Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 39

Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 39 MINNINGAR + Jóhanna Björg Signrðardóttir fæddist í Rauðseyj- um á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést á Land- spítalanum 18. apríl síðastliðinn. For- eidrar hennar voru Sigurður Svein- björnsson, bóndi í Rauðseyjum og Efri-Langey, síðast verkamaður í Stykkishólmi, f. 20.12. 1894 í Bjar- neyjum á Breiða- firði, d. 29.11.1975, og Þorbjörg Lilja Jóhannsdótt- ir, f. 21.10. 1903 á Dönustöðum í Laxárdal í Dalasýslu, d. 25.8. 1987. Björg átti fjórar systur, þær eru Guðfinna Steinunn Bjarney, f. 10.4. 1929, Svein- björg Ölöf, f. 7.11. 1930, Krist- jana Guðrún, f. 22.6. 1933, og Elín Sóley, f. 9.12. 1935. Hinn 28.10. 1961 gekk Björg að eiga Loft Eiríksson, bónda í Steinsholti í Gnúpverjahreppi, f. 16.9. 1921 í Steinsholti. For- eldrar hans voru Eiríkur Lofts- son, bóndi í Steinsholti, f. 1.5. 1884 í Steinsholti, d. 23.11. 1968, og Sigþrúður Sveinsdótt- ir, f. 10.5. 1885 í Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi, d. 25.7. 1977. Björg átti sex börn, Gunnar Örn Marteinsson, f. 2.4. Elsku mamma. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og ekkert meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (H.K.J.) Mig óraði aldrei fyrir að þú kveddir svo fljótt, það var svo margt sem við áttum ógert saman. Þótt þú sért farin þá veit ég að við eig- um eftir að hittast aftur í annarri tilvist. Þangað til bið ég góðan guð að geyma þig og kveð þig með ein- um af uppáhalds ljóðlínum þínum. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (E.B.) 1958. Faðir hans var Sigurður Mar- teinn Eyjólfsson, f. 17.6. 1925, á Húsat- óftum á Skeiðum, d. 7.8. 1975. Börn Bjargar og Lofts eru Eiríkur, f. 8.6. 1962, i sambúð með Stefaníu Birnu Jónsdóttur, f. 3.2. 1963, þau eiga tvo syni. Sigurður, f. 14.11. 1963, giftur Sigríði Björk Gylfa- dóttur, f. 4.12.1967, þau eiga fjögur börn. Daði Viðar, f. 15.6. 1965, giftur Bente Han- sen, f. 30.10. 1967, þau eiga þijú börn. Lilja, f. 19.3. 1967, í sambúð með Guðna Árnasyni, f. 3.1. 1967. Sigþrúður, f. 14.2. 1969. Björg var menntuð Ijósmóðir og starfaði við það um skeið þar til hún fluttist að Steins- holti, þar sem hún stundaði búskap ásamt eftirlifandi eigin- manni sínum. Síðustu 12 ár ævi sinnar starfaði hún við ýmis umönnunar- og hjúkrunarstörf. Björg var auk þess virkur þátt- takandi í félagsmálum bæði i heimasveit sinni og víðar. Útför Bjargar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Stóra-Núpi. Minningin um þig er okkur styrk- ur í sorginni. Þín Sigþrúður (Sissú). Elsku tengdamóðir, Jóhanna Björg. Vorfuglarnir eru komnir, úti ómar fuglasöngur og við sjáum á bak löngum vetri. En þá knýr sorg- in dyra. Kallið kom frekar snöggt. Nú ert þú farin. Harðri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið, þú barðist hetjulega við sjúkdóminn. Það var svo mikill kraftur í þér og lífsgleði að við gleymdum því oft hvað þú varst að beijast við. Þú varst ávallt traust manneskja, alltaf hægt að tala við þig um allt. Ég á eftir að sakna þín, en ég er mikið þakklát að hafa fengið að kynnast þér. Barnabörnin eru lán- söm að hafa búið í sama húsi og þú og Loftur öll sín ár. Það er svo dýrmætt þegar þijár kynslóðir búa saman. Minningin um þig verður ávallt geymd í hjarta mínu. Ég veit að