Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-1
LISTIR
Martynas Svégzda er gestur Reykholtshátíðar
Anægður yfir metn-
aði hátíðarinnar
GESTUR Reykholtshátíðar, sem
hefst í dag, er fiðluleikarinn Mart-
ynas Svégzda von Bekker frá
Litháen. Hann stendur á þrítugu
og á þegar að baki langan tónlist-
arferil. Martynas lék fyrst einleik
með hljómsveit sjö ára gamall og
sautján ára vann hann fyrstu
verðlaun í alþjóðlegri tónlistar-
keppni í Rússlandi. Þá hefur hann
komið fram á mörgum tónlistar-
hátíðum og hlotið ýmis verðlaun
fyrir leik sinn. Martynas er nú á
íslandi í fjórða skipti og í sam-
tali sagðist hann vera upp með
sér að vera gestur Reykholtshá-
tíðar. „Ég á orðið góða vini hér
og kom hingað fyrst árið 1990
þegar ég hélt tónleika í íslensku
óperunni," sagði Martynas. „Ég
er heillaður af menningarstiginu
á íslandi og öllum fjölbreytileik-
anum sem þrífst héma í listum.
Svo er gott að sækja sér innblást-
ur úr íslenskri náttúru og því
gleðst ég ætíð yfir því að koma
til íslands."
Ólst upp á menningarheimili
Martynas er af listafólki kom-
inn en amma hans var virtur fiðlu-
leikari og foreldrar hans nutu
virðingar í myndlistarheiminum.
„Amma kenndi mér fyrst á fiðl-
una áður en ég fór í hefðbundið
nám. Ég minnist þess vel hversu
gestkvæmt var heima þegar ég
var lítill, því listamenn heimsóttu
foreldra mína oft. Það var mikið
tónlistarlíf á heimilinu og mjög
uppörvandi fyrir mig að fylgjast
með samræðum um list á hverjum
degi.“
Martynas á orðið stóra efnis-
skrá og fer fiðluverkunum fækk-
andi sem hann hefur ekki sett
undir boga sinn. „Ég leik hins
vegar verk eftir Grieg og Schu-
bert í fyrsta skipti á Reykholtshá-
tíðinni og gleðst mjög yfir því
vegna þess að þetta eru frábær
Morgunblaðið/Amaldur
MARTYNAS Svégzda von
Bekker er hér staddur í
fjórða skipti og leikur á
nýrri tónlistarhátíð á ís-
landi, Reykholtshátíð, ásamt
ungu íslensku tónlistarfólki.
tónverk og eins er ég ánægður
með metnað þessarar hátíðar þar
sem val tónverkanna virðist lúta
að lotningu fyrir listinni," segir
Martynas. Hann andvarpar örlítið
yfir stöðu klassískrar tónlistar nú
á dögum því gerðar eru kröfur
til hljóðfæraleikara um að þeir
kunni öll vinsælustu verkin og
leiki þau til að fullnægja megin-
þorra tónleikagesta og hljóm-
plötukaupenda. „Auglýsinga-
skrumið og allar flugeldasýning-
arnar eru vissulega þarfar, þessi
vinsælustu verk voru auðvitað
samin og verða leikin án afláts,
en hégóminn loðir að mínu mati
við þau og því er gott að geta
losað sig frá honum og það mun
ég vissulega gera um helgina
uppi í Reykholti."
Martynas hrífst mikið af nú-
tímatónlist og hefur nýlokið við
að hljóðrita verk eftir Litháísk
tónskáld. „Það sem skrifað er í
dag getur verið býsna torskilið
og oft tekur það áratugi fyrir
tónverk að öðlast þá virðingu sem
það á skilið. Þess vegna verðum
við að leggja rækt við nútímaverk
til að tryggja þeim góða framtíð
og auka fjölbreytnina.“
Aldrei séð eins mikla
samstöðu einnar þjóðar
Eins og kunnugt er öðlaðist
heimaland Martynas sjálfstæði
fyrir örfáum árum og því er hann
næst spurður út í umhverfi lista-
manna nú á dögum. „Ég held að
landið sé á réttri braut. Eg hugsa
að Vilníus muni þroskast mikið
sem menningarborg í framtíðinni
ekki síst vegna þess að margir
telja sig eiga heima í Litháen.
