Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1997 25 AÐSENDAR GREINAR Hætta á stíflubrotum HINN 29. maí birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Guðmund Pál Ólafsson, náttúrufræðing og rithöf- und, um háska frá stórstíflum. Greinina nefnir hann „Forðum okk- ur háska frá“. Þar ræðir hann um áhættu af stíflugerð, sem hann telur mjög mikla fyrir okkur íslendinga vegna hættu á að stíflumar bresti og valdi þá mannskæðum flóðum, eða að stífiurnar endist stutt. Jafn- framt óttast hann að lónin valdi hættulegum jarðskjálftum. Þótt sum þessara atriða byggist á þekktum staðreyndum er túlkunin ekki í sam- ræmi við þau gögn sem við höfum undir höndum. Gögn Orkustofnunar eru að mestu fengin frá Alþjóða- nefndinni um stórar stíflur (ICOLD; International Commission for Large Dams). Hún safnar upplýsingum um og dreifir þekkingu um stíflur. IC- OLD er byggð upp af landsnefndunij sem eru hálfopinberar stofnanir. I íslensku landsnefndinni eru meðal annarra ráðgjafaverkfræðingar og verktakar og fulltrúar frá Orku- stofnun, Landsvirkjun og iðnaðar- ráðuneyti. Höfundur þessarar grein- ar er fulltrúi Orkustofnunar í nefnd- inni og varaformaður hennar. Ný- lega lauk störfum vinnunefnd IC- OLD um tölfræðilega úrvinnslu stíflubrota. Skýrsla um þá saman- tekt var gefin út 1995 og heitir „Dam Failures, Statistical Analysis, Bulletin 99“. Einnig var þetta efni á dagskrá á ICOLD ráðstefnu, sem haldin var í maí síðastliðnum. Stífluhönnun og tíðni stíflubrota Stíflur eru hannaðar með tilliti til allra þekktra álagsþátta að við- bættum öryggisstuðli. Þessar hönn- unarforsendur kunna að vera rangar í einhveijum tilvikum þótt þær séu byggðar á mælingum og reynslu góðra fagmanna í verkfræði, jarð- fræði og vatnafræði. Fagmennskan kann þó stundum að vera takmörk- uð þegar um hinar minnstu stórra stíflna er að ræða. Stíflur bresta vegna þess að álag á þær verður meira en hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir. Stífluslys eru þó sjaldgæf og fer hlutfallslega fækkandi. Um það bil 2,2% af stíflum sem byggðar voru fyrir 1950 og 0,5% af þeim sem byggðar voru 1950 til 1990 hafa gefið sig. Sú fækkun sem orðið hefur á stíflu- slysum síðari hluta ald- arinnar lýsir þróun þeim vísindagreinum, sem stífluhönnun grundvallast á. Algengustu gerðir stíflna, sem byggðar hafa verið undanfarna áratugi, eru jarðstíflur. Þær eru viðkvæmar fyrir yfirrennsli sem orðið getur í aftaka- flóðum. Stíflurnar geta þá skolast burt. Tíðni eða líkindi á aftakaflóðum eru reikn- uð út frá mældum vatna- og veður- fræðilegum stærðum sem líkindi á endurkomu flóða af tilteknum stærðum. Stíflur eru hannaðar mið- að við að standast öll aftakaflóð önnur en þau sem líklegt er að komi aðeins með þúsunda ára millibili. Önnur áraun á stíflur, sem valdið hefur stíflubrotum er að mestu jarð- tæknilegs eðlis. Jarðstíflur geta skaddast við gegnumrennsli (innri gröftur) vegna mistaka í gerð þétti- kjarna og síu. Varðandi steyptar stíflur eru líklegustu slysin á hinn bóginn þau að undirstaðan gefi sig og stíflurnar brotni. Jarðskjálftar Stíflur hafa fengið á sig mikið jarðskjálftaálag og á þeim stundum orðið tjón, þó yfirleitt án þess að þær hafí farið. Í gögnum ICOLD er einungis að fínna 3 dæmi um stórar stíflur sem brostið hafa vegna jarðskjálfta; tvö í Chile í sama skjálfta 1985 og eitt í Bandaríkjun- um 1971. Mjög háar stíflur, með afar stór lón að baki, hafa valdið skjálftum. Þetta eru stíflur sem reistar hafa verið á svæðum sem talin hafa verið utan