Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ANNA S.
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Sigríður
Jónsdóttir var
fædd að Gröf í
Ongulstaðahreppi
hinn 21. ágúst
1940. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
hinn 17. júlí síðast-
liðinn. Anna var
dóttir hjónanna
Jóns Stefánssonar,
f. 18. janúar 1892,
d. 15. mars 1960,
og Elínar Magnús-
dóttur, f. 4. nóvem-
ber 1895. Bróðir
hennar er Jón Laxdal Jónsson ríðar fer fram frá Akureyrar-
bifreiðastjóri. Anna ólst upp kirkju í dag og hefst athöfnin
að Gröf, en fluttist ásamt for- klukkan 13.30.
eldrum sinum til
Akureyrar árið
1955. Að lokinni
skólagöngu í Gagn-
fræðaskóla Akur-
eyrar og síðar í
húsmæðraskólan-
um að Staðarfelli í
Dölum starfaði hún
aðallega hjá Fjórð-
ungssjúkrahúsinu
á Akureyri, lengst
af sem launafull-
trúi, en einnig hjá
Akureyrarbæ um
tíma.
Útför Önnu Sig-
Það er stutt þetta bil sem aðskilur
líf og dauða. Það fengum við sam-
starfsmenn Önnu S. Jónsdóttur að
reyna, þegar hún kvaddi þennan
heim með svo skömmum fyrirvara,
sem raun bar vitni, langt um aldur
fram. Allt þar til síðasta dag apríl-
mánaðar sinnti hún sínu starfi, full
orku og áhuga eins og endranær.
-> Skyndilega, rétt eins og hendi væri
veifað, varð veruleikinn allur annar,
alvarlegur sjúkdómur greindist og
ekki varð við hann ráðið. Aðeins
tveimur og hálfum mánuði síðar
barði dauðinn að dyrum og hreif
með sér herfang sitt. Þrátt fyrir erf-
iða baráttu á þessu tímabili lét Anna
sjálf ekki bugast, tók því sem að
höndum bar af hetjuskap og æðru-
leysi, sem vakti aðdáun okkar sem
með henni unnum. Það var ávallt
reisn yfir Önnu og henni hélt hún
til síðasta dags.
Anna átti að baki langan og far-
sælan feril í starfi hjá FSA. Fyrst
sem starfsstúlka sumarið 1957, síð-
an á röntgendeild 1961-1966 og eft-
ir það á skrifstofunni sem launafull-
trúi frá því í júní 1972, eða samtals
um 30 ár. Allan þann tíma vann
Anna af stakri trúmennsku og ósér-
hlífni fyrir stofnunina og setti oft
hennar hag framar sínum, ef svo
bar undir. Starf launafulltrúa í stórri
stofnun er krefjandi, útheimtir ná-
kvæmni og er oft á tíðum erfitt.
Eins og fram kemur í viðtali við
Önnu í afmælisriti sjúkrahússins frá
- SIGRÍÐUR DRÍFA
ÁKADÓTTIR
+ Sigríður Drífa
Ákadóttir fædd-
ist á fæðingardeild
Landspítalans 25.
mars 1997. Hún lést
á vökudeild Barn-
aspítala Hringsins
19. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Eva Margrét
Jónsdóttir, f. 18.
sept. 1962, og Áki
Sigurðsson, f. 1. maí
1960. Sigríður
Drífa á fjögur
systkini. Þau eru:
Maríella, f. 11.12.
1987, Petrea, f. 4.12. 1989,
Kristján Óli, f. 14.12. 1991, og
Ásta, f.28.8. 1994.
Útför Sigríðar Drífu fer fram
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það var þriðjudaginn 25. mars kl.
13.32 að hún ákvað að koma í heim-
inn, eftir erfiða meðgöngu. Þá strax
er hún kom í heiminn var farið með
hana inn á vökudeild til eftirlits,
ósköp fannst okkur sá tími lengi að
líða þar til við fengum fregnir af
þér. Þá var okkur sagt að eitthvað
væri að þér og að þú gætir ekki
andað hjálparlaust og þyrftir að vera
í öndunarvél, þér var ekki hugað líf,
þannig_ að ákveðið var að gefa þér
nafn. Á skírdag, 27. mars, varst þú
skírð Sigríður Drífa.
Þú varst 3.642 g og 53 cm er þú
komst í heiminn. Eftir rannsóknir
kom í ljós að lungun voru lítil, vegna
þess að þindin var lömuð, alla vöðva
vantaði í þindina þína, hún var bara
þunnt skæni eins og læknamir orð-
uðu það. Ekki vissum við hvað þind-
in er mikilvæg við öndunina frekar
en hjartað og lungun.
