Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1997 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFENGISNEYSLA UNGMENNA UMRÆÐUR um og áhyggjur af áfengisneyslu ís- lenskra ungmenna eru ekki nýjar af nálinni. Þær fylgja hverri kynslóð. Umræðan um unglingadrykkju er heldur ekki bundin við ísland einvörðungu. Hún er til staðar í flestum vestrænum ríkjum. Hjá því verður hins vegar ekki litið að áfengisneysla íslenskra ungmenna er verulegt vandamál. Fjöldasam- komur drukkinna ungmenna í miðborg Reykjavíkur og fjöldadrykkja á skipulögðum jafnt sem óskipulögðum drykkjusamkomum úti um landið eru fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkjast í þessum mæli. Það ber hins vegar að hafa hugfast að það var ekki sú kynslóð er nú er að vaxa úr grasi er fyrst efndi til samkoma af þessu tagi. Þetta vandamál er rótgróið og það verður ekki leyst með því að hneykslast á unglingum hvers tíma heldur með viðhorfsbreytingu. Slys, ofbeldisverk, nauðganir og afbrot eru óhjákvæmilegir fylgifiskar óvarlegrar umgengni við áfengi. Þá liggur fyrir að margir ná aldr- ei tökum á áfengisneyslu sinni og því fyrr sem hún hefst því meiri líkur eru á að hún fari úr böndunum, með hörmulegum afleiðingum. Unglingar eru í meiri hættu en áður á að leiðast úr áfengisdrykkju yfir í eiturlyfjaneyslu, enda eru ólögleg eiturlyf aðgengilegri en nokkru sinni áður og ofbeldi, sem þeim tengist, hefur orðið æ grófara. í nýrri viðhorfskönnun fyrir verkefnisstjórn áætlun- arinnar ísland án eiturlyfja árið 2002 kemur fram að 96% aðspurðra á aldrinum 23-54 ára telja að ungling- ar eigi ekki að byrja að neyta áfengis fyrr en við 16 ára aldur. Nýlegar kannanir sýna hins vegar að um 80% 15 ára unglinga hafa þegar neytt áfengis einu sinni eða oftar. Fram kemur í sömu könnun að margir foreldrar vita ekki af því að börn þeirra drekka áfengi. í sumum til- vikum gæti verið áhuga- eða skeytingarleysi foreldra um að kenna. Foreldrar bera hins vegar ábyrgð á börn- um sínum og eru forráðamenn þeirra allt fram til 18 ára aldurs. Þeim ber skylda til að fylgjast með þessum málum. Líklega er það óhjákvæmileg afleiðing þeirrar for- vitni er fylgir unglingsárunum að ungmenni munu flest hver hafa bragðað áfengi áður en þau hafa aldur til samkvæmt lögum. Það er hins vegar samfélagsins og þá fyrst og fremst foreldranna að tryggja að þeirri forvitni sé haldið innan skynsamlegra marka, með að- haldi, trausti og góðu fordæmi þannig að sem fæstir missi fótanna heldur læri að umgangast áfengi á agað- an og skynsamlegan hátt. SAMKEPPNIÁ SÍMAMARKAÐI TÍMAMÓT urðu í fjarskiptamálum hér á landi í fyrra- dag er nýtt fyrirtæki, Islenzka farsímafélagið ehf., fékk afhent leyfi til að starfrækja GSM-farsímaþjón- ustu í samkeppni við Póst og síma. Með þessari leyfis- veitingu er lokið áratugalangri einokun eins ríkisfyrir- tækis á símamarkaðnum hér á landi. Yfirlýsingar forráðamanna íslenzka farsímafélags- ins, sem er að mestu leyti í eigu bandarískra fyrir- tækja, um að þeir hyggist bjóða upp á þjónustu á fleiri sviðum fjarskipta þegar fullt frelsi í fjarskiptamálum tekur gildi um næstu áramót, eru jafnframt ánægjuleg- ar. Virk samkeppni á sem flestum sviðum er neytendum til hagsbóta, eins og fjöldi dæma sannar. Ætla má að þjónusta við símnotendur batni og verð lækki - raunar hefur Póstur og sími þegar lækkað gjöld í GSM-kerfi sínu, eftir að fréttist af hinni nýju samkeppni. Vonandi fjölgar keppinautum risans á fjar- skiptamarkaðnum. Heilbrigðisráðuneytið