jarðskjálfta- svæða, vegna þess að óralangt hef- ur verið frá seinustu skjálftum. Fyil- ing lónanna olli hækkun á jarðvatns- þrýstingi og breytti spennuástandi bergs sem síðan leysti úr læðingi þá skjálfta sem fyrir blunduðu. Eng- in dæmi eru um að stíflur hafí gef- ið sig vegna skjálfta af þessum orsökum né orðið verulegt tjón af þeirra völdum. Stíflur, byggðar eða áætlaðar, hér á landi eru allar, nema e.t.v. ein, miklu lægri en þær, sem vald- ið hafa skjálftum með ofangreindum hætti. Stífluslys Algengast er að stíflur sem bresta séu lágar jarðstíflur, ná- lægt neðri mörkum skilgreiningar ICOLD á stórum stíflum, sem er 15 m. Ástæða stíflu- brotanna voru aftakaflóð sem ollu því að renna tók yfir jarðstífluna. Næstalgengast er að jarðstíflur fari við innri gröft. Þegar jarðstíflur, sem yfirleitt eru litlar, fara eru af- leiðingar ekki miklar og atburðurinn kemst ekki í heimsfréttir. Steyptar stíflur fara oftast við það að undir- staðan gefur sig. Flest dæmi um það eru gömul og frá árdaga jarð- Engin stór stífla, segir Haukur Tómasson, hefur brostið á íslandi. tæknivisinda. Mistök í gerð stíflna koma snemma fram, yfírleitt á fyrsta ári eða fyrsta áratug í rekstri. Eitt af þekktustu dæmunum um stíflubrot frá síðari hluta þessarar aldar er t.d. frá frönsku Olpunum árið 1959. Þá brast Malpassed stíflan skyndilega. Hún var 66 m há boga- stífla og fórust 450 manns í fióðinu sem af því hiaust í dalnum neðan við. Annað þekkt slys varð þegar Teton stíflan, 93 m há jarðstífla í Idaho í Bandaríkjunum, brast mjög skyndilega 1976. Það mátti rekja til innri graftar í stíflufyllingunni. í flóðinu sem fylgdi stíflubrotinu varð eignatjón en ekkert manntjón. Frægasta stífluslys eftirstríðsár- anna var þó ekki í þeim flokkum, sem hér hafa verið nefndir. Það slys er einstakt í heiminum, að því er best er vitað. Þetta var Viont slysið í ítölsku Ölpunum 1963. Því olli berg- hlaup sem rekja mátti til hækkaðrar jarðvatnsstöðu í fjallshlíðinni öðrum megin. Hún skreið inn í iónið og ýtti vatninu upp úr því og yfir stífl- una. Af því hlaust mikið snöggt flóð og fórust 2.000 íbúar næstu þorpa, en ekkert manntjón varð neðar við ána. Sjálf stíflan stendur enn og er meðal hæstu stíflna í heimi, 262 m há. Guðmundur Páll segir frá hamf- ara stíflubresti I Kína þegar Banqiao stíflan brast og meira en 230 þús. eiga að hafa farist og milljónir urðu heimilislausar. í heimild minni er sagt frá þessu stíflubroti og orsök- um þess, ásamt helstu einkennis- stærðum. Þetta var jarðvegsstífla, sem brast vegna yfirrennslis. Ekki var þetta nein risastífla; á við Sult- artangastíflu að hæð og rúmmáli, en lónrými á við Blöndulón. Mann- tjóns er ekki getið í einstökum tilvik- um í heimild minni en almennt seg- ir um það: „Þótt sum stíflubrot sam- kvæmt skilgreiningu ICOLD hafi verið stórslys, þar sem allt að 2000 manns hafa farist, þá hafa flest þein-a ekki valdið neinu manntjóni." Hér er greinilega átt við Viont slysið og annað jafn mannskætt á Indlandi 1979. En óbeint segir tilvitnunin að ekkert stífluslys hafi orðið mannsk- æðara en þessi tvö. Það hlýtur því að vera einhverjum málum blandið um manntjónið í Banqiao stífluslys- inu. Aldur og ending stíflna Stíflugerð á sér langa sögu, enda stífiur verið byggðar vegna áveitna og öflunar neysluvatns í þúsundir ára eða frá upphafi hámenningar. Þessi menning hefur breiðst út um heiminn og skilið eftir sig gamlar stífur, sumar enn í notkun og orðn- ar mörg hundruð ára gamlar. Fyrir rúmri öld kom nýr notandi stíflna, þegar