Síðan kom erfiður biðtími. Ákveð-
ið var þegar þú varst sjö vikna göm-
ul hinn 13. maí þyrftir þú í aðgerð
til að strekkja á þindinni til þess
að lungun fengju meira pláss til að
stækka og þroskast. Við biðum
bjartsýn til að sjá hvemig til hefði
tekist, en aftur þurftir þú í aðgerð.
Hún var gerð 18. júní.
En stundarfjórðung
yfir 12 á miðnætti 19.
júlí ákvaðst þú að yfír-
gefa okkur.
Þú varst orðin
snuddustelpa, varst far-
in að leita að snuðinu
þínu með því að reyna
að snúa höfði þínu og
reyna að ná því með
fíngranum þínum. Þú
hafðir svo gaman af að
hlusta á segulbands-
spólumar þínar og
horfa á dýramyndabók-
ina þína. Eins þótti þér
mjög gott að fá að fara í bað í græna
balanum, þessum stóra og með fínu
sápunni þinni og mjúka þvottapok-
ann þinn. Svo fórstu í fínu fötin þín
á eftir þegar búið var að bera á þig
aloa- vera krem, þá leið þér vel þótt
þú værir ennþá í öndunarvélinni.
Mikið þótti systkinum þínum það
gott þegar aflétt var banni um það
að yngri en 12 ára gömul böm
mættu koma í heimsókn. Þeim þótti
afskaplega gaman að fá að sjá hana
systur sína, sem þau höfðu bara séð
á kvikmynd og ljósmyndir af.
Mikið var spurt um þig hvernig
þér liði og hvenær þú kæmir heim.
Ekkert var hægt að segja um það.
Við vonuðum að þess yrði skammt
að bíða, en vissum ekki hvenær af
því gæti orðið.
Þú hefðir orðið fjögurra mánaða
í dag ef þú hefðir ekki yfírgefíð
okkur. Þú munt liggja við hlið lang-
afa þíns, hans Steingríms Jóns Guð-
jónssonar fyrrv. umsjónarmanns
Landspítalans, en hann dó hinn 25.
júlí 1977, eða fyrir 20 áram.
Alltaf var beðið eftir að þú næðir
heilsu til að koma heim til okkar en
þú ákvaðst annað, við þökkum þér
fyrir þau kynni sem við höfðum af
þér. Guð geymi þig. Minningin um
þig mun aldrei víkja úr huga okkar.
Við vitum að nú líður þér vel og
ert komin í góðar hendur. Með þökk
fyrir allt, elsku litla rósin okkar.
Þín
mamma, pabbi og systkini.
1983 urðu gífurlegar breytingar á
öllu er viðkom launaútreikningi þeg-
ar horfíð var frá handskrift og taln-
ingu peninga í launaumslög til tölvu-
vinnslu. Að þeim breytingum varð
að laga störf og vinnuaðferðir. Á
þeim árum voru oft á tíðum fjárhags-
örðugleikar, ekki síður en nú, og
fyrir kom að semja þurfti við starfs-
menn um frestun á útborgun launa.
Anna tók í starfí sínu þátt í gerð
kjarasamninga fyrir hönd sjúkra-
hússins og gjörþekkti sögu og hefð-
ir sem skapast á löngum tíma og
ekki er Ijallað um við samningaborð-
ið. Þannig öðlaðist hún þá reynslu
og þekkingu sem varð að ómetanleg-
um fróðleiksbrunni og visku. Þrátt
fyrir veikindin og þverrandi þrek
síðustu vikurnar var áhugi hennar á
starfinu og vilji til að miðla okkur
hinum af þekkingu sinni, óþíjótandi
fram til hins síðasta. Samviskusemi
og vandvirkni voru aðalsmerki Önnu.
Allt sem hún lét frá sér fara var
vandað og vel ígrundað. Hún gerði
og miklar kröfur til samstarfsmanna
sinna, en mestar þó til sjálfrar sín.
Anna kunni að gleðjast með glöðum,
en var fremur dul að eðlisfari og
ræddi lítt um sig og sína hagi að
fyrra bragði. Tilfinningarnar bar
hún heldur ekki utaná sér, kaus að
halda þeim fyrir sig. í tveggja manna
tali var þó auðvelt að komast að
raun um að hún fann djúpt tii með
þeim sem áttu í erfiðleikum eða
máttu sín_ minna af einhveijum
ástæðum. Ýmis áhugamál átti Anna,
svo sem ferðalög innan lands og
utan. Ekki gafst þó tími til að fara
í ferð, sem hún ásamt vinkonum sín-
um, hafði áformað að fara í til
Þýskalands nú í haust. Fjölmargar
ferðir fór hún um hálendi íslands
og þegar við samstarfsmenn sátum
og hugleiddum ferðir í sumarleyfum
okkar og frístundum kom glögglega
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
Ieiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vep
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn cg stafur hugga mig.
