Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 1997Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 15 AKUREYRI Messur AKUREYRARKIRKJ A: Hátíðar- guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á morgun, sunnudag, en þá lýkur Kirkjulistaviku. Séra Karl Sigur- björnsson, prestur í Hallgrímskirkju, prédikar en sóknarprestar þjóna fyrir altari. Kór Akureyrarkirkju flytur þætti úr þýskri messu eftir Franz Schubert í þýðingu Sverris Pálssonar. Dorothea Dagný Tómas- dóttir leikur með á orgel. Óskar Pétursson syngur einsöng og Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgelið. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni kl. 14. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur þjónar. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20 sama dag. Kirkjuhátíð barn- anna verður í Grundarkirkju, lagt af stað frá Glerárkirkju kl. 10.30. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Áætlaður komutími til baka er um kl. 13. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun. Ungl- ingaklúbbur kl. 16, almenn sam- koma kl. 20. Heimilasambandið kl. 16 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag og kl. 20.30. er biblía og bæn. Ellefu plús mínus kl. 17 á fimmtudaginn. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Ai- menn samkoma á morgun, sunnu- dag kl. 14, Reynir Valdimarsson, prédikar. Samvera fyrir konur á mánudag kl. 20.30, andlegar þjálf- unarbúðir á miðvikudag kl. 20.30, unglingasamkoma á föstudag kl. 20.30. Mikill og fjölbreyttur söngur, allir velkomnir. Bænastundir eru á mánudags-, miðvikudags-, og föstu- dagsmorgna frá kl. 6-7. Vonarlínan 462-1210, símsvari með orð úr ritn- ingunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. KFUM og K, Sunnuhlíð: bænasam- koma kl. 20 annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 27. apríl. Allir velkomn- ir. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messað verður á Hólum kl. 13.30 á sunnudag. Aðalsafnaðarfundur Hólasóknar verður haldinn í Bangsabúð að lokinni athöfn. Mess- an sem átti að vera i Munkaþverár- kirkju þennan dag fellur niður. Kirkjuhátíð bamanna verður í Eyja- fjarðarprófastsdæmi fer fram í Grundarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Rútur fara sem hér segir: Ein fer Austurhlíð kl. 10.20 og ekur Leiruveginn og þaðan Hrafnagils- leið suður í Grund. Önnur rúta fer frá Þórustöðum kl. 10.10 og ekur suður fram hjá Möðruvöllum og yfir um Stóra Dal og þaðan norður að Grund. Þriðja rútan fer frá Stein- hólaskála suður hjá Vatnsenda að Leyningi og norður í Grundarkirkju. Að lokinni athöfn aka rútur að Vín þar sem börn munu þiggja veitingar og fullorðnir kaffi og verður börnun- um að því loknu ekið til síns heima. -----»■"♦-4---- Kirkjulistavika Ljóðatónleikar LJÓÐATÓNLEIKAR verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 16 í dag, laugardaginn 26. apríl. Fram koma Þórunn Guðmundsdótt- ir og Kristinn Arnar Kristinsson. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistar- félags Akureyrar og eru liður í Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju. Fluttu verða verk eftir Henry Purcell, Sigurð Þórðarson, Samuel Barber, Jón Leifs og Johannes Brahms. Þórunn og Kristinn stunduðu bæði framhaldsnám í tónlistarhá- skólum í Bandaríkjunum og hafa þau unnið mikið saman á undan- förnum árum, m.a. komið fram á tónleikum í Gerðubergi og Háskóla- tónleikum. Árið 1995 kom útgeisla- diskur þar sem þau flytja lög eftir Karl Ó. Runólfsson og Jón Leifs. LANDIÐ íþróttafélagið Völsungur á Húsavík sjötíu ára um þessar mundir Strákafélag sem haft hefur mikil áhrif Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því að 27 strákar stofnuðu íþróttafélagið Völs- Morgunblaðið/Silli FJÓRIR stofnendur Völsungs, þeir Sigtryggur