Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er óánægja með vaxandi gengi krónunnar? ÍSLENDINGAR eru að upplifa nýja tíma. Eftir nokkurra ára stöðugleika bætist við töluvert góðæri. Þetta endurspeglast í nýju undri: sterkri stöðu ís- lensku krónunnar. Ekki eru nema nokkur ár síðan „venjulegar“ gengisbreytingar voru mældar i tugum pró- senta og þá iðulega á einn veg, gengi krón- unnar lét undan síga. Nú ber svo við að gengi krónunnar hefur hækkað um 1,5% frá aprílmánuði gagnvart myntkörfu og virðast margir jafn undrandi og bændur í Hornafirði sem sáu eldingar tæta upp jörðina fyrir skemmstu. Meðalgengi krónunnar Frá því um mitt ár 1993 hefur gengi krónunnar verið mjög stöðugt gagnvart vegnu gengi annarra mynta. Þar til í vor var gengi krón- unnar lítið eitt lægra ensett viðmið- unargengi Seðlabanka íslands sem hefur vikmörk upp á 6% til eða frá. Það bar svo við á vormánuðum að í kjölfar innstreymis gjaldeyris hækkaði gengi krónunnar um 1,5% svo gengið er lítið eitt hærra en viðmiðunargengið. Skýring á þessu undri er í fyrsta lagi töluvert innstreymi gjaldeyris sem skýrist af miklum fjárfesting- um í þjóðfélaginu og vaxtamun á milli Islands og annarra landa. Vaxtamunur á skammtímaskuld- bindingum endurspeglar að hluta til aðhaldssama stefnu Seðlabank- ans í peningamálum. Slík aðhaldssemi er forsenda þess að hér ríki áframhaldandi stöðugleiki. í kjölfar kjarasamninga og mik- illa umsvifa í þjóðfélag- inu er það því mjög eðlilegt að sérstök að- gæsla sé höfð. Liður í því er að láta gengið stíga, en það dregur úr þrýstingi á verðlag vegna lækkunar inn- flutningsverðs í ís- lenskum krónum. Er gengið „of hátt“? Margir hafa bent á að hætta sé fólgin í því að gengið hækki, vegna samkeppnisstöðu út- flutningsgreinanna. Til þess að meta slík áhrif verður að skoða raungengi íslensku krónunnar, þ.e.a.s. hlutfallslegt verðlag á Is- landi og í öðrum löndum í sömu mynt. Seðlabankinn hefur nýlega reiknað út raungengi krónunnar miðað við nýjar forsendur um verð- bólgu- og launaþróun. Þar kemur fram að sjiár gera ráð fyrir að verð- bólga á Islandi verði heldur lægri en í viðskiptalöndum íslands að meðaltali. Þetta að öðru óbreyttu hefði lækkað raungengi krónunnar. Á móti kemur að nafngengi íslensku krónunnar hefur hækkað eins og áður kemur fram. Það er því mat Seðlabankans að raungengi hækki aðeins um 0,1% á þennan mæli- kvarða á þessu ári. í sögulegu sam- hengi er raungengi því áfram lágt. Raungengi mælt sem hlutfallslegur launakostnaður í sömu mynt hækk- ar meira eða um 2,5%. Þetta raun- gengi hefur sveiflast mjög mikið hér á landi og telst þetta því lítil breyting. Það er því einnig lágt í sögulegu samhengi. Þegar tekið er tillit til þessa og góðæris í íslensku atvinnulífi eru því ekki mörg rök sem styðja fullyrðingar um að gengi sé „of hátt“. Spegilmyndir og gengi Umfjöllunin að ofan fjallaði um gengi krónunnar gagnvart vegnu meðaltali mynta. Myndin lítur að- eins öðruvísi út ef gengisþróun ein- stakra mynta er skoðuð. Til að mynda er gengi þýska marksins í í sögulegu samhengi, segir Tómas Otto Hansson, er raungengi áfram lágt. júlí tæplega 5% lægra en í miðjum aprílmánuði, gengi japanska jensins tæplega 9% hærra og gengi breska pundsins 2,5% hærra. Þetta eru hins vegar minni sveiflur en verið hafa í gengi mynta á erlendum mörkuðum, en gengi þýska marks- ins hefur t.d. fallið um 13% gagn- vart jeni, 7% gagnvart pundi. Ástæða