(Sálm. .23:1-4)
Elsku Sigríður Drífa. Eftir fjög-
urra mánaða erfiða lífsbaráttu, þar
sem læknar gerðu allt sem þeir
gátu til þess að lengja líf þitt, hefur
þú nú sofnað rótt. Enda þótt erfitt
sé að skilja af hverju þú ert tekin
frá okkur svona fljótt treystum við
því að þú lifir áfram hjá föður okk-
ar á himnum. Af skiljanlegum
ástæðum fengum við lítið sem ekk-
ert að njóta návistar þinnar í þenn-
an stutta tíma sem þú dvaldir hjá
okkur. Engu að síður átt þú eftir
að lifa í minningu okkar alla ævi.
Elsku Eya, Áki, Maríella, Petrea,
Kristján Óli og Ásta. Megi guð
blessa ykkur og varðveita í sorg
ykkar og gefa ykkur kraft og styrk
um ókomna framtíð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vðm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Afi og amma í Skagaseli.
Þú, Guð míns lífs, ég loka aupm mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þinu fóðurhjarta.
Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mina
í mildiríka náðarvemdan þína
og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma
og enp þínu minnsta barni gleyma.
(M. Joch.)
Innilegar samúðarkveðjur.
Þórir, Ása Gróa, Rósa,
Árni Geir, Hlynur Kristján
og Carl Jónas.
í ljós, hve vel hún þekkti til lands-
ins, öræfa þess og náttúru. Anna tók
einnig mikinn þátt í félagsmálum.
Hún var virkur félagi í Ferðafélagi
Akureyrar, sat lengi í stjórn þess
og gegndi m.a. embætti gjaldkera.
Einnig starfaði hún mikið fyrir
Starfsmannafélag Akureyrarbæjar
og átti þar sæti í stjórn.
Með Ónnu er horfínn af sjónar-
sviðinu einn af dyggustu og ósér-
hlífnustu starfsmönnum sjúkrahúss-
ins og við kveðjum hana með þakk-
læti, söknuði og virðingu. Fyrir hönd
okkar samstarfsmanna hennar á
skrifstofu FSA og stofnunarinnar
allrar vil ég þakka fyrir samfylgd
og trúmennsku á langri starfsævi
og votta eftirlifandi móður, bróður
og fjölskyldu hans, svo og öðram
ættingjum og vinum, dýpstu samúð
og hluttekningu.
Vignir Sveinsson.
Elskuleg æskuvinkona mín Anna
Sigríður Jónsdóttir er látin. Hún
varð að lúta í lægra haldi fyrir illvíg-
um sjúkdómi eftir stutta en harða
baráttu í blóma lífsins. Þá baráttu
háði hún á sinn hógværa og yfírveg-
aða hátt, studd af fjölskyldu og vin-
um. Þrátt fyrir vitneskju um hvert
stefndi síðustu dagana kom höggið
á óvart, svo þungt og svo hart. Eft-
ir stöndum við með spurninguna:
Hvers vegna? En ekkert svar.
Þá leitar hugurinn í minningasjóð-
inn, til liðinna samverustunda. Leið-
ir okkar lágu saman á unglingsárum
og áttum við samleið sem engan
skugga bar á um margra ára skeið
við nám, leik og störf. Við sem vor-
um svo ólíkar áttum þó svo margt
sameiginlegt og vorum svo samrýnd-
ar, skemmtum okkur svo vel saman
og áttum sameiginlegan vinahóp
sem við deildum með gleði og hug-
sjónum æskuáranna.
En svo skildu leiðir, ég fór burt
til náms og ílentist annars staðar,
en þú hélst tryggð við Akureyri og
helgaðir Fjórðungssjúkrahúsinu
starfskrafta þína, þar sem vand-
virkni þín, samviskusemi og fágun
nutu sín. Alltaf hittumst við þó og
héldum okkar góða sambandi og
seinast nú í vor þegar við hittumst
á sjúkrahúsinu vorum við vongóðar
og ætluðum að hittast aftur í sumar
eins og venjulega, en mennirnir ætla
en Guð ræður.
