Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 166. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter AFGREIÐSLUSTÚLKA í Edinborg hengir skoska fánann út í glugga á Skosku versluninni í tilefni frétta af því að Skotar fái eigið svæðisþing. Bosníu-Serbar hóta erlendum þj óðarleiðtogum Washington, Sarajevo, Bonn. Reuter. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hét því í gær að ákærðir stríðsglæpa- menn yrðu leiddir fyrir alþjóðlegan dómstól áður en alþjóðaliðið, sem framfylgt hefur Dayton-friðarsam- komulaginu, héldi á brott frá Bosn- íu. Tíðar árásir hafa verið gerðar á útlenda hermenn á svæði Bosníu- Serba frá því meintur striðsglæpa- maður var skotinn fyrr í mánuðinum og hafa Bosníu-Serbar haft í hótun- um við stjórnvöld í þeim löndum sem sent hafa hermenn til landsins. Solana lagði áherslu á að stríðs- glæpamenn yrðu þó aðeins handtekn- ir ef aðstæður leyfðu, hermenn tækju ekki glæpamann höndum, sem um- kringdur væri 100 félögum sínum. Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, kvaðst í gær hafa haft af því fregnir að Bosníu-Serbar hefðu hót- að að ráðast gegn leiðtogum þeirra þjóða sem sent hefðu hermenn til Bosníu í kjölfar friðarsamkomulags- ins. Fordæmdi hann þessar hótanir og sagði þær dæmigerðar fyrir stuðningsmenn Radovans Karadzics, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba. Þýska blaðið Die Welt sagði í gær að yfirvöld í Þýskalandi, Bretiandi og Bandaríkjunum óttuðust hefndar- aðgerðir Bosníu-Serba og að örygg- isráðstafanir við stjórnarstofnanir og æðstu menn landanna hefðu ver- ið hertar. Fleiri árásir á friðargæsluliða Hollenskur friðargæsluliði særðist í fyrrakvöld þegar handsprengju var varpað að honum í Kotor Varos, skammt frá Banja Luka, sem er á yfirráðasvæði Bosníu-Serba. Hafði hermaðurinn lent í umferðaróhappi er drukkna Serba bar að og réðust þeir að manninum. Þá eyðilagðist flutningabifreið sem stóð fyrir utan húsnæði starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í sprengingu í gærmorgun. Berlusconi ákærður fyr- ir skattsvik Madríd. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Spánar ákærði í gær Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir skatt- svik í tengslum við fjölmiðlafýrir- tæki hans, Fininvest. Dagblaðið El País sagði frá því að Berlusconi hefði verið ákærður ásamt 37 mönnum öðrum. Tals- menn réttarins hafa ekki viljað staðfesta annað en að Berlusconi sé einn af hinum ákærðu. Reuter Undirbúa för til Mír RÚSSNESKU geimfararnir Ana- tolí Solovjov og Pavel Vino- gradov vinna að lokaundirbún- ingi um borð i geimflauginni sem mun í byrjun ágúst flytja þá til geimstöðvarinnar Mír, þar sem þeir leysa af Rússana tvo í núver- andi áhöfn. Vonast er til að þeir Ijúki nauð- synlegum viðgerðum á raforku- kerfi geimstöðvarinnar áður en bandarisk geimflaug lendir þar um miðjan september. Reuter Einræktuð kind með litn- inga manns London. Reuter. BRESKU vísindamennirnir, sem einræktuðu ána Dolly fyrr á ár- inu, kynntu í gær einræktað lamb, Polly, sem hefur litninga úr mönnum. Segja vísindamennirnir þetta þýða að hægt verði að ein- rækta kindur sem framleiði t.d. prótein og blóðvökva í lækninga- skyni fyrir menn. Hópurinn, sem að tilrauninni stóð, hefur einræktað níu ær og einnig nokkrar ær með litningum manna en þetta er í fyrsta sinn sem þeim tekst að sameina tækn- ina í einu dýri, eða öllu heldur fimm, því Polly á fjórar systur. Dolly var einræktuð úr full- vöxnu dýri en Polly var ræktuð með því að láta bandvefsfrumu úr fóstri renna saman við egg- frumu. Það sem var óvenjulegt við einræktun Pollyar var að vís- indamennirnir breyttu erfða- efni fósturfrumnanna áður en þær voru einræktaðar. Þeir vilja ekki upplýsa hvaða erfðaefni manna Polly hefur en dýrin, sem ræktuð hafa verið með mannlega litninga, eru