Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 33 AÐSENDAR GREINAR Breyttur lánasjóður NÚ LIGGUR fyrir samkomulag stjórnar- flokkanna um breyt- ingar á Lánasjóði ís: lenskra námsmanna. í kosningaslagnum voru einkum tvö atriði nefnd sérstaklega hvað varðar breyting- ar á sjóðnum: Annars vegar svonefndar mánaðargreiðslur eða samtímagreiðslur og hins vegar lækkun endurgreiðsluhlutfalls. í samkomulaginu er tekið á báðum þessum atriðum sem og nokkr- um öðrum til viðbótar. Hér skal nefnt það helsta: - mánaðargreiðslur fyrir náms- fólk eru teknar upp - endurgreiðsluhlutfall lækkað úr allt að 7% í 4,75% - sveigjanleiki er aukinn í náms- framvindu - krafan um ábyrgðarmenn verð- ur einfölduð og minnkuð - iðnnemar fá fulltrúa í stjórn - námsfólk getur fengið samtíma- greiðslur strax á fyrsta misseri. Svo sem sjá má af þessari upp- talningu er um verulegar breyting- ar að ræða, námsfólki til hagsbóta. Skal nú vikið að einstökum þáttum. Endurgreiðslur lækkaðar. Sam- kvæmt gildandi lögum taka á þessu ári gildi ákvæði laganna frá 1992 um endurgreiðsluhlutfall allt að 7%. Með því að lækka það niður í 4,75% léttist byrði námsfólks til muna. Dæmi má taka af hjónum, nýkomn- um úr námi með meðallán á bakinu og um 300.000 króna mánaðarlaun. Ársgreiðsla þeirra af námslánum lækkar um hátt í 100.000 krónur. Um það hlýtur að muna. Vert er að taka fram að þessi prósenta er afturvirk og nær til þeirra sem tóku lán á tímabilinu 1992-1997. Samtímagreiðslur. Frá 1992 hefur það gilt að námsfólk þarf að fjármagna hvert misseri sjálft en fær svo lán ef próf hafa stað- ist. Þetta hefur mælst illa fyrir. Nú verða samtímagreiðslur teknar upp þannig að námsmenn fá lánið mánaðarlega, líkt og almennt gild- ir um tekjur fólks. Helsta breyting- in er sú að samið verður við banka og sparisjóði um þessa þættij námsfólki að kostnaðarlausu. I stað þess að þurfa að sækja mál sín í gegnum eina stofnun (LIN) með öllum kunnum vandræða- gangi er gert ráð fyrir því að þjón- ustufulltrúar bankanna sinni þjón- ustu við námsfólkið. Þetta felur m.ö.o. í sér verulega bætta þjón- ustu fyrir námsfólk og aðstandend- ur þess. Fólk snýr sér til síns við- skiptabanka og fær þjónustu þar í stað þess að vera háð einni stofn- un í Reykjavík. Þjónustuhlutverk bankanna hefur verið að breytast á síðustu árum og færast í mun vænna horf en áður tíðkaðist. Bankar keppa orðið um viðskipta- vini og leggja sig fram um að veita þeim sem besta þjónustu. Náms- fólk mun njóta góðs af og gerir reyndar í dag. Bankarnir auglýsa orðið styrki handa námsfólki, lána jafnvel á sérkjörum og aðstoða kúnna sína á ýmsan hátt. Því er ekki óeðlilegt að færa samtíma- greiðslurnar og þjónustuna inn í þetta nýja umhverfi og stórauka þannig þjónustu við námsfólk - því að kostnaðar- lausu. Þetta er heppi- leg lausn fyrir alla aðila - einkum þó fyr- ir námsfólk. Félagslegur sveigj- anleiki. Lengi hefur það verið baráttumál námsmanna að auka sveigjanleika lánanna gagnvart framvindu náms. Þannig hefur það gerst að lán hafa verið skert ef nám- skeið er fellt niður og á stundum hafa veik- indi haft áhrif. Á þessu er nú tek- ið og fest í sessi heimild til sjóðs- stjórnar að taka sérstakt tillit til þessara þátta. Að auki trúi ég að bankar muni í samkeppni sinni um viðskiptavini bjóða enn frekari sveigjanleika handa námsfólki. Nú liggur fyrir sam- komulag um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hjálmar Arnason er sannfærður um að það sé námsfólki til mikilla hagsbóta. Iðnnemar í stjórn. Lengi hafa iðnnemar barist fyrir því að fá fulltrúa í stjórn LÍN. Það er mjög eðlileg krafa og í fullu samræmi við þær áherslur að sinna starfs- menntun betur en gert hefur verið. Nú hefur þessum áfanga verið náð og Iðnnemasambandið fær fulltrúa í stjórnina. Abyrgðarmenn. í dag þurfa námsmenn allt að tvo ábyrgðar- menn til að geta fengið námslán. Þetta hefur valdið