Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 33
GUÐLAUG
JÓNSDÓTTIR
+ Guðlaug Jóns-
dóttir fæddist á
■Stóru Þúfu í Mikla-
holtshreppi í
Hnappadalssýslu
23. nóvember 1907.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Akranesi
17. júli síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Brynhildur
Rósa Þórðardóttir
frá Mýrdal í Kol-
beinsstaðarhreppi,
f. 22. maí 1885, d.
8. apríl 1970, og Jón
Oddur Albert Jóns-
son, f. 17. janúar 1877 í Rúfeyj-
um í Skarðshreppi í Dalasýslu,
d. 6. júní 1943. Foreldrar Guð-
laugar skildu og ólst hún upp
að mestu leyti í Hausthúsum i
Eyjahreppi, hjá Jóni Þórðar-
syni móðurbróður sinum og
Kristrúnu Ketilsdóttur konu
hans. Hún fór 11 ára gömul að
Rauðkollsstöðum i Eyjahreppi
til Hákonar Kristjánssonar og
Elísabetar Jónsdóttur til að
gæta barna þeirra. Eftir tví-
tugsaldur fór Guðlaug til
Reykjavíkur og stundaði fisk-
vinnu á veturna en var í kaupa-
vinnu á __ Rauðkollsstöðum á
sumrin. Á veturna hafði hún
heimili með móður sinni og
yngri systur, Ingveldi, f. 11.
júlí 1910, d. 24. apríl 1996.
Hinn 20. mai 1933 giftist
Guðlaug Valgeiri Eliassyni, f. í
Þórðarbúð í Eyrarsveit 22. jan-
úar 1906, d. 20. mai 1992. Þau
hófu búskap í Dals-
mynni í Eyjahreppi
í tvíbýli með Kristj-
áni Jónssyni og Þor-
björgu Kjartans-
dóttur. Þar voru
þau í tvö ár en
fluttu þá að Litlu
Þúfu í Miklaholts-
hreppi. Þar var allt
í niðurniðslu, jörðin
hafði verið i eyði,
en þau byggðu upp
öll hús og bjuggu
þar i fjögur ár. Vor-
ið 1939 fluttu þau
siðan að Miklaholti
i Miklaholtshreppi, þar sem þau
áttu heima alla tíð síðan til
haustsins 1990 að þau flylja á
Dvalarheimili aldraða í Borgar-
nesi. Þau eignuðust tvær dæt-
ur, Elínu Rósu, f. 23. febrúar
1936, gift Guðbjarti Alexand-
erssyni frá Stakkhamri, f. 16.
ágúst 1931. Þau eiga tvo syni,
Alexander, sem er rafvirki í
Ringe í Danmörku, hans kona
er Anne Marie og eiga þau þijú
börn, en áður átti Alexander
dótturina Rósu Gyðu; Valgeir,
búsettur í Reykjavík, deildar-
sijóri hjá TVG Ziemsen, hans
kona er Sesselja Unnur Vil-
hjálmsdóttir og eiga þau tvo
drengi. Yngri dóttir Guðlaugar
er Gyða, f. 19. apríl 1958. Báð-
ar dætur Guðlaugar búa í
Miklaholti.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Miklaholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elskulega mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín,
tárin þorna sérhvert sinn,
sem þú strýkur vanga minn;
þegar stór ég orðin er
allt það launa skal ég þér.
(Sig.JúUóhannesson)
Þessar ljóðlínur koma mér fyrst
í huga um leið og minningarnar
hrannast upp. Minningar um konu
í sveit sem tók að sér sex ára telpu-
hnokka úr Reykjavík í einn mánuð
meðan foreldrar hennar fóru í frí.
Þessi kona var Lauga í Miklaholti
og hún kom ríðandi á gamla Brún
í veg fyrir rútuna að sækja telp-
una. Hún tók hana mjúkum höndum
og lyfti henni á bak og reiddi hana
svo niður í Miklaholt. Hún annaðist
ekki telpuna bara í einn mánuð, nei
mánuðurnir urðu tveir það sumarið
og sumrin urðu níu. Og nú, þegar
telpuhnokkinn er orðin miðaldra
kona, er eins og hún finni enn fyr-
ir þessum mjúku höndum, þegar
Lauga var að þvo henni, greiða
henni, þerra tárin og binda um sár-
in. Eða þegar mjólkurbólurnar
hijáðu hana fyrstu vikurnar í sveit-
inni og hún vaknaði upp á næturn-
ar með mikinn kláða. Þá kom Lauga
og bar áburð á bólurnar og allt
varð gott. Þessi Reykjavíkurstelpa
þoldi ekki nýmjólkina beint úr kún-
um, hefur trúlega verið með of-
næmi, en hélt þó áfram að drekka
hana þangað til líkaminn vandist
henni.