þess er sú að Seðlabankinn heldur genginu stöðugu gagnvart vegnu meðaltali mynta og dregur því úr gengissveiflum gagnvart ein- stökum myntum. Gengi krónunnar er því „hátt“ gagnvart marki, en „lágt“ gagnvart jeni og pundi. Að meðaltali er þó gengi krónunnar að hækka lítillega eins og áður kom fram. Spurningin um hvernig skrán- ingu krónunnar skuli háttað er umdeild enda hagsmunir manna ólíkir. Þeir sem gera samninga í þýskum mörkum vilja að krónan sveiflist sem minnst gagnvart marki, en þó láta þeir bara þá skoð- un í ljós þegar þróunin er óhag- stæð. Ef gengi krónunnar væri stöðugt gagnvart marki þá myndi gengi krónunnar sveiflast mun meira gagnvart öðrum myntum. T.d. myndi gengishækkun jensins og pundsins undanfarið hafa orðið töluvert meiri en raunin er. Það myndi koma þeim illa sem t.d. skulda í pundum eða jenum eða flytja vörur inn frá þessum löndum. Öfugt mundi þetta vera ef gengi t.d. pundsins hefði fallið gagnvart marki, þá myndu útflutningstekjur þeirra sem flytja til Bretlands drag- ast meira saman en annars. Það eru því tvær hliðar á þessu máli eins og öðrum, en stefna Seðlabank- ans hefur miðast við viðskipavegið gengi þar sem evrópumyntir utan pundsins vega um 56%. Dregið úr áhættu Það er vandlifað í óvissum heimi. Þess vegna verða aðilar sem eru í viðskiptum að búa við óvissu um tekjur og útgjöld, t.d. vegna ólíkrar þróunar á mismunandi markaðs- svæðum. Aðlögunarhæfni manna er þó litlum takmörkunum háð og á það við gengisóvissu sem aðra hluti. Á fjármálamörkuðum hafa á síðustu árum í auknum mæli verið boðnir samningar og ráðgjöf sem miðar að því draga úr gengis- áhættu. Fyrirtæki geta t.d. hagað skuldum sinum þannig að þær taki mið af stöðugleika krónunnar gagn- vart viðskiptavegnum myntum. Tómas Ottó Hansson Til að draga úr gengisáhættu má taka dæmi af ferðaskrifstofu sem selur ferðir fram í tímann. Til þess að koma í veg fyrir þá áhættu sem felst í lækkun gengis þeirrar myntar sem sölutekjur eru í getur ferðaskrifstofan fest sér gengi við móttöku pöntunar. Með því að semja við banka má gera eftírfar- andi: Ferðaskrifstofan lofar bank- anum að skila inn tekjum af sölu ferða í t.d. þýskum mörkum eftir t.d. þrjá mánuði. Bankinn tekur lán í þýskum mörkum með endur- greiðslu eftir þijá mánuði, skiptir peningunum í krónur og festir þá á íslandi, t.d. með kaupum á ríkis- víxlum. Að þremur mánuðum liðn- um þegar ferðaskrifstofan skilar inn mörkunum til bankans endur- greiðir bankinn markalánið, fær endurgreidda íjárfestingu sína í krónum og skilar ferðaskrifstofunni krónunum miðað við umsamið gengi og íjárhæð. Engin kaup eða sala gjaldeyris fara þá fram og því er gengið ekki áhrifavaldur á lokun samningsins. Þannig er hægt að kaupa gengi í dag fram í tímann. Kostnaðurinn eða álagið sem bank- inn tekur sér fer eftir vaxtamun á láni í þýskum mörkum og vöxtum t.d. ríkisvíxla hér, kostnaði bankans af pappírsvinnu o.fl. og öðrum þátt- um svo sem gildistíma og upphæð. Við samkeppni myndi ferðaskrif- stofan einfaldlega leita til mismun- andi fjármálastofnana eftir hæsta framvirka gengi marksins. Það er því á tiltölulega auðveldan hátt hægt að draga úr áhættu sem innbyrðis breytingar mynta í myntkörfunni valda. Hins vegar verða menn að horfast í augu við gengisóvissu áður en illa fer enda tryggja menn ekki eftir á. Það er hins vegar aldrei að vita nema von- in um óvæntan gengishagnað slævi vitund manna. Kjarni