Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 3 7 ásamt kennslu þeirri sem hún þeg- ar hafði við skólann, og er það ákvörðun sem ég hef svo sannar- lega aldrei séð eftir enda reyndist það heillaspor eins og tíminn hefur sýnt. Á árunum sem nú fóru í hönd tók Tónlistarskólinn miklum stakkaskiptum, var í örum vexti og færði út kvíarnar jafnt og þétt. Skólinn flutti í nýtt húsnæði og varð að menntastofnun sem hafði það að megin markmiði að þjálfa atvinnutónlistarmenn og mennta fagkennara á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar. í þessari þróun tók Hólmfríður þátt af fádæma dugnaði og fómfýsi og vann frá fyrsta degi ómetanlegt starf fyrir skólann. Svo fór að brátt tóku störfín á skrifstof- unni megnið af tíma hennar, en hún hélt þó alltaf áfram að kenna smá- vegis jafnhliða, enda frábær píanó- kennari með trausta menntun á því sviði að baki. Minnast margir gaml- ir nemendur markvissrar og vand- aðrar kennslu hennar með þakk- læti, enda bar hún hag þeirra mjög fyrir bijósti. Þegar tímar liðu og umsvifin jukust þurfti að bæta við starfsfólki á skrifstofu skólans og sá Hólmfríður um að velja þá. Fórst henni það einkar vel úr hendi, því allt voru þetta úrvalsmanneskjur sem hafa unnið skólanum i sama holla anda og Hólmfríður gerði sjálf. Hólmfríður var jafnan staðgeng- ill minn þegar ég var fjarverandi og er ég árið 1989 fékk árs orlof gat ég vikið mér frá öldungis róleg- ur, því Hólmfríður gegndi skóla- stjórastöðunni á meðan og gerði það með stakri reisn og grýði enda öllum hnútum kunnug. Ég veit að sú stofnun sem hún helgaði starfs- krafta sína alla ævi var henni meira en vinnustaður. Nú í vor er hálf öld liðin frá því hún tók burtfararpróf úr þessum sama skóla og þá þegar um haustið hóf hún þar píanó- kennslu sem hún að undanskildum stuttum námsleyfum rækti fram á allra síðustu ár. Hún tók það sem sitt lífshlutverk að þjóna Tónlistar- skólanum og stuðla að eflingu hans og vexti. Ef á hann var hallað var henni að mæta, heill hans og við- gangur var henni hjartans mái. Hólmfríður bjó lengstum með móður sinni á fallegu æskuheimili sínu á Öldugötunni og nú síðustu árin á Laugarásvegi hjá Dóru syst- ur sinni. Þær systur voru mjög nánar og var mikil og ljúf elska þeirra í milli alla tíð, sem ekki kom síst fram í takmarkalausri um- hyggju þeirra hvor fyrir annari í erfiðum veikindum sem hijáð hafa þær síðustu árin, og var það dapur- legt að þær systur skyldu ekki fá að njóta lengra ævikvölds saman. Hólmfríður var tíguleg kona í sjón, hún var sköruleg og hreinskiptin og kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Um eigin hagi gat hún verið dul nema við sína nán- ustu. Hún var þeirrar gerðar að því betur sem maður kynntist henni því meira mat maður hana sökum mannkosta_ hennar, heiðarleika og tryggðar. í Hólmfríði átti ég ekki aðeins traustan og hollan sam- verkamann heldur engu síður ein- lægan vin sem ég gat rætt við um allt milli himins og jarðar. Ófá voru löng samtöl okkar þegar við bárum saman bækur okkar um frammistöðu nemenda skólans í prófum og á tónleikum og glödd- umst yfir góðri frammistöðu þeirra og hveiju framfaraspori í skóla- starfinu. Hún bar ætíð velferð fjöl- skyldu minnar fyrir bijósti og lét vöxt hennar og viðgang sig miklu varða. Hefðir sköpuðust í sam- bandi við það, meðal annars fór ég í meira en þrjá áratugi til hennar á aðfangadag með börnin mín þrjú. Fyrst á æskuheimili hennar á með- an Guðfinna móðir hennar lifði, en hún var merk kona og öllum eftir- minnileg sem henni kynntust, og síðar eftir lát hennar á glæsilegt heimili systranna við Laugarásveg sem var á sinn hátt