Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 17

Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 17 UR VERIIMU Dr. Stuart Barlow, framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka fiskimjölsframleiðenda, IFOMA Barátta Grænfriðunga ógnun við fiskiðnaðinn BARÁTTA ýmissa samtaka, sem kenna sig við náttúru- og umhverf- isvernd, hefur þegar haft í för með sér skaðleg áhrif og ástandið á enn eftir að versna, spomi þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta, ekki við fótum og svari ósannindum og áróðri með því að upplýsa neytend- ur, segir dr. Stuart Barlow, fram- kvæmdastjóri IFOMA, alþjóða- samtaka fiskimjöls- og lýsisfram- leiðenda, en hann var staddur hér á landi í síðustu viku vegna vorráðstefnu Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda sem haldin var í Borgarnesi. Á ráðstefnunni flutti Barlow m.a. erindi um hvað væri framundan í fiskimjölsiðnað- inum. Neytendur þyrstir í upplýsingar Barlow talar helst um Grænfrið- unga og World Wildlife Fund í þessu sambandi svo og um nýlegt afsprengi WWF og Unilever sem gangi undir heitinu Marine Stew- ardship Council og sé einskonar sjálfskipaður eftirlits- og dómsaðili með fiskistofnum. Nýlega hafi ver- ið íjallað um þessa nýju stofnun innan sjávarútvegsnefndar Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem fram komu miklar efasemdir um tilurð hennar. „Það er í raun ótrúlegt að einkastofnun, sem ætlar sér að afla fjár með sölu vistfræðilegra vörumerkja, geti ímyndað sér að hún geti skipt sér af fiskveiði- stjórnun einstakra þjóða með því að setja stuðla um hvers konar veiðar eru sjálfbærar og hveijar ekki,“ segir dr. Barlow. Grænfriðungar, WWF og Un- ilever hafa, að sögn Barlow, dreift röngum og villandi upplýsingum í Bretlandi og gríðarlegur tími hafi því farið í það að gera grein fyrir sannleikanum. Þeir hafi m.a. hald- ið því fram að verið sé að ryksuga upp öll fiskimið í Norðursjó, sem sé það sem al- mennir neytendur, alls ófróðir um sjávarút- veg, trúi nú. Þetta sé aftur á móti alrangt þar sem venjuleg net séu notuð við veiðarnar og alltaf sleppi eitt- hvað í gegn. Barlow óttast að takist herferð öfgasamtaka í Bret- landi, muni ekki verða látið staðar numið, heldur muni verða haldið áfram á sömu braut og fyrr en síðar yrðu íslendingar og Norðmenn fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum. Ekki yrði held- ur látið staðar numið við baráttu gegn hvalveiðum og bræðsluveið- um, heldur færu spjótin fljótlega að beinast gegn öllum fiskveiðum á heimshöfunum. Danir hafi nú þegar orðið óþyrmilega fyrir barð- inu á sh'kum herferðum eftir að Unilever, stærsti kaupandi lýsis, ákvað að hætta viðskiptum við þá. Auk þess hafi orðið vart smærri aðgerða af hálfu Grænfriðunga í Chile. „Auðvitað stafar íslending- um ógn af þessum samtökum rétt eins og öðrum fiskveiðiþjóðum enda trúi ég því að það sem gerst hefur nú þegar sé aðeins hluti af miklu stærri herferð.