Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 52

Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 52
52 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERMING 27. APRÍL I DAG Fermingar í Kristskirkju, Landa- koti kl. 10.30. Fermd verða: Elva Rut Guðlaugsdóttir, Breiðvangi 9, Hf. Jóhanna Guðmundsdóttir, Gunnarsbraut 28, Rvík. Laufey Joniville Rosento, Sjávargötu 18, Bessast.hr. Matthildur Filippusdóttir, Skólavörðustíg 12, Rvík. Michael James Jónsson, Tóngötu 8, Grindavík. Monika Úrsúla Klonowski, Meistaravöllum 15, Rvík. Nína Björk Sigurðardóttir, Hverfisgötu 74, Rvík. Sasa Veceric, Suðurgötu 50, Hf. Steinar Orn Sturluson, Bólstaðarhlíð 25, Rvík. Ferming í Landakirkju, Vest- mannaeyjum kl. 11. Prestar sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Fermd verða: Bjartey Gylfadóttir, Áshamri 14. Davíð Þór Oskarsson, Foldahrauni 24. Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Strembugötu 16. Guðbjörg Helgadóttir, Búhamri 60. Guðjón Magnússon, Áshamri 6. Hafþór Halldórsson, Kirkjubæjarbraut 15. Hörður Orri Grettisson, Búhamri 78. Kristján Sigurðsson, Brekastíg 24b. Kristófer Alexandersson, Hásteinsvegi 38. Rakel Gísladóttir, Brekastíg lla. Smári Jökull Jónsson, Faxastíg 45. Ferming í Landakirkju, Vest- _ mannaeyjum kl. 14. Prestar sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Fermd verða: Bergþór Reynir Böðvarsson, Foldahrauni 39e. Einar Hlöðver Sigurðsson, Búhamri 88. Einir Einisson, Brimhólabraut 1. Eva Björk Ómarsdóttir, Áshamri 50. Guðný Sigríður Gísladóttir, Heiðartúni 1. Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir, Foldahrauni 5. Haraldur Ingi Shoshan, Hrauntúni 35. j.Hlynur Tryggvason, Áshamri 51. íris Þorkelsdóttir, Búhamri 29. Lea Tómasdóttir, Dverghamri 8. Sindri ðlafsson, Goðahrauni 28. Trausti Ágúst Hermannsson, Hásteinsvegi 32. Ferming í Brautarholtskirkju kl. 14. Prestur sr. Gunnar Krisijáns- son. Fermd verða: Eygló Rut Sveinsdóttir, Esjugrund 46. Jóna Björk Indriðadóttir, t Melgerði. Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, Esjugrund 32. Sigríður Þyrí Pétursdóttir, Esjugrund 21. Þuríður Annabell Tix, Esjugrund 40. Ferming í Eyrarbakkakirkju kl. 14. Prestur sr. Úlfar Guðmunds- son. Fermdur verður: Víðir Örn Jóakimsson, Lundi. Ferming í Oddakirkju á Rangár- völlum kl. 10.30. Fermd verða: Anna María Oddsdóttir, Fossöldu 4, Hellu. Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir, Þrúðvangi 22, Hellu. Magnús Rúnarsson, Geitasandi 5, Hellu. Ólöf Bjarnadóttir, Selalæk II, Rangárvöllum. Vigdís Finnbogadóttir, Laufskálum 5, Hellu. Þorvarður Helgi Haraldsson, Akurhóli II, Rangárvöllum. Ferming í Oddakirkju á Rangár- völlum kl. 13.30. Fermd verða: Björg Elín Guðmundsdóttir, Ægissíðu V, Djúpárhr. Elías Þór Grönvold, Nestúni 4b, Hellu. Ingi Hlynur Jónsson, Heiðvangi 24, Hellu. Margrét Scheving, Freyvangi 19, Hellu. Þórunn Inga Guðnadóttir, Hólavangi 8, Hellu. Ferming í Undirfellskirkju kl. 11. Prestur sr. Árni Sigurðsson. Fermdir verða: Áki Már Sigurðsson, Brúsastöðum. Ármann Óli Birgisson, Kornsá. Ferming í Húsavíkurkirkju kl. 10.30. Prestur sr. Sighvatur Karlsson. Fermd verða: Alda Guðný Sighvatsdóttir, Stórhóli 75. Anna Júlía Aðalsteinsdóttir, Kvíslarhóli, Tjörnesi. Brynjar Baldursson, Fossvöllum 8. Geir Garðarsson, Stóragarði 6. Guðmundur Pétursson, Kvíslarhóli, Tjörnesi. Guðmundur Þráinn Kristjánsson, Brávöllum 9. Hólmfríður Anna Aðalsteinsdóttir, Baldursbrekku 8. Kolbrún Eva Sigurðardóttir, Mararbraut 23. Rannveig