Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EIN mynda Helgu frá Sifnos á Grikklandi. Helga Magnúsdóttir með vinnustofusýningu HELGA Magnúsdóttir opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum frá Sifn- os, Grikklandi, á vinnustofu sinni, Laugavep 23, 2. hæð, á morgnn, laugardag. Helga stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árin 1985-89. Hún brautskráðist úr málaradeild. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérna heima og erlendis. Sýningin mun standa í tvær vikur og verður opið eftir kl. 16. Nýjar bækur • ÚT ER komið á vegum Orðabókar Háskólans ritið Orð og tunga 3. Bókin er afrakstur málþings um orða- bók Sigfúsar Blöndals sem haldið var 28. október 1995. Að málþinginu stóðu íslensk- danskur orðabókarsjóður, Orðabók Háskólans og Orð- mennt, félag áhugamanna um orðabókafræði. Á árinu 1994 voru 70 ár liðin frá því að prentun lauk á íslensk-danskri orðabók sem oftast er kennd við Sig- fús Blöndal og kölluð Blön- dalsbók eða aðeins Blöndal. Aðstandendum málþings- ins þótti rétt að minnast sjö- tugsafmælis bókarinnar og í tilefni þess var málþingið haldið. íslensk-dönsk orðabók var stórvirki á sínum tíma og hún er enn eina orðabók sinn- ar tegundar yfir íslenskt mál. Þær orðabækur sem gefnar hafa verið út síðar hafa allar þegið frá henni að meira eða minna leyti. Ákveðið var að fá fyrirles- ara til þess að koma að orða- bókinni úr sem flestum átt- um þannig að áheyrendur hefðu í lokin góða yfirsýn yfir sögu, efni og gerð bókar- innar, hvernig hún varð til og hvernig hún hefur staðist tímans tönn. Á ráðstefnunni voru flutt tólf erindi og eru ellefu þeirra prentuð í heft- inu. Allur undirbúningur undir prentun Orðs og tungu 3 fór fram á Orðabók Háskólans og var það verk íhöndum Kristínar Bjarnadóttur. Rit- stjóri var Guðrún Kvaran. íslensk-danskur orðabókar- sjóður og Orðmennt styrktu útgáfuna. Háskólaútgáfan sér um dreifingu ritsins og erþað 98 bls. og kostar kr. 1.990. Bókagerðarmenn BOKMENNTIR Stcttartal SAMTÖK BÓKAGERÐAR- MANNA í 100 ÁR Ingi Rúnar Eðvarðsson. Þjóðsaga 1997,710 bls. Stéttartal bókagerðar- manna I-II Ritstjóri: Þorsteinn Jóns- son Þjóðsaga 1997,816 bls. HVERJUM skyldi standa nær en bókagerðarmönnumn að minn- ast aldarafmælis síns með vegleg- um prentgrip? Það þarf ekki held- ur yfir því að kvarta að þeir hafi látið það undir höfuð leggjast er menn líta augum og virða fyrir sér þær þijár fallegu og vel- gerðu bækur sem komu úr prentverkinu nú í vor. Það er raun- ar ekki í fyrsta sinn sem bókagerðarmenn taka sjálfir frum- kvæði að slíku. Skemmst er að minn- ast hins gullfallega rits bókagerðar- manna sem kom út fyrir rúmum tveimum áratugum. Víkjum fyrst að ritinu Samtök bókagerðarmanna í 100 ár. Það er sjálfstætt rit, en kom út samtím- is stéttartalinu og er í sama broti og hefur sama útlit. Félag bókagerðarmanna var stofnað árið 1980 við sameiningu Bókbindarafélags íslands, Gra- físka sveinafélagsins og Hins ís- lenzka prentarafélags. Áður eða 1973, hafði Grafíska sveinafélagið orðið til úr Félagi offsetprentara og Félagi prentmyndasmiða. Hér þarf því að segja sögu sex félaga, að vísu mjög mislanga. Langlengst er saga samtaka prentara. Prent- arafélagið í Reykjavík var stofnað árið 1887, en starfaði aðeins skam- man tíma. Arftaki þess var Hið íslenzka prentarafélag, stofnað 1897 og við það er hin aldarlanga saga miðuð. Eins og að líkum lætur tekur saga þess félags langmest rúm í bókinni eða um þrjú hundruð blaðsíður. Ekki er það þó ein- ungis árafjöldinn sem ræður lengd heldur og margvísleg og merk afskipti og afrek þess félags. Það hafði for- göngu um fjölmörg merk mál í verkalýðs- bráttunni og sitt af hverju sem prenturum og öðrum vinnandi stéttum