hefur gert tólf sjúkrahús- um á landsbyggðinni að spara 31,8 milljónir króna á þessu ári og á næstu þremur árum er áætlað að þau spari 160 milljónir króna alls. Gréta Ingþórsdóttir ræddi við framkvæmda- stjóra nokkurra lands- byggðarsjúkrahúsa. SJUKRAHÚSIN tólf eru á Sauðárkróki, Siglufírði, Blönduósi, Hvammstanga, Húsavík, Egilsstöðum, í Neskaupstað, á Seyðisfirði, ísafirði, Patreksfirði, í Stykkishólmi og Vest- mannaeyjum. Tillögurnar gerði þriggja manna nefnd, sem sett var á laggirnar í ársbytjun til að vinna til- lögur að hagræðingu í rekstri lands- byggðarsjúkrahúsa. í skýrslu nefnd- arinnar, sem kynnt verður í næsta mánuði, eru tillögur að hagræðinga- raðgerðum fyrir árin 1997 og 1998 svo og fyrstu hugmyndir fyrir 1999. Tiliögurnar hafa verið kynntar fjár- lagaskrifstofu og fjármálaráðuneyti og verða fjárveitingar samræmdar þeim. Ráðuneytið hefur óskað eftir athugasemdum og nýjum ábending- um frá viðkomandi sjúkrahúsum. Þörfin minnkar ekki Forsvarsmenn sjúkrahúsanna eru mjög ósáttir við hversu seint tilmæli ráðuneytisins berast og segja að stöð- ug óvissa um framtíð sjúkrahúsanna valdi erfiðleikum við að ráða fólk til starfa. Þá benda þeir á það sem stað- reynd að góð og örugg heilsugæsla sé ein forsendna búsetu og sparnað- aráformin séu aðför að landsbyggð- inni. Þeir segja einnig að þörfín fyrir heilsugæslu eigi ekki eftir að minnka og verði þjónustan á landsbyggðinni skert muni það einfaldlega þýða auk- ið álag á sjúkrahús höfuðborgarsvæð- isins með tilheyrandi kostnaði. Sjúkrahúsinu á Húsavík er gert að spara mest á þessu ári eða 7,8 milljónir króna. Þar var haldinn fund- ur með ófaglærðu starfsfólki á mánu- dag og þær leiðir kynntar sem hugs- anlega eru færar til að mæta kröfum ráðuneytisins um sparnað. Fækka þarf sjúkrarúmum úr 54 í 47 og ljóst að samhliða því verður að fækka stöðugildum um þrjú til fjögur. Heilsugæsla forsenda búsetu Á sjúkrahúsinu á Patreksfírði á að spara 4,5 milljónir á þessu ári og 12 milljónir á næstu þremur árum. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjómarformanns sjúkrahússins, hefur verið unnið markvisst að hagræðingu síðan í febrúar þegar ný stjórn tók við og nýr framkvæmdastjóri hefur verið við sjúkrahúsið frá áramótum. „Við erum búin að hagræða eins og mögulegt er án þess að komi til skerð- ingar. Við höfum þó ekki þurft að segja upp fólki og vonandi þarf ekki að koma til þess.“ Þórunn segist ekki sjá hvemig á að vera hægt að spara 12 milljónir á næstu þremur ámm án þess að skerða þjónustu og segja upp fólki. „Það er frumforsenda fyrir því að fólk vilji búa úti á landi að heilsu- gæsla sé í lagi. Auk þess er erfiðara að fá fólk til starfa, bæði lækna. og hjúkrunarfræðinga þegar niðurskurð- ur vofír yfír.“ Því til stuðnings segir Þómnn að sjúkrahúsið hafí ________ í vor auglýst eftir hjúkran- arfræðingi og ekki fengið nein viðbrögð. Vilja hlutdeild í hagsældinni Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði er gert að spara fimm milljónir á þessu ári og 8,5 milljónir til viðbótar á næstu tveimur árum. Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri segir að sparnaður þessa árs verði að ger- ast á hálfu ári þar sem ekki hafi borist tilkynning um hann fyrr en í júlí. Hann segir reksturinn vera í járn- Tólf sjúkrahúsum á landsbyggðinni gert að spara 32 milljónir á árinu Spamaður næst að- eins með niðurskurði Erfittaðfá fagfólk til starfa um og sjúkrahúsið geti engan veginn tekið á sig auknar kröfur um hagræð- ingu á næsta ári. „Ekki má gleyma því að niðurskurður undangenginna ára hefur verið 2-4% á ári. Það er verið að færa fé frá landsbyggðar- sjúkrahúsunum til sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu og ekki verður hægt að sækja það fé aftur sem nú er verið að taka af okkur. í rauninni er þetta lymskuleg aðför þar sem höggvið er að rótum samfélagsins. Óöryggi og upplausnarástand ýtir undir los á fólki.“ Guðjón segir að stöðugildum hafi fækkað um 4-5 á undanfömum árum með því að ekki hefur verið ráðið í stöður þeirra sem hafa hætt. Á sama tíma hafí þjónustan verið stóraukin á öllum sviðum. „Færri hendur vinna fleiri verk. Að einhverju leyti er hægt að færa fólki meiri verkefni en allt hefur sín takmörk. Við höfum fjölgað skurðaðgerðum um helming frá 1993, rannsóknir og röntgenskoðanir hafa verið að aukast. Við fáum nánast annan hvern mánuð háls-, nef- og eyrnalækni sem gerir skurðaðgerðir, sérstaklega á börnum, sem færu suð- ur til aðgerðar að öðram kosti. Með barni þarf a.m.k. annað foreldri að fara suður til aðgerðar og það þýðir vinnutap í a.m.k. viku. Þetta er starf- semi sem við viljum auka, enda hlaupa þær á tugum milljónirnar sem þetta fyrirkomulag sparar íbúunum hér, auk þess sem við léttum á spítöl- unum í Reykjavík." Guðjón segir að hugsanlega þurfi að taka róttækar ákvarðanir í starfs- ________ mannamálum ef fullur spamaður eigi að nást en hann segir að forsvars- menn sjúkrahússins bíði nú átekta og horfí til þess - að fá að njóta einhvers af aukinni hagsæld í þjóðfélaginu, eins og forsætisráðherra hafi boðað. „Við fylgjumst grannt með, bíðum átekta og vonum að fullar kistur fjár reki á land,“ segir Guðjón. Héraðshlutdeild komin í 67% Á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki er gert ráð fyrir fímm milljóna króna spamaði á þessu ári og alls 25 millj- Yfirlit um hagræðingarkröfur til landsbyggðarsjúkrahúsa 1997 - tillögur starfshóps Fjárlög Lækkun millj. kr. millj. kr. Sauðárkrókur 291,1 5,0 Siglufjörður 141,2 1,0 Blönduós 128,3 1,0 Hvammstangi 94,1 1,0 Húsavík 247,2 7,8 Egilsstaðir 110,8 1,0 Neskaupst. 177,6 0,5 Seyðisfjörður 91,3 2,0 ísafjörður 218,8 5,0 Patreksfjörður 76,6 4,5 Stykkishólmur 114,5 1,0 Vestm.eyjar 189,3 2,0 ónum á næstu þremur árum. Mikið hefur verið hagrætt á sjúkrahúsinu undanfarin ár og að sögn Birgis Gunn- arssonar framkvæmdastjóra verður í haust búið að fækka um 20 stöðugildi á þremur árum. Hann telur að ekki þurfí að koma til uppsagna á þessu ári. „Við sáum fyrir okkur að við gætum sparað þijár milljónir á þessu ári en ekki fimm. Við getum hagrætt upp að ákveðnu marki en ekki sem samsvarar 25 milljónum á næstu þremur árum. Það er útilokað nema stórskerða starfsemina," segir Birgir. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki hefur, að sögn Birgis, verið að auka svokall- aða héraðshlutdeild og sinnir það nú 67% af sjúkralegum Skagfirðinga. „Við höfum líka verið að efla farand- þjónustu en ýmsir sérfræðingar koma hingað og gera aðgerðir á sjúklingum hér á staðnum, enda höfum við alla aðstöðu og sérmenntað starfsfólk. Við teljum að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að veita þjónustuna á þennan hátt,“ segir hann. Birgir segir að honum lítist ekki á ef ráðuneytismenn ætli að halda til streitu upphaflegum áætlunum sínum um sparnað. „Svo er óþolandi að til- lögur koma fyrst fram í október í fyrra. Nú er kominn júlí og það er ekki enn búið að útfæra þetta. Það er dæmalaust hvemig að þessu er staðið. Við viljum fara að fá botn í málið.