Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1997 37
FRÉTTIR
„Bannað að
klessa“ á
Ingólfstorgi
í TILEFNI af umferðarátakinu
„Bannað að klessa“ verður í dag,
föstudag, haldin útihátíð á Ingólfs-
torgi. Á hátíðinni, sem hefst kl. 15,
verða i boði fjölbreytt skemmtiatriði
fyrir gesti og gangandi.
„Skemmtikraftarnir Jón Gnarr og
Siguijón Kjartansson, betur þekktir
sem Tvíhöfði, fara með gamanmál
og frumflytja nýtt Tvíhöfðalag og
hinn landsþekkti söngvari, Páll Ósk-
ar, heldur uppi stuðinu eins og hon-
um einum er lagið. Að auki verður
hægt að fá sér „far“ með veltibílnum
góðkunna, Götuleikhús Hins hússins
mætir á svæðið og boðið verður upp
á pepsi og nammi. Hátíðinni lýkur
kl. 16.45 en þá taka við síðdegistón-
leikar Hins hússins, þar sem hljóm-
sveitinrnar Maus og Panorma flytja
frumsamda tónsmíðar,“ segir í
fréttatilkynningu.
Ennfremur segir: „Umferðarátak-
ið „Bannað að klessa" er samstarfs-
verkefni Hins hússins og Sambands
íslenskra tryggingafélaga en verk-
efnið sjálft, allt frá hugmyndavinnu
til skipulagninigar, er unnið ein-
göngu af ungu fólki starfandi innan
veggja Hins hússins. Markmið þessa
átaks er að vekja ungt fóik á aldrin-
um 16-25 ára til umhugsunar um
umferðaröryggi og allt er að því lýt-
ur. Það er engin tilviljun að átakinu
er hleypt af stokkunum einmitt núna
enda framundan ein helsta ferða-
helgi ársins og því nauðsynlegt að
brýna fyrir fólki að fara varlega í
umferðinni. Átakið hefst í dag, 25.
júlí, og mun standa fram yfir versl-
unarmannahelgina eða allt til mánu-
dagsins 4. ágúst.“
Helgardagskrá-
in í Viðey
HEFÐBUNDIN gönguferð í Viðey
verður farin kl. 10 á laugardags-
morgni. Núna er að hefjast þriðja
umferð í raðgöngum um eyjuna en
alls er um að ræða fimm mismun-
andi gönguleiðir, sem eiga að leiða
gestum fyrir sjónir það helsta sem
hægt er að sjá í eynni, segir í frétta-
tilkynningu.
Ennfremur segir: „Að þessu sinni
hefst ferðin á stéttinni hjá Viðeyjar-
stofu og gengið er austur fyrir
túngarðinn sem afmarkar heimatún-
ið. Síðan er farið með norðurströnd-
inni um Norðurklappir og Norður-
kletta allt að austurodda eyjarinnar
þar sem líta má rústir Sundbakka-
þorpsins og vinnslustöðvar Milljóna-
félagsins. Ennfremur verður litið inn
í Viðeyjarskóla þar sem mjög áhuga-
verðri ljósmyndasýningu hefur verið
komið upp.“
Á sunnudaginn verður staðar-
skoðun með sama hætti og deginum
fyrr. „Rétt er að benda á að í staðar-
skoðun er ekki gengið víða þannig
að hún hentar einnig þeim sem lítt
eru fallnir til gangs.
Hestaleigan í Laxnesi hefur nú
hafið starfsemi sína í eynni. Einnig
er þar reiðskóli á hennar vegum.
Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið
eftir hádegið. Maríusúðin siglir úr
Sundahöfn á klukkustundarfresti frá
kl. 13 og frá Viðey með sömu tíðni
frá kl. 13.30,“ segir í fréttatilkynn-
ingunni.
