Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU MORGUNBLAÐIÐ Hlutabréfasjóðurinn íshaf á Verðbréfaþing 200 milljóna króna hluta- fjárútboð í undirbúningi Þróun gengis Ishafs frá 14. febrúar tii 8. júlí 1997 miðað er við lokagengi dagsins k Í f h , f I L i i feb. mars apríl maí júní júlí HLUTABRÉFASJÓÐURINN ís- haf hf. verður skráður á Verð- bréfaþingi íslands í næstu viku. Heildarnafnverð sjóðsins nemur nú 550 milljónum króna. í næsta mánuði hyggst sjóðurinn síðan bjóða út nýtt hlutafé en nafnverð útboðsins verður 200 milljónir króna. Verðbréfafyrirtækið Fjárvangur hf. mun hafa umsjón með útboðinu en það sér um vörslu og rekstur íshafs. Upphafsgengi bréfanna í útboðinu hefur ekki verið ákveðið en síðustu viðskipti með hlutabréf í sjóðnum á Opna tilboðsmarkaðn- um voru á genginu 1,65. í desem- ber var boðið út nýtt hlutafé í ís- hafí að nafnvirði 50 milljónir króna á genginu 1,50 og er það nú allt selt. Tekur virkan þátt í stjórnun fyrirtækjanna íshaf fjárfestir aðallega í sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrir- tækjum tengdum sjávarútvegi. Markmið sjóðsins er að auka arð- semi og dreifa áhættu í hluta- bréfaviðskiptum fyrir almenning og aðra fjárfesta. Valdimar Sva- varsson, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Fjárvangs, segir að sérstaða sjóðsins felist í því að hann taki virkan þátt í stjórnun margra þeirra fyrirtækja sem fjár- fest er í. Það sé markmið sjóðsins að stuðla að sameiningu fyrir- tækja í sjávarútvegi og stuðla þannig að hagkvæmari rekstri og aukinni arðsemi. „Hlutabréfasjóð- ur sem fjárfestir eingöngu í sjáv- arútvegi er viðkvæmari fyrir sveiflum en sjóðir sem fjárfesta í fleiri greinum atvinnulífsins og því er áhættan meiri í slíkum sjóði. Á sama hátt eru ávöxtunarvænt- ingarnar hærri. íshaf fjárfestir í skráðum félögum á verðbréfa- markaði en einnig í óskráðum fé- lögum. í óskráðu félögunum ligg- ur vaxtarbroddur sjóðsins og ávöxtunarmöguleikar í slíkum fjárfestingum eru miklir en áhætt- an einnig mikil.“ Markaðsverðmæti eigna 1.300 milljónir Markaðsverðmæti eigna íshafs nemur nú alls rúmum 1.300 milljónum króna. Um 31% hluta- bréfaeignar sjóðsins er í félögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands, 59% í félögum á Opna til- boðsmarkaðnum og um 10% í óskráðum félögum. Verðmætasti eignarhluti sjóðsins er í Vinnslu- stöðinni, metinn á 262 milljónir króna, og vegur hann um 26% af hlutabréfaeigninni, hlutur í Bú- landstindi vegur um 13%, í Borgey um 13% og í Básafelli um 11%. Auk þess á sjóðurinn hlutabréf í tuttugu fyrirtækjum víðs vegar um landið og eru fyrrverandi sam- vinnufyrirtæki áberandi í þeim hópi. Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf. hét áður Útvegsfélag samvinnu- manna hf. Félagið var stofnað árið 1987 og voru stofnendur þess Samband íslenskra samvinnufé- laga og framleiðendur sem voru aðilar að samtökum fiskframleið- enda ásamt Samvinnusjóði íslands hf. og Iceland Seafood Corporati- on. Stærsti einstaki hluhafinn er nú íslenskar sjávarafurðir með 59,3% eignarhlut en í lok maí voru hluthafar 197 talsins. Verðbréfaþing íslands Skuldabréf SPRON með víkjandi ákvæðum skráð SKULDABRÉF Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, með víkjandi ákvæðum, voru skráð á Verðbréfa- þingi íslands i gær. Bréfin eru til níu ára og er nafnverð útgáfunnar samtals 250 milljónir króna. Skuldabréfín hafa öll verið seld í lokuðu útboði til nokkurra fjárfesta. Verðbréfafyrirtækið Kaupþing hf. hafði umsjón með útboðinu. Skuldabréfin eru víkjandi en það þýðir að krafa samkvæmt þeim vík- ur fyrir öllum öðrum kröfum á hendur