Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 39 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Einstök börn Frá Örwu Maríu Þorkelsdóttur: FYRR á þessu ári, eða 13. mars, var stofnað félag hér á landi tií stuðnings börnum með alvarlega sjaldgæfa sjúkdóma. Félagið hlaut nafnið Einstök börn, þar sem mörg þeirra sem nú standa að félaginu höfðu verið í fámennum hópum inn- an Umhyggju og voru þar nefnd einstöku hópamir. Ákveðið var að stofna þetta félag til að við gætum stutt hvert annað og barist fyrir sameiginlegum málefnum. Strax í byijun kom í ljós hve mikið við eigum sameiginlegt, jafn- vel þó að um ólíka sjúkdóma sé að ræða. Mörg lifum við í mikilli óvissu um framtíð barna okkar. Hve lengi þau lifa eða hver gæði lífs þau hljóta eru spurningar sem brenna á okkar vörum alla daga. Bið eftir þessum svörum stjómar lífi fjölskyldna þessara barna. Því ekki eru það bara við, foreldrarnir, sem þurfum að kljást við þessar staðreyndir, heldur allir þeir sem næst standa barninu og þá ekki síst systkini þeirra. Eins og fram hefur komið eru sjúkdómar þessara barna ólíkir en flestir hafa þeir furðuleg nöfn og eru í næstum öllum tilfellum svo flóknir að erfitt er að lýsa í fáum orðum. Því eins og við vitum öll er líkaminn eins og vel stillt vél og þegar eitt bilar er álagið á aðra hluti óeðlilegt og því getur ýmislegt farið úr skorðum. Til að gera smá- grein fýrir sjúkdómunum má nefna Short Bowel Syndrome, sem þýðir stutt görn, Epidermal Nervus Synd- rome er húðsjúkdómur sem leggst einnig innan á líkamann, Biliary Atresia er lifrarsjúkdómur, Nesido- blastosis er ofvirkur briskirtiil, Blackfan Diamond er alvarlegur blóðsjúkdómur og Tumor Hygroma er góðkynja æxli. Eins og sést á þessu segja þessi nöfn okkur ekk- ert um alvarleika sjúkdómsins eða ástand bamsins. Fleiri alvarlegir sjúkdómar hijá börnin okkar, en of langt mál er að segja frá þeim öllum og sumum er ekki hægt að segja frá í svo fáum orðum. Þar sem börnin okkar eyða stór- um hluta æsku sinnar á sjúkrahús- um leggjum við mikla áherslu á góða samvinnu okkar foreldranna við starfsfólkið. Með okkar aðhaldi og þeirra áhuga er hægt að gera margar jákvæðar breytingar innan sjúkrahúsanna. Eins og oftast er með ný félög þurfum við fjárstuðn- ing til að geta haldið úti þeirri starf- semi sem við ætlum okkur, en við styrkjum meðal annars foreldra til að sækja ráðstefnur erlendis, þar sem þeir fá upplýsingar um sjúk- dóminn og hitta foreldra sem kljást við sömu vandamál. Fyrirtæki sem heitir Litli-Bær stendur nú í geisla- diskasölu í okkar nafni og vonumst við að landsmenn taki vel á móti sölufólki. Með ykkar stuðningi verð- ur félag okkar sterkt og áhrifamik- ið. Þeim sem nú þegar hafa stutt okkur þökkum við af öllu hjarta. ANNA MARÍA ÞORKELSDÓTTIR, Vallarási 5,110 Reykjavík. Þjóð í hættu Frá Matthíasi Ólafssyni: BÓK HELGU Siguijónsdóttur, „Þjóð í hættu“ (útg. Festa, Kópa- vogi) er þétt skrifuð og skilmerkileg 100 bls. bók og á erindi til allra sem bera hag þjóðarinnar fýrir bijósti, tímabær skrif manneskju, — kenn- ara, sem vísindalega kryfur hlutina til mergjar, rökstyður málfiutning sinn og bendir á úrlausnir. Helga er hér að taka á kýli sem of lengi hefur óáreitt fengið að vaxa á þjóð- arlíkamanum. Helga skiptir bókinni í þijá hluta. 1. hlutinn ber heitið Nýskólastefn- an, honum er skipt í 4 kafla. I. Feimnismál kennarastéttarinnar II. Kennari hvorki þjónn né þræll III. Kenningar Piaget og skólinn og sá IV. Sérfræðingaveldið. 2. kafli nefnist Skóli - til hvers? og sá 3. heitir Frelsi og ábyrgð. í inngangi bókarinnar stendur meðal annars þetta: „Mig tók þetta sárt og þótti jafnvel, að ég, sem starfsmaður kerfisins, yki á byrðar þeirra. Mér gekk illa að koma líðan minni og efasemdum á framfæri við samkennara mína. Þeir hlustuðu að vísu á mig, en fannst ég hafa of miklar áhyggjur af starfinu. Ég átti ekki að taka vinnuna með mér heim, slíkt væri bara orkueyðsla og gerði engum gagn. En allt kom fyrir ekki. Ég hélt áfram að hugsa um, hvernig ég gæti orðið þessum börnum að sem bestu liði. Ég er að því enn“. Aftur gríp ég niður í innganginn, en hann lýsir persónu höfundar svo einstaklega vel: „En litli bekkurinn minn kenndi mér samt meira en ég honum. Hann kenndi mér að menn skyldu treysta varlega órökstudd- um fullyrðingum um vitsmuni barna og fullorðinni. Hefði ég ekki búið að þeirri dýrmætu reynslu, sem tveggja vetra starf með þessum börnum færði mér, efast ég um að mér hefði tekist að byggja upp fomámsdeildina í Menntaskólanum í Kópavogi tíu árum síðar." Höfundur lýkur inngangsorðum sínum svo: „Ég vona, að heldur fýrr en síðar hefji menn þó yfírvegaða og skynsamlega umræðu um skóla- málin. Þau em mikilvægari en marg- an gmnar og snerta nánast hvem einasta mann í þjóðfélaginu. Von- andi kemur þessi bók mín þá að notum. Til þess er leikurinn gerður.“ Reyndar hefur megnið af inni- haldi bókarinnar birst áður, fyrstu greinarnar á árinu 1993, þá í greina- flokki á síðum Morgunblaðsins. Og á bls 86 hefst 12 síðna erindi: „Þetta er mitt mál,“ sem Helga flutti á fundi í Siðfræðistofnun Háskóla ís- iands 15. nóvember 1992. Eins og við var að búast; mjög vel framsett og snjallt erindi. Sem sagt, hér er á boðstólum bók sem á brýnt erindi við sérhvern íslending, sem lætur sig varða framtíð bama sinna og þjóðarinnar allrar. Þessi bók Helgu, „Þjóð í hættu", á að vera til á hveiju heimili í land- inu. MATTHÍAS ÓLAFSSON Laugarnesvegi 64,105 Rvík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. a«e Tommi og Jenni I DON T THINK I SHOULP 60 TO 5CHOOL ANYMOKE.. INSTEAD OF 6ETTIN6 1 'l FI6URE IN ABOUT \ H-3o SMARTER, l’M 6ETTIN6 2 ( ONEMOREMONTH PUMBER EVERY PAY.. O^LL BOTTOM OUTV/ 4 -n ^ y- I 1 S Wftff S - IL- Ég held að ég ætti ekki að fara í stað þess að verða klárari Ég ímynda mér að eftir mánuð í skólann framar... verð ég heimskari með verði ég kominn á botninn ... hverjum deginum ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.