málsins er hvað sem öllu líður sá að gengismál- in á íslandi eru í óvenju góðu ásig- komulagi svo óánægjan verður að teljast til þjóðlegrar hefðar. Höfundur erhagfræðingur hjá Seðlabanka fslands. Skammtímavistun á Stuðlum VEGNA ásakana umboðsmanns barna, Þórhildar Líndal, á hendur Stuðlum bæði í útvarpi og í greinar- gerð þeirri sem birtist í Morgunblaðinu 18/7 1997, tel ég undirrit- aður starfsmaður meðferðarheimilisins Stuðla mig knúinn til að gera grein fyrir skammtímavistun að Stuðlum. í umfjöllun fyrrnefnds umboðs- manns er því miður lítið að finna sem varpar ljósi á starf það sem fram fer að Stuðlum og allra síst skammtímavistun, enda vart við því að búast að aðili sem aldrei hefur á staðinn komið svo vitað sé geti fjallað um starfsem- ina af þekkingu. Eðlilegt og sjálf- sagt hefði þó verið að hún starfs síns vegna hefði lagt leið sína til okkar að Stuðlum. Skammtímavistun - neyðarvistun Einungis tveir aðilar geta vi- stað unglinga í skammtímavist- un, þ.e. lögregla og barnavernd- arnefndir. Lögreglan getur vistað í sólarhring en barnaverndar- nefndir í allt að hálfan mánuð. Ástæður lögregluvistana eru fjöl- margar, en helstu tildrög eru ít- rekuð afbrot, ofbeldisverk, ölv- un/fíkniefnaneysla og útigangur. í mörgum tilvikum, þegar ungl- ingar eru teknir vegna ölvunar að næturlagi, hefur ekki náðst í foreldra eða foreldrar eru ekki í stakk búnir til að taka á móti unglingnum. Unglingurinn er þá látinn sofa úr sér og fer heim daginn eftir. í sumum tilfellum tekur barnaverndar- nefnd við málinu úr höndum lögreglu og getur þá verið um áframhaldandi vistun að ræða. Barnaverndar- nefndir nota skamm- tímavistun einungis í neyð, þ.e. þegar öll önnur úrræði hafa brugðist og bráðnauð- synlegt þykir að stoppa unglinginn af. Aðdragandi þessara mála er yfirleitt langur og skamm- tímavistun lokaáfanginn í röð ár- angurslitilla meðferðarleiða þar sem reynt hefur verið að vinna úr málunum án frelsissviptingar og forsjárhyggju. í hvert sinn sem barnaverndarnefndir senda ungl- inga í skammtímavistun, brýnum við fyrir vistunaraðilum að hafa vistunina eins stutta og mögulegt er og vinna úr málunum eins hratt og kostur er. Við erum í nær dag- legu sambandi við vistunaraðila og fylgjumst með framvindu mála og einnig leggjum við okkar af mörkum til að finna lausn, m.a. með því að benda á leiðir og úr- ræði sem okkur finnst að mætti reyna. Húsakynni Tvö stór tveggja manna her- bergi eru notuð við skammtíma- vistun, í öðru er einungis salerni og vaskur en í hinu salerni vaskur og sturta. Borð og stólar eru í báðum herbergjunum: í öðru her- berginu er borðið og stólarnir gólffast en í hinu laust, auk þess sem þar er sófi. Lítill gangur er á milli herbergjanna og hægt er að opna á milli. Bæði herbergin eru með stórum glugga með góðu út- sýni og einnig með stórum glugga sem snýr að skrifstofu skamm- tímavistunar. Óbijótandi plast er í öllum gluggum. Úr skrifstofunni Við skammtímavistun, segir Böðvar Björns- son, þarf stundum að taka á ofbeldi. eru dyr inn í annað herbergið og eru þær dyr hafðar opnar eins og kostur er. Dægrastytting Skammtímavistun getur staðið allt frá nokkrum klukkutímum upp í hálfan mánuð. Þegar um lengri vistanir er að ræða, þ.e. lengri en sólarhring, bjóðum við upp á margháttaða dægrastytt- ingu. Allir unglingar í skamm- tímavistun hafa aðgang að sjón- varpi, útvarpi, bókum, blöðum og tímaritum. Áuk þess bjóðum við upp