Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mannréttindanefnd SÞ Sijórn Kúbu fordæmd Genf. Reuter. TILLAGA Bandaríkjastjórnar um að fordæma stjómvöld á Kúbu fyrir mannréttindabrot var samþykkt í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í gær. Stuðningur við hana var þó minni en í fyrra. í mannréttindanefndinni sitja fulltrúar 53 ríkja og samþykktu 19 bandarísku tillöguna, 20 í fyrra, og 10 voru á móti, fimm fleiri en á síðasta ári. 24 sátu nú hjá en 28 í fyrra. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar, Nancy Rubin, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna, að Kúbustjóm væri sek um margvísleg brot á grundvallar- réttindum manna og vitnaði í skýrslu, sem SÞ og sænski lög- fræðingurinn Johan Groth tóku saman. Fulltrúi Kúbustjómar, Carlos Amat Flores, sagði hins vegar, að tillagan væri aðeins hluti af þeim fjandskap, sem Bandaríkjastjóm hefði sýnt Kúbu sl. 37 ár. Hvatt til viðræðna Ýmis ríki hvöttu til viðræðna milli stjómvalda í Havana og Washington og fulltrúi Chile, sem studdi tillöguna, benti á, að í henni væri nefnt atvik, sem hefði verið afgreitt á síðasta ári, þ.e.a.s þegar Kúbumenn skutu niður tvær bandarískar einka- flugvélar. Sagði hann það raunar vera milliríkjamál, sem ekki snerti mannréttindi beint. Reiði í Japan vegna kjarnorkuslysa Verínu lokað og stjórnendur ákærðir Tókýó. Reuter. STJÓRNYÖLD í Japan fóm form- lega fram á það í gær við lögreglu- yfirvöld, að forráðamenn kjam- orkuendurvinnslustöðvar yrðu ákærðir. Em þeir sakaðir um að hafa reynt að fela hvemig tekið var á einu mesta kjamorkuslysi, sem orðið hefur í iandinu. Ríkir mikil reiði meðal almennings vegna þessa máls, jafnt stuðningsmanna sem andstæðinga kjamorkuveranna. í síðasta mánuði kom upp eldur í kjamorkuendurvinnslustöð í Tokaimura, 160 km fyrir norðaust- an Tókýó, og eftir að sprenging varð í stöðinni lak nokkuð af geisla- virkum efnum út úr henni. í skýrslu stjómenda stöðvarinnar sagði, að starfsmennimir hefðu gengið úr skggga um, að eldurinn hefði verið slökktur en í raun var það aldrei gert. Eldurinn kom upp i bikstöð inni á svæði endurvinnslustöðvar- innar og olli sprengingu þegar hann blossaði upp aftur. Urðu 37 menn fyrir vægri geislun. Síðastliðinn mánudag bámst síð- an aftur geislavirk efni frá endur- vinnslustöðinni í Tokaimura og þá biðu stjómendur í 30 klukkustundir með að skýra frá því. Urðu 11 starfsmenn fyrir vægri geislun en endurvinnslustöðinni hefur nú verið lokað til bráðabirgða. Hashimoto æfur Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, brást mjög reiður við þegar uppvíst varð um yfirhylming- una í fyrra sinnið en þegar hann frétti af viðbrögðum stjómendanna í síðara skiptið, sleppti hann sér næstum af reiði. Þetta mál þykir lýsa vel skrif- finnskunni í Japan en Hashimoto hét því um síðustu áramót að standa eða falla með áætlunum sínum um að draga úr henni og gera ríkis- stjórnina ábyrgari gagnvart þegn- unum. Engar olíu- eða gaslindir em í Japan og kjarnorkuver annast um þriðjung raforkuframleiðslunnar nú. Stjómvöld stefna hins vegar að þvi að fjölga þeim þannig, að þau framleiði 42% orkunnar. Ráðstefna