ýmsum vand- kvæðum og bitnað misjafnlega á fólki. Nú stendur til að einfalda þetta fyrirkomulag og jafnvel leita nýrra leiða í stað ábyrgðarmann- anna tveggja. Þarna hefur náðst mikilvægur áfangasigur fyrir námsfólk. Fleiri atriði mætti telja, s.s. heimild fyrir mánaðargreiðslum á fyrsta misseri en það atriði hefur ekki einu sinni verið á stefnuskrá námsmanna. Þar er því gengið lengra til móts við námsfójk en reiknað hafði verið með. Ég er sannfærður um að samkomulag stjórnarflokkanna um málefni LÍN er námsfólki til mikilla hagsbóta að öllu leyti. Meginatriðið er að þjónustan eykst, kostnaður náms- manna lækkar og kerfið allt verður skilvirkara en verið hefur. Því er ánægjulegt að málið skuli leyst í sátt þó einhveijir stjórnarandstæð- ingar reyni að gera það tortryggi- legt. Alit tal um sigur eða tap ein- hvers í þessu máli er hlálegt, nema þá ef vera skyldi sigur námsmanna sjálfra. Það er meginatriðið. Næsta stóra skref í menntamálum okkar hlýtur að vera framhaldsskólinn og efling starfsmenntar á því stigi. Höfundur er alþingismaöur. Hjálmar Árnason Brúðhjón Allm boiðlnínaóur Glæsileg gjafdvdrd Briiódilijóna listar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Lífeyrisréttindi heimavinnandi kvenna, komi til skilnaðar I tilefni greinar Svölu Thorlacius ÉG ÞAKKA Svölu mjög tíma- bæra grein hennar sem birtist í Morgunblaðinu 10. apríl sl. um hjónaskilnaði og lífeyrisréttindi. í grein sinni bendir Svala réttilega á réttleysi kvenna í lífeyrismál- um, þar sem lífeyrisréttur fylgir maka við skilnað og konan stend- ur uppi réttlaus þó svo að lífeyris- rétturinn hafi áunnist í langri sambúð. Mál þetta er angi af enn stærra máli og má segja ljótum bletti á þjóðfélagi okkar. Tökum sem dæmi konu sem hefur verið heimavinn- andi og komið upp börnum sínum. Hún hefur hvergi áunnið sér neinn rétt til lífeyris. Skilji þessi hjón fer karlinn með lífeyrisréttinn með sér. Sé konan komin á efri ár kemst hún ekki inn á vinnumarkaðinn, enginn vill ráða hana og hún fær heldur ekki atvinnuleysisbætur. Hún er í algerri sjálfheldu, hefur enga möguleika til að framfleyta sér og heimili sínu fram að ellilíf- eyrisaldri. Þá fær hún ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, sem er þó ef til vill miklu lægri upphæð en henni bæri af áunnum sam- eiginlegum lífeyrisrétti. Við búum betur að útlendingum sem hingað koma og hafa fengið hér atvinnu- leyfi. Þeir fá atvinnuleysisbætur ef þeir missa vinnuna en konan sem ég minntist á áður á engan slíkan rétt, þar sem hún var ekki á hinum almenna vinnumarkaði eins og áður sagði. Ég ræddi þetta á fundi sem at- vinnu- og jafnréttisnefnd Banda- lags kvenna í Reykjavík (BKR) átti með forstjóra Tryggingastofn- unar ríkisins fyrir tveim árum. Hann taldi að eini möguleiki slíkra kvenna til að fá framfærslulífeyri væri að fá örorkumat. Hvílík niður- læging. Fleira má nefna, svo sem að heimavinnandi konan á aðeins rétt á 80% persónuafslætti, hálfum sjúkradagpeningum og greiðsla í fæðingarorlofi til hennar er um 43% af greiðslu til útivinnandi kvenna. Svona er því miður hægt að halda áfram samanburði, en umræðan í þjóðfélaginu undanfar- in ár um réttindi kvenna hefur hinsvegar öll snúist um barnsburð- arleyfi enda eru það aðallega ung- ar konur sem fyrir því berjast. Ég hefi vakið athygli á réttleysi fullorðinna kvenna á þingum BKR árin 1995 og 1996, en þar sat ég í atvinnu- og jafnréttisnefnd. Skýrslur sem nefndin skilaði til þingsins þessi ár fjölluðu um þetta réttleysi meðal annars. Þing BKR sendi síðan ályktanir í mars á s.l. ári til félagsmálaráðherra og for- sætisráðherra þess efnis að skorað var á ráðherrana að þeir beittu sér fyrir leiðréttingu á réttleysi heima- vinnandi kvenna. Á opnum fundi um jafnréttis- mál á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins sl. haust, flutti ég erindi MEG frá ABET UTANÁ HÚS FYRIRLIGGJANDI um