“ Tækni og samgöngur leiða til breytts forms sjúkrahúsa Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað á að spara hálfa milljón á þessu ári. Kristinn ívarsson fram- kvæmdastjóri segir að 8-10% halli hafí verið á rekstrinum undanfarin ár og stjómendur hafí barist fyrir auknu rekstrarframlagi. „Það er kominn tími til að menn auki fjár- magn til þessara sjúkrahúsa eða skipti pakkanum upp á nýtt. Það þarf að skilgreina rekstur þessara stofnana." Hann segir að ekki sé hægt að fækka stöðugildum. Lítið sé um ófaglært starfsfólk nema á stoð- deildum og hjúkranarfræðinga vanti. Kristinn segir að 20 milljónir vanti inn í reksturinn á ársgrundvelli. „Það er brýnt að niðurstaða fáist í alla þessa umræðu. Ef ríkisvaldið ætlar að breyta eðli þessara stofnana þá er eins gott að fara að gera það og eyða óvissu hjá öðrum. Bættar sam- göngur innan landshluta og breytt tækni hljóta að leiða til breytts forms einhverra húsa.“ Samvinna heilsugæslustöðva Innlögnum hefur fjölgað um 13% milli áranna 1995 og 1996 og aukn- ingin er 23% á þessu ári miðað við sama tíma á síðasta ári. „Við erum að fá sérfræðinga frá Reykjavík til okkar. Kvensjúkdómalæknir, þvag- færaskurðlæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir koma hingað og nota rannsókna- og skurðstofuaðstöðuna hér. Háls-, nef- og eyrnalæknir fer t.d. um Austurland og safn- ______ ar saman því sem þarf að vinna á skurðstofu. Þetta er gert í samvinnu heilsu- gæslustöðva á Mið-Austur- landi. Það hefur verið — ásetningur heilbrigðisyfirvalda færa þessa sérfræðiþjónustu nær fólkinu. Þar er líka mjög brýnt að halda fagfólki, sem vinnur á stærri landsbyggðarsjúkrahúsunum, í þjálf- un. Það er ekki til neins að eiga fullt af búnaði og kunna ekki að fara með hann. Með þessu fyrirkomulagi getur sparast mikið í ferðakostnaði og vinn- utapi. Við veltum því einu sinni fyrir að okkur að loka hér í tvo mánuði vegna þess að það sparaði okkur helling en við reiknuðum út að kostnaðurinn við sparnaðinn yrði meiri en sparnaður- inn, fyrir utan óhagræðið af því að hafa svona stofnun lokaða," sagði Kristinn. Starfsemin hefur sprengt fjárlagarammann Rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur verið í jafnvægi þar til á síðasta ári að 1% halli varð. Vignir Sveinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri FSA, segir að ekki hafi verið sett fram sérstök spamað- arkrafa á sjúkrahúsið en vegna tölu- verðs hallareksturs á þessu ári og útlits fyrir að svo verði áfram út árið verði að bregðast við. „Við erum að sjálfsögðu í því alla daga að gæta aðhalds og ýtrustu sparsemi. Starf- semin er búin að sprengja þann fjár- lagaramma sem við höfum þannig að ljóst er að grípa þarf til ráðstaf- ana. Annaðhvort þarf að auka fjár- magn eða skera niður þjónustu. Enn sem komið er hefur ekki þurft að segja upp fólki þótt stöðugildum hafí eitthvað fækkað.“ Vignir segir að staða sjúkrahússins hafi verið kynnt fyrir heilbrigðisráðuneytinu og svara þaðan sé vænst fljótlega. „Við bíðum eftir umfjöllun og svörum um fjár- hagsramma þessa árs og næsta. Þetta gerist seint og eftir því sem tíminn líður verður þeim mun erfiðara að bregðast við.