Albertsson, Helgi Kristjánsson, Valdimar Vigfússon og Sören Einarsson, fögnuðu 70 ára afmælinu. ung á Húsavík fyrir 70 árum. I upprifjun Sigurðar Péturs Bjömssonar fréttaritara kemur fram að upphaflega máttu félags- menn ekki vera eldri en 14 ára, félagið var upphaflega nefnt Víkingur til að tryggja 16 krónur í sjóð félagsins og að rúður í sýslu- mannsbústaðnum voru iðulega í mikilli hættu þegar ungir Völsungar léku íþróttir sínar. IÞROTTAFÉLAGIÐ Völsungur á Húsavík var stofnað 12. apríl 1927 og minntist 70 ára afmælis síns á veglegan hátt nýlega. Óhætt er að segja að félagið hefur haft mikil áhrif á fólk og byggð á þessum sjö áratugum. Félagið stofnuðu 27 drengir á aldrinum 10-14 ára og sömdu sér lög, sem sögðu svo til að félagar skyldu ekki vera eldri en 16 ára. Aldurstakmarkið mun hafa verið sett vegna þess að hér var starf- andi ungmennafélag, sem þeir munu ekki hafa ætlað láta ná yfir- töku á félaginu. Er stofnendur náðu lögskipuðum aldri breyttu þeir lög- unum. Félagið bar fyrsta árið nafnið Víkingur til þess að nýja félagið gæti erft 16 króna sjóð, sem gam- alt knattspyrnufélag hafði látið eft- ir sig þá það hætti að starfa. Átök urðu um nafnabreytinguna og stóð stríðið milli nafnanna Hemingur og Völsungur. Verndarar með í keppnisferð Fyrstu árin var svo til eingöngu iðkuð knattspyrna á vegum félags- ins og þá unglingarnir fóru sína fyrstu keppnisferð að Breiðumýri, þótti sjálfsagt að verndarar fylgdu þessum ungu liðsmönnum og var til þess valinn Unnur Bjarklind (Hulda skáldkona). Knattspyrnu- völlurinn var úti á Höfða á sand- grónum börðum, sem voru svo upp- spörkuð í miðju og við úrfok að kantanir voru allt að 30 cm hærri en miðbik vallarins. Einnig var mik- ið sparkað í Sýslumannslautinni, sem var norðan við Sýslumannshús- ið og kom þá fyrir að boltinn braut rúðu. En það taldi sýslumaðurinn, Júlíus Havsteen, aðeins eðlilegt óhapp, enda má segja að vagga Völsunga hafi verið í Sýslumanns- húsinu fyrstu árin, því synir hans, Jakob og Jóhann, voru hvatamenn að stofnun félagsins og stjórnendur fyrsta áratuginn. Fyrsta og eftirminnileg keppni við önnur félög fór fram á Akur- eyri, þar sem Akureyrarfélögin KA og Þór og Völsungur kepptu við Val frá Reykjavík. Valur sigraði, en Völsungar unnu bæði Akur- eyrarfélögin. Eftir þessa för gaf Valur skjöld sem norðlensku knattspyrnufélögin skyldu keppa um í 2. aldursflokki. Þegar keppa átti um skjöldinn í þriðja sinn, hafði Völsungur sigrað tvisvar og átti þá þriðja keppnin að fara fram á Húsavík. En þegar að mótsdegi kom urðu Akureyring- ar ekki ásáttir um mótsstað og neituðu að taka þátt í keppninni. Ur þessu varð svo dómsmál og lögðu báðir aðilar þann skilning í dómsúrskurðinn, að þeir hefðu sigr- að, en dómsúrskurðinum var aldrei framfylgt og ekki var meira keppt um skjöldinn. Stúlkur hefja æfingar 1933 Þáttaskil urðu í starfsemi félags- ins 1933 að teknar voru stúlkur inn í félagið. Þær æfðu handbolta und- ir stjórn Jónasar G. Jónssonar, sem um svipað leyti réðst íþróttakennari til Húsavíkur. Síðan hefur Völsung- ur átt á að skipa góðu liði í kvenna- íþróttum og handboltastúlkur Völs- unga töldust meðal bestu liða lands- ins á árunum 1940 til 1950, þótt stúlkurnar færu oft beint úr beitu- skúrunum til keppni. Ungmennafélagið Ófeigur í Skörðum starfaði jafnhliða Völs- ungi fyrstu árin og stóð það fyrir byggingu Samkomuhússins 1929 en eftir það átak mun félagið ekki mikið hafa starfað, því ungmennin skipuðu sér í raðir Völsungs. Félag- arnir lögðu mikið á sig fyrir félags- starfíð og sem dæmi um það má nefna að fyrir eina árlega jóla- skemmtun félagsins, tóku félagarn- ir sig til og máluðu samkomusalinn sem aldrei hafði verið málaður og formaðurinn Jakob Hafstein málaði 10 myndir á veggina, íslenskt lands- lag og suðræna pálma og