Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
136. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ný aðferð
við grein-
ingu
alzheimers
London. Reuter.
JAPANSKIR vísindamenn
greindu frá þvi í dag að þeir
hefðu fundið aðferð til að nota
heilasneiðmyndir til þess að
greina alzheimers-sjúkdóm í lif-
andi sjúklingum. Nú er einungis
hægt að greina þennan banvæna
og ólæknanlega sjúkdóm með
heilakrufningu, sem venjulega
er gerð þegar sjúklingur er lát-
inn.
Dr. Toshiaki Irie og sam-
starfsfólk hans við japönsku
Geislafræðistofnunina í Chiba,
skammt frá Tókýó, segjast hafa
fundið leið til þess að nota
geislavirk efni sem geta gefið
nákvæma heilasneiðmynd.
í grein í læknisfræðiritinu
Lancet segir Irie að stuðst hafi
verið við rannsóknir sem sýnt
hefðu að alzheimers-sjúklingar
hefðu minnkaða virkni ensíms
sem brýtur niður virkni tauga-
boðefnisins asetýlkólíns. Tauga-
boðefni bera merki milli fruma,
og asetýlkólín er talið tengjast
hugarstarfsemi á borð við nám,
minni og dómgreind, sem öll
skaðast af alzheimers-sjúk-
dómnum.
Við rannsókn Iries og sam-
starfsfólks hans voru fimm
alzheimers-sjúklingar sprautað-
ir með geislavirku en hættu-
lausu efni sem binst þessu ens-
ími í heilanum. Atta heilbrigðir
einstaklingar voru einnig
sprautaðir með sama efni. Síðan
voru teknar sneiðmyndir (PET)
af heilanum til þess að komast
að því hvert ensímin fóru.
Talið er að þessi nýja aðferð
geti ekki einungis nýst við
greiningu á alzheimers-sjúk-
dómi í fólki heldur geti einnig
komið rannsakendum vel við að
öðlast lífefnafræðilegan skilning
á orsökum sjúkdómsins.
Munu
„ryðja nýjar
brautir“
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, veifar til viðstaddra við kom-
una til Denver, Colorado, í Banda-
ríkjunum, þar sem fundur leiðtoga
sjö helstu iðnríkja heims (G7), ásamt
Borís Jeltsín, Rússlandsforseta, fer
fram nú um helgina. Clinton sagði
að leiðtogarnir myndu „ryðja nýjar
brautir" til framtíðar, með því að
vinna að bættum efnahag í heimin-
um og útbreiðslu lýðræðis. Gerði
Clinton grein fyrir víðfeðmri dag-
skrá fundarins, frá baráttunni við
alþjóðlega glæpastarfsemi til við-
bragða við smitsjúkdómum.
Hague kjörinn leiðtogi breska Ihaldsflokksins
Yngsti leiðtogi
í tæplega 200 ár
London. Reuter. _
WILLIAM Hague var í gær kjörinn leiðtogi breska Ihaldsflokksins, er
hann sigraði keppinaut sinn, Kenneth Clarke, með 92 atkvæðum gegn 70,
í þriðju umferð leiðtogakjörsins og segja fréttaskýrendur þetta mikinn
mun sem hafi komið á óvart. Hague er 36 ára og verður yngsti leiðtogi
flokksins í nærri 200 ár. Hinn nýi leiðtogi var kampakátur eftir að til-
kynnt var um úrslitin í leiðtogakjörinu síðdegis í gær. Sagði hann frétta-
mönnum að sitt fyrsta verk yrði að sameina flokkinn, en leiðtogakjörið
hefði skerpt deilur innan hans vegna Evrópumála.
Hague tekur við af John Major,
sem tilkynnti þá ákvörðun sína að
hætta sem leiðtogi einungis
nokkrum klukkustundum eftir að
ljóst varð að íhaldsflokkurinn hafði
beðið mikinn ósigur í þingkosningun-
um 1. maí sl., og Verkamannaflokk-
urinn, undir forystu Tonys Blairs
unnið afgerandi sigur.
„Eg lít svo á, að hlutverk mitt
felist ekki eingöngu í því að leiða
fiokkinn, heldur einnig í því að bera
klæði á vopnin," sagði Hague.
Til að undirstrika þessa ákvörðun
sína sagði Hague að hann myndi
bjóða Clarke ábyrgðarstöðu í
skuggaráðuneyti sínu, en „skugga-
ráðuneyti“ stjómarandstöðunnar
fylgjast með verkum ráðuneyta
stjórnarinnar. En Hague sagði að
Clarke, sem er forsprakki Evrópu-
sinnaðs vinstri arms flokksins og
hefur lagt ríka áherslu á að útiloka
ekki möguleikann á að Bretar taki
þátt í myntbandalagi Evrópusam-
bandsins, yrði að brjóta odd af oflæti
sínu og sætta sig við þá skoðun
Hagues að Bretar muni aldrei hætta
notkun sterlingspundsins. Clarke
sagði að hann hefði ekki áhuga á að
taka sæti í skuggaráðuneyti Hagues.