Miklaholt varð mitt annað heim-
ili. Lauga varð mér sem móðir,
Geiri sem faðir og Ella Rósa og
Gyða urðu eins og systur mínar.
Alla tíð síðan hefur mér fundist ég
vera ein af þeim. Á heimilinu ríkti
mikil ástúð og umhyggja og þar
lifði fólkið í sátt og samlyndi við
umhverfi sitt. Hjónaband Laugu og
Geira var einstaklega náið. Þau
kynntust á Rauðkollsstöðum þar
sem Lauga var í kaupavinnu á
sumrin og Geiri sem vinnumaður.
Þau voru ólík að eðlisfari, Geiri fjör-
mikill grínisti en Lauga hæglát,
jafnvel feimin kona, sem hló þó dill-
andi hlátri þegar henni fannst eitt-
hvað skemmtilegt. Saman tókst
þeim að skapa það umhverfi sem
var svo sterkt í látleysi sínu og ein-
faldleik að það hefur stöðugt verið
mér aðdáunar- og undrunarefni.
Lauga byijaði snemma að vinna
fyrir sér og vann hörðum höndum
allt sitt líf. Hún gekk í öll störf úti
sem inni og var forkur til allra
verka. Handavinna var henni hug-
leikin og handbragð hennar var
nett og fágað. Þegar ellin færðist
yfir var það einmitt handavinnan
sem hún aldrei skildi við sig, pijón-
aði ótrúlega fallega útptjónaða
vettlinga úr fínu bandi og saumaði
útsaum. Hún sagði að það gæfí sér
svo mikið andlega að hafa eitthvað
fyrir stafni og alltaf var hún að
keppast við.
En hennar aðalstarf var að vera
húsmóðir í Miklaholti. Þar bjuggu
þau hjón í yfír fimmtíu ár. Þar er
mikið víðsýni, umþverfi sem lætur
engan ósnortinn. í vestri blasir við
Snæfellsjökull, Ljósufjöll og Haf-
ursfell í norðri og þegar austar er
litið sést til Skjaldbreiðar, Hafnar-
fjalls og Skarðsheiðar og syðst má
sjá Reykjanesíjallgarðinn þegar vel
viðrar. Og eins og nafnið ber með
sér er mikið um holt og hóla. Þar
koma fyrir nöfn eins og Kálfhóll,
Krosshóll, Tvísteinsholt, Gvendarás
og Guðnýjarfluga svo eitthvað sé
nefnt. Og auðvitað bjuggu álfar í
klettunum. Miklaholtskirkja lítil og
falleg prýðir staðinn. Fyrstu árin í
Miklaholti voru erfíð, en smátt og
smátt komust þau í betri efni og
árið 1950 keyptu þau jörðina sem
áður hafði verið ríkisjörð. Þau reistu
sér aldrei hurðarás um öxl, heldur
byggðu upp jörðina skref fyrir
skref.
Þegar ég kom fyrst í Miklaholt
var hesturinn þarfasti þjóninn í
þess orðs fyllstu merkingu. Þar var
enginn bíll, ekkert rafmagn, enginn
sími, ekkert rennandi vatn. Tekinn
var upp mór á hveiju vori úti við
Móholt. Honum var síðan hreykt á
holtinu og keyrður heim í skemmu
þegar hann var orðinn þurr. Lyktin
af mónum var góð og í hugann
kemur upp mynd af Laugu þar sem
hún er að setja móinn í eldavélina
og kveikja í. Mógrafirnar voru djúp-
ar og hættulegar og ég veit að
Lauga hafði oft áhyggjur af því að
við stelpurnar dyttum ofan í þær
og drukknuðum.
Allt vatn var sótt niður í brunn.
Allur þvottur þveginn í höndum og
síðan farið með hann upp í Laxá í
tveggja kólómetra fjarlægð til að
skola hann. Þetta var mikil og erfíð
vinna, en aldrei minnist ég þess að
hafa heyrt Laugu kvarta, og aldrei
var ég skömmuð þótt ég væri snill-
ingur í að ata mig alla út. Ég minn-
ist hennar dillandi hláturs þegar
hún var að rifja upp þegar ég fór
á bólakaf í fjóshauginn í skollaleik,
eða þegar við stelpurnar fórum að
synda í tjöminni og komum til baka
allar ataðar í leðju.
En smátt og smátt kom tæknin
til- að létta undir störfín. Jeppi kom
á heimilið, traktor og sími, og
handsnúna þvottavélin þótti mikil
bylting.. Seinna kom rafmagnið og
rennandi vatn. Byggt var við bæ-
inn, tún sléttuð og nýtt fjós og hlaða
leystu gömlu húsin af hólmi. Fleiri
tækifæri gáfust til að létta sér upp.
Þeim fannst gaman að ferðast hjón-
unum í Miklaholti. Alltaf man ég
morgnana þegar Geiri stakk upp á
því að taka sér frí og fara í stutta
ferð og skoða landið. Hann hafði
einstakt lag á að koma Laugu og
okkur stelpunum á óvart og gera
tilveruna skemmtilegri.
