Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Landsmóts- löggur Á LANDSMÓTI ungmennafélaganna sem haldið var í Borgarnesi á dögunum þurfti að sjálfsögðu að halda uppi öflugri löggæslu, sérstaklega hvað varðaði umferðarstjórnun og eftirlit. Par sem lög- reglan í Borgamesi er frekar fáliðuð var fenginn liðsauki frá nágrannabyggðunum á Akranesi og vestan af Snæfellsnesi. Tókst lögreglunni að hafa hemil á óróaseggjum, jafnt á dansleikjum sem og í umferðinni sem var mjög mikil í gegn um og í Borgamesi yfir mótsdagana. Morgunblaðið/Theodór LANDSMÓTSLÖGGULIÐIÐ stillir sér upp framan við lögreglustöðina í Borgarnesi á vaktaskiptum. BERGÞÓR Ólason og Adolf Steinsson nýkomnir úr eftirlitshring, en þeir voru í göngu- og hjóladeildinni og blésu varla úr nös. ATVINNUAUGLÝSINGAR Hafnarfjörður — blaðberi óskast Blaðberi óskast í vesturbæ. Upplýsingar í síma 569 1122. fttargptulilröifr Kennarar — kennarar Laus ertil umsóknar 1/2 staða kennara við Svalbarðsskóla í Þistilfirði. Um er að ræða kennslu yngri barna, íþróttir og tungumál. Umsóknarfrestur ertil 31. júlí næstkomandi. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 468 1140 og 468 1385. Skólanefnd. Atvinna óskast! Umhverfisverkfræðingur, útskrifaðurfrá há- skóla í Danmörku vorið 1996 með góðum vitn- isburði, óskar eftir vinnu á íslandi í sínu fagi. Eftir próf hefur umsækjandi unnið í Kanada og Argentínu. Málakunnátta er góð í dönsku, ensku og spænsku. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 486 8881, e-mail: ghrmv123@smart.is. R A Ð A U G W L V S 1 IM G A VEIÐI Tilboð í veiðirétt Tilboð óskast í veiðirétt á vatnasvæði Veiðifé- lags Flóamanna frá og með veiðiárinu 1998. Um erað ræða Hróarsholtslæk (Vola), Baugs- staðasíki og Baugsstaðaá. Leigutaka er skylt að virða rétt Flóaáveitu- félagsins og landeigenda til vatnsmiðlunar og framræslu á svæðinu. Heimilar eru 6 stangir á svæðinu. Gefinn er kostur á leigusamningi til langs eða skamms tíma (5—10 ár) sem yrði bundinn vísitölu. Krafist er bankaábyrgðar. Veiðihús fylgir ekki af hálfu veiðifélagsins. Ef óskað er nánari upplýsinga, skulu fyrirspurnir sendar skriflega til Helga (varssonar Hólum, Stokkseyrarhreppi, 801 Selfossi, fyrir 10. ágúst. Tilboð skulu send til Guðmundar Stefánssonar Hraungerði, Hraungerðishreppi 801, Selfossi, fyrir 31. ágúst nk., en þann dag verða þau opnuð í félagsheimilinu Þingborg kl. 15.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Flóamanna. HÚSNÆÐI ÓSKAST Hlíðar Fjölskylda óskar eftir 3ja-4ra herbergja íbúð á svæði 105. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Reyklaus. Vinsamlegast hafið samband í síma 587 9727 eða 892 9323. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Félagsfundur Stjóm Orlofsdvalar h/f boðartil hluthafafundar á morgun, laugardaginn 26. júlí, kl. 14.00. Fundarstaður: Nesvík, Kjalarnesi. Fundarefni: Kauptilboð í Nesvíkina. Stjórn Orlofsdvalar hf. NAUDUNGARSALA Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Sunnubraut 4 í Búðardal, þinglýstur eigandi Kristinn Jónsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Innheimtustofnun sveitar- félaga og sýslumaðurinn í Búðardal v/innheimtu ríkissjóðs, þriðjudag- inn 29. júlí 1997 kl. 14.00 Brekkuhvammur 8 í Búðardal, þinglýstir aigendur Guðjón Vil- hjálmsson og Sigurmunda Ásbjörnsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og Dalabyggð, þriðjudaginn 29. júlí kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Búðardal, 23. júlí 1997. Ólafur Stefán Sigurðsson. TILBOÐ / UTBOÐ UTBOÐ F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landspítal- ans, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði er óskað eftir tilboðum í röntgenfilmur og fram- köllunarvökva. Útboðið fer fram á EES-markaði. Útboðsgögn, sem eru á ensku, verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000. Opnun tilboða: Fimmtud. 18. sept. kl. 11.00 1997 á sama stað. I shr 111/7 Innkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 UPPBDÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Fífusund 17, Hvammstanga, þingl. eig. Elísabet L. Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Hekla hf og íslandsbanki hf., Kirkjusandi, Reykjavík, þriðjudaginn 29. júlí 1997 kl. 11.00. Hvammur 2, Áshreppi, þingl. eig. Gunnar Ástvaldsson og Þuríður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, þriðjudaginn 29. júlí 1997 kl. 11.00. Króksstaðir, Ytri-Torfustaðahreppi, þingl. eig. Eggert Rúnar Ingibjarg- arson, gerðarbeiðendurÁrni Kristjánsson, Kaupfélag Vestur- Húnvetn- inga, SP Fjármögnun hf. og sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 29. júlí 1997 kl. 11.00. Skúlabraut 15, Blönduósi, þingl. eig. Hekla Birgisdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 29. júlí 1997 kl. 11.00. Snæringsstaðir, Svínavatnshreppi, eignarhl. gerðarþola, þingl. eig. Benedikt Steingrímsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 29. júlí 1997 kl. 11.00. Túnbraut 7, efri hæð, Skagaströnd, þingl. eig. Sigrún Benediktsdótttir, gerðarbeiðandi Höfðahreppur, þriðjudaginn 29. júlí 1997 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 24. júlí 1997. Kjartan Þorkelsson. TILKVNNINGAR Auglýsendur athugið skilafrest! Auglýsirigatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. f0Dyi0itwlillaí>ií> Auglýsingadeild Sími 569 1111 • simbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 11 TILKYNNINGAR FERDAFÉIAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 26. júlí kl. 08.00: Hekla. Ekið í Skjólkvíar og gengið þaðan. Verð 2.500 kr. Sunnudagur 27. júlí: Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð eða til lengri dvalar. Dagsferð 2.700 kr. Kl. 09.00 Rauðakúla — Hraundalur. Öku- og gönguferð á árbókarslóðir. Kl. 13.00 Dyravegur — Nesja- vellir, gömul leið. Brottför í dagsferðir frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Til sölu á skrifst. Hengilsrit F.í. og glænýtt kort af Heng- ilssvæðinu á samtals 1.900 kr. til félagsmanna í Ferðafé- laginu, en 2.300 kr fyrir utan- félaga. Helgarferðir 25.-27/7: 1. Nýidalur — Hágöngur. Afmælisverð. Brottför kl. 18.00. 2. Þórsmörk — Langidalur. Brottför kl. 20.00. 3. Yfir Fimmvörðuháls. Brottför laugardag kl. 08.00. Næstu ferðir um „Laugaveginn" 1. 25.-30/7 2. 27.—31/7 (farangur fluttur). Undirbúningsfundir mánudaga kl. 20.00 í Mörkinni 6 (risi). Fjölbreyttar ferðir um versl- unarmannahelgina 1.-4/8: 1. Þórsmörk, 2. Fimmvörðu- háls, 3. Laugar — Eldgjá — Skælingar, 4. Nýidalur — Vonarskarð — Tungnafells- jökull, 5. Núpsstaðarskógar (2.-4/8). FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 25.-27. júlí: 1. Nýidalur (óbyggðirnar heilla). Farið um slóðir sem ætlunin er að verði farin undir vatn við Há- göngur. Afmælisverð. Brottför kl. 18.00. 2. Þórsmörk-Langidalur. Brottför kl. 20.00. 3. Fimmvörðuháls-Þórsmörk. Brottför laugard. ki. 08.00. Landmannalaugar-Þórsmörk. Næstu ferðir: 1. 25.-30/7. 2. 27.—31/7 (farangurfluttur). 3. 30/7-3/8. 4. 1/8—6/8 (farangur fluttur). 5. 31/7-4/8 6. 5/8—9/8. 7. 6/8—10/8 (farangur fluttur). 8. 7/8-11/8. Aukaferð þar sem farangur er fluttur verður 21.—25. ágúst. Upplýsingar og farmiðar á skrifst. Fjöldi annarra sumarleyf- isferða í boði. Staðfestið pantan- ir tímanlega í altar ferðir. Þingvellir — þjóðgarður í þjóðgarðinum á Þingvölllum verður fjölbreytt dagskrá í sumar þar sem saman fara fróðleikur, skemmtun og holl útivera. Dag- skráin er öllum opin og þátttak- endum að kostnaðarlausu. Laugardagur 26. júlí: Kl. 13.00 Gjár og sprungur. Gengið verður um gjár og sprungur að Öxarárfossi og til baka um Fögrubrekku. í ferðinni verður fjallað um sögu og jarð- fræði á Þingvöllum. Nauðáynlegt er að vera vel skóaður. Gangan hefst við Þjónustumiðstöð og tekur 2'/2-3 klst. Kl. 15.00 Leikið og litað í Hvannagjá. Barnastund fyrir alla krakka. Farið verður í létta leiki og málað með vatnslitum. Hittumst við Þjónustumiðstöðina og göngum sama í Hvannagjá. Barnastundin tekur IV2 klst. og nauðsynlegt er að vera vel búinn. Sunnudagur 27. júlí: Kl. 13.00 Lambhagi. Róleg og auðveld skoðunarferð þar sem hugað verður að dýralífi og gróðurfari við Þingvallavatn. Lagt verður upp frá bílastæði við Lambhaga og gera má ráð fyrir að ferðin taki 3—4 klst. Verið því vel búin og takið með ykkur nesti. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Prestur séra Heimir Steinsson og organisti Ingunn Hildur Hauks- dóttir. Kl. 15.30 Gestamóttaka á Skáldareit. Staðarhaldari tekur á móti gest- um þjóðgarðsins og ræðir um náttúru og sögu Þingvalla. Mót- takan hefst á Skáldareit aö baki Þingvallakirkju og stendur yfir í 30—40 mín. Fimmtudagur 31. júlí Kl. 20.30 Kvöldvaka í Þingvallakirkju. Samverustund í umsjón séra Heimis Steinssonar staðarhald- ara. Allar frekari upplýsingar um dagskrána fást hjá landvörð- um í Þjónustumiðstöð, sími 482 2660. Auglýsendur athugið skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbún- um atvinnu-, rað- og smáauglýs- ingum sem eiga að birtast i sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeild Sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.