Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 44

Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 44
44 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA ÓLAFSDÓTTIR + Helga Ólafs- dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. janúar 1925. Hún lést á sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 11. apríl síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Krisljönu Ragn- heiðar Kristjáns- dóttur, f. 12.1. 1906, d. 6.9. 1982, og Ölafs Ragnars Sveinssonar, f. 25.8. 1903, d. 2.5. 1970. Systkini: Margrét Ólafsdóttir, f. 14.6. 1931, og Kristín Ólafsdóttir, f. 17.2. 1935, d. 5.7. 1936. Hinn 13.5. 1945 giftist Helga Eggerti Ólafssyni, skipasmiða- meistara frá Eyrarbakka, f. 7.3. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þegar ég kveð tengdamóður mína, Helgu Ólafsdóttur, nú eftir rúmlega sautján ára kynni, er mér minnisstæð fyrsta koma mín á heim- ili hennar. fyað var á haustmánuðum árið 1979. Ég var frekar kvíðin að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Mér var heilsað með sérstakri alúð, og uppdekkað kaffiborð með kökum af mörgum sortum, skrautbrauði og kertaljósi beið mín. Heimilisfólkið, sem þá voru, auk Helgu, Eggert tengdafaðir minn og Ragnheiður, 1924, d. 12.4. 1980. Synir þeirra eru: 1) Ólafur Ragnar, rekstrartæknifræð- ingur, f. 1.10. 1945, kvæntur Málfriði Dóru Gunnarsdótt- ur sérkennara. Þeirra börn: Eggert Helgi, kvæntur Asu Kristínu Ragnars- dóttur, eiga þau tvö börn; Gunnar Már og Hanna Lára. 2) Kristján Gunnar, framk væmdastj óri, f. 20.8.1947, kvænt- ur Guðnýju Bjarna- dóttur Ijósmóður. Útför Helgu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. móðir Helgu, sátu umhverfis kaffi- borðið með okkur unga parinu. Greinilegt var að þessi „kaffiborðs- stemmning" var eitthvað alveg sér- stakt fyrirbæri. Enda átti ég eftir að kynnast því á næstu árum. Helga hafði sérstakt yndi af því að bera fram veisluborð, sem hún töfraði fram af einstakri smekkvísi. Henni var ekki að skapi hraði nútfmans þar sem fólk gefur sér ekki tíma til að setjast niður og eiga samveru um leið og matast er. Hún var af þeirri kynslóð kvenna sem leit á húsmóðurhlut- + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SIGURÐAR SIGURÐSSONAR fyrrv. írþóttafréttamanns, Espigerði 2, Reykjavík. Sigrfður Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Baldur Már Arngrímsson, Sigurður Örn Sigurðsson, Linda Metúsalemsdóttir og barnabörn. + Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar og sonar, INGVARS BJÖRNSSONAR lögmanns, Skeljagranda 4, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Krabbameinsdeildar Landspítalans svo og starfsliðs Dagvistunar í Hátúni. Kolbrún Baldvinsdóttir, Margrét Ursula Ingvarsdóttir, Björn Ólafur Ingvarsson, Sigurlfna Valgerður Ingvarsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Björn Ingvarsson. + Kæru vinir. Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar HLÖÐVERSBJÖRNSJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E á Landsþítalanum. Elisabet Þórarinsdóttir, Jón Bjömsson, Oddný Larsdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. verkið sem aðalstarf. Helga Ólafsdóttir var fædd í Laufási í Vestmannaeyjum. Fjög- urra ára gömul flytur hún með for- eldrum sínum að Flötum 14, en þar átti hún heimili til ársins 1970, þá flytur hún ásamt eiginmanni og sonum að Illugagötu 75 og átti þar heimili síðan. Helga kynntist manni sínum Egg- erti Olafssyni skipasmíðameistara frá Eyrarbakka þegar hann kom á vertíð til Eyja. Þau giftu sig 13. maí 1945 og stofnuðu heimili. I ald- arfjórðung bjó stórfjölskyldan, þ.e. Helga og Eggert ásamt sonum, for- eldrum Helgu, afa og ömmu, undir sama þaki, en húsið var stækkað þegar unga fjölskyldan hóf búskap. Þessi fjölskylda var ætíð kennd við „Flatimar“. Þar ríkti mikil gestrisni og alltaf var nóg pláss fyrir alla sem þangað leituðu þótt húsplássið væri ekki stórt. „Við höfðum öll fætuma á sama skammelinu ef við vildum teygja úr okkur,“ sagði Helga mér þegar hún var að lýsa aðstæðum í stofunni á Flötunum. Minningarnar þaðan voru Helgu mjög ljúfar og oft rifjaði hún upp ýmislegt sem þar gerðist og greinilegt var að þessi stórfjölskylda átti þar góðar stundir saman. Helga tók virkan þátt í félagsmál- um og var m.a. gjaldkeri í kven- félaginu Líkn í 17 ár. Einnig var hún um tíma formaður í Berkla- vöm. Hún hafði mikinn áhuga á velferðarmálum bæjarfélagsins og var óspör á krafta sína þegar leggja þurfti lið. Jólaundirbúningurinn var uppáhaldstími Helgu. Hann byijaði hún oft fljótlega eftir páska. Þá fór hún að sauma eða föndra jólagjafir, því hennar yndi var að gefa. Ekki var sjaldan að kökukassi fylgdi með jólapökkunum. Aldrei hef ég séð eins mikinn jókabakstur og hjá Helgu. Hún sendi þær á ólíklegustu staði fyrir jólin. Ef hún vissi af veik- indum eða erfíðum aðstæðum, þá fannst henni sjálfsagt að koma til hjálpar. Helga missti mann sinn, Eggert Ólafsson, mjög skyndilega í apríl 1980. Fráfall hans var henni mjög þungbært og syrgði hún hann alla tíð. Móðir hennar fellur frá aðeins um tveimur ámm seinna. Var Helga nú orðin ein í húsi sínu og vora þetta mikil viðbrigði hjá henni sem alltaf hafði haft stórt heimili. Aður en Helga gifti sig vann hún í vörahúsinu hjá Einari „ríka“. Hún minntist þess tíma með gleði og taldi sig hafa haft góðan húsbónda. Fjölskyldan rak fyrirtækið Skipa- viðgerðir í tæp íjörutíu ár og starf- aði Helga þar við skrifstofustörf frá 1973. Veikindi hennar fóra að gera vart við sig fyrir um fjóram áram en ágerðust mjög á síðastliðnu ári. Hún var þekkt sem stórlynd og stjórnsöm kona sem vildi frekar gefa en þiggja, en í veikindum sínum sýndi hún kjark og æðraleysi sem gaf þeim sem önnuðust hana styrk. Hún var þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk og notaði hann skynsam- lega. Hún naut þess að fylgjast með fjölskyldu sinni og vinum. Margir sýndu henni mikla ræktarsemi í veikindum hennar og var hún þakk- lát fyrir það. Ég þakka Heigu samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hennar. Guðný Bjarnadóttir. Elsku amma Helga. Lífið mitt hefur verið hluti af þínu lífi. Ég hef alltaf hlakkað til sumars- ins, því í Eyjum varst þú og ég mátti alltaf koma til þín. Þú gafst mér mikla gleði og umhyggju. Hvert sumarkvöld sátum við saman og spiluðum á spil og borðuðum eitt- hvað gott. Það allra besta sem ég fékk voru pönnukökumar þínar. Ég á eftir að sakna þín mikið. Nú í sumar og næstu sumur verð ég að finna mér eitthvað annað og öðravísi til að gera, því þú ert þar ekki lengur. En nú ert þú samt hjá mér, í hjartanu. Ég hef lært svo mikið af þér. Þú hefur alltaf talað mikið við mig og sagt mér mikið um gamla daga, sérstaklega um Vestmannaeyjar. Það er gott að eiga vin eins og þig. Þú varst vinur og amma. Ég kynntist þínum vinum. Ég hef lært mikið af gamla fólkinu. Takk fyrir að þú gafst mér það tækifæri. Ég varð mjög dapur, þegar ég frétti að þú værir dáin, en ég skil að þannig verður það að vera. Það var kominn tími til að þú færir „heim“, þangað sem