Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 52
Jiem&C -setur brag á sérhvern dag! MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1. 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(S)MBLIS, / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samþykkt gerð í bæjarráði Snæfellsbæjar um Snæfelling hf. Snæfellingur verði ‘sameinaður Snæfelli BÆJARRÁÐ Snæfellsbæjar sam- þykkti í gær að standa að samein- ingu Snæfellings hf. og Snæfells hf. Verði fyrirtækin sameinuð verð- ur til fyrirtæki með yfir 11 þúsund tonna kvóta. Til athugunar er einn- ig að sameina Snæfell og Gunnars- tind á Stöðvarfírði, sem Snæfell á 70% hlut í. Aflaheimildir Gunnars- tinds eru 1.400 tonn. Stærstu hluthafar í Snæfellingi eru Snæfellsbær og KEA með um •þriðjungs hlut hvor. KEA er stærsti hluthafinn í Snæfelli hf., sem stofn- að var í vor úr sjávarútvegssviði KEA. Gert er ráð fyrir að Útgerðar- félag Dalvíkinga gangi inn í Snæ- fell síðar á árinu. Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Snæfells, sagði að ekki væri búið að meta eignir fyrirtækjanna og því væri ekki ljóst hver eignaskiptingin yrði. Málið væri því ekki afgreitt þó að bæjar- ráð Snæfellshæjar hefði gert þessa samþykkt. Hún væri hins vegar mikilvægur þáttur í framgangi málsins. Stefnt væri að því að ganga frá málinu á næstu mánuð- um og að hið nýja fyrirtæki færi út á hlutabréfamarkað í haust. Gunnarstíndur með í sameiningunni Velta Snæfells var um 1,7 millj- arðar á síðasta ári og velta Snæfell- ings 750 milljónir. Fyrirtækin eiga samtals liðlega 11 þúsund tonna þorskkvóta. Snæfell á auk þess 70% í Gunnarstindi á Stöðvarfirði, sem á 1.400 tonna kvóta. Ari sagði að stjórnendur Snæfells hefðu áhuga á að sameina Snæfell og Gunnars- tind en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvenær það yrði gert. Páll Ingólfsson, formaður bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar, sagði að bæjarráð væri ákveðið í því að taka þátt í þessari sameiningu. Hann hefði þá trú að þetta ætti eftir að styrkja atvinnulífið í Snæfellsbæ. Snæfellingur hefði átt mjög gott samstarf við KEA á síðustu árum. Þorskkvóti Snæfellings er 2.600 tonn, en auk þess á fyrirtækið síld- arkvóta og 50% í rækjuveiðiskipinu Sæfelli sem er við veiðar á Flæmska hattinum. Einmuna- blíða á Norð- urlandi SÍÐUSTU daga hefur veðrið leik- ið við Norðlendinga. Sól og sum- arhiti hafa valdið því að sundlaug Akureyrar hefur verið troðfull og heimamenn og gestir notað tækifærið og baðað sig í sólinni. ♦ ♦ ♦ Útvarpsstöðin BBC Utvarpað úr Laugar- dalslaug ÚTVARPSFÓLK frá bresku út- varpsstöðinni BBC er hér statt til að gera þætti um land og þjóð. Lið- ur í því er bein útsending sem verð- ur úr Laugardalslaug í dag. Útvarpsfólkið segist hingað kom- ið vegna þess að Island sé á allra vörum í Bretlandi; ekki síst vegna vinsælda Bjarkar Guðmundsdóttur, en á miðvikudag var meðal annars tekið viðtal við enskukennara Bjarkar úr unglingaskóla og síðan sent. út um heim allan á vegum BBC World Service. í dag kl. 10.30 sendir BBC síðan út hálftíma þátt úr Laugardalslaug. Tolla- hækkun með stækk- un ESB TOLLAR munu leggjast á sumar ís- lenzkar síldarafurðir, sem seldar eru til ríkja A-Evrópu, er ESB stækkar. Mikilvægir síldarkaupendur á borð við Pólland, Tékkland og Eistland hafa fengið vilyrði fyrir aðildarvið- ræðum við sambandið. Nú er í gildi fríverzlun með físk milli Islands og þessara ríkja, samkvæmt fríverzl- unarsamningum þeirra við EFTA. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur utanríkisráðherra tekið þetta mál upp á fundum sínum með ráðamönnum ESB-ríkja undanfarið og minnt á að full fríverzlun gildi nú í viðskiptum íslands og væntanlegra nýrra aðildarríkja ESB. Tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir, sem kveðið er á um í samningnum um EES, nær aðeins til sumra síldaraf- urða. Útflytjendur telja æskilegast að íslenzk stjórnvöld nái samningum við ESB um að tollfrelsið til allra sjáv- arafurða. Embættismaður fram- kvæmdastjómar ESB segir ósennilegt að sambandið fallist á að fella niður tolla á sjávarafurðum frá íslandi eða öðrum EFTA-ríkjum fyrir ekki neitt. „Á móti betri markaðsaðgangi höfum við yfírleitt farið fram á fiskveiðirétt- indi,“ segir hann. ■ Tollar leggjast á/6 Morgunblaðið/Arnaldur HREINSUN er aftur hafin á rústum húsa sem eyðilögðust í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar 1995. Hreinsun hafin á rústum í Súðavík Ríkisendurskoðun gagnrýnir flugvallaframkvæmdir Ráðist í framkvæmdir qp(!REINSUN er aftur hafin á rústum húsa sem eyðilögðust í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar 1995. Ágúst Kr. Björnsson sveit- arstjóri segir að talsverðar tafir hafi orðið á þessu verki af ýms- um ástæðum. Snemma árs 1995 óskaði um- hverfisráðuneytið eftir því að hreinsun yrði stöðvuð og lét ráðuneytið gera byggingafræði- lega athugun á rústunum. Hreinsunin hófst að nýju haustið 1995 en í október sama ár bárust ^■rindi frá íbúum við Nesveg í súðavík, sem er á hættusvæði. Þeir höfðu áhyggjur af því að yrðu rústirnar fjarlægðar stæðu hús þeirra berskjölduð ef annað flóð félli. Þeir töldu skjöld af rústum húsanna og féllst sveitar- sljórnin á sjónarmið þeirra. Vorið 1996 upphófst tímabil ^deilna um útreikning á tjónabót- um til handa þeim sem misstu fasteignir sínar í snjóflóðunum. Þessum málum lauk í nóvember 1996 með því að þeir sem áttu húsin afsöluðu sér rústunum og lóðarréttindum. Hreinsun hófst síðan síðastliðið vor. Sveitarsljórn fjallar um minningarreit Ágúst segir að nánustu að- standendur þeirra sem fórust í snjóflóðinu hafi ekki sömu skoð- un á því hvað skuli verða af rústum húsanna. Flestir vilji þær burt en þær raddir heyrast einn- ig að ekki skuli hrófla við þeim. Félag íslenskra landslagsarki- tekta efndi til samkeppni meðal félagsmanna um skipulag á minningarreit á flóðasvæðinu. 11 tillögur bárust. Tillögurnar liggja fyrir hreppsnefndinni og mun hún væntanlega í næstu viku ákveða hvaða tillaga verður valin. utan flugmálaáætlunar RÍKISENDURSKOÐUN gaprýnir að ráðist skuli hafa verið í fram- kvæmdir í flugmálum án þess að þær hafi verið á flugmálaáætlun. Ráðist var í a.m.k. 12 framkvæmd- ir, sem kostuðu samtals 58 milljón- ir, á síðustu þremur árum án þess að heimild væri veitt til þeirra í flug- málaáætlun. Ríkisendurskoðun tel- ur jafnframt að nokkuð skorti á að kostnaðaráætlanir Flugmálastjórn- ar séu nægilega nákvæmar. Ríkisendurskoðun setur fram gagnrýni sína í skýrslu um flug- vallaframkvæmdir á árunum 1992- 1995. Stofnunin gerði úttekt á 60 framkvæmdum, sem eru tæplega 40% af framkvæmdum sem unnar voru á þessum árum. 12 af þessum 60 framkvæmdum voru ekki á flug- málaáætlun og telur Ríkisendur- skoðun það ámælisvert. Með sam- þykkt Álþingis á flugmálaáætlun sé verið að ákveða í hvaða fram- kvæmdir skuli ráðast og í hvaða röð. Ef Flugmálastjórn telji nauð- synlegt að bregða út af fram- kvæmdaröð verkefna verði að gera um það formlega samþykkt. Engin ákvæði í lögum leyfi Flugmálastjórn að breyta út af samþykktri flug- málaáætlun án afskipta löggjafans. Kostnaðaráætlanir ónákvæmar Af 40 samanburðarhæfum flug- vallaframkvæmdum voru 19 með meira en 10% frávik frá kostnaðar- áætlun. Ríkisendurskoðun telur þetta hátt hlutfall og hljóti það að vekja „enn á ný spurningar um hvort grundvöllur kostnaðaráætl- ana Fiugmálastjórnar uppfylli að öllu leyti þær kröfur, sem gerðar eru til slíkra áætlana við opinberar framkvæmdir." Ríkisendurskoðun gagnrýnir einnig að ráðist skuli hafa verið í nokkrar flugvallaframkvæmdir án þess að útboð hafi farið fram þrátt fyrir að lög um skipan opinberra framkvæmda mæli fyrir um að það skuli að jafnaði gert. Stofnunin tel- ur fljótt á litið að röksemdir Flug- málastofnunar fyrir því að víkja frá reglunni um útboð séu ekki gildar. Könnun Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að tafabótum var ekki beitt þó að verktaki skilaði ekki á réttum tíma. Stofnunin gagnrýnir þetta og ennfremur að ekki skuli vera ákvæði um tafabætur í öllum verksamningum Flugmálastjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.