Júlíusdóttir, Höfðavegi 18. Sigmundur Arnar Jósteinsson, Baughóli 23. Sveinbjörn Gunnar Guðmundsson, Mýrarkoti, Tjörnesi. Sylvía Rún Hallgrímsdóttir, Grundargarði 6. Ferming í Ólafsvallakirkju kl. 13.30. Fermd verða: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Húsatóftum 2a. Guðrún Birna Sigmarsdóttir, Arakoti. Svavar Jón Árnason, Hlemmiskeiði 3. Tinna Jónsdóttir, Skeiðháholti 1. Ferming í Auðkúlukirkju, Aust- ur-Hún. kl. 14. Prestur sr. Stína Gísladóttir. Fermd verða: Auður Steinunn Guðmannsdóttir, Ljótshólum. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, Holti. Ferming í Hagakirkju, Barða- strönd kl. 11. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Fermd verður: Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Haga II. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI þakkar þeim lesend- um (öllum körlum), sem hafa brugðizt ýmist vel eða illa við skrif- um hans fyrir hálfum mánuði um jafna verkaskiptingu á heimilum, gúmmíhanzka, heimilistæki og aug- lýsingar. Sérstaklega þakkar skrif- ari fyrir gúmmíhanzkana, sem hjálpfúsir lesendur hafa sent. Hann er hins vegar miður sín yfir karl- remburausinu, sem sum bréfin hafa innihaldið, og lætur því vera að birta langa kafla úr þeim hér. Það er hins vegar gi-einilegt að dálkurinn hefur ýtt við einhveijum, fyrst maður, sem að eigin sögn hefur hingað til ekki verið undir þeirri kvöð að strauja á sínu heimili, dreif í því að draga strauborðið út úr skáp og máta sig við það. Og hvað þá röksemd eins lesanda varðar að of langt væri gengið að karlar sætu á bilhúddum og auglýstu nýjustu árgerðir sportbíla þá spyr Víkveiji bara: Hvað er að því ef einhveijum fínnst það skipta máli á annað borð hver situr á húddinu á bíl, sem er auglýstur til sölu? XXX A ITÓBAKSVARNALÖGUM segir að tóbaksreykingar séu óheimil- ar í þeim hluta húsnæðis stofn- ana og fyrirtækja þar sem almenn- ingur leiti aðgangs til að sækja sér þjónustu. í 9. grein laganna segir: „Þetta gildir þó ekki um veitinga- og skemmtistaði. Á þeim veitinga- stöðum þar sem megináherzla er lögð á kaffiveitingar og matsölu skulu þó ávallt vera reyklaus svæði, ekki síðri en þau svæði þar sem reykingar eru leyfðar, og tryggja skal að aðgangur að þeim liggi ekki um reykingasvæði." XXX VÍKVERJI efast stórlega um að þessum lögum sé framfylgt á mörgum veitingastöðum. Svo mikið er víst að t.d. vinsæll staður á borð við Sólon Islandus í Banka- stræti býður ekki upp á reyklaust svæði. Víkveiji hefur undanfarið stundum farið þangað í hádeginu, á þeim tíma sem Sólon leggur áreiðanlega megináherzlu á kaffi- veitingar og matsölu, en ekki vín- veitingar. Ævinlega hefur þykkt reykjarský legið yfir borðum stað- arins, sem er einkar hvimleitt fyrir reyklausa. Víkveiji tekur fram að þetta er áreiðanlega ekki eina dæmið, heldur nefnir hann það vegna þess að hann þekkir það af nýlegri reynslu. Víkveiji ætlar heldur ekki að skora á yfirvöld að gera neitt í málinu, heldur á veit- ingastaðina sjálfa að sýna reyk- lausum gestum sínum þá sjálf- sögðu kurteisi og tillitssemi að bjóða þeim upp á reyklaus svæði, að minnsta kosti að degi til. XXX IHINUM norrænu ríkjunum virðist stundum leika vafi á því hvort Island teljist til Norðurlanda eða ekki. Dæmi um slíkt er frétt, sem birtist í Hufvudstadsbladet i Finnlandi fyrr í vikunni. Þar sagði að Eystrasaltsráðstefna norrænna jafnaðarmanna, sem hófst á Álandseyjum á mánudag, þjónaði jafnframt því hlutverki að vera forsætisráðherrafundur Norður- landa, þar