varð til heilla. Ég býst við að flestum sem láta sig þessi mál einhveiju skipta fari líkt og mér að verða hugfangnir af þessari sögu. Sögur hinna félaganna eru á ýmsa lund endurómur, því að fordæmið var fyrir hendi, en vissu- lega er engu að síður fróðlegt og áhugavekjandi að fylgja þróun í málefnum bókagerðarmanna. Höfundur þessarar bókar, Ingi Rúnar Eðvarðsson, kemur engan veginn sem nýliði að þessu verki. Doktorsritgerð hans fjallaði um prentiðnað og mikið rit, Prent eflir mennt, skrifaði hann í Safn til Iðn- sögu Islendinga. Það er líka auð- fundið að hann hefur gott vald á þessu efni. Og eins og einatt verð- ur þá er frásögn hans ljós og lipur og ágætlega læsileg. Bókin virðist hin vandaðasta í hvívetna, tilvís- ana-, heimilda-, töflu- og línurita- skrár, atriðisorða- og nafnaskrár svo og myndaskrár eru í bókarlok og bera vitni mikilli vinnu. Myndir eru ijöldamargar og sumar merk söguleg gögn. Stéttartal bókagerðarmanna er í tveimum bindum, alls 816 bls. Ritstjóri þess verks var Þorsteinn Jónsson, ættfræðingur, enritnefnd skipuðu Sæmundur Ámason, Svanur Jóhannesson og Guðbrand- ur Magnússon. Augljóst má vera að höfuð- styrkur var að stéttartalinu frá 1976, þó að þar hafi víða þurft talsverðu við að bæta og öðru að breyta. Á tuttugu árum hafa svo æðimargir bæst við í stétt bóka- gerðarmanna. Uppsetning ævi- skránna er með hinni mestu prýði. Ættfæsla er rækileg, menntun og störf vel rakið, kvonfang og af- kvæmi. Allt er þetta með nokkuð hefðbundnum hætti. Myndir fylgja af bókagerðarmönnum þar sem því varð við komið. Ævi- skrárnar ná til ársloka 1995, en auk þess er í bókarlok skrá yfir nema í desember 1996. Það er óhætt að óska bókagerð- armönnum til hamingju með þetta mikla og vandaða ritverk. Sigurjón Björnsson Ingi Rúnar Eðvarðsson „Lífið er stutt en listin löng“ TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Paisiello, Pergolesi, Marcello, Debussy, R Strauss, Gershwin og Sigfús Halldórsson. Þriðjudagurinn 22. júlí 1997. FYRSTU þijú verkefni tónleik- anna voru aríur eftir Paisiello, Pergolesi og Marcello og hafa aríur þessara snillinga oft verið flokkaðar sem „antik-aríur“ og mikið sungnar af lengra komnum söngnemendum, eins og Ingveldur tók fram, er hún kynnti söngskrána. Nel cor eftir Paisiello og Quella fiamma eftir Marcello, en sérstaklega Nel cor, eru næstum ofsungin verkefni en þrátt fyrir það er ávallt gaman að heyra Se tu m’ami eftir Pergolesi, sem er afburða fögur aría og hana söng Ingveldur mjög fallega. Efnisskráin voru söngverk úr öll- um áttum, fyrst antik-aríur og þar eftir þijú lög eftir Debussy, Fétes Galantes I (fyrsta bók), sem hann samdi um þrítugt (1892) og eru þessi kurteislegu og hátíðlegu lög öll við stemmningsfull ljóð eftir Verlaine. í þeim er fjallað um nótt- ina, ástina og trúðleika og hjá De- bussy eru þau í eftirfarandi röð: En sourdine (Svo lítið ber á), Fantoches (Leikbrúður) og Clair de Lune (Tunglsljós). Það fer ekki illa á að breyta röðinni og syngja síðast um háðsku leikbrúðumar, Scara- mouche og Pulsinellu. Að mörgu leyti voru þessi sérkennilegu söngv- erk fallega sungin og átti Gerrit Schuil ekki lítinn þátt í blæbrigða- ríkum flutningi þeirra. Næstu þijú verkin vora Nacht, Du meines Herzens Krönelein og Allerseelen, öll eftir Richard Strauss, og söng Ingveldur þau fallega, nokkuð þó á látlausan máta, sérstaklega Nacht, en síðasta Strauss lagið, Allerseelen, var mjög fallega flutt. Þar með lauk þeim þætti tónleikanna, sem kalla mætti hefðbundna ljóðatónleika, því tveir siðustu höfundarnir voru Gershwin og Sigfús Halldórsson, báðir góð tónskáld, þótt tónsmíðar þeirra verði vart flokkaðar sem ljóðasöng- list. Af lögunum eftir Gershwin, Someone to watch over me, I