Það flýðu margir til Evrópulanda
þegar Litháen var innlimað í Sov-
étríkin, en núna eftir að landið
er orðið frjálst aftur vilja margir
koma og hafa frábærar hug-
myndir í farteskinu sem koma að
gagni á mörgum sviðum þjóðlífs-
ins.“ Martynas minnist þess er
hann kom til Vilníus frá Hamborg
og segir hann að hann hafí verið
talinn geggjaður. „Það var umsát-
ursástand á götum úti og ég hirti
öll skjöl sem ég átti með það fyr-
ir augum að koma þeim undan í
öryggisskyni. Ég var spurður
hvað það ætti að þýða að fara
að halda tónleika í svona bijálæði
en mér fannst það skipta máli
vegna samstöðunnar. Sem lista-
maður gat ég lagt eitthvað af
mörkum og ég held að það hafi
haft sitt að segja að ég skyldi
koma og spila á erfíðum tímum.
Ég hef aldrei orðið vitni að eins
aðdáunarverðri samstöðu fólks
eins og þama. Landsberghis for-
seti var óþreytandi við að hvetja
þjóð sína og talaði á þremur
tungumálum hvert einasta kvöld
í sjónvarþinu."
EITT verka Inferno 5.
Inferno 5 á 22
LISTAHÓPURINN Infemo 5 opn-
ar myndlistarsýningu á veitinga-
staðnum 22 við gatnamót Lauga-
vegs og Klapparstígs á morgun,
laugardag, kl. 20.
A sýningunni verða höggmynd-
ir, málverk, ljósmyndir og handrit.
Þetta er fímmta myndlistarsýning-
in með hefðbundnum hætti sem
hópurinn stendur fyrir en hann
hefur jafnan komið fram sem gern-
ingasveit og hljómsveit auk þess
að reka sígarettuviðgerðarverk-
stæði. Einnig hefur hópurinn gefíð
út ljóðabækur, fengist við frétta-
mennsku og kvikmyndagerð og
gefið út tímaritið Bandorm til
nokkurra ára.
Skilaboð til
jarðarinnar
SÝNINGIN Skilaboð til jarðarinnar,
„Messages to The Planet Earth“,
verður opnuð í Hraunverksmiðju-
salnum, „The Lake Factory Gall-
ery“, við rætur eldfjallsins Heklu á
morgun, laugardag.
Sýningin fer fram í braggaglugg-
um frá stríðsárunum og byggist á
myndefni og texta frá ýmsum félög-
um, stofnunum og listamönnum.
Þátttakendur í sýningunni eru: Þjóð-
kirkjan, Búddistafélagið á íslandi,
Ásatrúarsöfnuðurinn, Friður 2000,
Gunnar Örn Gunnarsson, Helga Sig-
urðardóttir, Spessi, Bubbi Morthens
og Hraunverksmiðjan.
„Hraunverksmiðjusalurinn er
staðsettur þar sem sýning á hans
vegum fer fram hveiju sinni, að
þessu sinni við rætur Heklu að aust-
anverðu, þar sem Hraunverksmiðjan
leitar gjaman fanga með efnivið í
verk sín. Þarna er stórbrotin nátt-
úra, þótt hún byggist ekki á fjöl-
breyttum gróðri heldur auðninni,
hrauni frá ýmsum tímum Heklugosa
og stórbrotinni fjallasýn. Sýningin
fer fram á stað þar sem nýrunnið
hraun frá 1991 mætir eldra mosa-
grónu hrauni, með eldfjallið ægilega
í baksýn. Að sýningarsvæðinu er
ekin Fjallabaksleið syðri og er vega-
lengdin þangað 58 km frá Hellu á
Rangárvöllum. Sýningin verður opin
fram á haustið," segir í kynningu.
Jólasýning Þjóðleikhússins
Baltasar setur
Hamlet upp
BALTASAR Kormáki
leikara og leikstjóra
hefur verið falið að
leikstýra uppfærslu á
Hamlet eftir Shakes-
peare á Stóra sviði
Þjóðleikhússins og
verður hún frumsýnd
um jólin. „Þjóðleikhús-
stjóri bauð mér þetta
að starfa og ég geri
ekki ráð fyrir því að
fara hefðbundnar leiðir
í uppfærslunni," sagði
Baltasar og segist
hann ennfremur munu
leita sér fanga inni í
verkinu.
-Er þetta ekki há-
punkturinn á feriinum að svo
komnu máli, að reyna við sjálfan
Hamlet?
„Það má segja það, ég átti ekki
von á að fara í þetta verkefni og
þurfti að breyta mínum fyrri áætl-
unum, en þegar maður
er skoraður á hólm er
ekki hægt að víkjast
undan.“
Baltasar tekst nú á
við leikstjórn Sha-
kespeareverks í fyrsta
skipti, en hann hefur
áður leikið hlutverk
Rómeós í Rómeó og
Júlíu eftir höfundinn
og leikstýrt Leitt hún
skyldi vera skækja eft-
ir John Ford, sem var
samtímamaður Sha-
kespeares. „Skækjan
er að formi til mjög
svipað Shakespeare-
leikritunum, skrifað á
sama tíma og að hluta til í bundnu
máli og prósa, en hins vegar ætla
ég ekki að gera aðra slíka sýningu."