píramita. Yfir þetta var síðar málað, en nú sjá menn eftir að þessar vegg- skreytingar skyldu ekki hafa verið varðveittar. Einn skemmtilegur og eftir- minnilegur þáttur í sögu félagsins var heimsókn IR-inga 1943, þegar stjömur þeirra, Finnbjörn Þorvalds- son, Jóel Sigurðsson og Magnús Baldvinsson, voru farnar að skína. ÍR-ingarnir dvöldu á Húsavík í eina viku við æfingar og leiki. Bjuggu í Barnaskólanum og borðuðu á heim- ilum Völsunga. Þarna sköpuðust kynni sem lengi héldust. Félagsfundir ungmennanna voru oft skemmtilegir og lýðræðislegir. Lesa má í gamalli fundargerð að eitt sinn eftir að Hafsteinsbræður höfðu látið af forustu félagsins, var borin fram á fundi tillaga um van- traust á formann félagsins og hún samþykkt. En þegar aftur var geng- ið til atkvæða um kosningu nýs formanns var hann endurkosinn. Félagið hefur ávallt beitt sér fyr- ir byggingu íþróttamannvirkja, fýrst vallargerð, síðar byggingu sundlaugar og svo íþróttahallar, svo að segja má að í dag sé að því leyti vel búið að húsvískri æsku með góðum stuðningi bæjarfélagsins og ríkisvaldsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Jakob Hafstein formaður, Jóhann Hafstein gjaldkeri, Ásbjörn Bene- diktsson ritari, Helgi Kristjánsson og Jón Bjarklind. Fjölbreytt afmælishátíð Hátíðahöldin á afmælisdeginum hófust með samkomu sem Guðni Halldórsson stjórnaði í íþróttahöll- inni. Hún hófst með ávarpi for- manns, Ingólfs Freyssonar. Þor- móður Jónsson sagði sögu félagsins í stórum dráttum. fþróttir voru sýndar af öllum aldursflokkum. Flokkur frá Akureyri, sem nefndi sig Kristjana og sveitalubbarnir sýndu línudansa (kántrídansa). Kór eldri borgara og söngtríóið Þríund skemmtu með söng. Að endingu þessa hluta hátíða- haldanna voru öllum veittir drykkir og hluti af nokkurra fermetra tertu. Síðdegi var svo samsæti í Mið- hvammi. Þar sem mættir voru með- al annarra formaður ÍSÍ, Ellert B. Schram, og formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Þar voru margar ræður fluttar ogýmis skemmtiatriði. For- maður ÍSI sæmdi við þetta tæki- færi 5 Völsunga silfurmerki sam- bandsins og 2 gullmerki þess og formaður KSÍ heiðraði 3 félaga með silfurmerki sambandsins og 2 með gulli. Mikið barst af heillaóskum í formi skeyta, blóma og gripa. Landsbankinn færði félaginu að gjö'f 200 þús. kr. sem vetja skyldi til æskulýðsstarfs innan félagsins. Félagið heiðraði nokkra félaga með silfur- eða gullmerki félagsins og veitti þeim fyrirtækjum í bænum sem styrkt hafa starfsemi félagsins á undanförnum áratugum viður- kenningarskjöl. Þessum hluta hátíðahaldanna lauk með þakkarávarpi formanns félagsins, Ingólfs Freyssonar, þar sem hann þakkaði allan þann hlý- hug sem hann hafði fundið til fé- lagsins á þessum tímamótum, og sagði jafnframt að þetta væri að- eins upphaf hátíða afmælisársins. -kjarni málsins! Söngur - glaumur og gleði í vaudaðrí dagskrá inii'. töstudaghm 2. maí Ú- þar sem Piertur Eyjanrii ...EYJALOGIN verða fíutt affrábærum söngmrum °8 hljóðfæraleikurum, auk þess fjöldi annarra atriða ----Stójnkastíeg Eyjahátíð koma fram /l/\ lÍfAMiC; oOmanns Yttr Muniö afsláttarkortin hjá Herjólfi og sértilboð á gistingu á Hótel íslandi, sími 568 8999. Upplögð helgarferð í „slúttiö“ með fyrirtækið og starfsfólkið. Sjáið svo Braggablús á laugardeginum! Verð með kvöIdverði er kr. 4,500, enverð á skemmtun er kr. 2000 og hefst kl. 21:00. Matargestir mætið stundvíslega kl. 19:00. HOTI'l IjJ.AND Sími 568-7111 • Fax 568-5018 Hljómsveitimar Logar og Karma leika Jýrirdansi. Forsala aðgöngu- miða hafin á Hótel íslandi milli kl. 13 og 17 alla daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 93. tölublað (26.04.1997)
https://timarit.is/issue/129451

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

93. tölublað (26.04.1997)

Iliuutsit: