Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 49
Læknafélag Reykjavíkur
mótmælir orðum
formanns tryggingaráðs
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá samn-
inganefnd LR:
„Bolli Héðinsson, formaður
tryggingaráðs, heldur því fram í
Morgunblaðinu 20. apríl sl. að það
hafi verið að ósk iæknasamtakanna
að aðgengi sérfræðinga hefði verið
takmarkað inn á samning Læknafé-
lags Reykjavíkur (LR) og Trygg-
ingastofnunar ríkisins (TR) um sér-
fræðilæknishjálp. Ekkert er fjær
sannleikanum og mótmælir samn-
inganefnd LR harðlega þessum
ummælum sem hreinum rangfærsl-
um. I öllum samningaviðræðum á
milli aðila hefur það verið samn-
inganefnd TR sem hefur beitt sér
fyrir takmörkuðu aðgengi sérfræð-
inga en ekki læknasamtökin. For-
maður Læknafélags íslands kom
sérstaklega á samningafund til að
leggja áherslu á andstöðu lækna-
samtakanna við aðgengishindranir.
Eftir margra missera samningaþóf
var að nokkru látið undan kröfu
TR en þó með þeim fyrirvara sem
kom fram í bókun formanns LR
með samningnum að allir sérfræð-
ingar með hefðbundna sérfræði-
þjónustu gætu unnið eftir samn-
ingnum. Reynsla lækna af fram-
kvæmd samningsins hefur verið
slæm. Þá sagði LR upp samningum
frá 1. apríl sl. Niðurstöðu Sam-
keppnisstofnunar um að óheimilt
sé að takmarka aðgengi sérfræð-
inga í læknisfræði hefur LR áður
opinberiega fagnað.
Ólíklegt verður að teljast að for-
maður tryggingaráðs fari með vís-
vitandi rangfærslur. Líklegra er að
honum sé ekki kunnugt um stefnu
og störf samninganefndar TR. í
málflutningi fyrir Samkeppnisstofn-
un kemur berlega fram það álit TR
að nauðsynlegt sé að takmarka þann
fjölda sérfræðinga sem sinna eigi
sérfræðiþjónustunni. Eftir að úr-
skurður áfrýjunamefndar Sam-
keppnisstofnunar lá fyrir sagði
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri
TR í Ríkisútvarpinu, að aðgangstak-
markanir með núverandi hætti séu
ólögmætar en gefið væri undir fótinn
að stofnunin geti „haft aðgangstak-
markanir svo framarlega sem þær
séu öðruvísi“. Af þessum ummælum
er ljóst hvað sem formaður Trygg-
ingaráðs hefur um málið að segja
að læknasamtökin munu áfram
þurfa að betjast gegn því að læknum
sem veita hefðbundna sérfræðiþjón-
ustu sé meinað að starfa."
Dægurlag’akeppni
Kvenfélags Sauðár-
króks í Sæluviku
Fimmtán norrænir blaðamenn fylgjast með
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
UNDIRBÚNINGUR Sæluviku
Skagfirðinga er nú að komast á
lokastig en hún hefst formlega
sunnudaginn 27. apríl næstkom-
andi, með opnun málverkasýningar
í Safnhúsi Skagfirðinga, þar sem
Sigurlaugur Elíasson og Ágúst
Brynjar Eiðsson sýna verk sín. Þá
verða einnig kynnt úrslit í vísna-
keppni Safnhússins.
Leikfélag Sauðárkróks sýnir
gamanleikinn Grænu lyftuna i
Sæluviku, en hápunktur vikunnar
eru úrslit í dægurlagakeppni kven-
félagsins sem verða í Iþróttahús-
inu, föstudagskvöldið 2. maí.
Ljóst er að Sæluvika Skagfirð-
inga hefur unnið sér fastan sess í
menningarlífi landsins, og sést það
best á því að til Sauðárkróks koma
fimmtán norrænir blaðamenn, sem
hérlendis eru staddir á vegum
Norðurlandaráðs til þess að fjalla
um menningarmál á íslandi. Þeir
fylgjast með lokakvöldi dægurlaga-
keppninnar á Sauðárkróki, kóra-
móti í Miðgarði í Varmahlíð og
Heimiskvöld á
Sauðárkróki
KARLAKÓRINN Heimir efnir til
Heimiskvölds í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki næstkomandi miðviku-
dagskvöld, 30. apríi kl. 21.
Karlakórinn Heimir verður þar
með fjölbreytta söngskrá, söng-
stjóri er Stefán R. Gíslason, undir-
leikarar eru Tómas Higgersson og
Jón St. Gíslason. Einsöng og tví-
söng með kórnum syngja Einar
Halldórsson og Álftagerðisbræð-
urnir Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús.
Gestasöngvari kvöldsins verður
Sigrún Hjálmtýsdóttir. Álftagerðis-
bræður munu taka lagið við undir-
leik Stefáns R. Gíslasonar. Harmon-
ikkuleikarar munu einnig þenja
nikkurnar. Eiginkonur Heimisfé-
laga sjá um kaffiveitingar.
Þetta er síðasta Heimiskvöldið á
þessu starfsári, en síðasta vetrar-
dag var slíkt kvöld haldið á Hofsósi
fyrir troðfullu húsi.
uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks
á Pétri Gaut.
Eins og áður hefur verið kynnt
bárust 94 lög í dægurlagakeppnina
á þessu ári, en tíu lög voru valin
til úrslita, og er nú lokið upptöku
á þeim, og verða þau til sölu á
hljómdiski eftir úrslitakvöldið.
Flytjendur laganna eru: Amar
Freyr Gunnarsson, Esther T. Cas-
ey, Ásdís Guðmundsdóttir, Eyjólfur
Kritsjánsson, Guðrún Gunnarsdótt-
ir, Helga Möller, Gísli Magnússon,
Óskar Pétursson, íris Guðmunds-
dóttir, Kristján Gíslason og Sverrir
Stormsker.
Guðmundur Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri keppninnar, sagði
að nokkuð hefði verið um fyrir-
spurnir varðandi aðgöngumiða og
borðapantanir á úrslitakvöldið og
því hefði verið ákveðið að forsala
aðgöngumiða og borðapantanir
færu fram í félagsheimilinu Bif-
röst föstudaginn 25. apríl. svo og
alla daga í Sæluviku kl. 17.30-
18.30.
Afhentu
trúnaðarbréf
GUNNAR Gunnarsson, sendiherra,
afhenti fimmtudaginn 17. apríl
Petru Lucinschi, forseta Moldóvu,
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
íslands í Moldóvu með aðsetur í
Moskvu.
Þá afhenti Ólafur Egilsson,
sendiherra, 24. apríl Jóhannesi Páli
II. páfa trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra íslands í Páfaríkinu með að-
setur í Reykjavík.
Dansleikur
fyrir fatlaða
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel við
Rofabæ heldur stórball fyrir fatlaða
laugardaginn 26. apríl kl. 20-23.
Allir 13 ára og eldri eru velkomn-
ir á ballið. Hljómsveitin Sóldögg
leikur fyrir dansi. Miðaverð er 300
krónur.
FRÉTTIR
Framkvæmda-
áætlun ríkis-
stjórnarinnar
kynnt
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að halda fundi viðsvegar
um landið til þess að ræða fram-
kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í
jafnréttismálum. Markmið fund-
anna er að kynna gerð áætlunarinn-
ar og safna hugmyndum og ábend-
ingum varðandi verkefni hennar.
Núgildandi þingsályktun um
framkvæmdaáætlun til fjögurra ára
um aðgerðir til að ná fram jafn-
rétti kynjanna var samþykkt á Al-
þingi 7. maí 1993 og gildir hún til
ársloka 1997. Unnið er að gerð
nýrrar framkvæmdaáætlunar til
fjögurra ára sem taka mun gildi
um næstu áramót.
Næstu fundir í fundaröðinni
verða á Flughótelinu, Keflavík, nk.
mánudag 28. apríl og á Hótel Borg-
arnesi, þriðjudaginn 29. apríl.
Fundirnir hefjast kl. 20.30 og eru
öllum opnir.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra og Eiín R. Líndal, formaður
Jafnréttisráðs, flytja ávörp og farið
verður yfir form og gerð fram-
kvæmdaáætlana í jafnréttismálum.
Ásþór Ragnarsson sálfræðingur
mun flytja erindi á fundinum í Borg-
arnesi, en í Reykjanesbæ mun Hall-
fríður Benediktsdóttir félagsráð-
gjafi opna umræðuna fyrir hönd
heimamanna.
Flatbaka og
skák fyrir
14-20 ára
TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur svo-
kallað flatbökukvöld í fimmta sinn
í dag klukkan 18, fyrir unglinga á
aldrinum 14-22 ára. „Ekki hefur
áður verið boðið upp á skipulagt
skákstarf hér á landi sem miðast
sérstaklega við unglinga á þessum
aldri. Hér er ekki um hefðbundnar
skákæfingar að ræða, heldur er
lögð meiri áhersla á félagsskapinn
og að skapa skemmtilegt andrúms-
loft í kringum skákina.