ekki síður minnisstætt. Nú að leiðarlokum kveð ég Hólm- fríði vinkonu mína með söknuði og miklu þakklæti. Starfsdagur hennar var sannarlega bjartur og árangurs- ríkur sem ótalmargir nutu góðs af. Jón Nordal. Bjartur og fallegur sumarmorg- unn - fólk á leið í vinnu. Síminn hringir og mér er tilkynnt andlát kærrar og elskulegrar vinkonu minnar Hólmfríðar Siguijónsdóttur. Skrifstofan mín, sem einu sinni var hennar, breytist í huga mér, fær annan andblæ - og minningarnar streyma fram. Við þekktumst í 13 ár og unnum saman í 10 ár eða þar til veikindi hennar gerðu fyrst vart við sig og örlögin höguðu því þannig til að hún átti ekki afturkvæmt til starfa nema að hluta til og um stundarsak- ir. - Það var ung kona á krossgöt- um sem mætti á skrifstofuna í Tón- listarskólanum í Reykjavík í byijun september 1984 á leið í nýja vinnu og að hitta verðandi yfirmann í fyrsta sinni. - Ég vissi ekki þá að spor mín voru gæfuspor, því það er fátt dýrmætara í þessu lífi en að eiga góðan vin og stunda vinnu sem veitir ánægju. - Við höfðum bara talað saman í síma áður, en hún afréð samt að ráða mig „blind- andi“ . Fyrir mig var okkar fyrsti fundur sérstakur því þegar ég sá þessa glaðlegu, miðaldra konu, sem svo mikil reisn yar yfir, voru fyrstu viðbrögð mín gleði - eins og að hitta aftur aldagamlan vin. Fljót- lega eftir að við fórum að vinna saman tókst með okkur innileg vin- átta, þrátt fyrir mikinn aidursmun. Tryggari og traustari vinkonu en Hólmfríði er ekki hægt að hugsa sér. Virðing okkar og trúnaður var gagnkvæmur. En ég var fremur þiggjandi en gefandi í samskiptum okkar hvort sem var á andlegu sviði eða hinu veraldlega og þáði mörg heilræðin af mér eldri og vitrari konu að ótöldum öllum hennar góðu gjöfum. Hún virti mig og treysti, hvatti mig og hughreysti og bar hag minn og fjölskyldu minnar fyr- ir brjósti. Við deildum saman gleði okkar og sorg yfir því sem fyrir bar í lífínu. Þau voru fá svið mannlegs lífs sem við ekki ræddum. Mannkostir Hólmfríðar voru miklir. Hún var lífsglöð og greind kona, jákvæð í hugsun og fram- göngu, atorkusöm svo gustaði af henni, fýrirhyggjusöm, grandvör í orði og verki, húmoristi, mann- þekkjari, félagslynd og umfram allt ákaflega umhyggjusöm kona. Hún stundaði nám í píanóleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík og lauk það- an burtfararprófi vorið 1947 og átti því 50 ára útskriftarafmæli á þessu vori. Að loknu burtfararprófi stundaði hún nám í píanókennslu við Guildhall School of Music and Drama í London og lauk píanókenn- araprófi frá Royal College of Music í London. Að námi loknu hóf hún störf sem píanókennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Hún vildi veg og vanda skólans sem mestan og lagði alla sína starfsævi og starfs- krafta til hans. Hún var yfirkenn- ari og skrifstofustjóri, ásamt píanó- kennslunni, frá árinu 1959 og skólastjóri skólaárið 1989-1990, í orlofí Jóns Nordal, og fórst það verk einstaklega vel úr hendi eins og reyndar allt sem hún kom nærri. Hún hafði ríka skipulagsgáfu og stjórnunarhæfíleika, var vandvirk, samviskusöm og raunsæ, en um- fram allt stýrði velferð skólans, nemenda og starfsmanna gerðum hennar. Hún hafði ómældan áhuga, ánægju og gleði af að fylgjast með unga fólkinu í skólanum þroska Iist sína og hæfni. Skólinn var henni allt, nemendur, kennarar og tónlist- in. Tónlistin var vinur hennar - það voru hennar orð. í starfi sínu sat Hólmfríður við það borð að vera sá aðili sem þurfti að segja nei, sem jafnframt hafði það í för með sér að erfitt var fyrir hana að skapa þá nálægð við nemendur og kenn- ara sem ég veit að hún hefði svo gjarnan