sem forsætisráðherrar Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur væru allir sósíaldemó- kratar. Það gleymdist að ísland er eitt af Norðurlöndunum og þar er forsætisráðherrann íhaldsmaður! VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Réttmæti eða ólöglegar aðgerðir gagnvart unglingum? EFTIRFARANDI barst Velvakanda: „Sagt er að íslenskir unglingar kunni ekki að skemmta sér! Það er ekki rétt. Við kunnum að skemmta okkur og flestir meira að segja án áfengis og eiturlyfja. En í gegnum árin höfum við þurft að hlusta á, bæði í fjölmiðlum og í predikunum foreldra (bæði minna og annarra), hvað við unglingarnir sé- um slæmir. Fyrir nokkrum árum var gott að vera unglingur, en það var þá. Upp á síðkastið höfum við unglingar þurft að sætta okkur við foreldra- vaktir og afskiptasemi skólayfirvalda. Mér er spurn, því erum við ekki bara látnir fá fangabúninga? Við meg- um gifta okkur 18 ára, kjósa 18 ára og okkur er treyst fyrir ökutæki 17 ára. En okkur er ekki treyst fyrir áfengi fyrr en við erum um tvítugt! Að lokum ein spurning: Erum við börn, litlar manneskjur eða fólk með sjálfstæða hugsun?“ Hugsandi ungt fólk. Hvar er spiluð góð danstónlist? HVERT er hægt að fara til að dansa við tónlist eins og sú sem er vinsælust í útvarpinu í dag? Þá er ég ekki að tala um „Diskó- tónlist" eða „lifandi11 tón- list. Ég fer reyndar ekki mikið út að skemmta mér en ef ég fer þá hef ég mestan áhuga á að dansa við þess konar tónlist. Anna. Rólegt og rómantískt „ÉG VIL koma á framfæri þakklæti mínu til Stefáns Sigurðssonar, sem sér um þáttinn „Rólegt og róman- tískt" á FM 95,7. Þetta er einstaklega ljúfur og þægi- legur þáttur sem gott er að hlusta á fyrir svefninn. Ég mæli með því að fólk setjist niður, slökkvi á sjónvarpinu og njóti þess að hlusta á góða tónlist. Helga. Dýrahald Hundaeigendur! ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við dýra- spítalann í Víðidal strax í síma 567 4020. Kettlingur fannst BRÖNDÓTTUR kettlingur fannst á Hverfisgötu í Rvík 21. apríl. Gæti verið 5 mánaða og er með hvítar loppur og hvítt tiýni. Hann er ómerktur og ólarlaus. Uppl. í síma 551 2260 eða 562 4552. Kátur er týndur KÁTUR er ársgamall bröndóttur fressköttur og tapaðist frá heimili sínu í vesturbæ Kópavogs sl. mánudagsmorgun. Hann var með gráa ól og eyrna- merktur. Geti einhver gef- ið upplýsingar um afdrif hans er sá vinsamlega beð- inn að hringja í síma 554-5886. Amor er týndur PÁFAGAUKURINN Amor villtist frá heimili sínu, Há- teigsvegi 10, að kvöldi síðasta vetrardags. Hann er ljós- blár að lit, gæfur og hændur að fólki. Hans er nú sárt saknað heima. Finnandi vinsamlega láti vita í síma 552-8412. Helga Ólafsdóttir. SKAK llmsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á alþjóð- legu skákmóti í Búdapest í vor. 16 ára gamli Ungveij- inn Peter Acs (2.420) var með hvítt og átti leik, en Tékkinn Jiri Stocek (2.450) hafði svart. 21. Hxd8+! - Kxd8 22. Db8+ — Dc8 23. Rc6+ — Kd7 24. Re5+ - Ke7 25. Da7+ - Ke8 26. Ba3 og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát í þriðja leik. Pizzakvöld hjá Helli fyrir 14-20 ára í kvöld kl. 18. Það fer fram í Hellis- heimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. (Hjá Bridgesam- bandinu.) Austurland: Sveita- keppni taflfélaga á Austurlandi verður haldin í Fellaskóla sunnu- daginn .27, apríl kl. 14. Aðalfundur verður einnig haldinn þá. HOGNIHREKKVISI // Zjanri’ er~c& bl&Jttj'a, ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.