Sumarlest
ESSO á Höfn,
Egilsstöðum og
Nesjum
SUMARLEST ESSO verður á Höfn
í dag, föstudag, frá kl. 16-18, á
Egilsstöðum á morgun, laugardag,
frá kl. 14-16 og í Nesjum sunndag
27. júlí kl. 14-16. Á Egilsstöðum
hefst ratleikur á laugardeginum kl.
13.30 og er gasgrill í verðlaun.
í fréttatilkynningu segir: „Eins
og undanfarin ár verður heilmargt
um að vera þar sem Sumarlestin
kemur við hveiju sinni. Grillveisla
verður í boði Afurðarsölunnar í
Borgarnesi, ís frá Emmessís, sæl-
gæti frá Mónu og gos og snakk frá
Olgerðinni. Loftkastali og fleiri leik-
tæki verða fyrir yngri kynslóðina,
vöruuppboð og aðrar óvæntar uppá-
komur.
Þá verða aðalvinningar í stimpil-
leik vegabréfs ESSO og Ferðamála-
ráðs íslands til sýnis, VW Polo frá
Hekluog Easy-Camp Petit tjaldvagn
frá EVRÓ, en vegabréf er hægt að
fá á bensínstöðvum ESSO um allt
land og á upplýsingamiðstöðvum
ferðamála."
Hard Rock
10 ára
DAGANA 24.-27. júlí heldur veit-
ingastaðurinn Hard Rock upp á 10
ára afmæli sitt með fjölskylduhátíð.
Föstudaginn 25. júlí spila Björg-
vin Halldórsson og Óperubandið og
hefjast tónleikarnir klukkan 22.30.
Laugardaginn 26. júlí spilar hljóm-
sveitin Sóldögg og hefjast tónleik-
arnir einnig klukkan 22.30. Á
sunnudaginn verður haldin afmælis-
hátíð fjölskyldunnar og koma fram
hljómsveitirnar SS Sól,_ Sóldögg,
Páll Óskar og Sixties. A staðnum
verða einnig götuleikhúsið og ýmis
Útifundur á
Lækjartorgi
ÚTIFUNDUR verður á Lækjar-
torgi í dag, föstudag, milli klukk-
an 16 og 17.
Yfirskrift fundarins er „VIÐ
krefjumst réttlætis" og er hann
haldinn vegna niðurstöðu Hæsta-
réttar þess efnis að Geirfinns-
og Guðmundarmál verði ekki tek-
in upp.
Ávörp flytja Svavar Gestsson
alþingismaður, Illugi Jökulsson
rithöfundur, Sigríður Kristins-
dóttir, réttarritari á Eskifirði, og
Sævar Ciesielski.
Á fundinum koma auk þess
fram Bubbi Morthens, KK, Qua-
rashi, Radíus-bræður, Didda og
Bragi Ólafsson.
BUBBI Morthens syngur
á fundinum.
leiktæki. Frítt verður í Kringlubíó
klukkan 13 og Sega-leiktækjasalinn.
Veitingar verða á staðnum og krakk-
arnir fá blöðrur.
Lokadagnrá
Víðistaðatúni
LOKADAGUR íþrótta- og leikja-
námskeiða Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Hafnarfjarðar verður
haldinn á Víðistaðatúni í 31. sinn í
dag, föstudag. „Hátíðin hefst með
árlega kassabílarallýinu kl. 12.30.
íþróttaálfurinn Magnús Scheving
kemur og hitar upp krakkana fyrir
hindrunarhlaup, sem hefst kl. 13.30.
Kraftakallar koma og sýna krafta
sína og sprella með börnin, töfra-
maðurinn Pétur Pókus kemur og
sýnir nokkur ný brögð frá kl. 14.30,
eftir að hann hefur lokið sínu atriði
verður boðið upp á köku og Svala.
Frá kl. 15 verður opið í leiktæki og
á hestbak er hægt að komast, svo
allir ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi,“ segir í fréttatilkynningu.
