Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bygging rafstöðvarhúss á Nesjavöllum Hvorki Armanns- fell né undirverk- takar munu tapa Morgunblaðið/Ingvar LÖGREGLAN hugar að litla drengnum sem slapp svo til ómeiddur eftir að sendibifreið hafði verið bakkað á hann. Háskóladeild hafði ekki heimild til að segja upp lektor ÁRMANN Örn Ármannsson fram- kvæmdastjóri Ármannsfells hf. segir að fyrirtækið muni ekki tapa á tilboði sínu í byggingu rafstöðv- arhúss á Nesjavöllum fyrir Hita- veitu Reykjavíkur né heldur þeir undirverktakar, sem samið hefur verið við. Borgarráð hefur sam- þykkt tillögu Innkaupastofnunar um að samið yrði við Ármanns- fell, sem bauð 74,08% af kostn- aðaráætlun, en ráðgjafar Hita- veitunnar kváðust ekki geta mælt með samningnum. Ármann sagði það ekki rétt sem fram hefði komið í bréfi Hitaveit- unnar til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, að starfs- menn Ármannsfells væru ekki samkeppnisfærir og því hefði fyr- irtækið leitað til undirverktaka. „Ég veit ekki hvaðan þetta er komið en þetta er ekki rétt,“ sagði hann. „Þetta er ekki það sem ég sagði eða er bókað í fundargerð Hitaveitunnar. Við töldum ein- faldlega hagkvæmara að vinna verkið með undirverktökum þar sem mjög mikið er af verkefnum STUÐNINGSMENN séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur til biskups- kjörs boðuðu til fundar í Kornhlöð- unni þriðjudag, þar sem Auður Eir kynnti þá stefnu sem hún vildi fylgja í biskupsstarfi, verði hún kosin. Auður Eir sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með fundinum væri fyrst og fremst sá að safna saman konum víða að úr þjóðfélaginu sem gætu haft áhrif á þá aðila sem hefðu kosningarétt við biskupskjör. Einnig væri fund- urinn kærkomið tækifæri kvenn- anna sjálfra til að ræða um þá kirkju sem þær vildu hafa, „í þeirri trú að við séum kirkjan en ekki bara prestarnir," sagði Auður Eir. í máli Auðar Eirar á fundinum kom m.a. fram að hún hefði þær væntingar til kirkjunnar að hún væri jafn góð kirkja fyrir konur og karla. „Til þess þarf kirkjan að koma til sjálfrar sín og sjá hvað hún hefur unnið í málum kvenna. Hún þarf að horfast í augu við hlut kvenna í starfi sínu, stjórnun og guðfræði," sagði hún og benti á að kirkjumálaráðherra hefði gef- ið þær upplýsingar á Alþingi að í nefndum kirkjunnar störfuðu 90 karlar en 22 konur og í 11 af 27 nefndum kirkjunnar væri engin kona. íslenska þjóðkirkjan byggð upp í píramída Auður Eir sagði ennfremur að margar konur sem og karlar væntu Víkartindur Vel gengur að losa skipið 30 GÁMAR hafa verið losaðir úr lest Víkartinds síðustu tvo daga og gengur verkið vel, að sögn Sva- vars Ottóssonar hjá flutningamið- stöð Eimskips. Enn eru um 60 framundan. Þess vegna var ákveð- ið að semja við undirverktaka á Suðurlandi um verulegan hluta verksins." Varðandi umsögn ráðgjafa Hitaveitunnar bendir Ármann á að fyrir nokkrum dögum hafi ver- ið opnað tilboð hjá Vegagerðinni í nýja brú yfir Elliðaár, þar sem Ármannsfell bauð í verkið ásamt öðrum. „Það var jafn mikið sam- keppnisboð og þar voru öll tilboð yfir kostnaðaráætlun en öll tilboð í rafstöðvarhúsið á Nesjavöllum voru undir kostnaðaráætlun," sagði hann. „Tilboð er eitthvað sem er að marka og við höfum gert tilboð í verk í þijátíu ár. Kostnaðaráætlanir eiga það sam- eiginlegt að það þarf enginn að standa við þær. Þær eru reiknaðar af ágætis mönnum en tilboð er gert af mönnum, sem þurfa að standa við þau. Þetta tilboð er ekki hátt en það er heldur ekki lágt og við munum framkvæma verkið með hagnaði þannig að hvorki undirverktakar né við mun- um tapa á þessu verki.