allir eiga heim- ili, þangað sem margir era farnir, sem þér þótti svo vænt um. Þakka þér alla þolinmæðina. Þótt ég heyri ekki vel, þá gekk okkur alltaf vel að skilja hvort annað. Við mannfólkið erum svo ólík. En ef við sfynum þolinmæði gengur allt vel. Eg á gjafir frá þér, sem ég mun eiga allt lífið. Þar á ég ekki við jóla- og afmælisgjafímar, heldur góð ráð, vinskap, kærleika, skilning, þolin- mæði og góðar samverastundir. Þetta er minn fjársjóður. Amma mín, nú ert þú farin héð- an. Velkomin hejm. Ég veit að þér líður vel núna. Ég verð áfram hér og ætla að gera mitt besta til að breyta rétt. Gunnar Már Ólafsson, Ósló, Noregi. Þó að ég hafi vitað að hvetju stefndi í veikindum kærrar vinkonu minnar Helgu Ólafsdóttur, er maður aldrei viðbúinn þegar stundin rennur upp. Svo var einnig þegar Kristján hringdi föstudagsmorguninn 11. apríl og tilkynnti mér, að mamma sín væri dáin. í gegnum hugann fóru að streyma minningar liðinna ára, um allar góðu stundirnar, sem fjölskyldur okkar hafa átt saman. Það var árið 1968, þegar ég hafði nýlega hafið störf í Vestmannaeyj- um, sem Kristján vinnufélagi minn sagði við mig, þegar við vorum sam- an að vinna, nú skulum við koma heim til mömmu i kaffi. Þá má segja að nýr þáttur hafi hafist í lífi mínu, með kynnum við fjölskylduna á Flöt- unum. Upp frá því mynduðust óijúf- anleg vináttubönd milli fjölskyldna okkar, sem staðið hafa alla tíð. Margs er að minnast frá nærri þijá- tíu ára vináttu, eins og við er að búast. Sérstaklega er þó minnis- stætt ferðalag um Norðurland árið 1973, er við fóram saman. Þá var komið við í hverju kaupfélagi á leið- inni og elduð súpa undir beram himni í Vatnsdalshólum. Þá er ekki síður vert að minnast á allar samverastundir, sem við Ólöf áttum með Helgu og Eggerti i eld- húsinu á Illugagötu 75, eða í Hraun- tungunni, en þar var skipst á skoð- unum og ekki voru allir alltaf sam- mála. Helga var einstaklega rökföst og setti fram sínar skoðanir af ein- urð og festu. Helga var mikil húsmóðir og rak heimili sitt af einstökum myndar- skap. Það var sama hvenær komið var á Illugagötuna, alltaf var töfrað fram veisluborð á svipstundu. Það var einkennandi fyrir Helgu, hvað hún virtist hafa lítið fyrir hlutunum, verklagni hennar var einstök. Helga var sérlega listfeng og gerði marga einstaklega fallega hluti, sem hún gaf vinum og vandamönnum. Það var líka einn þáttur í fari hennar, hvað hún hafði mikla ánægju af því að gefa öðram gjafir. Margir falleg- ir hlutir era á mínu heimili, sem hún gaf Ólöfu á meðan hún lifði. Helga steig mikið gæfuspor 13. maí 1945, er hún gekk að eiga Eggert Ólafsson, ungan mann frá Stokkseyri, en hann lést 1980, að- eins 56 ára að aldri. Það var vissu- lega áfall fyrir fjölskylduna að missa hann. Það er mikið lán að hafa átt slíkan sómamann að vini og mann- bætandi að hafa kynnst honum. Þegar nú er komið að kveðjustund vil ég þakka þér, elsku Helga, fyrir allar okkar ánægjulegu samvera- stundir, sem ég og fjölskylda mín höfum notið með þér og þinni fjöl- skyldu á liðnum áram. Einnig fyrir þann styrk, sem þú veittir mér á erfiðri stundu í mínu lífi. Ég og fjöl ■ skylda mín vottum ættingjum inni- lega samúð við fráfall Helgu. Haukur Ársælsson. Ég var sjö ára þegar ég flutti með foreldram mínum til Vest- mannaeyja. Ég hafði aldrei komið þangað áður og þekkti því engan þar. Systkini mín urðu eftir uppi á landi, vinirnir og skyldmenni, afi og ömmur mínar gátu heldur ekki kom- ið með, nýr skóli og að læra á nýjan bæ. Þetta var töluverð