Yfirlýsing
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Mörtu
Bergman, félagsmálastjóra í Hafn-
arfirði:
„Vegna fréttar í Morgunblaðinu
24. júlí þar sem ijallað er um kæru
mína til kærunefndar jafnréttismála
vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
Kæra mín til kærunefndar jafn-
réttismála byggði fyrst og fremst á
því sjónarmiði að ég vildi að máiið
færi þangað til umíjöliunar um leið
og ég þóttist sjá að annar aðili, karl,
yrði settur yfir mig með þá starfslýs-
ingu og verksvið sem ég hef haft.
Taldi ég að þetta yrði gert á grund-
velli „huldusamnings" innan stjórn-
sýslunnar. Mörg mál berast ráðinu
ekki fyrr en skaðinn er skeður og
því lítið svigrúm til úrbóta.
Kjarni málsins er sá að félags-
málanefnd/ráð er sú lögboðna nefnd
sem fer með félagsleg málefni í
Hafnarfirði eins og öðrum sveitarfé-
lögum. Verkefni þessarar nefndar
eru misjöfn hvert sinn eftir því sem
lög, reglugerðir og samþykktir segja
fyrir um.
Félagsmálastjóri er og hefur verið
framkvæmdastjóri þessarar nefndar
í Hafnarfirði eins og alls staðar ann-
ars staðar í landinu.
Með nýrri skipan stjórnsýslu í
Hafnarfirði stendur til að færa verk-
svið félagsmálastjóra til fram-
kvæmdastjóra félagssviðs eða svo
kallaðs sviðsstjóra.
í Kópavogi og á Akureyri bera
félagsmálastjórarnir jafnframt heit-
ið framkvæmdastjóri félagssviðs eða
sviðsstjóri félagsmála. Hér er því
einungis um mismunandi heiti að
ræða á framkvæmdastjóra félags-
málanefndar sveitarfélaganna.
Ég hef gegnt starfi félagsmála-
tjóra í Hafnarfirði í 11 ár og verið
framkvæmdastjóri félagsmálaráðs
allan þann tíma.
Ég taldi mig þvi hafa fulla
ástæðu til þess að leggja málið fyr-
ir kærunefnd jafnréttismála þótt
staða og framtíð málsins sé óljós á
þessu stigi.
Marta Bergman,
félagsmálastjóri í
Hafnarfirði."
Dagskrá á
Þingvöllum
FJÖLBREYTT dagskrá verður í
þjóðgarðinum á Þingvöllum nú um
helgina. Hún er öllum opin og er
ókejpis.
Á morgun, laugardag kl. 13, verð-
ur gengið um gjár og sprungur að
Öxarárfossi og kl. 15 verður barna-
stund þar sem farið verður í létta
leiki.
Á sunnudag kl. 13 verður náttúru-
skoðunarferð í Lambhaga. Guðs-
þjónusta verður kl. 14 og kl. 15.30
verður gestamótttaka á Skáldareit.
Allar nánari upplýsingar um dag-
skrána má fá hjá landvörðum í þjón-
ustumiðstöð þjóðgarðsins.
Ættarmót á
Laugalandi
NIÐJAR Eyjólfs Símonarsonar og
Helgu Gísladóttur sem bjuggu í
Merkinesi í Höfnum halda ættarmót
á Laugalandi í Holtum 25.-27 júlí
næstkomandi.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
ÞAU mistök urðu í frétt Morgun-
blaðsins í gær um tilraunaveiðar við
Grænland, að föðurnafn Róberts
Guðfinnssonar var rangt. Var hann
sagður Guðmundsson. Beðizt er vel-
virðingar á þessum mistökum um
leið og þau eru leiðrétt.
Röng dagsetning
ÞAU mistök urðu í frétt Morgun-
blaðsins í gær um útboð á verslunar-
rýmum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
á Keflavíkurflugvelli, að rangt var
farið með hvenær tilboð yrðu opnuð.
