Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mótmæla aftöku MIKILL mannfjöldi kom saman á Campo de Fiori-torgi í Róm í fyrrakvöld, áður en Joseph Rog- er O’Deil, dæmdur fyrir morð og nauðgun, var tekinn af lífi í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Jóhannes Páli páfi, Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, Móðir Teresa og fleiri höfðu beð- ið O’Deli griða. Hann var líflát- inn fyrir morðið á Helen Schartn- er, frá Virginia Beach, sem fannst látin 5. febrúar 1985. Henni hafði verið nauðgað, hún barin og kyrkt. Aftakan á O’Dell fór fram með banvænni lyfjagjöf um klukkan tíu mínútur yfir níu að staðartima, eða um klukkan tíu mínútur yfir eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann var lýst- ur látinn sex mínútum siðar. Rík- isstjóri Virginíu, George Allen, hafnaði náðunarbeiðni O’Dells, og hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði síðustu náðunarbeiðni hans með níu atkvæðum gegn engu. Síðustu orð O’Dells voru: „ Allen ríkisstjóri, þú ert að myrða saklausan mann.“ O’Dell hafði hlotið skilorðs- bundinn dóm á Flórída fyrir mannrán og gripdeildir áður en hann var handtekinn í Virginíu þar sem hann hafði skilið blóðug föt eftir í íbúð vinkonu sinnar. Hún sagði til hans eftir að hún komst að því að Schartner hefði verið myrt í grennd við skemmti- staði sem O’Dell fór gjarnan á. Lögmenn hans héldu því fram í endurupptökubeiðni sinni til hæstaréttar að nýjasta tækni við greiningu á sáðfrumusýnum, sem tekin voru úr fórnarlambinu, gæti sýnt fram á sakleysi hans. Andstæðingar dauðarefsingar og meðlimir mannréttindasam- takanna Amnesty International voru meðal þeirra sem komu saman í Róm til að andmæla af- tökunni. Samkoman var haldin á torgi sem fyrr á tíð var oft vett- vangur fyrir aftökur. Meðal þeirra sem þar voru líflátnir var ítalski fjölfræðingurinn Giord- ano Bruno, sem var hallur undir kenningar Kópernikusar og brenndur lifandi fyrir villutrú árið 1600. Stytta af honum stend- ur á torginu miðju. Reuter Vinna baki brotnu við að styrkia vamargarða Frankfurt an der Oder. Reuter. ÞÚSUNDIR hermanna unnu í gær baki brotnu við að styrkja flóðvarnargarða við ána Oder, sem rennur að hluta á landa- mærum Þýskalands og Pól- lands. Þetta eru viðamestu aðgerðir sem þýski herinn hefur staðið fyrir siðan í síðari heimsstyrjöld. Þjóðveijar hafa hingað til sloppið að mestu við Ijón af völd- um fióðanna sem gengið hafa yfir í Mið-Evrópu undanfarið. Þó hefur rafmagnstruflana orðið vart og um 500 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín á mestu hættusvæðunum. Á myndinni sjást hermenn og björgunarsveitarmenn hlaða sandpokum á varnargarð í borg- inni Frankfurt an der Oder. Yfir- völd í Brandenborgarhéraði vör- uðu við því í gær að vatnsborð í Oder færi hækkandi og búist var við að flóðið næði hámarki að nýju í nótt sem leið. Reuter Clinton beitir sér óvenju snemma í þágu varaforsetans Kappkostar að tryggja Gore forsetaembættið BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, leggur nú þegar mikið kapp á að tryggja að A1 Gore varafor- seti verði næsta forsetaefni demó- krata og sagnfræðingar segja að enginn sitjandi Bandaríkjaforseti í að minnsta kosti 150 ár hafi beitt sér jafn snemma og einarð- lega í þágu varaforseta síns. Síðara kjörtímabil Clintons var ekki hafíð þegar hann gaf til kynna í nokkrum viðtölum að hann vildi að Gore yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Ronald Reagan, síðasti forsetinn sem gegndi emb- ættinu í tvö kjörtímabil, beið hins vegar með að lýsa yfir stuðningi við framboð George Bush þar til skömmu fyrir kosningar og um- mæli hans þóttu ekki til marks um að hann væri mjög hrifinn af forsetaefninu. Clinton hefur ekki látið yfirlýs- ingarnar nægja því hann hefur gert ráðstafanir til að tryggja að varaforsetinn geti nýtt sér starfs- lið Hvíta hússins. Hann hefur m.a. ráðið marga af bandamönnum varaforsetans í Hvíta húsið og þeir eru staðráðnir í að tryggja að Gore verði kjörinn næsti for- seti Bandaríkjanna árið 2000. Þessi viðleitni forsetans gæti haft veruleg áhrif og ekki aðeins á stöðu varaforsetans, heldur einn- ig á Demókrataflokkinn almennt. Nokkrir af bandamönnum forset- ans líta svo á að þeir verði nauðug- ir viljugir að fylkja sér á bak við varaforsetann. Þeirra á meðal