viljað. Oft þótti mér hún ekki njóta sannmælis vegna þessa. Hún var ekki allra, en velvild henn- ar og góður hugur í garð annarra var ekki falinn þeim sem þekktu hana vel. Hún gerði takmarka- lausar kröfur til sjáifrar sín í starfí sínu og einkalífi svo einstakt má telja. Að vinna með henni var mér hvatning hvern einasta dag. í einkalífi sínu átti Hólmfríður góða vini og ástvini sem voru henni kærir umfram allt annað. Hún ann- aðist móður sína í hárri elli þar til yfír lauk og systir hennar Dóra, sem nú kveður sinn eina nána-ættingja, var hennar lífsförunautur hin síðari ári. Mjög kært var með þeim systr- um og voru þær saman öllum stund- um. Ég vil þakka Hólmfríði samfylgd- ina, vináttuna og kærleikann og bið þess að minningin um einstaka og kærleiksríka konu veiti systur henn- ar styrk í hennar miklu sorg og einsemd. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði, virðingu og þökk. Vilborg Gunnarsdóttir. Nú í vor voru 50 ár liðin frá því að Hólmfríður Siguijónsdóttir lauk burtfararprófí í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Er und- irritaður bar kennurum og nemend- um skólans kveðju hennar við skóla- slit í lok maí hvarflaði það ekki að okkur, þótt okkur væri kunnugt um veikindi hennar, að hún mundi verð- a farin frá okkur svo snemma. Er ég frétti um lát hennar tóku minn- ingarnar að streyma fram. Kynni okkar Hólmfríðar ná langt aftur, en fjölskyldur okkar þekktust vel og man ég vel eftir því, er ég fyrst kom sem lítill drengur á heim- ili foreldra Hólmfríðar. Móðurafí minn, Gísli Gíslason, vann hjá versl- un Geirs Zoéga á Vesturgötu, en þar var faðir Hólmfríðar verslunar- stjóri. Mér eru minnisstæðar heim- sóknir í þá daga í Geirsbúð þar sem ég hitti afa minn og Sigurjón, föður Hólmfríðar. Þótt fjölskyldur okkar væru ekki skyldar voru samskipti þeirra allnokkur og man ég það að móðir mín sagði mér að hún hefði stundum gætt Hólmfríðar, er hún var bam að aldri. Nokkrum ámm síðar kynnist ég Hólmfríði betur sem nemandi hennar í píanóleik við Tón- listarskólann í Reykjavík, en hún starfaði sem píanókennari við skól- ann strax að burtfararprófí loknu, 1947. Man ég vel eftir því hve skipu- lögð og kröfuhörð kennsla hennar var og verð ég að viðurkenna, að það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hve góðan grund- völl hún hafði lagt að því námi sem við tók. Hef ég stundum komist þannig að orði, að Hólmfríður hafí kennt mér mannasiði í píanóleik. Það er víst erfiðara að siða unga drengi á vissum aldri en stúlkur, því kynnt- ist ég sjálfur síðar, og hef ég ávallt verið þakklátur Hólmfríði fyrir að sýna mér þá festu og ögun sem til þurfti og hætta ekki fyrr en tilætluð- um árangri var náð. Það var einnig nokkrum árum síðar að ég uppgötvaði, að Hólmfríð- ur hafði farið 1956 í framhaldsnám til London og lokið píanókennara- prófí frá Royal College of Music 1957. Næstu árin, 1958-59 var hún við framhaldsnám í Bandaríkjunum. Er hún snéri heim frá námi 1959 tók hún aftur upp þráðinn sem píanókennari, en um leið hóf hún starfsferil sinn á skrifstofu skólans. Þetta sama ár kom Jón Nordal til starfa sem skólastjóri Tónlistarskól- ans í Reykjavík og hófst þá óvenju farsælt samstarf, sem segja má að hafí í raun verið kjölfesta skólans í þeirri þróun sem átti sér stað næstu áratugi. Starf Hólmfríðar varð smám saman æ viðameira uns hún varð yfirkennari og í raun aðstoðar- skólastjóri í mörg ár. Árið 1989-90 tók Hólmfríður við sem skólastjóri er Jón Nordal tók sér árs frí frá störfum. Auk starfa sinna við skól- ann tók Hólmfríður virkan þátt í félagslífí tónlistarmanna, átti m.a. sæti í stjórn bæði