got rhythm og The man I love, era frábær lög og var það síðastnefnda mjög vel flutt. Af lögum Sigfúsar var Við Vatnsmýrina sérlega vel flutt og mjög svo öðravísi en venj- an er um þetta vinsæla lag. Minna bragð var af Vegir liggja til allra átta og Tondeleyó. Ingveldur Ýr er hæfileikarík söngkona og samkvæmt efnisskrá þessara tónleika vill hún hafa rúmt um sig sem söngvara. Það getur verið erfitt, því mjög fáir geta sungið „allt“ þó engu skuli spáð hversu henni muni takast það í framtíðinni. Þá hefur það margs- annast að vinsældir nást ekki með því að flytja vinsæl verk og leikræn tónlist, eins og sú sem vinsælust hefur orðið í söngleikjum, er ekki auðveld þeim sem hafa agað söng sinn i alvarlegri og þyngri verkefn- um. Þessa togstreitu má marka í söng Ingveldar, sem þegar hefur gengið lengra til liðs við alvarlegan söng en að dægurlagasöngur leiki henni í hendi. Mikilvægt er að listamaður hasli sér afmarkaðan vettvang og ríki þar sem ókrýndur meistari, því „lífið er stutt en listin löng“. Jón Ásgeirsson Fyrir þá sem unna gömlum og góðum lögum TONLIST llljómdiskar TÖFRABLIK Lög eftir Jón frá Hvanná. Flyljend- ur: Björgvin Halldórsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ari Jónsson, Ami Scheving, Veigar Margeirsson, BH Kvartettinn. Hljóðfæraleikarar: Jon Kjell Se(jeseth hjjómborð, Einar Scheving harmonikka, Þónr Bald- ursson hljómborð, Þórður Ámason gítar, Veigar Margeirsson trompet og Björgvin Halldórsson gítar og söngur. Framleiðandi: Björgvin Hall- dórsson. Sljóm upptöku og umsjón: Björgvin Halldórsson. Útsetningar: Jon Kjell Seljeseth. Tæknimaður og hljóðblöndun: Gunnar Smári Helga- son, Hjjóðritað í Stöðinni og Sýrlandi í mai og júni 1997. Útgefandi: Sund ehf. Dreifing: Skífan ehf. Sund CD 001. HÉR HÖFUM við hljómdisk sem marga mun gleðja, lög Jóns frá Hvanná í aldeilis prýðilegum flutningi Björgvins Halldórssonar & Co (Diddú, Pálmi Gunnars, Sigga Bein- teins og fleira úrvalsfólk) og í ágæt- um útsetningum Jons Kjell Seljeseth. Björgvin Halldórsson var fenginn til að velja lög (og fólk) og annast út- gáfu, og hefur farist allt mjög vel úr hendi svosem vænta mátti. Hann fór ásamt dætram Jóns yfir tónverk hans, enda hefur valið tekist vel og allt gert af alúð og smekkvísi. Björg- vin er einn þeirra sem hefur lagt sig fram um að draga gömul og góð dægurlög (t.d. frá miðri öldinni) fram í dagsljósið og færa í nýjan og falleg- an búning. Varla hefur komið fram betri dægurlagasöngvari síðan Hauk- ur Mortens var og hét, falleg og þægileg rödd og músíkalskur flutn- ingur. Hann var því réttur maður að annast þessa útgáfu og velja einvala lið til að aðstoða sig við flutninginn. Jón frá Hvanná samdi í hjáverkum mörg dægurlög, nokkur þeirra (en alltof fá) voru gefin út og nutu mik- illa vinsælda, þ.á.m. Selja litla (við texta Guðmundar Inga Kristjánsson- ar) og Caprí Catarina (við texta Davíðs frá Fagraskógi), sem enn í dag gleðja eyra okkar og geð. Mörg laganna hafa hinsvegar aldrei heyrst fyrr en á þessum hljómdiski og hafi þeir þökk, Björgvin, Jon Kjell og fé- lagar. Allt eru þetta ágæt lög og sum gefa þeim þekktustu ekkert eftir, hugljúf og falleg án þess að hreykja sér á nokkum hátt (mér detta í hug tvö þau síðustu, Eygló (við texta Tómasar Guðmundssonar) og Vor- ómar (Rannveig E. Halldórsdóttir). Jón frá Hvanná (í Jökuldal) bjó lengst af á ísafirði, eignaðist þar fjölskyldu og starfaði til dauðadags (1963), þá aðeins á 53. aldursári. Nú hefur þessu ágæta tónskáldi og tónlistarmanni verið sýndur verð- skuldaður sómi með vönduðum hljómdiski, sem ekki aðeins ísfirð- ingar og Jökuldælir munu fagna, heidur allir sem unna gömlum og góðum lögum. Oddur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.