er George Steph- anopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetans, sem hefur lengi verið tengdur Richard Gephardt, leið- toga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins. Styðji hann ekki Gore gæti Clinton tekið það óstinnt upp. Tekur áhættu Forsetinn tekur nokkra áhættu því með stuðningi sínum við Gore gæti hann skaðað frekar tengsl sín við atkvæðamikla demókrata á þinginu sem hafa hug á að gefa kost á sér í forsetaembættið. Gore gæti einnig lent í vandræðum ef vinsældir forsetans minnka eða ef kjósendur rísa upp og neita að kjósa þann sem þeim er sagt að kjósa. „Ég tel að enginn forseti hafi reynt að tilnefna eftirmann sinn þremur árum fyrir kosningar,“ sagði sagnfræðingurinn Arthur Schlesinger, sem var ráðgjafi Johns F. Kennedys. „Þessu fylgir hætta á að hann styggi hugsanleg forsetaefni, einkum Dick Geph- ardt.“ Aðstoðarmenn Clintons segja forsetann reiðubúinn að taka þessa áhættu þar sem stuðningur hans við Gore sé eðlilegur vegna óvenju náinna tengsla þeirra. Fastur í farangursgeymslunni „A1 Gore er fastur í farangurs- geymslunni í bíl Bills Clintons,“ sagði sérfræðingur í stjórnmálum Bandaríkjanna. „Fari bíllinn fram af klettinum er Gore búinn að vera. Verði hann fyrstur í mark hjálpar það varaforsetanum." Strauss-Kahn segir hugsanlegt að Frakkland fullnægi ekki skilyrðum EMU Auknir skattar á fyrir- tæki eiga að bjarga EMU-áformum London. Reuter. FRANSKA stjórnin tilkynnti nú í vikunni um meiri hækkun skatta en búist hafði verið við á arðbær stór- fyrirtæki, ef það mætti verða til þess að Frökkum auðnist að ná halla ríkissjóðs niður fyrir þau 3% af vergri þjóðarframleiðslu sem er skil- yrði fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu, EMU. Dominique Strauss-Kahn, fjár- mála- og iðnaðarráðherra Frakk- lands, viðurkennir að Frökkum muni ef til vill ekki takast að minnka hallann niður fyrir þijá af hundraði. Kemur þetta fram í viðtali við Strauss-Kahn í Financial Times á miðvikudag. Stjórnin áætlar að dregið verði úr hallarekstri um 32 milljarða franka, og sagði ráðherr- ann að það hvort Frökkum tækist að ná þriggja prósenta markinu ylti á hagvexti og skatttekjum. Franska stjórnin vill sveigjanlega túlkun á ákvæðum Maastricht-sam- komulagsins, og telur að ríki muni teljast hæf til þátttöku í bandalaginu um sameiginlega Evrópumynt, sem ganga á í gildi 1999, jafnvel þótt fjárlagahalli sé yfir þremur prósent- um af þjóðarframleiðslu. „Við höfum jafnan sagt að okkar túlkun á sátt- málanum er á þá leið, að við þurfum að nálgast þijú prósentin," sagði Strauss-Kahn. „Við verðum að minnsta kosti jafnhæfir og nágrann- ar okkar til þátttöku 1 sameiginlegu myntinni." Tveir þriðju af milljörðunum 32, eða um 22 milljarðar franka, eiga að nást með hækkun skatta á frönsk EVRÓPA^ stórfyrirtæki. Þar af eiga um 16 miiljarðar að fást með því að hækka eiginlegt hlutfall fyrirtækjaskatts á stórfyrirtæki úr 36,6% í 41,6%. Þetta hlutfall mun gilda á þessu ári og því næsta og verður síðan lækkað í áföngum. Strauss-Kahn sagði að skattahækkunin myndi ekki ná til fyrirtækja með veltu undir 50 millj- örðum franka. Hægt að fá undanþágur frá skatti Hann segir að til greina komi að á næsta ári verði gerðar ráðstafanir til þess að fyrirtæki geti komist hjá því að greiða suma skatta með skuld- bindingum á ákveðnum sviðum, „ef til vill til fjárfestinga, ef til vill til mannaráðninga," sagði Strauss- Kahn. Sex milljarðar franka eiga að nást með því að hækka skatta á fjár- magnstekjur, sem í framtíðinni verða skattlagðar með sama hætti og hagnaður. Þá verður dregið úr halla ríkissjóðs um 10 milljarða franka með því að skera niður út- gjöld hins opinbera. Fulltrúar franskra fyrirtækja brugðust ókvæða við fyrirætlunum stjórnarinnar. Segja þeir að Frakk- land hafi rétt eina ferðina ákveðið að fyrirtæki skuli bera hitann og þungann af viðleitni til að minnka halla ríkissjóðs. Ráðherrann segir í fyrrnefndu við- tali að hagvöxtur í Frakklandi, sem spáð er að verði 2,3% á þessu ári, hafi aukist snarlega á undanförnum mánuðum, þannig að endanlegar töl- ur um halla á ríkisbúskapnum kunni að verða jákvæðari en búist væri við. Kvaðst hann reikna með að í árslok yrði þjóðarframleiðslan farin að auk- ast um þijú prósent á ársgrundvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.