“ Færri fara til Reykjavíkur _________ Vignir segir að rekstrar- hallinn stafi af mikilli aukningu í starfsemi FSA. Aðgerðum og rannsóknum hafi ijölgað auk þess sem . almennt flæði sjúklinga gegnum stofnunina hafí aukist. „Það er aukning í öllum þáttum starfsem- innar sem kemur tii af minnkandi streymi frá upptökusvæði FSA til Reykjavíkursvæðsins. Þetta hefur verið staðfest í tölum þaðan. Það mælir allt með því að sjúklingar fái þjónustu í sinni heimabyggð, ef hægt er að veita hana þar með hagkvæm- um hætti," segir Vignir. Beðið eftir að óvissu verði eytt Veiðifélag Laxár og Krákár um stífluhækkun við Laxárvirkjun Samkomulag fellt með 19 at- kvæðum gegn 17 FELLT var í fyrrakvöld á fundi í Veiðifélagi Laxár og Krákár að ganga til samninga við Landsvirkjun um hækkun á Laxárstíflu. Nítján fundarmenn voru andvígir samkomu- laginu og sautján meðmæltir. Hugmyndin er að hækka stífluna um 10 metra í því skyni að draga úr san- drennsli í Laxá sem berst í hana úr Kráká. Sandburð- urinn hefur skemmt vélbúnað Laxárvirkjunar og tal- ið er hugsanlegt að hann hafi slæm áhrif á lífríkið í ánni. Fulltrúar Landsvirkjunar gerðu á fundinum grein fyrir helstu atriðum samkomulagsins, svo og Stefán Skaftason, samningamaður landeigenda, og Eysteinn Sigurðsson, formaður Veiðifélagsins, og Árni Einars- son, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, kynnti hugmyndir um rannsóknir sem miða að því að fá svör við spurningu um hvort sand- ur í Laxá hamli vexti eða viðkomu fiskistofna í ánni. Eysteinn Sigurðsson bóndi á Arnarvatni, formaður veiðifélagsins, lýsti því yfir í upphafi að yrði sam- komulaginu hafnað myndi hann segja af sér for- mennsku og þegar sú varð niðurstaða atkvæða- greiðslunnar gerði hann það. Eysteinn vildi ekki svara spurningum Morgunblaðsins um þessar niður- stöður fundarins og kvað afskiptum sínum af málinu lokið. Mistök að fella samninginn „Ég tel að það hefi verið gerð mjög mikil mistök með að fella þennan samning og það sem mér finnst sárast er að þeir sem höfðu forystu um að vinna gegn honum hafa lítilla eða engra hagsmuna að gæta og eru ekki einu sinni búsettir á svæðinu,“ seg- ir Hjörleifur Sigurðsson, bóndi á Grænavatni; en hann situr í stjórn Veiðifélags Laxár og Krákár, „Ég er enn í stjórninni og hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég muni segja mig út henni en ég reikna alveg eins með því.“ Hjörleifur segir að þótt félagið hefði samþykkt samkomulagið hefði það ekki þar með verið að sam- þykkja stífluna sem slíka heldur aðeins að hefja rann- sóknaferil og annan undirbúning með umhverfismati og skoðun hjá Náttúruvernd ríkisins. „Við vorum ekki að samþykkja nein spjöll og ég treysti Náttúru- vernd ríkisins til að taka málefnalega afstöðu.“ „Það sem mér finnst verst er að ég tel að menn séu í raun að hafna ákveðnum rannsóknum. Ákvörðun Náttúruverndar ríkisins hefði byggst á einhveijum rökum og í öðru lagi voru í boði umtalsverðir fjármun- ir sem áttu að renna til landgræðslu á svæðinu og bætur fyrir tjón. Menn búa ekki betur en það að svæðið hefur ekki efni á að missa þá aura sem bjóð- ast meðan menn eru ekki að taka neina áhættu, hér erum við ekki að taka neina áhættu.“ Viljum fara varlega „Á fundinum fóru fram miklar og líflegar umræð- ur og mér fannst ekki síst mikilvægt og fróðlegt að fá kynningu Árna Einarssonar á hugmyndum um rannsóknaráætlun," sagði Halldór Valdimarsson, einn landeigenda, í samtali við Morgunblaðið. „Innlegg hans var gott fyrir okkur sem viljum fara varlega í þessi mál. Ég og fleiri erum á því að okkur sé ekki stætt á því að gera samning um stífluhækkun áður en þessi eðlilegi aðdragandi ætti sér stað, sem eru rannsóknir Rannsóknastöðvarinar á svæðinu. í lögun- um um verndun Laxár- og Mývatnssvæðisins eru ákvæði um að rannsóknir verði að fara fram áður en nokkrar frekari framkvæmdir verði gerðar. Það sem skipti okkur í tvær fylkingar var það að þeir sem vildu samþykkja samninginn töldu í lagi að hefja rannsóknir eftir að stífluhækkunin væri samþykkt en við töldum ekki sæmandi að gefa grænt ljós á stíflu og hefja síðan rannsóknir á því hvort hún væri skaðvænleg lífríkinu eða ekki. Við vildum gefa málinu þann tíma sem þyrfti.