Þar kom fram að það yrði 28. ágúst
en hið rétta er 27. ágúst. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Rangt föðurnafn
RANGT var farið með föðurnafn
Kristins veiðimanns á bökkum
Svarfaðardalsá en mynd af honum
á veiðum birtist á Akureyrarsíðu
blaðsins í gær. Kristinn er
Þorleifsson. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Rangt farið með nafn
fyrirtækis
FARIÐ var rangt með nafn annars
fyrirtækisins sem Fínn miðill er
orðinn til úr í frétt um nýjan
útvarpsstjóra í gær. í fréttinni segir
að Fínn miðill sé sameinað fyrirtæki
FM 95,7 og Aflvaka. í stað þess
síðarnefnda mun fyrirtækið
Aflvakinn hf. eiga hlut að máli. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
Meirihlutasamstarfið
hefur gengið vel
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing Sjálfstæðis-
manna í meirihluta bæjarstjórnar
Hafnarfiarðar, Jóhanns G. Berg-
þórssonar og Ellerts Borgars Þor-
valdssonar.
„í tilefni af kostulegri fjölmiðla-
umræðu síðustu daga um stöðu
meirihlutans í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar viljum við undirritaðir
bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna í
meirihlutanum taka fram eftirfar-
andi:
Meirihlutasamstarfið hefur að
mörgu leyti gengið vel. Því til stað-
festingar má nefna, að á síðasta
ári þ.e. 1996 náðist besti árangur
í rekstri bæjarins í á annan áratug.
Skuldir hafa verið greiddar niður
um hundruðir milljóna, unnar voru
og samþykktar breytingar á stjórn-
kerfinu, mörkuð hefur verið stefna
í skólamálum og unnið að lausn
svokallaðs Miðbæjarmáls. Sú vinna
leiddi m.a. til flutnings SÍF til
bæjarins. Nýtt aðalskipulag hefur
verið staðfest o.fl. o.fl.
Enginn ágreiningur hefur verið
um meginatriði stjórnunar bæjar-
ins. Einu ágreiningsatriði stjórnar-
samstarfsins lúta að Strandgötu
30 (veitingastðurinn Fjörðurinn)
og málefni er snerta listamiðstöð-
ina í Straumi. Fram til þessa dags
hafa þeir aðilar sem mynda meiri-
hlutann virt þann samstarfssamn-
ing er þeir gerðu með sér í júlí
1995.
Ótrúlegt uppþot og óvönduð
„fréttamennska" ákveðinna fjöl-
miðla um kaup VJGB ehf. á Strand-
götu 28 í samkeppni við Hafnar-
fjarðarbæ er hreinn uppspuni. Það
hefur verið ræiklega staðfest með
yfirlýsingu Ingvars Viktorssonar
bæjarstjóra í bæjarráði þann 26.
júní sl. og síðar í fjölmiðlum; með
ummælum bæjarfulltrúa Árna
Hjörleifssonar og síðast en ekki síst
af framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs-
ins Framsýn, Karli Benediktssyni.
Strandgata 28 hefur verið til sölu
í um 6 ár og oft verið boðið bænum
til kaups, en áhugi enginn verið
fyrir kaupum, enda ekki ljóst til
hvers ætti að nota húsið.
Síðast í nóvember 1995 kannaði
sérstök nefnd sem kosin var af
bæjarráði (starfsnefnd um hús-
næðismál Bókasafns Hafnarfjarð-
ar) 8 húseignir í miðbæ Hafnar-
fjarðar með það í huga hvort þær
hentuðu til framtíðaruppbyggingar
Bókasafnsins. Meðal þeirra hús-
eigna sem nefndin kannaði var
Strandgata 28. Nefndin komst fljót-
lega að þeirri niðurstöðu að Strand-
gata 28 hentaði ekki fyrir slíka
starfsemi.
