Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORG UNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkun gatnagerðargjalda 20-40% hækkun vegna viðbygginga í eldri hverfum BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu að nýrri gjaldskrá fyrir gatna- gerðargjöld. Lagt er til að grunnur gatnagerðargjalds verði hlutfall af byggingarkostnaði hvers fermetra í stað rúmmetra. Borgarfulltrúar D-listans lögðu fram bókun á fundi borgarráðs á þriðjudag þar sem þeim telst til að minni og meðalstór fyrirtæki að koma sér upp aðstöðu í Reykjavík þurfi að greiða 10-20% hærra gjald. Þá kemur fram að gjöldin geti hækkað um 20-40% vegna viðbygginga í eldri hverfum þar sem ekki sé um mikla lofthæð að ræða. í bókun sjálfstæðismanna segir líka að hækkun vegna gatnagerðar- gjalda íbúða í fjölbýlishúsum sé töluverð og að þau muni hækka um 20% í yngsta íbúðarhverfi borgar- innar, Staðarhverfi. Er það sam- kvæmt heimild til hækkunar eða lækkunar gjalda í nýju gjald- skránni. „Eðlilegra hefði verið að endurskoða gatnagerðargjöld vegna nýrra laga, þannig að ekki verði um slíkar hækkanir að ræða sem raun ber vitni. Þessi mikla hækkun er í ákveðnum tilvikum hvorki til þess fallin að hvetja at- vinnufyrirtæki til framkvæmda, sérstaklega í grónum hverfum, né ungar fjölskyldur til að hefja bygg- ingarframkvæmdir. “ Ekki endilega heildarhækkun Borgarfulltrúar Reykj avíkurlist- ans óskuðu það bókað á móti að engan veginn væri hægt að fullyrða að þær breytingar sem nú væru gerðar á gatnagerðargjöldum í kjöl- far nýrra laga leiddu til heildar- hækkunar. „I sumum tilvikum verð- ur um lækkun að ræða en í öðrum tilvikum hækkun eftir aðstæðum," segir í bókuninni. Þá var óskað eft- ir ítarlegri greinargerð fyrir næsta fund borgarráðs. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi ný lög um gatnagerðargjald. Helstu breytingar sem lögin fela í sér eru að lögð eru af svokölluð B-gatnagerðargjöld, sem ætlað var samkvæmt eldri lögum að standa straum af lagningu bundins slitlags og gangstétta, ef slíkt gjald hafði ekki verið greitt áður. B-gatnagerð- argjöld hafa ekki verið lögð á í Reykjavík. Heimilt er samkvæmt nýju lög- unum að miða gatnagerðargjald við flatarmál eða rúmmál lóðar. Má reikna út af hverri þessara viðmið- ana fyrir sig eða fleirum saman. Þá er hámark gatnagerðargjalds tilgreint á skýrari hátt en áður og miðað við 15% af byggingarkostn- aði rúm- eða fermetra í vísitölu- húsi, eftir því við hvora eininguna gatnagerðargjald miðast. Einnig er kveðið á um kæruheimild í ágrein- ingsmálum. Fermetri raðhúss 9.564 krónur Ný gjaldskrá er í meginatriðum efnislega samhljóða eldri reglugerð um gatnagerðargjöld að því undan- skildu að tilgreint er með hvaða hætti gatnagerðargjaldi skuli ráð- stafað og hvað teljist vera innifalið í því. Einnig er grunnur ákvarðaður sem hlutfall byggingarkostnaðar fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis í stað rúmmetra. Viðmiðunin verður því miðað við verðlag í apríl, 14% kostnaðar á fermetra í einbýlishúsi með eða án tvíbýlisaðstöðu, eða 9.564 krónur, fyrir raðhús, tvíbýlis- og keðjuhús er hlutfallið 9%, eða 6.148 krónur, 4%, sem gera 2.733 krónur fyrir fjölbýlishús og 7% kostnaðar af byggingu annars hús- næðis, eða 4.782 krónur. Einnig er í gjaldskránni heimild fyrir borgar- ráð til þes að hækka eða lækka gjald samkvæmt gjaldskránni vegna tiltekinna svæða eða lóða um allt að 20%. Heimildin er bundin af nýju 15% hámarki byggingarkostnaðar á fer- metra í nújy gjaldskránni og til komin vegna lágrar landnýtingar og ijölda útivistarsvæða í hverfinu, bæði með golfvöllum og tengingu við ströndina. Einnig er