Flatbökukvöldið hefst á fyrir-
lestri. Að honum loknum hefst hrað-
skákmót. Fyrirkomlag þess ræðst
af fjölda þátttakenda. Að nokkrum
umferðum loknum verður gert hlé
á mótinu og þátttakendur fá að
gæða sér á flatböku frá Pizzahöll-
inni og gosi. Síðan verður tekið
aftur til við taflmennskuna og lokið
við skákmótið.
Flatbökukvöldin fara fram í nýju
félagsheimili Hellis í Þönglabakka
1, Mjóddinni. Sami inngangur og
hjá Bridssambandinu og Keili í
Mjódd,“ segir í tilkynningu.
Flatbökukvöldið stendur yfir í
u.þ.b. 3 klukkustundir. Aðgangur
er ókeypis fyrir félagsmenn Hellis,
en kr. 200 fyrir aðra (kr. 500 með
flatbökuveislunni). Flatbaka og gos
er innifalið í aðgangseyrinum.
St. Georgsdag-
ur í Hafnar-
fjarðarkirkju
VIÐ tónlistarguðsþjónustu í Hafn-
arfjarðarkirkju á morgun, sunnu-
dag, sem er 1. sunnudagur í sumri
og hefst kl. 18, mun mezzosópran-
söngkonan Jóhanna Linnet syngja
vor- og sumarlög. Prestur verður
séra Þórhildur Olafs en organisti
Natalía Chow. Fyrr um daginn
munu skátar í st. Georgsgildi, Hafn-
arfirði, halda upp á st. Georgsdag-
inn sem ber nú upp á þennan dag
með því að sækja guðsþjónustu í
kirkjunni kl. 14 og lesa ritningarorð
og leiða bænir. Prestur verður séra
Gunnþór Ingason.
St. Georgsskátar halda svo kaffi-
samsæti eftir guðsþjónustuna í
safnaðarheimilinu, Strandbergi,
syngja þar saman og fagna sumri.
Líknar- o g
kvenfélag’
Arbæjarkirkju
með kökubasar
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Árbæ-
jarkirkju kl. 11 árdegis á sunnudag.
Eftir guðsþjónustu verður molasopi
gegn vægu gjaldi.
Líknar- og kvenfélag Árbæjar-
kirkju munu standa fyrir kökubasar
eftir guðsþjónustu, en ágóði hans
mun renna í söfnunina til fjölskyldu
bátsmannsins á Ægi, Elíasar Arnar
Kristjánssonar, er fórst við björgun-
arstörf í byrjun marsmánaðar.
Tekið verður við kökum frá kl.
10-11 sunnudaginn 27. apríl.
Prófastur
vísiterar Lang-
holtskirkju
PRÓFASTUR Reykjavíkurpróf-
astsdæmis, sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson, mun vísitera Langholtssöfn-
uð sunnudaginn 27. apríl.
Vísitasían hefst með hátíðar-
messu í Langholtskirkju kl. 11. Þar
mun prófastur einnig setja nývígð-
an djákna, Svölu Sigríði Thomsen,
í embætti. Veitingar verða eftir
messuna, en síðan mun prófatsur
eiga fund með sóknarnefnd og
starfsfólki kirkjunnar.
Barnadagar að
hefjast í Suður-
kringlunni
BARNADAGAR hefjast í Suður-
kringlu í dag, laugardaginn 26.
apríl. Fyrirtæki og verslanir í Suð-
urkringlunni verða með skemmtan-
ir, sértilboð og uppákomur fyrir
börn meðan á Barnadögum stendur
til 5. maí næstkomandi.
Á morgun, fyrsta Barnadaginn,
koma góðir vinir barnanna í heim-
sókn til Suðurkringlu. Páll Óskar
syngur kl. 14 og sparimörgæsin
Georg spjallar við börnin. Sjálfur
íþróttaálfurinn úr Latabæ kemur
kl. 13 og gerir æfingar með börnun-
um. Þorgrímur Þráinsson kemur í
Eymundsson og les úr verðlaunabók
sinni Margt býr í þokunni kl. 14.
Þorgrímur verður einnig á ferðinni
í Eymundsson í Austurstræti kl. 16.
Á Barnadögum í Suðurkringlu
eru sértilboð á barnabókum í Ey-
mundsson, afsláttur af tónlist og
myndböndum fyrir börn í Virgin
Megastore, bíómiðatilbið í Kringlu-
bíói og afsláttur á veitingum og í
barnafataverslunum.