völd og áhrif kynj- anna. í erindinu ræddi ég meðal annars um að öll réttindi konunn- ar væru tengd maka. Það sem heimavinn- andi konan uppsker í þjóðfélaginu í dag er að hún á engan sjálf- stæðan rétt fyrir það starf sem hún hefur unnið, það er að ala upp þá kynslóð sem á að taka við, og þess er heldur ekki getið í hagskýrslum! Ég hefi einnig vakið athygli á þessum mál- um á fundum hjá Landssambandi sjálfstæðiskvenna, Verði - fulltrúaráði og á fundum Það er algjör háðung fyrir Alþingi, segir Mar- grét K. Sigxirðardótt- ir, ef tillagan um að líf- eyrisréttindi verði hjónaeign nær ekki fram að ganga, þegar hún verður borin upp í 8. sinn á Alþingi í vor. hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Auk þess ítrekað í greinaskrifum á sama vettvangi, nú síðast í tilefni 60 ára afmælis Hvatar í afmælisávarpi í blaða- grein í Morgunblaðinu 27. febrúar sl. __ Á félagsfundi hjá Hvöt fyrir rúmu ári þar sem Sólveig Péturs- dóttr, alþingismaður, ræddi um lagalega stöðu íslenskra kvenna kom fram, að unnið væri að breyt- ingu á hjúskaparlögum þess efnis að litið yrði á lífeyrisréttindi sem hjónaeign, en taldir væru slíkir erfiðleikar á framkvæmdinni að hún væri nær ógerleg. Formaður í nafni Hvatar bað þá fyrir þau skilaboð til Alþingis að í tækni- væddu þjóðfélagi í dag væri þetta vel leysanlegt, allt sem þyrfti væri vilji þeirra sem um þessi mál fjalla. Það er sorglegt að svona standa málin þótt liðin séu 12 ár síðan íslendingar skrifuðu undir samn- ing Sameinuðu þjóð- anna um afnám mis- mununar gegn kon- um. Á þessum tíma hefur sjö sinnum verið lögð fyrir alþingi breytingartillaga á hjúskaparlögum þess efnis, að lífeyrisréttur yrði hjóna- eign eins og Svala bendir réttilega á, en karlar hafa engan áhuga sýnt fyrir því að koma þessu máli í höfn. Ég segi karlar því þeir eru meirihluti þingheims. Það fer ekki milli mála að völdum er misdreift milli kynja þar sem valdakerfi þjóð- félagsins eru karlstýrð að mestu. Ég kann ekki aðrar skýringar á því af hveiju ekki hefur verið haft hærra um þessi mál en þær, að þessi hópur kvenna hefur ekki haft getu eða þrek til þess að berj- ast sjálfur fyrir sínum málum, karlar hafa - með nokkrum undan- tekningum þó- lítinn áhuga á mál- um kvenna og því miður sitja allt- of fáar konur á Aiþingi. í janúar sl. sendi Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður for- mönnum allra kvenfélaga bréf þar sem hann vekur athygli á hversu erfitt þetta réttlætismál eigi upp- dráttar þó svo yfirlýst stefna stjórnvalda sé að koma á jafnri stöðu kvenna og karla. í fram- kvæmdaáætlun ríkistjórnarinnar fyrir árin 1993-97 er kveðið á um hagskýrslugerð vegna aðgerða til að ná fram jafnrétti kynjanna. Það yrði alger háðung fyrir Alþingi ef tillagan um að lífeyrisréttindi verði hjónaeign næði ekki fram að ganga þegar hún verður borinn upp í 8. sinn nú í vor. Höfundur er viðskiptafræðingur, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. 3 RANNÍS RANNSÓKNARRÁÐ ÍSLANDS Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja vísindamenn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum Atlandshafsbandalagsins og nú einnig í samstarfsríkjum þess í Mið- og Austur-Evrópu á einhverju eftirtalinna sviða: Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og félagsvísindum og verkfræði. Ennfremur má veita vísindamanni frá samstarfsríkjum í Mið- og Austur-Evrópu styrk til smttrar dvalar (1-2 mánaða) við rannsóknastofnun á Islandi, sem veitir honum starfsaðstöðu. Rannsóknastofnunum, sem þetta varðar, er bent á að hafa samband við Rannsóknarráð Islands. Umsóknum um styrki þessa -„Nato Science Fellowships" - skal komið til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. maí 1997. Umsóknareyðublöð fást hjá Rannsóknarráði Islands, Laugavegi 13. Afgreiðslutími þar er kl. 9-12 og 13-17. Margrét K. Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.