“ Til að veita mót- spyrnu gegn ósönnum áróðri og eyðilegg- ingastarfsemi, telur Barlow að hagsmuna- aðilar verði að fara að svara í svipaðri mynt með nægri upp- lýsingagjöf um stað- reyndir málsins til handa neytendum, sem þá í reynd þyrsti í. Á meðan það væri ekki gert, tryðu þeir lyginni, sem Barlow segir að Grænfriðingar, Unilever og WWF hafi oftsinnis orðið upp- vísir að og því miður þyrfti mikið átak til að beijast gegn ranghug- myndum, sem neytendur hefðu tekið við og samþykkt í huga sér. Fara þyrfti að með gát þegar bar- ist yrði gegn staðhæfingum Græn- friðunga. „Barátta Grænfriðinga er ekki aðeins ógnun við fiskimjöls- framleiðslu, heldur ógnun við allan fiskiðnað." Að sögn Barlows hafa veiðiþjóð- ir bræðslufisks ekkert að óttast þar sem að í þessum löndum hafi verið tekið af ábyrgð á fiskveiði- stjórnuninni. „Þrátt fyrir að á neytendum dynji staðhæfingar um að þorskur sjáist varla orðið við Kanada- strendur lengur og vandræði séu orðin með þorskgengd í Norðursjó, þýðir það ekki að allur Atlantshafs- þorskur sé undir það sama seldur, eins og talsmenn öfgasamtaka vilji vera láta. Aukinni neytendavitund þarf því að sinna af alúð og í því sambandi hefur lítil þjóð á borð við íslendinga til mikils að vinna. Al- mennir neytendur hafa enga sjálf- stæða skoðun á því hvað er sjálf- bært og hvað ekki. Sjálfbærar auðlindir merktar sérstaklega Þið gætuð t.d. farið að dæmi Norðmanna, sem nú eru að setja upp nefnd, sem í eiga að sitja full- trúar frá hinu opinbera, fiskiðnaðin- um sjálfum auk þess sem fulltrúum náttúruverndasamtaka hefur verið boðin þátttaka. Verkefni nefndar- innar verður að gera tillögur um með hvaða hætti hægt er að merkja sérstaklega fiskafurðir frá Noregi þar sem fram kemur að fiskurinn sé úr sjálfbærum auðlindum." Perú og Chile eru ráðandi um framboð og verð á mjöli og lýsi á heimsmarkaði þar sem þau eru tvö stærstu framleiðslulöndin. Heims- framleiðslan er um 6,5 milljónir tonna og framleiða Perú og Chile meira en helming þess magns eða 3,3 milljónir tonna á síðasta ári. Alþjóðleg verslun samanstóð af um 4,5 milljónum tonna á síðasta ári, þar af fóru 2,6 milljónir tonna af mjöli á erlenda markaði frá Perú og Chile. Til samanburðar má geta þess að íslendingar framleiddu á sama tíma rúmlega 250 þúsund tonn af fiskimjöli eða um 3% af heimsframleiðslunni og um 10% af lýsisframleiðslunni. Hlutur okkar í viðskiptum með mjöl um 6% í heimsversluninni er okkar hlutur í mjöli aftur á móti tæp 6% og 12-13% í lýsinu. Að sögn Barlow var verð á síðasta ári iðnaðinum mjög hagstætt og líkur eru á að það haldist út árið að minnsta kosti og jafnvel enn lengur þar sem líkur eru á að framleiðsla frá Chile verði eitthvað minni nú en í fyrra. „Auki Perú og Chile framleiðslu- getu sína, lækkar verðið, og það hefur tilhneigingu til að hækka, dragi þessi tvö lönd úr framleiðsl- unni. Eg sé því ekki fyrir mér verð- lækkun á næstunni, heldur má frekar búast við hækkun ef ein- hver breyting verður á verði.“ Barlow segist spá því að loðnu- vertíðin í ár eigi eftir að verða Is- lendingum jafngóð ef ekki betri og sú síðasta, sem þýddi að sá hagnaður, sem orðið hafi til í grein- inni á síðasta ári, eigi eftir að end- urtaka sig nú. Á því léki ekki nokk- ur vafi. DR. Stuart Barlow BOTTfRSHOTS CARAMEL LIQUEUR iin JiiiniiLll Reykjavíkurvegi 50 Sími 555 4365 KLÍPPt^SKorið HÁRSNYRTISTOFA K.mi•b oi| 10 • SImi 5 64 593 3 Q&pes &<&ían'tas Hátún 6 a Sími 551 6660 hjá soliu hárgreiðslustofa Austurmörk 4 - Hvcragerði - Slmi 483 4772 gnglaljár imilillilili ili Liiiiilai ilai 51? illl TUNGLIÐ TUNGLIÐ TÁKTU.MIG OG KLIPPTU AF MER H A R I Ð . . EIN STÆRSTA HAR OG TISKUSYNING SEM SETT HEFUR VERIÐ UPP j 5 MODEL WO..OFER N, U A N S E SUREFN BOTNLEÐJA FORÐUN SUSANNA HEIÐARS FINLANDIA CLUb o o o ® o ooe S-YNING HEFST K L 22 00 ASAMT HANASTELI _ FRITT INN TIL K L 24 00 VEISLUSTJORI KJARTAN BJARGMUNDSSON LEIKARI TIGI- HAIRCARE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.