meira lagt í frágang innan hverfisins sjálfs en gert hefur verið í öðrum hverfum og jafnframt reyndis jarðvegsdýpi meira, sem leiðir til aukins kostnað- ar, samkvæmt greinargerð frá skrifstofu borgai’verkfræðings. Kveðið er á um að lágmarks- gatnagerðargjald í tengslum við úthlutun íbúðarhúsalóða skuli að jafnaði miða við 220 m2 á lóð einbýl- ishúsa með eða án tvíbýlisaðstöðu, 190 m2 á íbúð ef um er að ræða raðhús, tvíbýlis- og keðjuhús og 120 m2 á íbúð flölbýlishúss. Jafnframt er ákvæði um undanþágu frá gatna- gerðargjaldi við endurbætur og breytingar á áður byggðum húsum og iagt til að undanþága gildi um þær fyrir allt að 30 mz í stað 100 rúmmetra áður. Nemendurí Yerslunarskóla Islands Tóku hluta stærðfræði- prófsins með tölvum NEMENDUR í sjötta bekk Versl- unarskóla Islands tóku hluta stúd- entsprófs síns í stærðfræði á tölv- ur. Er þetta í fyrsta sinn sem tölv- ur eru notaðar við stúdentspróf í stærðfræði að sögn Baldurs Sveinssonar, stærðfræðikennara við skólann. Þeir sem þreyttu prófið á þenn- an hátt voru nemendur í sjötta bekk á hagfræðibraut stærðfræð- ilínu og á stærðfræðibraut. Þessi hluti prófsins vegur 10% af stærð- fræðiprófinu og fengu nemendur eina klukkustund til að leysa úr því. „Við prófuðum úr hiuta af námsefni til stærðfræðistúdents- prófs á þennan hátt en það var fylkjareikningur sem verður best reiknaður á tölvur,“ segir Baldur Sveinsson en ásamt honum kenndu þau Svava Þorsteinsdóttir og Ingi Olafsson. Segir Baldur að með tölvunum megi reikna mun ítarlegar en mögulegt er í höndunum og þar komi grafíkin ekki síst að notum. Notuð eru forritin Excel og Math- pad og sagði Baldur alla fram- kvæmd hafa tekist vel og ekki væri vandi að prófa á þennan hátt. Samráðsfundir um ríkjaráðstefnuna Samfallandi Schengen- hagsmunir ÍSLENZKIR og norskir embættis- menn hafa að undanförnu átt sam- ráðsfundi með fulltrúum norrænu Evrópusambandsríkjanna um tillög- ur, sem liggja fyrir ríkjaráðstefnu ESB um innlimun Schengen-samn- ingsins í stofnsáttmála ESB. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur komið fram á þessum fundum að a.m.k. Svíþjóð og Danmörk telji sig eiga hagsmuna að gæta í mál- inu, sem falli saman við hagsrhuni Noregs og íslands. Þá ’nafa norrænu aðildarríkin ítrekað að þau muni ekki samþykkja breytingar á Schengen,_ sem stefni samstarfssamningum íslands og Noregs við Schengen-ríkin í hættu. Fyrir ríkjaráðstefnunni liggja til- lögur um að innlima Schengen-vega- bréfasamstarfið í sjálft Evrópusam- bandið. Skiptar skoðanir eru um hvort slík sameining sé heppileg og jafnframt er deilt um hvort vegabré- fasamstarfið ætti þá heima í svokall- aðri þriðju stoð sambandsins, þar sem núverandi milliríkjasamstarf um dóms- og innanríkismál fer fram, eða hvort það ætti að tilheyra fyrstu stoðinni, þar sem yfirþjóðlegar stofnanir ESB hafa meiri völd og ákvarðanir eru oft teknar með aukn- um meirihluta en ekki samhljóða líkt og í þriðju stoðinni. Danir varkárir vegna undanþágunnar Fram hefur komið að mun erfið- ara yrði að samræma samstarfs- samninga íslands og Noregs inn- limun í fyrstu stoðina en þá þriðju. íslenzkir og norskir embættismenn hafa fundað með dönskum starfs- bræðrum sínum í Kaupmannahöfn um þessi mál og jafnframt hafa norrænu sendiherrarnir í Brussel fjallað um þau á fundi. Þá er fyrir- hugaður fundur íslands og Noregs með aðalsamningamönnum norrænu aðildarríkjanna á ríkjaráðstefnunni. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur komið fram að Danir leggi áherzlu á að Schengen-sam- starfið breytist sem minnst og verði ekki hluti af yfirþjóðlega samstarf- inu í ESB, þar sem það gæti haft áhrif á undanþágu Danmerkur frá dóms- og innanríkismálasamstarf- inu, sem samið var um eftir að Maastricht-sáttmálinn féll í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Svíar eru jafnframt hlynntir því að Schengen-samstarfið verði í þriðju stoðinni, færist það á annað borð inn í ESB. Finnar eru hins vegar opnari fyrir því að samstarfið færist að hluta til undir valdsvið hinpa yfirþjóðlegu stofnana. Óvíst er hver verður niðurstaðan um stöðu Schengen-samstarfsins og mun það sennilega ekki ráðast fyrr en á lokaspretti ríkjaráðstefnunnar, sem á að ljúka í júní, enda er málið umdeilt. ESB í þjónustuhlutverki við rekstur samstarfsins? Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa Danir lagt fram tillögu á ráðstefnunni um að stigið verði styttra skref í átt til sameiningar Schengen og ESB. Schengen-samn- ingurinn verði ekki felldur inn í stofnsáttmála ESB, heldur taki ESB aðeins að sér þjónustuhlutverk við rekstur samstarfsins. Fyrirkomulag af þessu tagi gæti komið íslandi til góða, að sögn viðmælenda Morgun- blaðsins, þar sem framlag til rekstr- arins yrði þá reiknað út frá þjóðar- framleiðslu hvers aðildarríkis. í nú- verandi Schengen-samstarfi greiða öll aðildarríkin svipaða upphæð til rekstrarins. Morgunblaðið/Kristinn HÓPUR nemenda á hagfræði- og stærðfræðibraut Verslunarskólans tók hluta stúdentsprófs í stærð- fræði með aðstoð tölvunnar. Gull finnst víða um landið en meiri rannsókna er þörf Kanna þarf 12 svæði MEIRI boranir, fleiri gryfjur og sýnatökur þarf til að ganga úr skugga um hvort gull finnst í vinn- anlegu magni hér á landi en niður- stöður eru jákvæðar. Þetta kom fram í máli jarðvísindamanna á vorráðstefnu Jarðfræðafélags ís- lands sem haldin var s.l. þriðjudag. í erindi sínu rakti Guðmundur Ómar Friðleifsson sögu gullleitar á Islandi og benti á að frumkvöðlarn- ir sem hófu gullleit á fyrri hluta aldarinnar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að vinna mætti gull úr kvartsi sem fannst í landi Þormóðs- dals. Sagði hann með ólíkindum að gullleit skyldi hafa lagst af hérlend- is í hálfa öld. „Hér hefur gull náð að setjast til í jarðhitakerfum og það ekki bara í Þormóðsdal heldur víðar. Spurningin snýst því ekki um það hvort hér finnist gull, heldur hvort nægjanlegt magn af vinnslu- hæfu gullgrýti hafi náð að safnast fyrir á það afmörkuðum blettum að jarðvinnslan borgi sig. Núna snýst gullleit um að finna slíka bletti og er þar líkt á komið með okkur og öllum öðrum sem gullleit stunda annars staðar í heiminum," var nið- urstaða Guðmundar. Misjafnt gullmagn Hjalti Franzson lýsti starfi Málm- íss hf. sem er í eigu Kísiliðjunnar og Iðntæknistofnunar og hefur í samstarfi við Orkustofnun stundað gullleit víða um land. Annað gullleit- arféiag, Suðurís hf., hefur einnig verið stofnað og sagði Hjalti félögin hafa gert með sér heiðursmanna- samkomulag um að skipta landinu milli sín vegna gullleitar. Hjalti sagði að gull væri að finna víða á landinu en mestar rannsóknir hefðu farið fram í landi Þormóðsdals. Gull hefur einnig fundist við Mó- gilsá, í Skarðsheiði, Geitafelli í Hornafirði, í Lóni, Borgarfirði eystra, Þvottá og Vopnafirði og sagði hann að ástæða væri til að kanna þessi svæði nánar en alls væri búið að tilgreina 12 leitar- svæði. Þar fyrir utan væri um 300 ferkílómetra svæði ókannað. Fram kom að gullmagnið væri misjafnlega mikið, frá einu grammi upp í 27 g í tonni á vissum stöðum en meðaltal- ið væri 3 g á tonn. Það meðaltal stæði hins vegar ekki undir gullnámi og yrði að sýna fram á að meira gull væri á þeim stöðum áður en hægt væri að ákveða framhald.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.