nú ert þú á góðum stað. Ég kveð þig með söknuði. Guð blessi þig. Sigríður Björk Gylfadóttir, Steinsholti. Elsku amma. Okkur þótti svo mikið vænt um þig. Við söknum þín, en við vitum að nú ert þú hjá guði og fylgist með okkur alltaf eins og hann. Við gleymum þér aldrei. Gylfi, Gígja, Sveinn og Hrafnhildur Jóhanna. Við ótímabært andlát Bjargar Sigurðardóttur í Steinsholti rifjast upp ótal ánægjulegar minningar um samverustundir með henni, Lofti eiginmanni hennar og börnum, og raunar öllu fólkinu í Steinsholti sem hafa verið vinir mínir og velgjörða- menn um nærri hálfrar aldar skeið. Björg og Loftur gengu í hjóna- band árið 1961. Ég kynntist henni þó ekki að ráði fyrr en árið 1963 að ég keypti mína fyrstu hesta og Loftur bauð mér að vera aðstoðar- maður sinn í hestaferð með nokkr- um Reykvíkingum, en hann var fylgdarmaður þeirra um langt ára- bil. Síðar sama ár kynntist ég konu- efni mínu og um páskana 1963 gat ég ekki beðið lengur með að sýna henni Gullhreppana góðu og brun- aði með hana austur fyrir fjall. Eftir nokkra hrakninga komum við blaut og köld til Bjargar og Lofts í Steinsholti þar sem ég kynnti þau fyrir kærustunni en var víst eitt- hvað feiminn að fara með hana í gamla bæinn strax. Okkur hjónum er hún sérstaklega minnisstæð frá þessu kvöldi þar sem hún sat með Eirík í fanginu og Sigurð í vögg- unni sér við hlið. Þá og ætíð síðan var okkur vel tekið af Björgu og varð henni og konu minni fljótt vel til vina. Fyrstu hjúskaparár sín eignuðust þau Björg og Loftur 5 börn, en fyrir átti Björg son sem Loftur gekk í föðurstað. Mæddi því mikið á henni þessi fyrstu ár, en Loftur vann þá mikið frá heimilinu við akstur. Én þótt hún væri svo störfum hlaðin kom það ekki í veg fyrir að hún gerði okkur hjónum þann vinar- greiða að taka eldri strákana okkar til sín í sveit í nokkur sumur, og síðar naut yngsti sonur okkar um- hyggju Bjargar þegar hann fór kaupamaður til Sigurðar sonar þeirra og dvaldi þá fyrstu árin á heimili þeirra Bjargar og Lofts eða þar til Sigurður stofnaði sitt eigið heimili. Með þessu stuðluðu þau Björg og Loftur að því að vináttu- bönd voru hnýtt milli barnanna þeirra og okkar og fyrir það erum við hjónin afar þakklát. Jón Bragi, Óttar Már og Gísli Björn þakka henni allt sem hún var þeim. Fyrstu árin fannst mér Björg fremur alvörugefin kona enda var hún störfum hlaðin með stórt heim- ili og hafði áreiðanlega lítinn tíma aflögu fyrir sjálfa sig. Síðar kynnt- ist ég glaðværð hennar og hlátur- mildi og því hve gott var að setj- ast með henni yfir kaffibolla að spjalla um menn og málefni. Mér er þó efst í huga minningin um margar góðar samverustundir í austurbænum í Steinsholti með Björgu og Lofti og börnunum þeirra og hve oft var þar glatt á hjalla, mikið hermt eftir og hlegið dátt. Nú er bráðum liðin öld frá því að til vináttu var stofnað milli fjöl- skyldu minar og fólksins í Steins- holti, en það var árið 1904 að föður- afi minn og nafni réðst sem smali og snúningastrákur að Skáldabúð- um þar sem hann dvaldi 4 sumur og kynntist þá Eiríki í Steinsholti, tengdaföður Bjargar. Tæpri hálfri öld síðar skrifaði hann þessum fom- vini sínum og bað hann að taka nafna sinn í sveit í nokkrar vikur og þangað fór ég um Jónsmessuna 1951 og dvaldi þar samfleytt í sjö sumur. Allt frá fyrstu hjúskapar- árum okkar hjóna höfum við verið tíðir gestir í