ESB-ríkja og Miðjarðarhafslanda á Möltu Reuter YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, David Levy, utanríkisráðherra ísraels, og Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, á fundi þeirra á Möltu í gær. Knýja fram fund Arafats o g Levys Valletta, Jerúsalem. Reuter. RÁÐAMÖNNUM frá aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) tókst í gær að knýja fram fund milli Yass- ers Arafats, leiðtoga sjálfstjómar- svæða Palestínumanna, og Davids Levy, utanríkisráðherra Israels, í tengslum við ráðstefnu ESB og strandríkja Miðjarðarhafsins á Möltu. Hans van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, fór með Levy á fund við Arafat á hóteli i Valletta, höfuð- borg Möltu, eftir tveggja daga þref um skilyrði Palestínumanna fyrir fundinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Arafat ræðir við háttsettan ísraelsk- an ráðherra frá því ísraelar hófu umdeildar byggingarframkvæmdir nálægt Austur-Jerúsalem í liðnum mánuði. Levy sagði að Arafat hefði lofað að hefja að nýju samvinnu við ísra- ela í öryggismálum, en henni var hætt vegna deilunnar um fram- kvæmdirnar, sem hafa valdið dag- legum átökum milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna. Palestínskir embættismenn stað- festu ekki þessi ummæli ísraelska ráðherrans og sögðu að Arafat og Levy hefðu ekki rætt meginatriði deilunnar en áréttað að reyna þyrfti til þrautar að koma friðarumleitun- um á skrið að nýju. Talsmaður Ara- fats lýsti fundinum sem „kurteisis- heimsókn". Arafat hafði áður sagt að hann myndi ékki heíja aftur samvinnu við ísraela í öryggismálum fyrr en þeir samþykktu að hætta framkvæmdun- um. Kvartad yfir töfum á efnahagsaðstoð Ráðherrar frá 27 löndum Evrópu- sambandsins og strandríkjum Mið- jarðarhafs sátu ráðstefnuna og henni lauk fimm klukkustundum á eftir áætlun vegna deilu um þann hluta lokayfirlýsingarinnar sem fjall- ar um Miðausturlönd. Ráðherrar ESB-ríkjanna höfðu vonast til þess að deilur ísraela og araba myndu ekki draga athyglina frá megintilgangi ráðstefnunnar, sem var að stuðla að aukinni sam- vinnu ESB og Miðjarðarhafsland- anna í efnahags-, öryggis- og menn- ingarmálum. ESB-ríkin lofuðu á fundi í Barcel- ona árið 1995 að veija sex milljörð- um dala, jafnvirði 420 milljarða króna, í efnahagsaðstoð, hagstæð lán og fjárfestingar í Miðjarðarhafs- lðndunum fyrir aldamót. Loka- markmiðið er að stofnað verði frí- verslunarbandalag á svæðinu ekki síðar en árið 2010. Ráðherrar nokkurra Miðjarðar- hafslanda gagnrýndu ESB fyrir að hafa dregið að standa við loforðin en fulltrúi portúgölsku stjóminnar sagði að MiðjaEðarhafslöndunum væri að hluta til sjálfum um að kenna. Hans van Mierlo sagði að veruleg- ur árangur hefði náðst í sáttaumleit- unum vegna deilu Tyrkja og Grikkja um nokkrar smáeyjar í Eyjahafi. Hann kvaðst vonast til þess að lausn deilunnar væri í sjónmáli en vildi ekki greina frá gangi viðræðnanna í smáatriðum. Rúmar 18 milljónir án atvinnu í ESB Brussel. Morgunblaðið. ATVINNULEYSI hélst óbreytt í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB), í febrúar síðastliðnum sam- anborið við síðustu þijá mánuði þar á