Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 35
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
+ Sigurbergur
Guðmundur Ól-
afur Jónsson var
fæddur á Hrafns-
eyri við Arnarfjörð
26. júní 1909. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu, Hrafn-
istu í Hafnarfirði,
25. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Kristjánsson, alinn
upp á Brjánslæk, f.
8. maí 1876, d. 14.
sept. 1952, og Gróa
Sigurðardóttir ætt-
uð frá Súgandafirði, f. 18. ág-
úst 1872, d. 21. des. 1936. Þau
hjón bjuggu víða, en síðustu
árin bjuggu þau á Garðavegi í
Hafnarfirði. Guðmundur átti
eina systur er lést í æsku. Hún
hét Daðey Þórunn Dóróthea,
f. 14. nóv. 1905, d. 28. júní 1906.
Auk þess átti Guðmundur upp-
eldisbróður, Siguijón Sigur-
jónsson, f. 12. mai 1915, d. 5.
sept. 1979. Móðir Sigurjóns,
Snjáfríður Arnadóttir var öm-
musystir Guðmundar.
Hinn 2. júlí 1930 kvæntist
Guðmundur Kristrúnu Einars-
dóttur f. 8. des. 1911 d. 27.
okt. 1969. Þau bjuggu
Hafnarfirði. For-
eldrar Kristrúnar
voru Einar Kristófer
Þorsteinsson f. 21.
nóv. 1872^ d. 3. jan.
1941 og Ólína Odds-
dóttir f. 13. okt. 1884
d. 8. mars 1969. Þau
bjuggu við Lindar-
götu í Reykjavík.
Börn Guðmundar og
Kristrúnar voru. 1)
Kristján Ásgeir, f. 15.
des. 1929, d. 4. júní
1940. 2) Kristín Gróa,
f. 24. júní 1944, d. 5.
mars 1984. Fyrri maki Kristínar
var Sveinn Einar Jónsson, f. 11.
júní 1944. Þeirra barn er Guð-
mundur Rúnar, f. 1964. Hann
kvæntist Kristínu Ingu Brynjars-
dóttur, f. 1968. Þau skildu. Þeirra
börn eru: Kristín Unnur, f. 1988
og Sveinn Bragi, f. 1992. Kristín
Inga á auk þess dóttur, Brynju
Björgu, f. 1985. Sambýliskona
Guðmundar er Margrét Fanney
Sigurðardóttir, f. 1977 þau búa í
Bessastaðahreppi. Seinni maki
Kristínar var Bergsveinn Guð-
mundsson, f. 8. júní 1936. Þeirra
synir eru: 1) Reynir Kristján, f.
1970, 2) Bjarki Halldór, f. 1973,
og 3) Bryiyar Smári, f. 1981.
Bergsveinn og synir eru bú-
settir i Bandaríkjunum. 3)
Ólina Steindórsdóttir (Gógó),
f. 12. maí 1928, d. 24. des. 1983.
Stjúpdóttir. Faðir Ólínu var
Steindór Þorsteinsson, f. 5.
des. 1904, d. 10. mars 1949.
Fyrri maki Ólínu var Sigurgeir
Guðjónsson, f. 21. des 1925, d.
25. nóv. 1962. Þau eignuðust
þijú börn. 1) Einar Kristján,
f. 1949, kvæntur Stellu Stefan-
íu Hrafnkelsdóttur, f. 1955,
búsett í Garðabæ. Þeirra börn
eru: Jónas Geir, f. 1977, Sturla
Hrafn, f. 1980, Ólína, f. 1984,
og Helga Lovísa Kemp, f. 1988.
2) Erla Kristbjörg, f. 1952,
búsett í Reykjavík. Fyrri maki
Höskuldur H. Dungal, f. 1949.
Þeirra sonur er Sigurgeir
Trausti, f. 1978. Sambýlismað-
ur Erlu Kristbjargar er Guð-
mundur Ingi Bergþórsson, f.
1968. 3) Guðmundur Kristinn,
f. 1955, búsettur í Reykjavík.
Hans synir eru: Kristinn Geir,
f. 1980, og Viktor Hrafn, f.
1988. Seinni maki Ólínu var
Einar Pálsson, f. 22. júní 1940.
Þau eignuðust tvær dætur. 1)
Gerður, f. 1968 sambýlismaður
Guðmundur Páll Óskarsson, f.
1968, búsett í Hnífsdal. 2)
Kristrún, f. 1969 búsett í
Reykjavík.
Útför Guðmundar fór fram
frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði 8. júlí.