“ þess að kirkjan taki upp það tungu- tak sem feli í sér ávarp og umtal um bæði konur og karla. „í því tungutaki er bæði talað um Guð í kvenkyni og karlyni og textar Bibl- íunnar og sálmar messunnar látnir tala bæði til kvenna og karla.“ Auður Eir sagði jafnframt að þetta tungutak yrði eitt af forgangsverk- efnum sínum í biskupsstarfi. Þá talaði Auður Eir m.a. um það að hún vænti þess að kirkjan dreifði valdi sínu til allra sem vinna þar. „íslenska þjóðkirkjan er byggð upp í píramída þar sem völdunum gámar í lestum skipsins. Titan björgunarfélagið bandaríska, sem vinnur að losuninni, ætlaði sér í upphafí sex vikur til verksins og hefur þegar verið að í þrjár vikur. Vel gengur að flytja gámana yfír sandinn í Háfsijöru. Svavar segir að nokkuð gott ástand hafi verið á vöru í þeim gámum sem hafa verið losaðir fram að þessu. Hins vegar sé mik- il olía í lestum skipsins og þeir Sendibifreið bakkað á lítinn dreng FJÖGURRA ára drengur, sem var að þjóla við Nóatúnsverslun- ina í Rofabæ í gærmorgun, slapp svo til ómeiddur er sendibifreið var bakkað á hann, að sögn lög- reglunnar í Reykjavík. Drengur- inn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en við rannsókn á honum kom i ljós að hann var aðeins marinn á baki, en að öðru leyti ómeiddur. Hjólið skemmdist töluvert. er safnað saman efst uppi. Ég hef séð þetta fyrirkomulag standa í vegi fyrir starfi og starfsgleði í kirkjunni. Ég vænti þess að hún dreifi valdinu og taki sér tíma til að íhuga hvaða leiðir eru til þess. Mér dettur í hug að gera prestum úti um landið og inni í þéttbýlinu kleift að hafa meira vald til að móta eigið starf og hafa áhrif á alla kirkjuna. Ég vildi að allt fólk kirkjunnar fyndi vald sitt til að hafa áhrif á mótun kirkjunnar eft- ir sínum eigin bestu óskum," sagði hún. gámar sem eru nú að koma upp úr skipinu séu olíumengaðir. Gám- amir em hreinsaðir í fjörunni áður en þeir eru fluttir til Reykjavíkur. Hann sagði að meiri óvissa væri um ástand vöm sem er í gámunum sem eftir em í skipinu. Flokkur manna frá fyrirtækinu Vökvavélum á Egilsstöðum vinnur að hreinsun fjömnnar en búast má við að hreinsunin taki nokkrar vikur. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að heim- spekideild Háskóla íslands hafí skort lagaheimild til að segja upp ráðning- arsamningi Aitors Yraola, lektors í spænsku, í febrúar 1995 og hefur beint því til menntamálaráðuneytis- ins að það leiti leiða til að rétta hlut hans. Aitor Yraola var ráðinn stunda- kennari við heimspekideild HI árið 1981, var lektor í spænsku frá 1. janúar 1984. í fyrstu var Aitor ráð- inn til eins árs í senn en ótímabind- ið frá því í apríl 1991. Honum var sagt upp störfum 6. febrúar 1995 með bréfí Vésteins Ólafsonar, þáverandi forseta heim- spekideildar Háskóla íslands, með vísun til ákvæðis í ráðningarsamn- ingi um gagnkvæman 3ja mánaða uppsagnarfrest. Aitor dvaldist þá á Spáni í rann- sóknaleyfí frá störfum. Vakin var athygli hans á að sérstök tímabund- in lektorsstaða í spænsku yrði aug- lýst og að hann ætti kost á að sækja um hana. Uppsögnin var skýrð með þeirri stefnu heimspekideiídar að kennarar skuli keppa um stöður eft- ir að þær hafa verið auglýstar og að enginn geti setið í stöðu nema hljóta hæfnisdóm. Aitor