aðallega ræktuð með blóðprótein og storknunarefni. Græðgi allsráðandi á alnetinu Washington. Rcutor. GRÆÐGI er ein aðalástæða tafa og hægagangs á alnetinu, að sögn vísindamanna, sem skrifa um mál- ið í nýjasta hefti Science. Segja þeir að þar sem flestir notendur þess greiði fast gjald finnist þeim fyllilega „réttlætanlegt að gleypa efnið á netinu í sig án þess að leiða hugann að því að þessi mikla neysla kunni að hafa áhrif á af- kastagetu alnetsins," segir vís- indamaðurinn Bernardo Huber- mann í tímaritinu. Ástæða þessa er að hluta til gríðarlegt umfang alnetsins, auk nafnleysisins sem notendur skýla sér á bak við, segir Hubermann. Telur hann að ef notendur væru færri og vissu hver af öðrum myndu þeir líklega nota alnetið á ábyrgðarfyllri hátt. Borga fyrir betri þjónustu Hubermann og aðstoðarmenn segja engu líkara en notendur al- netsins hafi komið sér saman um að fara allir inn á sömu síður á sama tíma, sem verði til þess að geysilegir flöskuhálsar myndist. Sú varð að minnsta kosti nið- urstaða tilrauna með að senda gögn víðs vegar um netið. Huberman telur afar ólíklegt að notendur alnetsins fáist til að nota það hóflegar, þróunin verði liklega sú að þeir sem þjónusti alnetið bjóði bætta þjónustu og aukinn hraða fyrir þá sem séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir það. Skotar fá eig- ið svæðisþing Ekki fyrsta skref til sjálfstæðis segir breska stjórnin London. Reuter. The Daily Telegraph. SKOTAR fá eigið þing, hið fyrsta í 300 ár, samkvæmt tillögum sem breska ríkisstjórnin kynnti í gær. Ráðherrar hennar lögðu hins vegar áherslu á að þetta væri ekki fyrsta skrefið í átt að því að Skotar fengju sjálfstæði. „Skotland verður sem fyrr óijúfanlegur hluti Breska kon- ungsveldisins," sagði Donald Dewar Skotlandsmálaráðherra í inngangs- orðum að tillögunni, sem kveður á um að þingið taki til starfa árið 2000. Engu að síður er um að ræða mestu breytingu sem gerð hefur verið _ á stjómarskrá Bretlands frá því að Ir- land fékk sjálfstæði árið 1922. Stofnun svæðisþinga í Skotlandi og Wales var hluti eins af helstu baráttumálum Verkamannaflokks- ins fyrir þingkosningarnar í vor, en það var endurskoðun hinnar mið- stýrðu stjórnarskár landsins. Þing Skotlands var lagt niður árið 1707 er ríkið var sameinað Englandi. Fyr- ir þremur dögum lagði stjórnin fram ámóta tillögu um svæðisþing Wales en völd þess eru þó miklu minni. Gengið verður til þjóðaratkvæðis í Skotlandi um stofnun þings hinn 11. september nk. Verði það að veru- leika munu 129 manns eiga sæti á þinginu og verður kosið hlutfallskosn- ingu á það, öfugt við kjör til breska þingsins en þar eru einmenningskjör- dæmi. Verði þingið að veruleika legg- ur ríkisstjórnin til að þingmönnum Skotlands, sem eru 70 á breska þing- inu, verði fækkað í 62. Eigin ESB-fulItrúi Skota Skoska þingið mun fá löggjafar- vald í innanlandsmálum og fá eigin fulltrúa hjá Evrópusambandinu. Breska þingið mun áfram fara með utanríkis- og varnarmál, efnahags- og myntkerfí, atvinnulöggjöf, félags- tryggingakerfí og einstök mál á borð við fóstureyðingar, málefni fjölmiðla og eftirlit með fjárhættuspilum. Skoska þinginu er ætlaður staður í Edinborg og mun það fá fjárveiting- ar frá bresku stjórninni. Skoskir kjós- endur greiða atkvæði um hvort það fær rétt til þess að hækka eða lækka tekjuskatta um þijú pens á hvert pund, sem getur þýtt 450 milljón punda tekjur, um 50 milljarða ísl. kr. Skoskir þingmenn Verkamanna- flokksins fögnuðu tillögunni og sögðu gærdaginn „stóran dag fyrir Skotland". íhaldsmenn, sem hafa varað mjög við áætlunum stjórnar- innar um svæðisþingin, brugðust hins vegar hart við tillögunni og sagði Michael Ancram, talsmaður íhaldsflokksins í stjórnarskrármál- um, hana „stjórnarskrárklúður".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.