Stundum fer lítið fyrir mannauð-
inum sem samferðamenn okkar
geyma. Sama má ef til vil segja
um fallegustu perlurnar, þær falla
í skugga óekta skrautsteina. Óekta
skrautsteina er unnt að kaupa alls
staðar. Viljir þú hins vegar kaupa
eðalperlur eru þær ekki auðfundnar
né auðkeyptar. Einstakur öðlingur
eins og afi, er heldur ekki auðfund-
inn frekar en ekta perlur. Hans
vörumerki voru svo sannarlega
hjartahlýja, réttsýni og vilji til að
gera öllum gott. Hann var lítillát-
ur, nægjusamur og þakklátur.
Aldrei minnist ég þess að hann
hafi beðið um nokkurn hlut svo
ótrúlegt sem það kann að hljóma.
Brosið hans fylgdi honum hvar sem
var og hann var hvers manns hug-
ijúfi.
Afí minn fæddist á slóðum Jóns
Sigurðssonar forseta og sleit bams-
skónum í foreldrahúsum á ísafirði
og í Súgandafírði. Oft minntist hann
þeirra tíma og var honum minnis-
stætt hve ungur hann fór til sjós
með föður sínum. Rétt átta eða níu
ára hnokki dró hann björg í bú.
Fyrir rúmu ári var hann svo lánsam-
ur að eitt barnabarna hans, Gerður,
bauð honum vestur á heimaslóðir
og naut hann minninga af þeirri
ferð síðustu ævimánuði sína. Hann
var einnig atorkusamur ungur piltur
í íþróttamálum og stofnaði meðal
annarra fótboltafélagið Hött á
ísafírði. Þar var spilað með „tuðru“
sem var fyllt hálmi. Var þetta hið
vinsælasta sport og voru mótheijar
ísafjarðarpilta meðal annars eitt
sinn skipveijar af Islands Falk. Er
afi minntist þessara tíma kom jafn-
an bros á vör.
Um fermingu fluttist fjölskyldan
til Reykjavíkur en er hann nálgað-
ist tvítugsaldurinn flutti hann til
Hafnarfjarðar. Á þessum tímum,
rétt undir 1930 kynntist hann
eiginkonu sinni, Dúnu. Kynni þeirra
hófust er afi var eitt sinn í landlegu
í Reykjavfk. Hann var á gangi með
skipsfélaga sínum á Hverfisgöt-
unni. Kemur þar ung kona með lít-
ið stúlkubarn í barnavagni, og eins
og afi orðaði oft, „og keyrði yfir
mig“. Þessi unga hávaxna stúlka
var með dóttur sína í barnavagnin-
um og eitt hjól vagnsins hafði farið
yfir ristina á afa. Litla stúlkan í
barnavagninum eignaðist á þessu
augnabliki stjúpa sem reyndist
henni sem allra besti faðir. Áfi og
amma giftu sig 2. júlí 1930. Þenn-
an dag hellirigndi. Fyrstu búska-
partímarnir voru á Lindargötu í
Reykjavík, en um 1932 festu þau
kaup á húsnæði í Firðinum og
bjuggu allan sinn búskap þar.
Á langri starfsævi var afi ákaf-
lega farsæll í starfí. Hann starfaði
til sjós á stríðsárunum og sigldi til
Evrópu. Hann hafði jafnan yndi af
að minnast þessara tíma og var
óspar að segja barnabörnum frá
ýmsum ævintýrum sem hann lenti
í. Til dæmis þegar höfn í Þýska-
landi var sprengd í loft upp og eins
og hann orðaði það: „við nýkomnir
út fyrir dokkuna" eða þegar Þjóð-
veijar seldu íslendingum kol sem
átti að nota til að sigla skipinu heim.
Kolin reyndust hins vegar nokkuð
sandblönduð og þurfti nú snör hand-
tök til að „kynda fýringuna svo
dallurinn kæmist heim“. Hann sagði
einnig frá því er hann horfði á skip
skotin niður svo til við hliðina á
sér. Farsældin fylgdi honum einnig
við íslandsstrendur. Hann var jafn-
an á aflaskipum. Eitt sinn íentu
hann og skipsfélagar í því að bjarga
skipi úr strandi í Siglufírði. Fyrir
tveimur árum minntust íslendingar
ásamt öðrum Evrópuþjóðum stríðs-
loka. Minningarathöfn fór fram um
borð í íslensku varðskipi á Faxaflóa.
Afí minn var valinn fulltrúi fyrir
Hrafnistu í þessari athöfn og finnst
mér það gefa góða mynd af því hve
vel hann var metinn af samtíðar-
mönnum sínum.
Upp úr 1950 kom afi í iand og
vann eftir það við ýmis störf í Hafn-
arfirði, þó lengstum í Rafha. Síð-
ustu starfsæviár sín vann afi við
að snyrta stéttina við verslunina að
Miðvangi 41.