Það má segja um Laugu að aldr-
ei var hún rík af peningum en þeim
mun ríkari af andlegum verðmæt-
um. Það var gott fyrir bamið að
sofna út frá bænunum hennar og
fá létt strok um vanga. Þegar hún
fór að fá ellistyrkinn sinn fannst
henni hún vera orðin svo rík, að
hún vissi ekki hvað hún átti að
gera með alla þessa peninga. Helst
var það að kaupa eitthvað og gleðja
aðra. Nokkrar tilraunir gerðum við
stelpurnar til að fá hana til að
skrökva pínulítið ef við vorum að
gantast eitthvað. Það gekk aldrei,
henni var ómögulegt að segja vit-
andi ósatt orð. Hún tók öllum erfið-
leikum með einstöku æðruleysi.
Langt veikindastríð Geira hlýtur að
hafa tekið mikið á hana, en aldrei
kvartaði hún.
Árið 1990 fluttu Lauga og Geiri
á Dvalarheimilið í Borgarnesi vegna
vanheilsu hans. Þar undu þau sér
vel saman í þau tvö ár sem Geiri
átti eftir ólifuð. Síðan bjó Lauga
þar ein. Hún var þakklát fyrir það
góða atlæti sem hún fékk þar, not-
aði sér sundlaug og aðra tómsunda-
iðju sem þar var í boði meðan hún
gat komist um. Hún var alltaf vel
ern og frísk fyrir utan veika fætur
sem böguðu hana mikið seinni árin
og átti hún þá erfitt með gang.
Hún veiktist snögglega þann 17.
júlí sl. og var flutt á sjúkrahúsið á
Akranesi og lést þar eftir nokkra
klukkutíma.
Lífsgöngu Laugu í Miklaholti er
lokið. Eg veit að ekki tókst mér að
launa henni alla hennar miklu um-
hyggju og ástúð. En ég fel hana
góðum guði um leið og ég þakka
henni fóstrið og órofa tryggð í ára-
tugi. Einnig þakkar Þór sonur minn
henni fyrir sumurin níu sem hann
var hjá henni, Gísli, maðurinn minn
og dætumar Soffía og nafna henn-
ar Guðlaug þakka öll áralanga vin-
áttu og tryggð. Dætrum hennar,
Elínu Rósu og Gyðu, fjölskyldum
þeirra og öðrum aðstandendum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Katrín Eymundsdóttir.
Skilafrestur
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að
berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útmnninn eða eftir að
útför hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingardegi.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir, systir og amma okkar,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
New Jersey,
(áður Rauðagerði 62),
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 28. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
-V
Mark Andrew Peterson,
Stefán Úlfarsson, Bjarklind Guðlaugsdóttir,
Guðný Hrönn Úlfarsdóttir, Heimir Helgason,
Inga Lóa Peterson,
Jón Sigurðsson, Guðný Gróa Ólafsdóttir,
Hilmar Jónsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Reynir Jónsson, Kristín Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BENEDIKTS GUÐLAUGSSONAR,
Gaukshólum 2,
Reykjavík.
Gunnar Benediktsson, Jóna G. Steinmarsdóttir,
Kristján Benediktsson, Erla Kristjánsdóttir,
Guðrún B. Kolbeins, Hannes Koibeins,
Kirstín Benediktsdóttir, Kristinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæra,
ERNA ELLINGSEN,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 28. júlí kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast
látið Barnaspítala Hringsins njóta þess.
Astrid Ellingsen,
Dagný Lárusdóttir,
Gísli Lárusson,
Sigrún Ragnarsdóttir,
Erna Ragnarsdóttir,
Othar Ellingsen.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA MARfA MARÍANUSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
áður Nönnufelli 1,
Reykjavík.
verður jarðsungin frá Fossvogsvogskirkju
mánudaginn 28. júlí.
Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið
njóta þess.
Jón Th. Friðþjófsson, Ingi E. Friðþjófsson,
Svanlaug Friðþjófsdóttir, Hildur Friðþjófsdóttir,
Bergljót Friðþjófsdóttir, Ólafur Friðþjófsson,
Hörður Friðþjófsson, Guðrún Friðþjófsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
M
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og
langamma,
HALLDÓRA HANSDÓTTIR
frá Þrándarholti,
lést á hjúkrunardeild Ljósheima, Selfossi, að
kvöldi þriðjudagsins 22. júlí.
Jarðarförin verður auglýst slðar.
Sverrir Andrésson Lilllan Söberg,
Þorbjörg Aradóttir,
Steinunn Ingvarsdóttir,
Þrándur Ingvarsson, Guðrún Hansdóttir,
Guðlaug Ingvarsdóttir, Hrólfur Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.