Morgunblaðið - 20.06.1997, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKÓLASLIT
Gjafir til Heimahlynningar
NÝLEGA gaf Sparisjóður vél-
stjóra heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins lyfja-
dælu og súrefnissíu. Þessi tæki
nýtast krabbameinssjúklingum
mjög vel og auðveldar þeim að
vera meira heima við heldur
en að liggja á sjúkrahúsum.
Myndin var tekin þegar af-
hendingin fór fram og eru frá
vinstri: Oddný Oskarsdóttir,
aðstoðarsparisjóðsstjóri, Sig-
ríður Smith, stjórnarmaður,
Bryndís Konráðsdóttir, Helgi
Benediktsson, Hjördís Jó-
hannsdóttir og Sigrún Magnús-
dóttir en þau eru öll frá
Krabbameinsfélaginu.
ra tii l
rnsssmm—1
|x»i..
pii i jpjppjpn ^
Hátíð í Búð-
arkletti í
Borgarnesi
120 ÁRA afmæli hússins að
Brákarbraut 13 í Borgarnesi, sem
nú er veitingahúsið Búðarklettur,
verður haldið laugardaginn 21.
júní nk. Hátíðin hefst kl. 14 með
kaffihlaðborði sem stendur til kl.
17.
Grillaðar pylsur verða á boðstól-
um fyrir börn miðað við 14 ára
aldur. Ýmsar óvæntar uppákomur
verða fyrir börnin. Um kvöldið
verður haldinn dansleikur í Búðar-
kletti með Siggu Beinteins og Grét-
ari Örvarssyni úr Stjórninni. Miða-
verði á dansleikinn er stillt í hóf
eftir kl. 23.
Húsið að Brákabraut 13 er elsta
hús í Borgarnesi byggt árið 1877,
segir í fréttatilkynningu. Stendur
það á Suðurnesi undir Búðarklett-
um og á sér merkilega sögu í versl-
unarsögu Borgarness.
Digranes ehf. í Borgarnesi hefur
nú árið 1997 tekið upp þráðinn að
nýju, gert upp gamla verslunarhús-
ið og hafið þar veitingarekstur.
-----»-■■»-«--
Soffía sýnir í
Haukshúsum
SOFFÍA Sæmundsdóttir heldur
sýningu á verkum sínum í Hauks-
húsum á Álftanesi, litlu bláu lista-
miðstöðinni við sjóinn, laugardag-
inn 21. júní nk. á vegum Lista-
og menningarfélagsins Dægra-
dvalar. Sýningin verður opin frá
kl. 15-18.
Soffía Sæmundsdóttir hefur tek-
ið þátt í nokkrum samsýningum og
haldið einkasýningar. Síðast sýndi
hún í Galleríi Fold í mars 1997.
Sú sýning nefndist Ferðalangar:
könnuðir tímans. Þar sýndi hún
verk unnin með olíulitum á tré.
Sýning Soffíu í Haukshúsum
nefnist: Ferðir um sumarnótt þar
sem könnuðir tímans halda ferðum
sínum áfram.
-----» ..»----
Fræðsludag-
skrá í þjóð-
garðinum á
Þingvöllum
GENGIÐ verður um gjár og
sprungur að Öxárfossi, til baka um
Fögrubrekku og fjallað um sögu
lands og lýðs á Þingvöllum laugar-
daginn 21. janúar kl. 13.
Á sunnudag verður guðsþjón-
usta í Þingvallakirkju kl. 14 og að
henni lokinni kl. 15.30 verður
gengið frá Haki um um hinn forna
þingstað undir leiðsögn sr. Heimis
Steinssonar.
Þátttaka í gönguferðum á veg-
um þjóðgarðsins er ókeypis og eru
allir velkomnir. Frekari upplýs-
ingar veita landverðir í þjónustu-
miðstöð þjóðgarðsins.
-----»■♦■■»---
Opið lengur í
Nesstofusafni
NESSTOFUSAFN og Lyfjafræði-
safnið verða opin til kl. 22 á þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum í
júnímánuði.
Nesstofusafn er lækningaminja-
safn kennt við Nesstofu sem reist
var á árunum 1761-1763 fyrir
fyrsta landlækni Islendinga. Lyfja-
fræðisafnið stendur við hliðina á
Nesstofu. Þar eru sýnd gömul
lyfjagerðaráhöld, lyfjaílát, innrétt-
ingar úr apótekum o.fl.
Auk þess að vera opin á kvöldin
í júnímánuði eru söfnin opin á
sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl.
13-17.
------»■■-»-♦----
Sumarsól-
stöðutónleik-
ar á Selfossi
FERÐASKRIFSTOFAN Grænn ís
og fijálsíþróttadeild UMFÍ Selfoss
gengst laugardaginn 21. júní fyrir
útitónleikum í miðbæ Selfoss. Tón-
leikamir eru haldnir í tengslum við
50 ára afmæli Selfossbæjar og
samstarfsverkefnið Sumar á Sel-
fossi.
Boðið verður upp á nokkrar af
helstu unglingahljómsyeitum
landsins þ.á m. Sóldögg, Á móti
sól, Skítamóral, Land og syni og
Sanasól en sérstakur gestur verður
hljómsveitin Sálin hans Jóns míns
sem kemur sérstaklega saman af
þessu tilefni.
Tónleikarnir heijast stundvís-
lega kl. 19. Verð aðgöngumiða er
1.900 kr. og aldurstakmark 16 ár.