undan. Um 10,8% vinnufærra manna í ríkjunum 15 reyndust vera án atvinnu og samsvarar það rúm- um 18 milljónum vinnufærra manna. Þetta er að sama skapi nánast óbreytt ástand samanborið við febrúar 1996 og 1995. Atvinnuleysi heldur þó áfram að minnka í Bretlandi, sem hlýtur að teþ'ast ánægjuefni fyrir breska íhaldsflokkinn svo stuttu fyrir þing- kosningar þar í landi. Atvinnuleysi þar mældist 7,1% í febrúar og hef- ur það lækkað um 1% á undan- gengnum 5 mánuðum og tæp 2% ef borið er saman við febrúar 1995. Þá dró einnig úr atvinnuleysi á írlandi og í Hollandi en atvinnu- leysi er þó enn mjög hátt á írlandi eða 11,6%. Atvinnuleysi í Svíþjóð og Portúgal jókst hins vegar í febr- úar og mældist það tæp 11% í því fyrmefnda og 7,3% í því síðar- nefnda. Eftir sem áður mældist atvinnu- leysi vera langmest á Spáni eða 21,7% en þar á eftir kemur Finn- land þar sem um 15% vinnuaflsins er án atvinnu. Minnst mældist at- vinnuleysið hins vegar vera í Lúx- emborg, 3,4% og í Austurríki, 4,4%. Aukin bjartsýni í efnahagslifinu Þrátt fyrir þetta mikla atvinnu- leysi virðist nú dálítið bjartara yfir evrópsku efnahagslífi en fyrr. Tiltrú stjórnenda evrópskra fyrirtækja á efnahagsástandið hefur farið batn- andi á undangengnum mánuðum og fleiri og fleiri atvinnurekendur hyggjast auka framleiðslu sína í náinni framtíð, samkvæmt skoð- anakönnunum Framkvæmdastjóm- ar ESB. Þetta á þó ekki við í Bret- landi, Grikklandi, Portúgal og á írlandi, en engu að síður er búist við framleiðsluaukningu í öllum þessum löndum. Neytendur era nokkuð svart- sýnni en stjómendur fyrirtækjanna, en engu að síður hefur orðið lítils háttar aukning á tiltrú evrópskra neytenda á efna- hagslífið á undangengnum mánuðum. Áfram ríkir hins vegar talsverð svartsýni meðal stjórnenda í byggingariðnaði, enda hefur niðurskurður í opinberam framkvæmdum bitnað nokkuð á þessum geira. Evrópubúar vilja meiri þróunar- styrki frá ESB Brussel. Morgunblaðið. MIKILL meirihluti þeirra 370 millj- ón íbúa sem búa í aðildarrfkjum Evrópusambandsins (ESB) telja styrki sambandsins til þróunarríkja mikilvæga og era því fylgjandi að styrkveitingar á vegum þess verði auknar enn frek- ar, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Fram- kvæmdastjóm ESB. Um 83% svar- enda lýstu sig þessarar skoðunar i könnuninni en afstaða íbúa ein- stakra aðildarríkja er þó mjög mis- jöfn. íbúar Suður-Evrópuríkja eru til að mynda talsvert hlynntari slík- um styrkveitingum en íbúar norð- lægari aðildarríkjanna. Þannig era t.d. rösklega 90% íbúa Spánar, Italíu, Grikklands og Port- I úgals mjög hlynntir styrkveitingum ) ESB, sem og raunar íbúar Lúxem- j borgar og írlands. Hins vegar era íbúar Belgíu, Finnlands og Austur- ríkis minna hrifnir af slíkum styrkj- um, en þó mælist stuðningur við þá yfir 70% í löndunum þremur. Flestir íbúanna telja Evrópusam- bandið eiga að beina aðstoð sinni fyrst og fremst að Afríku, sökum landfræðilegrar nálægðar. Fæstir virðast þó reikna með miklum við- ’ skiptatækifæram vegna slíkrar að- } stoðar því tæplega 60% svarenda | telja slík viðskiptatækifæri óvera- leg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.