Enn er á huldu hveijir munu fara
með aðalhlutverkin en unnið er að
þvi að velja leikara.
Baltasar
Kormákur
ítalskur orgelleikari
í Kópavogskirkju
ÍTALSKI orgelleikarinn Mario
Duella heldur tónleika í Kópavogs-
kirkju á morgun, laugardag, kl.
14. Á efnisskrá eru verk eftir J.S.
Bach, César Franck, F. Mend-
elssohn, Gaetano Valeij og G.
Galimberti.
í kynningu segir að Duella hafi
ferðast vítt og breitt um heiminn
sem orgelleikari og jafnframt ver-
ið ráðgjafi og stjórnandi orgelhá-
tíða. Duella hefur einnig komið
fram sem einleikari með hljóm-
sveitum, og eins og títt er um
orgelleikara, leikur hann jafn-
framt á sembal. Hann hefur bar-
ist fyrir endurbyggingu á gömlum
sögulegum orgelum og leitt fram
í dagsljósið ýmis gömul verk, gef-
ið út og hljóðritað.
Snorrahátíð
á Reykholti
ÓLAFUR krónprins Noregs færði
íslendingum að gjöf frá Norðmönn-
um Snorrastyttuna, eftir norska
myndhöggvarann Gustav Vige-
land. Til að minnast þess að 50
ár eru liðin frá því efnir Snorra-
stofa til samkomu í Reykholti
sunnudaginn 27. júlí, á kirkjudegi
Reykholtskirkju. Hátíðarmessa
verður kl. 14 en að loknu kirkju-
kaffi kl. 16 verður Snorrahátíðar
minnst i kirkjunni. Lars Roar
Langslet, fv. menningarmálaráð-
herra Noregs, flytur erindi um
Snorra og Noreg. Þá minnist Jón
Karl Helgason bókmenntafræðing-
•TATE-galleríið í Lundúnum
hélt í vikunni upp á 100 ára
aftnæli sitt með yfirlitssýningu
þar sem landslagsmálarinn
Karl Bretaprins fór fremstur í
flokki gesta. Sýningarsalurinn
er þekktur fyrir sýningar á
myndum eftir umdeilda mynd-
listarmenn.
Stofnfé salarins var fengið
frá Sir Henry Tate, sem auðg-
aðist á sykurframleiðslu. í upp-
hafí átti safnið 67verk en þau
eru nú um 4.000. Á meðal þess
sem sýnt var voru verk eftir
Joan Miro, Millais og grunn-
skólabörn.
•HÚS rithöfundarins Georges
Orwells og ballettdansmeyjar-
innar Önnu Pavlovu í Bretlandi
hafa verið auglýst til sölu. í
húsi Orwells rak hann iitla
verslun sem var opin fyrir há-
degi en síðdegis skrifaði hann,
m.a. „Félaga Napóleon“. Hús
ur Snorrahátíðar og Þorsteinn
Helgason sagnfræðingur les úr bók
Jónasar Jónssonar frá Hriflu um
hátíðina. Einnig flytja fiðluleikar-
arnir Auður Hafsteinsdóttir og
Martynas Svégzda von Bekker og
Biyndís Halla Gylfadóttir sellóleik-
ari tónlist.
Sýningu
Tuma að
ljúka
SÝNINGU Tuma Magnússonar í
Gallerí Ingólfsstræti 8, Heilavefur
og rauðvín, lýkur fimmtudaginn 31.
júlí. Galleríið er opið fimmtudaga
til sunnudaga frá kl. 14 til 18.
Pavlovu, sem margir te\ja hafa
verið mesta dansara allra tíma,
er nú í eigu háskólans í Midd-
lesex en hann hefur verið gagn-
rýndur fyrir að halda húsinu
ekki í upprunalegri mynd.
•BRESKA tónskáldið Sir Peter
Maxwell hyggst semja næstu
sinfóníu sína á suðurheimskaut-
inu. Sir Peter, sem er mikill
baráttumaður fyrir umhverfis-
vernd, mun búa í tjaldi á Suður-
skautslandinu í einn mánuð
með vísindamönnum frá
Bresku suðurheimsskautsrann-
sóknarsstofnuninni, en hún átti
jafnframt frumkvæði að för
tónskáldsins. Með þessu er ætl-
unin að vekja athygli á þýðingu
svæðisins en verkið verður óður
til Vaughan Williams, sem
samdi „Suðurheimskautssinfó-
níuna“ árið 1953. Verk Sir Pet-
ers verður væntanlega frum-
fluttárið 2001.