Sætaferðir verða með SBS frá
Umferðarmiðstöð íslands kl. 17 og
til baka kl. 3.30 en með áætlun
daginn eftir ef menn kjósa að tjalda
á tjaldstæði Gesthúsa á Selfossi.
Ættarmót
í Arnesi
AFKOMENDUR Ingunnar Eiríks-
dóttur og Jóns Ólafssonar, Eystra
Geldingaholti, halda ættarmót í og
við félagsheimilið að Árnesi laugar-
daginn 21.-22. júní.
Mótið verður sett kl. 15 á laugar-
deginum og því lýkur um hádegisbil-
ið á sunnudeginum. Gert er ráð fyr-
ir að þátttakendur sjá sér fyrir öðr-
um máltíðum en þeirri sem innifalin
er í mótsgjaldi en vakin er athygli
á því að mögulegt er að kaupa slíkt
á staðnum Innifalið í mótsgjaldi er
m.a. öll sameiginleg aðstaða til
mótsins, skemmtanaleyfi, hátíðar-
kvöldverður á laugardagskvöldi og
undirleikur fyrir dansi.
JÓN Ólafsson og Ingunn Eiríksdóttir, Eystra Geldingaholti.
Brautskráð
frá Háskólanum
á Akureyri
EFTIRTALDIR kandídatar útskrif-
uðust frá Háskólanum á Akureyri
á laugardag. Brautskráðir voru 73
kandídatar frá íjórum deildum skól-
ans og er þetta næststærsti hópur-
inn sem útskrifaður hefur verið frá
skólanum.
Frá heilbrigðisdeild,
BS-próf í hjúkrunarfræði:
Arna Björg Sævarsdóttir
Auðbjörg Geirsdóttir
Bryndís Björg Þórhallsdóttir
Ellen Óskarsdóttir
Fjóla Valborg Stefánsdóttir
Guðrún Þóra Björnsdóttir
Helga Björg Sigurðardóttir
Hildigunnur Jóhannesdóttir
Hulda Þórey Garðarsdóttir
Hulda Rafnsdóttir
Inga Vala Jónsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
María Egilsdóttir
María Albína Tryggvadóttir
Málfríður Stefanía Þórðardóttir
Ragnhildur Reynisdóttir
Rannveig Birna Hansen
Rut Tryggvadóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Sigríður Rúna Þóroddsdóttir
Steinunn Jónatansdóttir
Steinunn Thorarensen
Sæmundur Knútsson
Þorbjörg Ásdís Árnadóttir
Þuríður Geirsdóttir
Frá kennaradeild,
B.Ed.-kennarapróf:
Aðalsteinn Már Þorsteinsson
Anna Ingadóttir
Árni Sævar Jónsson
Guðmundur Rafnkell Gíslason
Guðrún Karitas Bjarnadóttir
Guðrún Þóra Björnsdóttir
Guðrún Hlín Brynjarsdóttir
Guðrún Svava Hjartardóttir
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Guðrún Unnsteinsdóttir
Heimir Freysson
Hildur Arnars Ólafsdóttir
Hjördís Ýrr Skúladóttir
Jóhann Ingi Einarsson
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Lars Jóhann Imsland Hilmarsson
Margrét Árnadóttir
Marías Benedikt Kristjánsson
Rannveig Karlsdóttir
Rannveig Sigurðardóttir
Sigriður Magnúsdóttir
Sigrún María Guðmundsdóttir
Þórunn Sigtryggsdóttir
Frá rekstrardeild, iðnrekstrar-
fræðingar:
Hjördís Ólafsdóttir
Páll Siguijónsson
BS-próf í rekstrarfræði,
stjórnunarsvið:
Auður Elva Jónsdóttir
Dagný Magnea Harðardóttir
Hafdís Elva Ingimarsdóttir
Halldór Sveinn Kristinsson
Helgi Aðalsteinsson
Helgi Níelsson
Hjördís Sigursteinsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir
Jón Helgi Pétursson
Sævar Helgason
Unnur Inga Dagsdóttir
Þröstur Óskarsson
Frá sjávarútvegsdeild,
BS-próf í sjávarútvegsfræði:
Arne Vagn Olsen
Einar Már Guðmundsson
Guðbjörg Glóð Logadóttir
Guðrún Anna Finnbogadóttir
Gunnar Torfason
Halldór Lind Guðmundsson
Harpa Þorláksdóttir
Helgi Viðar Tryggvason
Jenný Dögg Björgvinsdóttir
Jóhannes Hermannsson
Þorsteinn Magnússon
26 þroskaþjálfar
brautskráðir
ÞROSKAÞJÁLFASKÓLA íslands
var slitið að viðstöddu fjölmenni í
Langholtskirkju laugardaginn 7.
júní sl. Við athöfnina voru 26
þroskaþjálfar brautskráðir frá
skólanum.
Formaður skólastjórnar, Sigríð-
ur Snæbjörnsdóttir og fulltrúi út-
skriftarnema, Kristín Jóna Sigurð-
ardóttir fluttu ávörp. Ásta B. Þor-
steinsdóttir flutti ræðu.
Ragnhildi Sigurðardóttur var
veittur námsstyrkur úr Minningar-
sjóði Guðnýjar Ellu Sigurðardótt-
ur.
Gradualekór Langholtskirkju
söng við athöfnina undir stjórn
Jóns Stefánssonar.