LEIÐRÉTT
Jóhannes er
framkvæmdastjórinn
í GREIN um lífeyrissjóði í blaðinu
á fimmtudag var Sigurbjörn Sigur-
björnsson titlaður framkvæmda-
stjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisrétt-
inda. Hið rétta er, að Sigurbjörn
er varaframkvæmdastjóri, en fram-
kvæmdastjóri er sem fyrr Jóhannes
B. Sveinbjörnsson. Beðist er velvirð-
ingar á þessari misritun.
í grein um lífeyrismál á fimmtu-
dag var sagt að stjórn Lífeyrissjóðs
verkfræðinga væri öll kjörin af
sjóðsfélögum á aðalfundi félag-
anna. Hið rétta er að Lífeyrissjóður
Verkfræðingafélags íslands er að-
eins eitt féiag og stjórn sjóðsins er
kosin á aðalfundi lífeyrissjóðsins.
Þá sagði síðar í greininni, að fram
til ársins 1980 hefðu tveir stjórnar-
menn verið kosnir á aðalfundi sjóðs-
ins og þrír af stéttarfélagi verk-
fræðinga. Hér ber aftur að leið-
rétta, því hluti stjórnarmanna var
skipaður af Verkfræðingafélagi ís-
lands. Beðist er velvirðingar á þessu
mishermi.
Nafn misritaðist
í FRÉTT um vortónleika eldri fé-
laga Karlakórs Reykjavíkur í blað-
inu á fimmtudag misritaðist nafn
Hreiðars Pálmasonar. Beðist er
velvirðingar á þessu.
Gallerí Listakot
I BLAÐINU á fimmtudag var mis-
sögn í frétt frá Vinnudögum í Gall-
eríi Listakoti. Hrönn Vilhelmsdóttir
textílhönnuður þi-ykkir á bómull,
grafíkkonurnar Gunnhildur Ólafs-
dóttir og Jóhanna Sveinsdóttir vinna
á dúk- og tréristu og þrykkja á papp-
ír. Beðist er veivirðingar á þessu.
Athugasemd um
vátryggingamiðlun
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Vá-
tryggingaeftirlitinu:
„í frásögn af starfsemi vátrygg-
ingamiðlara er ranghermt að EES
samningurinn krefjist þess að við-
skipti við erlend vátryggingafélög
séu fyrir milligöngu vátrygginga-
miðlara. Hið rétta er að vátrygg-
ingafélög með aðalstöðvar á Evr-
ópska efnahagssvæðinu mega
starfa á íslandi eftir að hafa upp-
fyllt einföld formskilyrði og eiga
val um fyrirkomulag starfseminnar.
Starfsemin getur t.d. verið í eigin
útibúi, gegnum sjálfstæða milliliði,
beint frá skrifstofu í öðru EES landi
eða með einstökum heimsóknum
erlendra sölumanna. Mat og upp-
gjör tjóna getur verið með jafn fjöl-
breyttum hætti. Eðli starfseminnar
og áhugi og skipulag félagsins ræð-
ur því hvaða leið er valin.
Sum vátryggingafélög hafa valið
sér það skipulag að semja við miðl-
ara um að annast sölu á þjón-
ustunni frekar en að byggja upp
eigið dreifingakerfi. Auk þess geta
miðlarar alltaf óskað tilboða frá
eisntökum vátryggingafélögum i
OPIÐ OLL KVOLD
ViKUNNARTIL KL 21.00
HRINGBRAUT 1 1 9, -VIÐ JL HÚSIÐ.
einstakar vátryggingar. Sjálfstæðir
milliliðir s.s. vátryggingamiðlarar
verða að hafa er hagkvæmt, enginn
er skyldugur að skipta við vátrygg-
ingamiðlara, hvorki vátryggingafé-
lög né neytendur.
Þegar hafa milli 90 og 100 evr-
ópsk vátryggingafélög uppfýllt skil-
yrði til þess að bera vátrygginga-
áhættu af einhveiju tagi á Islandi.
Sum þeirra eru líftryggingafélög
sem bjóða þjónustu sína á almennum
markaði eins og frá var greint í blað-
inu. Fáein evrópsk skaðatrygginga-
félög beita sér talsvert á íslenskum
markaði, önnur hafa tekið að sér
sérhæfðar vátryggingar án þess að
vera með sérstaka kynningarstarf-
semi á íslandi. Hluti þeirra félaga
sem uppfyllt hafa formskilyrðin hafa
þó engan sérstakan áhuga á íslensk-
um vátryggingamarkaði, heldur
völdu þau að uppfýlla strax formskil-
yrði í öllum aðildarríkjum EES.“
Opiö aila
daga vikunnar
-22
LYFJA
Lágmúla 5
Slmi 533 2300