Félags íslenskra tónlistarmanna og stjóm Félags tón- listarkennara. Áttum við Hólmfríður allnokkuð samstarf á þessu sviði, en við sátum stundum saman í stjórn þessara féiaga. Er ég kom sjálfur heim frá námi og tók að kenna við Tónlistarskólann í Reykjavík áttum við Hólmfríður að sjálfsögðu talsvert samstarf varðandi kennslumál skól- ans. Þá heyrði ég nemendur hennar og annarra kennara í prófum innan skólans. Sú reynsla hefur verið mér sem mörgum öðrum ómetanlegt veganesti í námi tónlistarinnar, námi sem aldrei sér fyrir endann á, eins og allir vita sem nærri tónlistarnámi hafa komið. í prófunum heyrði ég nemendur ýmissa kennara og gerði ég mér þá grein fyrir því í hveiju vönduð vinnubrögð eru fólgin, er ég heyrði nemendur þessa fyrrverandi kennara míns spreyta sig í prófum. Er ég tók við af Jóni Nordal sem skólastjóri haustið 1992 upphófst enn nýtt tímabil í samstarfí okkar Hólmfríðar. Það er skrýtið hvemig mynstrin á leiksviði lífsins geta orð- ið, svo sem það að afí minn og fað- ir Hólmfríðar skulu hafa átt svo langt og farsælt samstarf í Geirs- verslun og síðar við Hólmfríður á vettvangi tónlistarinnar. f þessu nýja starfi mínu naut ég enn leið- sagnar Hólmfríðar, hinnar miklu reynslu hennar og stjórnunarhæfi- leika. Hún var í raun skrifstofu- stjóri og fjármálastjóri skólans í mörg ár um leið og hún var yfír- kennari. Hún hélt styrkum höndum um rekstur skólans. Undanfarin ár er ég hef kynnst betur þeim vanda- málum sem við er að etja í rekstri Tónlistarskólans, sem er að ýmsu leyti flókinn að samsetningu, hefur mér orðið æ ljósara hve dýrmætar ábendingar Hólmfríðar hafa verið. í öllu starfi Hólmfríðar birtust jafn- an heiðarleiki og ósérplægni, óþijót- andi starfskraftar, mjög raunsæ og hagnýt vinnubrögð. I hennar aug- um var ekkert nógu gott í starfinu í þágu tónlistarinnar og uppfræðslu ungs fólks í tónlist. Starfið í þágu listarinnar var hennar líf. Hún gaf starfskrafta sína Tónlistarskólan- um í Reykjavík og það verður ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé, að enginn sem þar hefur komið við sögu hafi átt meira starf við skól- ann en Hólmfríður. Hún starfaði lengur við skólann en nokkur annar eða í full 46 ár. Fyrir hönd skólans vil ég þakka Hólmfríði fyrir alla þá alúð og fórnfýsi sem hún hefur sýnt skólanum og persónulega verð ég henni ávallt þakklátur fyrir góða leiðsögn, ánægjulega og lærdóms- ríka samfylgd. Halldór Haraldsson. Löng þá sjúkdómsleiðin verður lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Elsku Hólmfríður, um leið og ég þakka þér fyrir þau ár sem ég fékk að vera með þér, vottum ég og fjöl- skylda mín Dóru okkar dýpstu sam- úð. Hvíl í friði. Stella S. Karlsdóttir. Fyrsta minningin um Fríðu fínnst mér vera af Öldugötunni. í húsinu þar sem hún og Guðfinna mamma hennar áttu heima. Það er bjart og sólríkt í stofunni og sama hlýjan í augum þeirra og einhvern veginn virðist mér hláturinn hafi verið sá sami. Litlum krakka leið vel í þessu húsi, líklega vegna þess að þeim mæðgunum kom svo vel saman. Á Öldugötu 12 var æskuheimili henn- ar og Dóru systur hennar. Siguijón faðir þeirra byggði húsið og þar bjó Fríða nærri alla ævina. Ég kom ekki bara í skemmti- heimsóknir til Fríðu á Öldugötuna, heldur varð ég þar fastagestur átta ára gömul. Mætti tvisvar í viku til hennar í spilatíma. Það lék enginn vafi á því liver myndi kenna mér á píanó. Það var enginn annar mögu- leiki ræddur á mínu heimili. Mamma og Fríða þekktust frá því að þær voru ungar stelpur í Tónlist- arskólanum. Kynntust þegar mamma var innan við fermingu og Fríða aðeins eldri. Og þær urðu strax miklar vinkonur. Þegar þær