Þingmenn íhaldsflokksins sögðu í
gær að sigur Hagues mætti ekki síst
rekja til þess, að bandalag, sem Clar-
ke myndaði með Evrópuandstæð-
ingnum John Redwood, eftir aðra
umferð leiðtogakjörsins á þriðjudag,
hafi komið í bakið á þeim.
Haft var eftir sh' Teddy Taylor,
stuðningsmanni Hagues: „Lafði
Thatcher lagði sitt lóð á yogarskálina
á hárréttu augnabliki." Átti hann þar
við að Mai'garet Thatcher, fyrrver-
andi forsætisráðherra, lýsti yfir
stuðningi við Hague á þriðjudag.
Reuter
■ Hugsjónamaður/21
Atvinna og hagvöxtur efst á blaði í stefnuræðu forsætisráðherra Frakka
Jospin hyggur á 4%
hækkun lágmarkslauna
París. Morgunblaðið.
ATVINNA og hagvöxtur verða efst
á blaði rQdsstjórnar Lionels Jospins,
sem flutti stefnuræðu sína á franska
þinginu í gær og gerði hvorki hlé á
máli sínu þegar hægrimenn gerðu að
honum hróp né þegar þingmenn af
vinstri væng fögnuðu. Fjöldi þeirra
síðasttöldu baulaði af óánægju er
Jospin sagði að lágmarkslaun, sem
eru 6.406 frankar á mánuði, jafnvirði
77 þúsund króna, myndu hækka um
4%. Höfðu kommúnistar og græn-
ingjar, sem aðild eiga að stjórninni,
viljað helmingi meiri hækkun.
Jospin hét þvf, að vinnuvikan yrði
smám saman stytt úr 39 í 35 stundir
og hlutastörfum fjölgað. Philippe
Seguin, leiðtogi hægriflokkanna á
þingi, sagði stefnu Jospins gamal-
kunnar vinstrilummur, sem sagan
sýndi ítrekað að væru misheppnað-
ar. Fjármálafræðingar sögðu forsæt-
isráðherrann hafa skuldbundið
stjórnina til fjölda kostnaðarsamra
ráðstafana. Vart hafði hann flutt
ræðuna er verðhrun varð á frönsk-
um hlutabréfamarkaði.
Þingflokksformaður sósíalista
þurfti að bíða í pontu eftir að hefja
ræðu sína næst á eftir Jospin vegna
hávaða í þingheimi, sem ræddi yfir-
lýsingar Jospins á leið sinni úr saln-
um. Margir sneru aftur til sæta
sinna stuttu seinna þegar Seguin tal-
aði. Hann gagnrýndi harðast aðgerð-
ir Jospins í Evrópumálum síðustu
daga, þótti lítið til um niðurstöður
leiðtogafundar í Amsterdam og sagði
líklegt að í Evrópusamruna myndi
Jospin ekki njóta stuðnings komm-
únista og smáflokka lengst til vinstri.
Strax í næstu ræðu sagði formaður
þingflokks kommúnista að ströng
skilyrði myntbandalagsins væru
hættuleg þeirri mannlegu stefnu
sem flokkur hans aðhyllist.
Jospin sagði virðingu íyrir náung-
anum og reglum landsins burðarstoð
lýðræðisins ásamt jafnrétti kvenna
og karla sem festa ætti í stjómarskrá
og jafnrétti fátækra og efnaðri til
menntunar, lækninga og félagslegs
og persónulegs öryggis. Sérstaklega
þyifti að auka öi'yggi aldraðra og
ungs fólks. Ráðherrann tók upp slag-
orð forsetans og hægri flokkanna um
nútímalegra Frakkland og hvatti til
hugarfarsbreytingar: Frakkland
væri land síns fólks og stofnanir rík-
isins í þágu almennings, sem nú þurfi
að taka þátt í mótun örlaganna. Ungt
fólk komist innan tíðar sjálfkrafa á
kjörskrá, það muni hafa betri mögu-
leika á góðri menntun og síðan starfi.
Kynslóðin sem kennd hefur verið við
vonleysi geti átt bjarta framtíð.
Reuter
LIONEL Jospin heldur stefnu-
ræðu sína á franska þinginu.
Sátt um
endurmat
gjaldeyris-
birgða
Bonn. Reuter
HANS Tietmeyer, bankastjóri þýska
seðlabankans, og Theo Waigel, fjár-
málaráðherra Þýskalands, sögðust á
fimmtudag hafa komist að sam-
komulagi um endurmat á erlendum
gjaldeyri bankans.
Talið er víst að forsvarsmenn bank-
ans hafi samþykkt að endurmeta doll-
ara í eigu bankans á 1,50-1,55 mörk
sem er undir markaðsverði. Endur-
matið verður framkvæmt innan þess
svigrúms sem gefið er í Maastricht
samkomulaginu og að öllum líkindum
samkvæmt lögum og reglugerðum
sem þegar eru í gildi.
í yfirlýsingunni var ekki minnst á
endurmat á gullbirgðum bankans.
Gull- og gjaldeyrisbirgðir þýska
seðlabankans eru metnar langt undir
mai'kaðsverði og ríkisstjórnin vill að
endurmat fari fram svo að hún geti
notað umframfjármuni bankans til
að mæta skilyrðum evrópska mynt-
bandalagsins.