Elsku Anna vinkona. Að leiðarlok-
um þakka ég þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman,
þær gleymast ekki. Guð blessi minn-
ingu þína.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kæra Elín, Nonni, Lóa og fjöl-
skylda. Við Skúli sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Þín vinkona,
Guðrún Björnsdóttir.
í sorginni ómar eitt sumarhlýtt lag,
þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld.
Því er kveðjunnar stund, og við krjúpum
í dag
í klökkva við minningareld.
Orð eru fátæk en innar þeim skín
það allt sem við fáum ei gleymt.
Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín
á sér líf, er í hug okkar geymt.
í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál
eins þó pstaði um hjarta þitt kalt.
Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál
eitt sólskinsljóð, - þökk fyrir allt.
(B.B.)
Við hjá Starfsmannafélagi Akur-
eyrarbæjar, STAK, minnumst Önnu
vegna starfs hennar sem launafull-
trúa FSA og þá ekki síður vegna
starfa hennar fyrir félagið. Anna sat
í stjórn STAK til fjölda ára, lengst
af sem ritari og starfaði einnig í
orlofsnefnd félagsins frá stofnun
hennar. í félagsstarfí kynnist fólk
ekki alltaf náið en þó kemur per-
sónuleiki hvers og eins vel í ljós.
Hvað Önnu varðar þá var hún alltaf
mjög heilsteypt og vann að hveiju
verkefni fyrir sig. Er leitað var til
hennar með ýmis vafamál um túlkun
kjarasamninga og réttindi, var ekki
verið að blanda saman mönnum og
málefnum, heldur unnið úr hlutunum
á vandaðan og faglegan hátt.
Sem einn af forsvarsmönnum or-
lofshúsa STAK prýddi hún þau hátt
og lágt, heklaði dúka og lagði sig
alla fram um að gera húsin sem
heimilislegust þannig að félags-
mönnum liði þar vel. Því er saga og
uppbygging orlofshúsa STAK ná-
tengd Önnu og við félagarnir sem
unnum með henni minnumst margra
ánægjustunda, nú síðast er við tók-
um í notkun nýtt hús í Biskups-
tungum sl. sumar.
Um leið og ég, fyrir hönd þess
stóra hóps sem leitaði til og starfaði
með Önnu innan vébanda STAK,
sendi henni okkar hinstu kveðju,
sendi ég móður hennar og öðrum
ættingum innilegar samúðarkveðjur.
Arna Jakobína Björnsdóttir,
formaður STAK.
ELVAR
ÞÓRODDSSON
+ Elvar Þórodds-
son fæddist á
Selfossi 27. febrúar
1980. Hann lést af
slysförum 22. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Selfosskirkju 28.
júní.
Elsku Elvar. Ef ég
hefði vitað að síðast
þegar ég faðmaði þig
myndi vera í síðasta
skipti hefði ég aldrei
sleppt þér. Þú varst svo
góður og yndislegur,
alltaf glaður og ánægður og ég
veit að líf fjölskyldu þinnar og vina
á aldrei eftir að verða samt aftur.
Ég gleymi því aldrei hvað þú talað-
ir oft um fjölskyldu þína og vini,
fjölskyldan var fyrirmynd þín, for-
eldrar þínir sem þér þótti svo vænt
um og bræður þínir sem elduðu
besta pasta í heimi og auðvitað ísak
litli frændi sem tók stöðugt fram-
förum og þú þreyttist aldrei á að
segja mér frá.
Vinir þínir vora líka stór hluti af
lífí þínu og það var þér eðlilegt að
segja frá hvað þér þótti vænt um
þá. Þú varst alltaf tilbúinn að gera
allt fyrir alla, hjálpa
öllum og styðja alla,
sama hvort um var að
ræða fjölskyldu, bestu
vini eða bara kunn-
ingja, öllum vildir þú
hjálpa. Þú varst alltaf
svo hreinskilinn og op-
inskár og það var það
sem gerði þig svo sér-
stakan. Állar góðu
minningarnar um þig
og allar skemmtilegu
og dásamlegu stundirn-
ar sem við áttum saman
gleymast aldrei og þær
varðveiti ég alltaf í
hjarta mínu sem dýrmætan fjársjóð.
Elsku Þóroddur, Elín, Tómas,
Stefanía, Kristján og Silja. Guð
gefi ykkur styrk á þessum miklu
sorgartímum. Minningin um góðan
og yndislegan dreng lifir í hjarta
ailra.
Nú er sál þín rós
í rósagarði guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir.
Aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(R.P.Ó.)
Tania Sif Te Maiharoa.