kærði uppsögnina til menntamálaráðuneytisins sem vísaði kærunni frá og til háskólaráðs sem staðfesti ákvörðun heimspekideildar. Síðan var auglýst tímabundin staða lektors í spænsku og sótti Aitor um ásamt fimm öðrum. Þriggja manna nefnd mat Aitor, sem hefur doktorsgráðu, og annan um- sækjanda, sem hafði masterspróf, STOFNFUNDUR Samtaka sjóðfé- laga séreignarsjóða verður haldinn á Hótel Loftleiðum í dag kl. 17.30. Verður meginmarkmið samtakanna að vinna að því að þeim sem hafa valið að greiða 10% lögbundið fram- lag í séreignarlífeyrissjóði verði það heimilt áfram. Talsmenn undirbúningshóps sam- takanna hafa gagnrýnt harðlega ákvæði í frumvarpi um lífeyrismál, sem nú liggur fyrir Alþingi, og segja að ef það nái fram að ganga verði séreignarsjóðir lagðir niður og lífeyr- isréttindum sjóðfélaga séreignar- sjóða stefnt í voða. Sigurður R. Helgason stjórnarfor- maður Fijálsa lífeyrissjóðsins, sem er í undirbúningshóp samtakanna, hæfa til að gegna starfínu. Sá um- sækjandi var hins vegar ráðinn til starfans eftir atkvæðagreiðslur í skor rómanskra og slavneskra mála og á deildarfundi í heimspekideild. Aitor leitaði til umboðsmanns Al- þingis í mars á síðasta ári og umboðs- maður komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars síðastliðinn að heim- spekideild hafí skort heimild til að segja upp ráðningarsamningnum. Háskóladeild sé að lögum bær til að ráða stundakennara og mennta- málaráðherra lektora og því sé ljóst að heimspekideild sé bær til að leysa stundakennara við deildina frá störf- um og menntamálaráðherra sé bær til að leysa lektora frá störfum. Það hafí því ekki verið í valdi deildarinn- ar að leysa Aitor frá störfum og slíkt hafí ekki getað orðið án þess að fyrir lægi ákvörðun menntamálaráð- herra. Umboðsmaður setur jafnframt fram í áliti sínu þau tilmæli til menntamálaráðherra að það taki mál Aitors Yraola til endurskoðunar og leiti leiða til þess að rétta hlut hans. Jafnframt kemur fram að umboðsmaður telur brýnt að við endurskoðun á lögum um Háskóla íslands, verði tekin skýr ákvæði um það, hvaða aðilar séu bærir til að veita stöður við háskólann. Aitor Yraola er íslenskur ríkis- borgari frá árinu 1987. Hann var atvinnulaus um hríð að loknu rann- sóknarleyfi því sem hann var í þegar honum var sagt upp störfum en hefur undanfarið starfað sem dósent við háskóla í Noregi. Eiginkona hans og þijú börn búa hins vegar hér á landi. átti fund með Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra um málið í gær. Sigurður sagði að fjármálaráðherra hafi þar farið yfír þær forsendur sem lægju að baki lífeyrisfrumvarpinu og hann hefði á móti lýst afstöðu fulltrúa sjóðfélaga séreignarsjóð- anna en engin niðurstaða hefði orðið á fundinum. í undirbúningshópi samtaka sjóð- félaga eru sjóð/élagar úr Fijálsa líf- eyrissjóðnum, íslenska lífeyrissjóðn- um, Séreignarlífeyrissjóðnum, Al- menna lífeyrissjóði VIB, Lífeyris- sjóðnum Einingu og lífeyrissjóðum Tannlæknafélags Islands, Tækni- fræðingafélags íslands, íslenskra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, og Iðnaðarmannafélags Suðurnesja. Séra Auður Eir fundar með stuðningsmönnum ViII að kirkjan dreifi valdi sínu Morgunblaðið/Golli SÉRA Auður Eir Villyálmsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir á fundi stuðningsmanna Auðar. Séreignarlífeyrissjóðir Samtök sjóðfélaga stofnuð í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.