útgefanda og við gjaldþrot eða slit endurgreiðist hún á eftir öllum öðrum kröfum öðrum en end- urgreiðslu stofnfjár. Höfuðstóll ásamt verðbótum end- urgreiðast í einu lagi á lokagjald- daga, 24. júní árið 2006, en fastir 6% vextir eru greiddir árlega. Ávöxtunarkrafa og sölugengi ákvarðast af markaðsaðstæðum á hveijum tíma. Á útgáfudegi, 24. júní sl., var ávöxtunarkrafa 6,4% og sölugengi 0,97. Styrkir sparisjóðinn Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri segir að tilgangur skuldabréfaútgáfunnar sé að afla sparisjóðnum ráðstöfunarfjár til útlána. „Með minnkandi vaxtamun verða menn að vera vakandi fyrir nýjum möguleikum til að tryggja góða afkomu og þessi útgáfa er dæmi um slíkt. Við völdum að nýta þennan möguleika á fjármagns- markaðnum til að afla fjár sem við notum til útlána eða fjárfestinga og styrkja þannig efnahag spari- sjóðsins." Hækkun- in enda- lausa ÞAU mistök urðu við vinnslu greinarinnar „Hækkunin endalausa" eftir Sigurð B. Stefánsson, sem birtist í við- skiptablaði í gær, að tvær setningar brengluðust og vantaði nokkur orð í þær. Réttar eru þær þannig: „Að hluta er erfitt að mæla þessa framleiðniaukningu fyrr en um síðir en hún á sinn þátt í að halda verðbólgu í skefjum. Hliðstæðar breytingar er að fínna víða um lönd og þær skýra langvarandi hækkun á verði hlutabréfa." Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Athugasemd frá Skímu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Skímu vegna fréttar sem birtist á viðskipta- síðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 22. júlí sl. undir fyrirsögninni „Víða vandræði með póstsendingar“. „Skíma hf., sem er stærsta al- nets- og tölvupóstsfyrirtæki hér á landi, hefur uppfært og endurbætt tölvupóstgátt sína. Tölvupóstgátt Skímu, Isgátt, sér um að miðla tölvupósti á milli póstkerfa og gerir þannig mismunandi póstkerfum kleift að eiga samskipti sín á milli. Skíma hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum sínum al- nets- og tölvupóstþjónustu í hæsta gæðaflokki. Því var ráðist í það verkefni að fá hraðvirkustu tölvu- póstgátt sem völ er á. Nýja ísgátt- in tryggir viðskiptavinum Skímu meiri hraða, öryggi og aukna þjón- ustu í t.d. stafrænum (ISDN), skjalaskiptum milli tölva (EDI), við- hengjum við skilaboð og á ýmsum öðrum sviðum. Samhliða því að skipt var út tölvupóstgátt fyrirtækisins var inn- hringilínum fjölgað verulega, vegna aukinna viðskipta við fyrirtækið. Markmið Skímu er að hjá fyrirtæk- inu sé aldrei á tali. Útskiptingin á tölvupóstgáttinni, sem er afar flókin og viðamikil að- gerð, hefur gengið mjög vel. Þijú fyrirtæki lentu í erfiðleikum með að senda frá sér póst, en tækni- menn Skímu hafa leyst þau mál farsællega. Margir notendur hafa jafnframt leitað til Skímu með fyrirspumir og hefur verið leyst úr þeim eins fljótt og kostur hefur verið. Truflun vegna útskiptingar kerfisins hefur því verið í lágmarki ef horft er til þess að Skíma sér um tölvupóst- þjónustu fyrir ijöldamörg fyrirtæki og opinbera aðila.“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞÓRÐUR Jónasson EA siglir inn Eyjafjörð, „alveg á nefinu.