upphófst raforkuframleiðsla úr vatnsorku. Mörg þessara ald- argömlu raforkumannvirkja þykja nú ómissandi menningarminjar. Guðmundur P. Ólafsson segir að meðalaldur stíflna í heiminum sé „aðeins um 60 ár“. Ekki veit ég hvað er hér átt við með meðalaldri. Ef átt er við einhvers konar lífslíkur Haukur Tómasson Um lokun starfsstöðvar Vega- gerðar ríkisins á Hvolsvelli! S VEITARSTJ ORN og atvinnumálanefnd Hvolhrepps, boðuðu til fundar með fulltrúum Vegagerðar ríkisins á dögunum til þess að mótmæla þeirri einhliða ákvörðun Vegagerðar- innar að leggja niður starfsstöð sína á Hvols- velli en hún hefur þjón- að Rangárvallasýslu um áratuga skeið. Á fund- inum voru einnig mætt- ir fulltrúar Héraðs- nefndar Rangæinga. Meginrök fulltrúa Vegagerðarinnar voru spamaður í rekstri og að vegakerfið á svæðinu sé orðið með þeim hætti að styttri tíma taki að aka milli staða en áður var. Engir formlegir útreikningar voru lagðir fram, en einungis tveir af sex starfsmönnum munu sfarfa áfram hjá Vegagerðinni á Hvolsvelli og gerður verður sérstakur starfs- lokasamningur við verkstjórann, öðr- um starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum en einn hætti vegna aldurs. Mál þetta virðist hafa verið að geijast frá því í desember sl. en var fyrst kynnt þingmönnum kjör- dæmisins í lok síðasta mánaðar. í litlum byggðarlögum skiptir hvert ársverk afar miklu máli og starfsemi ríkisfyrirtækis eins og Vegagerðarinnar hefur verið með öruggari störfum á svæðinu. Alls ekki er óeðlilegt að rík- isfyrirtæki hugi að sparnaði og vissulega hafa orðið stórstígar breytingar á vegakerf- inu á Suðurlandi eins og reyndar annarsstað- ar á landinu á síðustu áratugum þótt enn sé mjög mikið verk óunnið. Fáar sýslur hafa meiri þörf fyrir örugga þjón- ustu Vegagerðarinnar en Rangárvallasýsla því allir flutningar fara fram á landi, þar sem sýslan er hafnlaus eins og reyndar nágrannasýslan, Vestur-Skaftafells- sýsla. Tilkynning þessi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er skylda Vegagerðarinnar að rökstyðja lokun stöðvarinnar á Hvolsvelli og leggja fram opinberar upplýsingar um heild- arsparnað og á hvern hátt rekstur sá sem í Rangárvallasýslu hefur verið verði skipulagður. Nauðsynlegt er að geta skoðað tölurnar sundurliðaðar. Ekki er óeðiilegt ef um verulegan sparnað er að ræða að sú upphæð renni til vegagerðar og verkefna tengdum vegagerð á Suðurlandi. Auð- í litlum byggðarlögum, segir ísólfur Gylfi Pálmason, skiptir hvert ársverk afar miklu máli vitað vakna einnig spumingar um það þegar breytingar eiga sér stað hve róttækar þær eigi að vera. Væri e.t.v. eðlilegara að reka eina miðlæga mið- stöð Vegagerðarinnar á Suðurlandi? Varlega þarf að fara í að hrófla við starfsemi Vegagerðarinnar í Vestur- Skaftafellssýslu því atvinnuástand er enn viðkvæmara þar en í Rangár- vallasýslu. Væri hægt að flytja störf úr meginbækistöðvum Vegagerðar- innar í Reykjavík á Suðurland í stað þess að skera nánast á starfsemina á Hvolsvelli? Væri möguleiki að flytja hluta af skrifstofuhaldi Vegagerðar- innar á Suðurland en eins og allir vita er tölvutæknin með þeim hætti að nánast alveg er sama hvar t.d. tölvuinnsláttur fer fram? Þetta eru spumingar sem forsvarsmenn Vega- gerðar ríkisins verða að svara og leggja fram óyggjandi rök fyrir þess- ari ákvörðun sinni. Við þurfum að geta horft í fleiri en eina átt. Fyrr en þessi mál hafa verið könnuð er óhugsandi fyrir íbúa Rangárvalla- sýslu að kyngja þessari ákvörðun. Ein leiðin til spamaðar er e.t.v. að samþætta