“ Ýmsar rannsóknir í hugmyndum að rannsóknaramma er varpað fram tveimur meginspurningum: Hamlar sandur í Laxá vexti eða viðkomu fiskistofna? Hvaða aðgerðir eru nægileg- ar vilji menn minnka sand í ánni? Bent er á að rann- saka þurfi hvort kjörlendi fyrir laxa sé af skornum skammti, hvort fæðuframboð sé takmarkað, hvort það sé minna á sandbotni en gijótbotni og hvort sandrek hamli vexti bitmýs á grjótbotni. MIKLAR umræður urðu á fundi Veiðifélags Laxár og Krákár um hækkun á stíflu við Laxárvirkjun og var samkomulagi við Landsvirkjun hafnað. Forstjóri Landsvirkjunar Vonbrigði að ná ekki samkomulagi „ÁN samkomulags af þessu tagi verður að svo stöddu ekkert úr ráðagerðum Landsvirkjunar um að hækka stífluna því ætlunin var að fyrsta skrefið í þá átt yrði samkomulag milli Landsvirkjunar annars vegar og Veiðifélags Laxár og Krákár, Veiðifélags Laxár og Landeigendafélags Laxár og Mývatns hins vegar. Sú andstaða, sem nú er komin fram í þessari málsmeð- ferð, er okkur því mikil vonbrigði," sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, aðspurður um þá niðurstöðu fundar Veiðifélags Laxár og Krákár að hafna hækkun stíflunnar. Forsljóri Landsvirkjunar sagði að ætlunin hefði verið að bera samkomuiagið um hækkun stíflunnar undir Náttúruvernd ríkisins og Náttúrurannsókna- stöðina við Mývatn og leita síðan lagaheimilda eftir því sem nauðsynlegt kynni að reynast. „Án samkomu- lags verður ekki lengra haldið að svo komnu máli. Hins vegar vonuðumst við til að samkomulag næðist og okkur eru mikil vonbrigði að ekki tókst betur til en raun ber vitni því þarna hafa aðilar sameiginlegra hagsmuna að gæta, báðir hafa hagsmuni af því að draga úr sandburðinum, auk þess sem samkomulagið gerði ráð fyrir bótagreiðslum af ýmsum toga til lan- deigenda og veiðiréttarhafa," sagði Halldór Jónatans- son. Sandburður truflar Takist að minnka sandburð að stöðvarhúsinu má draga verulega úr sliti á vélbúnaði og segir forstjóri Landsvirkjunar einnig að hækkun stíflunnar myndi draga úr ístruflunum og þar með myndi rekstrarör- yggi virkjunarinnar aukast og rekstrarkostnaður minnka. Þá myndi 10 metra hækkun stíflunnar auka aflgetu Laxárvirkjunar um 4 MW á mjög hagstæðan hátt. „Við höfum einnig staðið í þeirri trú að þetta myndi hafa góð áhrif á lífríkið neðar í ánni sem líður fyrir sandburðinn og talinn er m.a. standa hrygningu laxins þar fyrir þrifum. Þá var einnig hugmyndin að ná samkomulagi um að draga úr uppblæstri og þar með sandburði í ána með sameiginlegu átaki við upp- græðslu og dreifingu áburðar í Krákárbotnum,“ seg- ir Halldór Jónatansson ennfremur. Á fundinum voru tveir fulltrúar LandsVirkjunar og kynntu þeir áform um siikt samkomulag á breiðum grundvelli og vonuðust Landsvirkjunarmenn til að slíkt myndi geta rennt stoðum undir víðtækt sam- starf milli allra aðila sem málið varðar. „Öll von er samt ekki úti, málin eru í biðstöðu og vera kann að menn eigi eftir að ná saman þegar fram í sækir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.