“ Lítil loðnuveiði síðustu dagana Hætt við að mesti krafturinn sé búinn í sumarveiðinni HELDUR hefur dregið úr loðnuveiði síðustu tvo sólarhringa og stærsti hluti flotans nú við leit á nokkuð stóru svæði um 120 mílur norður úr Melrakkasléttu. Skipin fengu góð- an afla rétt norðan miðlínunnar eft- ir helgina en nú virðist sem loðnan hafi dreift sér en sjómenn hafa ekki gefið upp alla von um góða veiði á ný- „Það hefur verið sáralítil veiði síð- ustu tvo sólarhringa og aðeins frést af einu skipi sem náð hefur góðu kasti,“ sagði Viðar Karlsson, skip- stjóri á Víkingi AK, í spjalli við Morgunblaðið í gær en hann var þá á útleið eftir löndun. Hann sagði lélega veiði samt ekki þýða að botn- inn væri dottinn úr veiðinni, loðnan væri dyntótt og alveg eins víst að veiði glæddist á ný. Loðnan hefur borðað mikið og dreift sér „Loðnan hefur borðað mikið, ligg- ur þess vegna djúpt og getur gosið upp á einhveijum svæðum aftur. Veiðin hefur oft verið stöðug fram yfir verslunarmannahelgi en það er ekkert óeðlilegt þó að dragi úr veiði í nokkra sólarhringa. Hún dreifir sér oft í smáar einingar þegar hún hefur fengið sér fullmikið að éta. Það er því allt eins víst að einhver veiði verði áfram. Við erum að minnsta kosti að vona það en það er samt hætt við að mesti krafturinn sé bú- inn á sumarvertíðinni. Við höfum ekki verið að sjá loðnu á mjög stór- um svæðum á þessari vertíð og því erfitt að átta sig á því hve mikið magn er hér á ferðinni." Viðar segir að sömuleiðis sé nú farið að kalda á miðunum og það geti sömuleiðis haft áhrif á veiðarn- ar. „Tíðin hefur verið einstök frá því að vertíðin hófst 1. júlí, nánast blankalogn allan tímann. Það fer vel um hráefnið í skipunum og því hægt að koma því heillegu að landi. Það er mikil áta í loðnunni og hún þolir illa mikla hreyfingu," sagði Viðar Karlsson. Margir langt komnir með kvóta Gefinn var út 570.000 tonna kvóti til loðnuskipanna í upphafi vertíðar en loðnusjómenn gera ráð fyrir að kvótinn verði aukinn um 40%, í um eina milljón tonna. Mörg skip, sem aðeins eiga einn loðnukvóta, eru nú þegar langt komin með kvótann og munu að öllum líkindum hætta veið- um í bili á næstu dögum. Þau skip sem eiga tvo kvóta stefna hins veg- ar að því að klára annan kvótann á sumarvertíðinni. Veiði íslenskra skipa á vertíðinni er nú orðin um 240.000 tonn en erlend loðnuskip hafa landað hér um 25.000 tonnum. Mest hefur verið landað hjá SR-mjöli á Siglufirði, 31.000 tonnum. Norðmenn auka fiskútflutninginn Tromsö. Morgunblaðið. NORÐMENN hafa nú flutt út sjáv- arafurðir að verðmæti 11,2 milljarðar norskra króna, um 112 milljarða ís- lenzkra króna. Það er 5,3% aukning frá því á sama tíma á síðasta ári. Um er að ræða tölur frá Stastistisk sentralbyr og Eksportutvalget yfir útflutning á sjávarafurðum fyrstu sex mánuði ársins 1997. Danmörk og Rússland eru helstu kaupendur norskra sjávarafurða. Danmörk er mikilvægasti einstaki markaðurinn og nam útflutningur þangað 12 milljörðum íslenzkra króna, sem er 12% aukning frá sama tímabili 1996. Útflutningur til Asíu jókst um 11% og til Rússlands um fjórðung. Nú er svo komið að rúss- neski sjávarútvegsmarkaðurinn er Norðmönnum mikilvægari en sá bandaríski. Laxinn skapaði Norð- mönnum 34 milljarða króna í útflutn- ingsverðmæti sem er um 9% aukning . Magnið jókst hinsvegar um 15,6%. Mestu verðmætin koma frá mörkuð- um i Evrópu eða um 25,8 milljarðar og er það helst ferskur lax. Fyrir frystan lax fengust um 3,5 milljarðar króna og er það um 35% aukning frá sama tímabili árið áður. Frystur lax fer aðallega á markað i Taiwan og í Rússlandi, þó svo mikil aukning hafi orðið i sölu á frystum laxi á Evrópumarkaði eða 66,5%. Útflutningsverðmæti urriða hefur einnig aukist mikið og nam 1,9 millj- örðum í lok júnímánaðar, aukning upp á 60%. Aðalmarkaðssvæði fyrir urriða er Japan, með 83% hlutdeild af útflutningsverðmæti. Saltfískútflutningur dróst hins vegar saman um 1,7% og er Brasilía það land sem hefur stærsta markaðs- hlutdeild. Allur samanburður á við fyrri helming ársins 1996. KjarUw Ólafsson, Tromso.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.