Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 47 _________BRÉF TIL BLAÐSIIMS__ Opið bréf til Kjalnesinga Frá Helgu Báru Karlsdóttur, Kol- brúnu Jónsdóttur og Pétri Friðriks- syni. ÁGÆTU Kjalnesingar. Nú líður að kosningu um samein- ingu Kjaiarneshrepps og Reykjavík- ur. Talsverðar umræður og kynning hefur farið fram um þetta mjög svo mikilvæga mál hér á Kjalarnesi. í þessum umræðum hafa komið upp rangfærslur og oft verið farið frjáls- lega með staðreyndir. Þeir sem hafa haft sig í frammi á móti sameiningu hafa ekki lagt fram neinar tillögur til íbúa um hvernig þeir hyggjast leysa þau vandamál sem Kjalnesingar standa frammi fyrir. Þvert á móti hefur þeirra málflutningur gjarnan falist í því að lýsa fólki sem talað hefur fyrir sameiningu sem svartsýnum landráðamönnum. Þeir sem talað hafa harðast á móti sameiningu hafa verið mjög ósáttir við að íbúum sé gefin kostur á að kjósa um sam- einingu og þar með hafa áhrif með beinum hætti á framtíð sína og umhverfi sitt. Hver og einn verður að gera það upp við sig hvort slíkur málflutningur sé traustvekjandi til frambúðar. Við teljum það vera skyldu okkar sem hreppsnefndarmanna að leita leiða til að tryggja hag íbúanna og rétt þeirra til að velja milli þeirra kosta sem í boði eru. Með hag ykk- ar að leiðarljósi höfum við unnið undanfarna mánuði að undirbúningi fyrir þessar sameiningarkosningar og endurskipulagningar í rekstri sveitarfélagsins. Þar sem við ætlum að ekki hafi komið nægilega vel fram hvað í vændum er verði ekki af sameiningu nú, viljum við með bréfi þessu árétta það. Valkostir fyrir íbúa Kjalarness eru samningur um sameiningu við Reykjavík eða að reka hér áfram sjálfstætt sveitarfélag með mun minni þjónustu en í nágrannasveit- arfélögunum. Þrátt fyrir góða kynningu á fjármálafundi í Fólk- vangi 2. júní sl. er ástæða til að ítreka að meirihluti hreppsnefndar hefur náð verulegum árangri í rekstri og umbótum í fjármálum sveitarfélagsins. Fram hefur komið að niðurstaða ársreikninga 1996 var verri en reiknað hafði verið með og stafar það meðal annars af óreiðu í fjármálum og rekstri fyrri ára. Ljóst er að sú fjárhagsáætlun sem kynnt hefur verið fyrir íbúum fyrir árið 1997 og næstu ár, gengur ekki nógu langt til að rekstur sveit- arfélagsins teljist viðunandi. Þessa áætlun þarf því að endurskoða nú að loknum sumarleyfum. Við mælum með að íbúar sam- þykki tillögu samstarfsnefndar um sameiningu og teljum að þannig sé hag Kjalnesinga best borgið til framtíðar. Ef ekki kemur til sam- einingar mun hreppsnefnd óhjá- kvæmilega verða að grípa til að- gerða er skerðir þjónustu verulega sem meðal annars getur falist í neðangreindum atriðum. Aðgangur að þjónustu mun verða þrengri Þjónusta leikskóla minnkuð, þar sem sveitarfélagið greiðir um 5 milljónir á ári með rekstri hans. í þessu gæti falist fækkun á starfs- fólki, fækkun á plássum fyrir börn, styttur opnunartími, sumarlokanir, hækkuð gjöld og mötuneyti lagt niður. Tónlistarskóli verði lagður niður. Opnunartími íþróttahúss styttur og aðgangseyrir hækkaður. Þjónusta áhaldahúss verði minnkuð, t.d. snjómokstur. Styrkir til almenn- ingssamgangna verði aflagðir. Kennarastöðum í skólanum verði fækkað og samkennsla bekkja auk- in. Félagsstarf nemenda skert enn frekar. Mötuneyti í skólanum verði endanlega lagt niður. Sorphirða verði einfölduð með gámum sem íbúar koma sorpi sínu í sjálfír. Vinnuskólinn verði lagður niður. Opnunartími skrifstofu verður skertur. Tekjustofnar verði fullnýtt- ir svo sem aukaútsvar og fasteigna- gjöld. Þá er rétt að ítreka að 75% af tekjum sveitarsjóðs er varið í laun og launatengd gjöld. Telqur Kjalar- neshrepps hrökkva engan veginn fýrir rekstri, vöxtum og afborgun- um, en samkvæmt áætlun er reiknað með að svo verði næstu 10 árin, enda er Kjalameshreppur eitt skuld- settasta sveitarfélag á landinu. Við munum ekki skorast undan þeirri skyldu okkar að vinna áfram að hag íbúa Kjalarness og munum gera það hvort sem tillaga um sam- einingu verður samþykkt eða felld. Við viljum þó árétta að verði sam- eining felld teljum við að íbúar hafí gefið okkur umboð til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem við teljum nauðsynlegar til að halda áfram rekstri sveitarfélagsins. Það er okkar einlægur ásetning- ur að upplýsa með þessu bréfi nokkrar staðreyndir málsins, sem að okkar mati hafa ekki komið nægilega skýrt fram. Okkur er það nauðsynlegt fyrir áframhaldandi vinnu að kjósendum séu allar hliðar málsins ljósar fyrir kosningar. Með vinsemd og virðingu. HELGA BÁRA KARLSDÓTTIR, KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR OG PÉTUR FRIÐRIKSSON, sitja í hreppsnefnd Kjalameshrepps. Hitakútar 32.900.- Hitakútamir frá EDESA eru vel einangraðir, eyðslugrannir, með yfirhitavörn og hítastilli auk þess að vera auðveldir í uppsetningu. Við bjóðum nú EDESA hitakútana á frábæru verði. Einnig fáanlegir 50 L. 22.000.- 75 L. 29.000.- 150 L. 35.900.- N_________________,/ Umboðsmenn um land allt á íslandi Staorsta heimilis-og ranaokjavarslunarKeö(a I Evrópu I4öerum^^a^siv/ð/^ VERIÐ VELKOMIN ( VERSLUN OKKAR RflFTíKMDERZLUN ÍSLflNDS IL - ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! Laugavegi 40, s. 561 0075 Laxá í Þingeyjarsýslu NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir mjög langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósan- legum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, í óbyggðum og jafnvel á hafinu umhverfis landið. íslenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT SÍMAR - ÞEGAR LANGDRÆGNI OG ÖSYGGI SKIPTA MÁLI. tisu«n -kjarni málsins! áo lari£>drægm o^ öryggis NMT í veiöirtrii“ /' sdmbdndi við þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.