Hið sanna í málinu er, að bæjar-
stjóri, Ingvar Viktorsson óskaði eft-
ir því fyrr á þessu ári, að fjármála-
stjóri bæjarins, bæjarfulltrúarnir
Tryggvi Harðarson og Jóhann G.
Bergþórsson ættu fund með Karli
Benediktssyni framkvæmdastjóra
lífeyrissjóðsins Framsýn. Um þann
fund hafði Karl beðið vegna óskar
fjármálastjóra um afléttingu
skuldabréfa í eigu lífeyrissjóðsins
af nyrðri turni miðbæjarhússins og
upplýsinga um stöðu áhvílandi veð-
skuldabréfa sem voru gjaldfallin á
húseigninni Strandgata 30 (veit-
ingahúsið Fjörðurinn). Nokkur
óvissa er með þau skuldabréf er
snerta bæjarábyrgð eða ekki bæjar-
ábyrgð á þeim bréfum er hvíla á
2. veðrétti í Strandgötu 30. Á fund-
inum bauð Karl jafnframt enn einu
sinni húsið Strandgötu 28 til sölu.
Hann var jafnharðan upplýsur um
það, að bærinn hefði ekki á því
áhuga frekar en fyrr.
Það hefur aldrei verið rætt í
meirihlutanum, bæjarráði eða í
bæjarstjórn að bærinn hefði þörf
fyrir eða hefði í hyggju að kaupa
húseignina Strandgötu 28. Ef svo
vildi til að bærinn teldi sig þurfa
að eignast húsið getur hann látið
reyna á forkaupsréttarákvæði, en
eins og kunnugt er þarf bærinn að
hafna forkaupsrétti við allar eigna-
sölur í bænum.
Það er ljóst að meirihlutanum
hefur ekki verið slitið. Bæjarstjór-
inn Ingvar Viktorsson og bæajrfull-
trúarnir Árni Hjörleifsson og Ómar
Smári Ármannsson hafa gagngert
lýst því yfir að hann standi
óhaggaður. Bæjarfulltrúarnir
Tryggvi Harðarson og Valgerður
Guðmundsdóttir hafa látið í ljósi
nokkurt ósætti en hafa jafnframt
lýst yfir fullu trausti á bæjarstjór-
ann sem gefur fyllstu ásætðu til
að álykta að þau standi ótvírætt
áfram að þessu meirihlutastarfi.
Þvert á móti lýsa þau árangri meiri-
hlutans sem mjög góðum á ýmsum
sviðum.
Það er augljóst að hvorki störf
meirihlutans eða húsakaup VJGB
ehf. hafa valdið óróanum að undan-
förnu heldur eitthvað allt annað sem
ekki verður útskýrt nema með
vinstrasamstarfsdraumnum.
í því moldviðri sem þyrlað hefur
verið upp að undanförnu um meint
meirihlutaslit er ljóst að nokkur
trúnaðarbrestur hefur orðið milii
manna, vonandi þó aðeins um
stundasakir, og ósannindi blásin
upp í garð samstarfsaðila. Á næst-
unni reynir því á að berja í brestina
og freista þess að halda áfram já-
kvæðu samstarfi.
Við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
manna innan meirihlutans, höfum
að öllu leyti staðið við gerða samn-
inga í þessu meirihlutasamstarfi og
ætlumst til hins sama af samstarfs-
aðilanum. Enn hafa samningar ekki
verið brotnir á þann hátt að gefi
tilefni af okkar hálfu til meirihluta-
slita. Farsæl og ábyrg stjórn bæjar-
mála verður að ganga fyrir per-
sónulegum átökum. Abyrgð bæajr-
fulltrúa gagnvart fólkinu í bænum
er mikil hvort heldur þeir eru í
meiri- eða minnihluta. Þá ábyrgð
viljum við fulltrúar Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn axla.“
Jóhann Gunnar Bergþórsson
Ellert Borgar Þorvaldsson