breyting fyr- ir ungan mann en auðvitað ekkert einsdæmi, ég var hvorki fyrstur né síðastur til að verða fyrir þessu, en það sem gerir þetta allt saman svo- lítið sérstakt var að við foreldrar mínir voram mun heppnari en flest- ir aðrir í sömu stöðu. í næsta húsi við það sem við fluttum í, bjó nefni- lega hún Helga. Strax í upphafi var töluverður samgangur milli hús- anna, fyrst vegna þess að foreidrar mínir keyptu húsið af fjölskyldu Helgu. En ólíkt mörgum öðram við- skiptum leiddu þessi af sér vináttu- bönd sem seint munu bresta. Sam- gangurinn hélt áfram og Helga þreyttist aldrei á að aðstoða okkur við að komast inn í lífið í Eyjum. Þegar á leið urðum við sammála um að hún væri nokkurs konar amma mín og líklega hefur samband okkar verið þannig. Ég gisti hjá henni ef foreldrar mínir brugðu sér af bæ og kíkti oft í heimsókn í mjólk og kleinur eða til að horfa á teikni- myndimar um helgar. Þær eru orðnar nokkrar stundirn- ar sem við sátum í eldhúsinu, spjöll- uðum saman um það sem á okkur brann eða hvaðeina það sem okkur datt í hug, snemma fóra umræðum- ar að snúast um pólitík og þjóðmál- in og yfirleitt vorum við í meginatr- iðum sammála, þótt ýmislegt væri það sem okkur greindi á um. Þetta voru skemmtilegar og líflegar heim- sóknir og hafa kennt mér margt um mannleg samskipti og rökræður. Þótt heimsóknum mínum fækkaði mjög þegar ég fór í skóla uppi á landi og enn meir þegar ég fór að vera á sjónum á sumrin, þá urðu þær skemmtilegri eftir því sem ég komst meira til vits og ára. Þetta er eitt af því sem ég saknaði mest frá Eyjum þegar ég fór í skólann. Þegar börn systkina minna komu í heimsókn til afa og ömmu í Eyjum fóru þau líka í heimsókn til Helgu eins og ég hafði gert áður og alltaf tók hún þeim vel. Helga hafði alltaf áhuga á því sem ég var að gera, hún hlakkaði til dæmis mjög mikið til útskriftar okk- ar félaganna úr menntaskólanum og ætlaði að mæta í útskriftina til að sjá „strákana sína setja upp hvítu kollana". Hún tók það ekki í mál þegar Þórlindur hótaði því að vera ekki með húfu við útskriftina. Þegar stóri dagurinn rann upp var Helga á Landspítalanum i rannsóknum og gat því ekki mætt, en í staðinn fóram við Þórlindur og Eggert, allir með húfur, til hennar í heimsókn. Þótt ég hafi ekki umgengist Helgu mikið núna síðasta árið dáð- ist ég alltaf að því þegar ég hitti hana hvað hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Ég og foreldrar mínir fáum seint fullþakkað allt það sem Helga gerði fyrir okkur og var okkur. Ég mun alltaf minnast Helgu sem ömmu og vinar sem alltaf var hægt að leita til, í mínum huga mun alltaf vanta eitthvað í Eyjarnar héðan í frá. Brynjólfur Ægir Sævarsson. Mamma okkar var oft búin að segja okkur skemmtilegar sögur frá því þegar hún var lítil úti í Eyjum. Helga frænka var alltaf partur af sögunum og við fórum til Eyja í sumar til þess að upplifa þessi ævin- týri sjálf, að leita að pysjum, spranga, skoða Stórhöfða, fara nið- ur í Klauf og Heq'ólfsdal. Það var gaman að koma heim seint á kvöld- in, þreytt eftir pysjuleit, með fullt af pysjum í kassa og setjast að borði sem svignaði af kökum sem Helga bjó til, jafnvel þó að hún væri veik. En núna getum við ekki upplifað þessi ævintýri aftur á sama hátt, þar sem Helga frænka er farin. Við munum sakna hennar mikið, megi hún hvíla í friði. Steindór Grétar og Margrét Dóróthea. • Fleiri minningargreinar um- Helgu Ólafsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast i blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.