Steinsholti og þegar strákamir okkar fóru að vaxa úr grasi fengu þeir að dvelja um lengri og skemmri tíma þar eystra, fyrst hjá systkinunum í gamla bænum en síðar hjá Björgu og Lofti, og átti sumardvölin og samskiptin við Steinsholtsfólkið mikinn þátt í þroska þeirra og menntun á upp- vaxtarámnum. I öllu þessu áttu Björg og Loftur sinn stóra þátt og fyrir það stöndum við hjónin í ævar- andi þakkarskuld við þau. Nú em að vaxa upp í Steinsholti barnabörn Bjargar og Lofts og er það fjórða kynslóðin síðan til vináttu var stofn- að á milli fjölskyldna okkar. Barna- böm okkar hjóna hlakkar ævinlega mikið til að fá að skreppa austur í Steinsholt og hitta jafnaldra sína þar og veit ég að þau nýju kynni voru Björgu mikið gleðiefni ekki síður en okkur. Frá fyrstu kynnum okkar Bjarg- ar fann ég fyrir þeirri sömu skilyrð- islausu vináttu og hlýju sem ávallt hefur til mín stafað frá Steinsholts- fólkinu og fyrir það þakka ég henni að leiðarlokum. í dag er hugur minn og fjöl- skyldu minnar hjá Lofti, börnum hans, tengdabörnum og barnabörn- um og við biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa minningu Bjargar í Steinsholti. Andreas Bergmann. Þegar komið er að kveðjustund þjóta minningarnar fram í hugann og þær á ég margar góðar um Björgu. Allt frá því ég var lítil stelpa og Loftur móðurbróðir krækti sér í Björgu, og við kölluð- um hvor aðra „Löng stutt“ og „Stutt löng“ og ég reyndi að stæla hláturinn hennar, finnst mér sér- stakur þráður hafa verið milli okk- ar sem styrkst hefur með árunum. Margar stundir höfum við setið í eldhúsinu hjá henni og spjallað um heima og geima og enduðum gjarn- an með því að labba með kaffiboll- ann með okkur inn í stofu og létum fara vel um okkur. Stundirnar voru líka margar þegar við vorum að atast í moldinni á vorin við að planta trjám og reyna að leggja okkar af mörkum til að auka tijá- gróður í sveitinni okkar. Við höfð- um báðar áhuga á trjárækt og Björg reyndi ávallt að efla áhuga minn og hvetja í þeim efnum. Björg var traust kona og stóð ætíð sem klettur, góður vinur vina sinna og það sem henni _var trúað fyrir fór ekki lengra. Áhugasvið hennar var vítt og hún lagði sig fram um að auka þekkingu sína. Hún hafði ákveðnar skoðanir, var kjarkmikil en þó hlý í framkomu og umvafði mig með sínu þétta handtaki og hlýja brosi. Hún gleymdi ekki að láta mig vita um atburði innan fjölskyldunnar þótt ég hefði sest að í öðrum lands- hluta. Björg og Loftur áttu 6 táp- mikil börn og hafa með sóma kom- ið þeim öllum vel til manns. Sam- skipti og vinátta milli heimila okkar hafa verið mikil í gegnum árin, og fyrir það vil ég og fjölskylda mín þakka. Kjarkur og dugnaður í veik- indum hennar var aðdáunarverður. Hún var ávallt bjartsýn enda stóð hún meðan stætt var. Hugur minn hefur dvalið hjá henni þó ég hafi ekki getað heimsótt hana eins og mig hefur langað. Við í fjölskyldunni i Eystra-Geld- ingaholti kveðjum góða vinkonu með virðingu og þökk og biðjum að öllum hennar ástvinum verði sendur styrkur til að takast á við komandi daga. Sigrún Jónsdóttir. JÓHANNA BJÖRG SIG URÐARDÓTTIR Rúmbetrí en keppinautarnir? MAZDA 323 Sedan er stærri og með lengra farþegarými en 323 Sedan kostar frá kr. ♦Itiiil.l.lA helstu samkeppnisbílar. Komdu, mátaðu og finndu muninn! Aðrar gerðir kosta frá kr. 1.249.ooo Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.