En nú er lífsins sjóferð lokið, þar
hafa skipst á logn og stórsjóir.
Dýpsti öldudalur lífsins var þó án
efa missir barnanna. Sonur hans
Kristján Ásgeir lést tíu ára úr líf-
himnubólgu og með rúmlega
tveggja mánaða miliibili missti hann
báðar dætur sínar. Á þessum erfiðu
tímum fluttist afi á Hrafnistu og
hefur hann átt góða daga þar. Mig
langar með fátæklegum orðum að
þakka öllum vinum hans og starfs-
fólki á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir
einstaka umhyggju og vinarþel.
Einnig þakka ég af alhug öllum vin-
um afa fyrir tryggð og hugsun-
arsemi í gegnum árin. Afa leið vel
í bjarta herberginu sínu uppi á
fjórðu hæð á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Þar hafði hann útsýni yfír all-
an heiminn og meira að segja sá
hann inn í stofu til mín í vesturbæn-
um í Reykjavík. í herberginu sínu
sat hann oft og las bréfin frá strák-
unum í Ameríku, horfði á myndir
af skipunum sínum og virti fyrir sér
ljósmyndir af ástvinum. Afí naut
góðrar heilsu í hárri elli og sfðustu
ævidagana yljaði hann sér yfír
minningum um góðar lífsstundir.
Afi var þakklátur og sáttur maður.
Oft hugsaði hann til ástvinanna
sinna sem fluttir voru til bjartari
heima. Draumalandsins sem hann
dvelur nú í.
Er ég kveð þig með söknuði, afí
minn, fínn ég hversu þakklát ég er
fyrir dýrmætar minningar. Símtal,
bíltúr með jarðarbeijaís, frásagna-
gleði þín, réttsýnin, snyrtimennsk-
an, barómetið og veðurspárnar, ra-
barbarinn í garðinum á Garðavegin-
um, dúkkuhúsið hennar Kristínar,
jólaböllin í Rafha þar sem lyktin af
rauðu „delisíus" eplunum ilmar enn-
þá, bjórglas á Kanarí í apríl síðastl-
iðnum, að spila marías saman eða
púsla á jólanótt. Elsku afi minn,
minningarnar um þig eru ekta perl-
ur sem þú gafst mér og fást hvergi
annars staðar.
Leiðimar skilja en Ijós okkur skín,
er liðinna daga við minnumst.
Ég þakka af þjarta og hugsa til þín
uns heima hjá Drottni við fínnumst.
Erla Kristbjörg
Sigurgeirsdóttir.
Látinn er Guðmundur Jónsson.
Okkur systurnar langar til að kveðja
hann með þessu ljóði og þakka hon-
um þær ánægjulegu samverustundir
sem við áttum með honum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
\ Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi, Guð geymi þig.
Kristrún og Gerður
Einarsdætur.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formá-
lanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Faðir okkar,
EINAR ARNALDS
fyrrv. hæstaréttardómari,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 24. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síöar,
Kristín Arnalds,
Matthildur Arnalds.
t
Frænka okkar,
SVANFRÍÐUR MARÍA ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Ystabae,
Hrísey,
sem lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 23. júlí, verður jarðsung-
in frá Flöfðakapellu, Akureyri, mánudaginn 28. júlí kl. 13.30.
Bræðrabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug í veikindum og við
fráfall ástvinar okkar,
GUNNARS KAPRASÍUSAR
STEFÁNSSONAR,
Einigrund 20,
Akranesi.
Sórstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu-
deildar Landspítalans.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Ásta Björk Arngrímsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson,
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Garðar Jónsson,
Klara Berglind Gunnarsdóttir, Bergsteinn Egilsson,
og barnabörnin,
Ólína I. Jónsdóttir, Stefán Gunnarsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar, afa, tengdaföður og
bróður,
MAGNÚSAR EINARS INGIMARSSONAR
skipstjóra
frá Suðureyri,
Súgandafirði.
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
Sævar Magnússon,
Sína Magnúsdóttir,
Guðni Þór Magnússon,
Bjarki Magnússon,
barnabörn, tengdabörn
og systkini hins látna.
Lokað
Skrifstofa, söludeild og lager Nóa-Síríusar verða lokaðar í dag
frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar HALLGRÍMS BJÖRNSSONAR,
forstjóra.
Nói-Síríus,
Hesthálsi 2—4.
Lokað
Lokað verður í dag, föstudaginn 25. júlí, frá kl. 13.00 — 16.00
vegna jarðarfarar REYNIS EYJÓLFSSONAR.
Verslunin Embla, Strandgötu.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí
(5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send-
ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega lfnulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.