við kynferðislega erfiðleika, sem eru algengir, en ekki með glottandi lít- ilsvirðingu eins og unglingskjánar („kynferðislega krumpað fólk“). Guðbergur bregður upp af- skræmdri skrípamynd af ónáttúru og hræsni stjórnvalda, sérfræð- inga, fjölmiðla og stofnana í við- leitni þeirra til að koma ( veg fyrir misnotkun á börnum og til að að- stoða þau börn sem fyrir henni verða. Fyrirsögnin, „Barnaheill", hlýtur til dæmis að beina huga lesandans krókalaust að íslenskum samtökum til hjálpar bömum er bera sama heiti. Þau samtök og önnur skyld eru vissulega ekki hafin yfir gagnrýni enda kemur hún stundum fram. En Guðbergur fer út yfir öll takmörk. Það er annars ekkert nýtt að reynt sé að gera lítið úr þeim háska sem bíður barna af völdum ofbeldis fullorð- inna. Og það er sérlega vinsælt að gera það einmitt með því að ráðast gegn yfirvöldum sem handtaka meinta ofbeldismenn eða draga dár að þeim sem reyna að koma bömun- um til hjálpar. Því miður túlkar grein Guðbergs algeng viðhorf í þjóðfélaginu og hefur því eflaust glatt marga skylda sál. Og það má alveg búast við því að gagnrýnis- raddir á skrif hans um þetta efni verði af ýmsum afgreiddar umsvifa- laust sem menningarfjandskapur við merkan rithöfund eða tepruleg hræsni og skinhelgi. En varla verður það í bráð að skáldjöfurinn komi út úr fflabeins- tuminum til að kynna sér og skilja þann harða og grimma heim sem mörg börn búa við í okkar litla landi og miklu víðar. Það er eflaust gaman að vera mikill evrópskur rithöfundur. Ennþá meira gaman er þó að stilla sig um fjandskap og fordóma í málefnum er varða heill bama, því það er áreiðanlega allt annað en gaman að vera varnarlaust barn á íslandi í því menningarandrúmslofti sem hér ríkir um þessar mundir. Höfundur er ríthöfundur. - kjarni málsins! Ný sending af vorfatnaði frá Li/ra Gallafatnaður • Safarí fatnaður • Dragtir og blússur Svartir, hvítir og munstraðir síðir kjólar Tilboð á hafnfirskum verslunardögum Sumarblússur kr. 2.800 Opið á laugardögum frá ki. 10-16. DTfiiarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1 147. < EUROCARD ATLAS - þú þarfnast þess! FLUGLEIÐIR Tilboð tíl ATLAS- og GuHkorthafa EUROCARD Sólskinsferðir til . Petersburg Beach Jtlts >> ■mmsm ATIAS- og Gullkorthöfum EUROCARD býðst nú ríflegur afsláttur af ferðum til Flórída í Bandaríkjunum sem getur þýtt allt að 24.000 kr. sparnað fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Flogið verður í allt sumar til Orlando þar sem tekið verður á móti farþegum á flugvellinum og þeim ekið til St. Petersburg Beach sem er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í sólskinsríkinu Flórída. Margt er hægt að gera sér til dægrastyttingar í nágrenni St. Petersburg Beach enda eru margir af frægustu skemmtigörðum heims á Flórídaskaganum. Verðlagið á Flórída er hagstætt, gististaðir með ágætum og aðstaða til útivistar frábær. •i* n.H 11 Miðað iríð tvo fullorðna og tvð bðrn (2-11 ára) 'J Jíjtm Miðað iríð tvo fullorðna '0 JmJ * Á mann í l 3 nætur í íbúð á Indian Summers Resort ef greitt er með ATLAS- eða Gullkorti EUROCARD. Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting, íslensk fararstjórn og rútuferðir til og frá flugvelli erlendis. Gildir fyrir ferðir frá 10. júní til 2. september '97. I III KR. AFSLATTUR ATLAS- og Gullkorthafar fá samanlagt 24.000 kr. afslátt, miðað við tvo fullorðna og tvo börn á aldrinum 2-l l ára. (Fullorðnir fá 8.000 kr. afslátt en börn 4.000 kr.) ^ §§fg Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða símsöludeild í síma 50 50 100. (Svarað mán,- föst. kl. 8-l 9 og laugardaga kl. 8-l 6). Takmarkað sætaframboð. lsK?ípspilí;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.