töluðu um árin í Tónlistarskólanum breytti röddin um blæ, þær færðust allar í aukana og urðu jafnvel dular- fullar á svipinn. Þær áttu saman minningar sem enginn annar skildi. I frásögn þeirra virtust kennararnir guðir en ekki menn og hinar fátæk- legu vistarverur skólans hulduhall- ir. Þær lifðu og hrærðust í músík alla daga ásamt félögum sínum, og drukku töfra hennar í sig. Þeim hefur ábyggilega fundist það ævin- týri líkast að fá að vera í þessum heimi. Og það voru Iíka mikil for- réttindi á fimmta áratugnum að fá að vera í tónlistarnámi þegar tón- listarlífið var fábrotið og aðeins örfáir nemendur í skólanum. Fríða naut mikils og gaf ríkulega til baka. Hún hóf að kenna píanó- -r leik við Tónlistarskólann strax eftir að hún lauk námi. Og þaðan hvarf hún ekki fyrr en að loknum löngum starfsdegi. Rétt eins og Öldugatan er ætíð baksviðið í minningunni um Fríðu er Tónlistarskólinn í for- grunninum. Það eru engar ýkjur að skólinn hafí verið hennar annað heimili, hennar líf og yndi. Og hæfi- leikar hennar nýttust ekki aðeins í kennslu heldur má segja að hún hafi verið allt í öllu innan skólans. Fríða var vinnusöm og öguð, og bjóst við því sama af öllum í kring- um sig. 1 Tónlistarskólanum sinnti hún störfum sínum af fádæma ósér- hlífni og samviskusemi, sem um- fram allt var sprottin af áhuga og ást á tónlistinni. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd skólans og gætti hagsmuna hans einarðlega. Stund- um full einarðlega, því hún gat verið snögg upp á lagið og hörð við okkur kærulausa nemendurna og hafði ekki áhuga á að dekstra þá sem ekki stunduðu námið. Því það var svo ólíkt henni sjálfri. En um- hyggjan og hlýjan var þó aldrei langt undan. Raunveruleg um- hyggja fyrir fólki felst nefnilega í því að búast við hinu besta af öll- x" um, að fá alla til að leggja sig fram. Kennari stendur að sumu leyti berskjaldaður frammi fyrir nem- anda sínum. Hann getur ekki falið skapgerð sína eða hjartalag. Ég var auðvitað bara barn þegar ég var send í spilatíma til Fríðu, en þau fjögur ár sem ég lagði reglulega leið mína á Öldugötuna kynntist ég vinkonu hennar mömmu. Og án þess að ég vissi var hún orðin vin- kona mín. Hún varð mér strax sér- staklega kær. í samskiptum var hún hreinskilin og heiðarleg, ákveðin og stundum hvatskeytt, en alltaf um- hyggjusöm og hlý. Hún var einstak- lega myndarleg kona og það sópaði að henni hvar sem hún kom. Hand- artakið var mjúkt og hlýtt, og þeg- ar hún lagði hendurnar á píanóið og spilaði kom hún sjálf í ljós. Hún var kannski ekki allra, vegna þess að fáir þekktu hana vel. En við sem áttum hana að vini söknum hennar sárt. Guðrún Nordal. Það var okkar lán er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur að eignast fyrst íbúð í sama húsi og Dick og Dóra. Eignuðumst við þá kæra vini auk þess sem við kynntumst Guð- finnu og Hólmfríði sem einnig urðu okkur tryggir vinir. Minnumst við r margra ánægjustunda sem við átt- um saman. Eftirminnileg eru litlu jólin þar sem Fríða, Dóra, Ása og i Tóta stjórnuðu hver sínu í eldhúsinu í Eikjuvogi við laufabrauðsbakstur- inn. Fríða leiðbeindi okkur við píanónámið og fylgdist ævinlega af áhuga með öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Við viljum þakka þá tryggð og vinarhug sem hún ávallt sýndi okkur. Hljóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. m Alltaf lifir þú hjá mér. (Einar Ben.) Kæra Dóra, í veikindum Fríðu hefur þú sýnt mikinn styrk og tryggð sem við munum ávallt minn- ast. Við sendum þér okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Eikjuvogi 6. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.