á margs konar útiveru í fylgd starfsfólks. Má þar nefna göngu- ferðir í nágrenni Stuðla, fjöruferð- ir, bílferð í sveitirnar hér í kring, bílferð til Þingvalla, stutta veiði- ferð í hér í nágrenninu, bíóferðir, bæjarferðir með viðkomu á kaffi- húsi, o.s.frv. Sumt af þessari úti- vist er árstíðabundið og eðlilega er útivist fjölbreyttari á sumrin. Það sem ræður þó mestu um úti- veru er ástand skjólstæðinganna. Á meðan sumir unglingar fá dag- lega útivist og jafnvei oftar en einu sinni á dag eru aðrir sem fá lítið að fara út vegna ofbeldis- og strokhættu. Þá má nefna að upp hefur komið svo erfitt ástand á deildinni vegna fjölda erfiðra skjólstæðinga að unglingar sem auðvelt er að fara með út hafa orðið af útiverunni. Sem betur fer er slíkt þó sjaldgæft. Greining - meðferð Það er ekki hlutverk skamm- tímavistunar að annast greiningu eða meðferð. Þó kemur fyrir þegar um lengri vistun er að ræða að ýmis greiningarvinna fer fram til að veita vistunaraðilum betri heild- armynd af unglingnum og vanda- málum hans. Einnig veitum við stundum ráðgjöf foreldrum ungl- inga sem vistaðir hafa verið hjá okkur til að koma í veg fyrir að unglingurinn haldi áfram á sömu braut og þurfi áframhaldandi vist- un. Ofbeldi Það liggur í hlutarins eðli að við skammtímavistun þarf stund- um að taka á ofbeldi, en sem bet- ur fer er það ekki algengt. Þessi þáttur er starfsfólki Stuðla mjög erfiður og er sífellt til umræðu innan stofnunarinnar. Mótaðar hafa verið reglur um hvernig taka beri á ofbeldi og hvernig reyna megi að koma i veg fyrir slíkt. En þrátt fyrir verkreglur okkar og viðleitni til að draga úr líkum á ofbeldi verður þessi þáttur starf- seminnar alltaf mjög erfiður og ófyrirsjáanlegur. Ásakanir um að unglingar í skammtímavistun séu beittir ofbeldi af starfsfólki og bundnir við rúmin eru ekki svara- Böðvar Björnsson verðar og í raun er sú umræða tillitslaus með hliðsjón af þeirri skapraun sem starfsfólk hefur haft af því að þurfa að mæta og taka á ofbeldi - og ekki síður með hliðsjón af því hugmynda- starfi sem starfsfólk hefur lagt fram til að gera okkur kleift að mæta ofbeldi á eins vægan og faglegan hátt og kostur er. Þenn- an þátt starfseminnar er mjög brýnt að ræða áfram og þróa og starfsfólk Stuðla myndi fagna því að fá utanaðkomandi aðila eins og t.d. geðlækni og lögfræðing í það starf með okkur. Lokaorð Það er von mín að þessi stutta greinargerð muni varpa Ijósi á starfsemina og svara að einhveiju leyti þeim spurningum sem óhjá- kvæmilega hljóta að hafa vaknað hjá þeim sem ekki eru kunnugir innra starfi skammtímavistunar. Hvað varðar starfsreglur, þá er ég umboðsmanni sammála um það að þær verði að vera í samræmi við gildandi lög og reglur um mannréttindi. Tel ég því að um- boðsmaður barna gegni mikil- vægu hlutverki í að farið sé ofan í kjölinn á öllum þáttum réttinda- mála barna og unglinga og fylgi þeim málum eftir. Slíkt starf ætti vitaskuld ekki að þurfa að rétt- læta með ummælum um meint mannréttindabrot á opinberri stofnun, sem alla tíð hefur unnið í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Vonandi berum við öll gæfu til að sú endurskoðun sem hlýtur að fara fram á þessum málum verði þess eðlis að hún valdi ekki meira tjóni og rýri ekki frekar það traust sem menn al- mennt hafa borið til starfsfólks Stuðla. Höfundur er deildarstjóri skammtímavistunar á Stuðlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.