vegaeftirlit og vegalög- gæslu en auðvitað er það annarra en forsvarsmanna Vegagerðarinnar að ákveða það. Þessi mál hafa ekki verið rædd í samgöngunefnd Alþingis og einnig má spyija um afstöðu hæstvirts sam- gönguráðherra til lokunar Vegagerð- arinnar á Hvolsvelli og hugsanlega annarra starfsstöðva á landsbyggð- inni. Er e.t.v. Suðurland betur til slíkra lokana fallið en t.d. starfs- stöðvar annarsstaðar á landinu? Hvernig er með fjálglegar yfírlýsing- ar stjórnvalda um jafnvægi í byggð landsins hvað atvinnu og þjónustu áhrærir? Ég er ekki frá því að heil- brigðisráðherra eða menntamálaráð- herra yrðu kallaðir til ábyrgðar ef einhliða væri verið að leggja niður sjúkrahús, heilsugæslu eða skóla á landsbyggðinni. I september árið 1995 var Vegagerðinni veitt sérstök viðurkenning nefndar á vegum fjár- málaráðherra fyrir þjónustu, rekstur, hagræðingu og nýjungar í starfí. Ég trúi enn að Vegagerðin hafí átt þessa viðurkenningu skilið en það er auð- vitað skylda forsvarsmanna hennar að opinbera hagræðingaráform og rekstrarlegan sparnað á áþreifanleg- an hátt og á hvern hátt þjónustu verður varið þegar einstaka starfs- stöðvum er lokað. HSfundur er alþingismaður. ísólfur Gylfi Pálmason svipað og reiknað er út fyrir mann- fólk, þá vantar tölfræðilegan gagna- grunn til þess. Það stafar af því að 99% þeirra stóm stíflna, sem verið hafa í rekstri síðustu tvær aldir eru það enn og enginn veit hversu gaml- ar þær geta orðið. Sennilegast er að átt sé við afskriftartíma stíflna í bókhaldi Landsvirkjunar, sem er nú 60 ár en var þar til í fyrra 40 ár. Afskriftartími er bókhaldshug- tak og ákvörðun um það á hversu löngum tíma reksturinn á að skila til baka andvirði stíflunnar. Þetta hefur lítið með raunverulega end- ingu mannvirkja að gera. Islenskar stíflur Á íslandi eru nú 18 stíflur skil- greindar sem stórar samkvæmt IC- OLD. Flestar eu þær á Þjórsár- Tunganársvæðinu og eru jarðstíflur. Stíflurnar eru frekar lágar, þær hæstu 44 m. Þær eru flestar á frek- ar flötu landi. Skilyrði eru því góð til byggingar yfírfalla. Yfírföll eru hönnuð fyrir flóð með að minnsta kosti 1.000 ára endurkomu líkindi, auk þess sem sumar stífiumar em með flóðvari, þar sem stíflan er höfð lægri en meginhluti stíflugarðs. Flóð- varið á að grafast burt í aftakaflóð- um en annar hluti stíflugarðsins á að standa. Engin stór stífla hefur brostið á íslandi. Þær hafa allar stað- ist hin erfíðustu fyrstu ár í rekstri, sem gefur til kynna að þær séu vel hannaðar. Ef stífla gæfí sig þrátt fyrir allt, þarf að hafa í huga að stíflumar em yfirleitt uppi á hálend- inu, sem er frekar flatt og dreifist flóð því mikið og flóðtoppur lækkar ört. Þar sem fióðbylgjan er marga klukkutíma að ná byggð, er hún orðin lítil þegar þangað er komið. í nútímastíflum er alls konar tækjabúnaður sem fylgist með vatnsþrýstingi og hreyfingum í stífl- unni. Aukin þekking og tækjabún- aður í stíflum veldur því að hættan á að stífla bresti mönnum að óvörum er afar lítil. Ef mælingar benda til þess að stíflubrot sé yfírvofandi em líklegt að hægt sé að bregðast við í tíma með því að hleypa úr lóni og aðvara svo að ekki verði stórslys. Tölvutækni gerir það líka mögulegt að reikna farveg flóðs neðan stíflu og með því skilgreina hættusvæði. Manntjón vegna stíflubrots á íslandi er því afar ólíklegt. Höfundur er deildarstjóri auðlindadeildar á Orkustofnun. ÚTSALA ÚTSALA Qhrntv*, tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 AFMÆLISTILBOÐ Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.